NT - 17.01.1985, Blaðsíða 20

NT - 17.01.1985, Blaðsíða 20
Taiwanskir leyniþjón- ustumenn skipulögðu morð í Bandaríkjunum ■ Nokkrir háttsettir starfs- menn taiwönsku leyniþjónust- unnar hafa verið handteknir vegna tengsla við morð á kín- verskum rithöfundi í Banda- ríkjunum. Rithöfundurinn, sem hét Liu Yi-Liang, hafði oft gagn- rýnt kínverska þjóðernissinna og leiðtoga þeirra sem stjórna Taiwan bæði í ræðu og riti. Hann var myrtur fyrir utan heimili sitt í San Francisco þann 15. októberásíðastaári. Verk Liu er bönnuð á Taiw- an þar sem þau þykja of gagn- rýnin á leiðtoga þar. Skömmu áður en hann var niyrtur höfðu honum verið boðnir 40.000 bandarískir dalir ef hann hætti við að gefa æfisögu Chiang Ching-kuo forseta á Taiwan út á ný. Liu neitaöi að þyggja féð og gaf bókina út. Þótt verk hans hafi verið bönnuð á Taiwan var hann samt langt frá því að vera kommúnisti og Kínverjar, bú- settir í Bandaríkjunum, töldu hann ekki vinstrisinnaðan. Bandarísku lögreglunni tókst ekki að upplýsa morðið á honum í fyrra þótt ýmislegt þætti benda til að hægrisinn- aðir glæpamenn með tengsl við Taiwan hefðu myrt hann. Sumir héldu því fram að taiw- anska leyniþjónustan hefði átt hlut að máli enda telur CIA, bandaríska leyniþjónustan, að um 45 taiwanskir njósnarar í fullu starfi séu í Bandaríkjun- um og í skýrslu bandarísku alríkislögregiunnar, FBI, segir að um 25 taiwanskir njósnarar séu í bandarískum háskólum. En stjórnvöld á Taiwan sögðu það með öllu útilokað að taiwanskir leyniþjónustu- rhenn gætu átt nokkurn þátt í morði Liu Yi-Liangs þar til í þessari viku ao upp komst um tengsl milli manna í leyniþjón- ustunni og morðingja Liu. Tveir menn, sem lögreglan á Taiwan handtók vegna tengsla við skipulagða glæpastarfsemi á eyjunni, skýrðu frá því við yfirheyrslur að nokkrir leyni- þjónustumenn hefðu vitað að til stóð að myrða Liu. Síðan hafa nokkrir háttsettir leyni- þjónustumenn verið hand- teknir og bandarískir lögreglu- menn hafa verið kallaðir til Taiwan til aðstoða við lausn málsins. Ekki er talið ólíklegt að Bandaríkjamenn muni fara fram á að morðingjar Liu verði framseldir til Bandaríkjanna. Stjórnvöld á Taiwan segja þetta mál mikið áfall og hafa strengt þess heit að leysa það og þyrma engum sem tengist morðinu. Brasilía: Nýkjörinn forseti lofar stjórnarskrárbreytingu ■ Þessi mynd var tekin af Tancredo Neves, nýkjörnum forseta í Brasilíu, þegar hann ávarpaði þjóðina eftir yfirburðasigur. Neves, sem er 74 ára gamall, lofaði í ávarpi sínu að breyta stjórnarskránni sem fráfarandi herstjórn setti. í Brasilíu er nú rúmlega 200 prósent verðbólga og inun forsetinn einnig leggja mikla áherslu á baráttu gegn henni. Simamynd-POLFOTO íran: Andstöðu- leiðtogi hengdur Teheran-Reuter: ■ íranska fréttastofan IRNA hefur skýrt frá því að síðastliðinn sunnudag hafi einn af helstu leiðtog- um Mujahedin-samtak- anna Mehran Asdaghi, verið hengdur. Mujahedin eru vinstri- sinnuð stjórnmálasamtök sem hafa m.a. haldið uppi skæruhernaði gegn klerkaveldinu í Iran. IRNA-fréttastofan segir að Mehran Asdaghi hafi viðurkennt opinberlega í íranska sjónvarpinu að hann hafi pyntað og drep- ið þrjá byltingarnefndar- rnenn sem skæruliðar í samtökum hans höfðu rænt. Fimmtudagur 17. janúar 1985 20 Útlönd Gaseitrunin í Bhopal: Krafa um fimmtíu milljarða dollara Los Angeles-Reuter: ■ Bandaríski lögfræð- ingurinn Harvey Cooper hefur lagt fram nýja skaða- bótakröfu upp á fimmtíu milljarða dollara fyrir hönd fórnarlamba gaseitrunarinn- ar í Bhopal. Að minnsta kosti fimm hópar lögfræðinga fóru til Bhopal eftir að gaseitrun hafði leitt til dauða 2.500 manna og þeir hafa lagt fram fjölda skaðabótakrafna upp á milljarða dollara á hendur alþjóðafyrirtækinu Union Carbide, sem átti verksmiðj- una í Bhopal. Samkvæmt bandarískum lögum má höfða rnál gegn fyrirtæki án tillits til þess hvar verksmiðjur þess eru. Þess vegna hafa bandarísku, lögfræðingarnir höfðað mál sín fyrir dómstólum í Banda- ríkjunum þótt slysið hafi orðið á Indlandi. Fimmtíu milljarða dollara krafa Harveys Cooper var lögð fram í Los Angeles fyrr í þessari viku. Cooper segist nú vera að undirbúa mál um 40.000 Indverja sem hefðu slasast eða orðið fyrir öðrum óþægindum vegna slyssins. Snjór í sólarlöndum ■ Frosthörkurnar í Evrópu hafa náð allt suður til sólarlanda sem íslendingar eru annars vanir að flýja til þegar þeim þykir nóg um vetrarhörkur heima fyrir. Þessi mynd var tekin í gær í ferðamannapara- dísinni Costa Brava á Spáni þar sem snjór huldi baðstrendurnar. Fiskimenn á þessum slóðum hafa nú keypt sér hlý vetrarföt. Það mun meira að segja hafa snjóað á Mallorca. Síniani.vnd: - POLFOTO. Móðir Teresa í Kína llt)nj>konj;-Reuler: ■ Móðir Tercsa, sem fékk friðarverðlaun Nó- bels árið 1979 fyrir líkn- arstarf meðal fátækra í Kalkútta á Indlandi, er nú lögð af stað í Kína- heimsókn. Fyrsti viðkomustað- ur hennar er Hongkong en þangað kom hún á mánudag. Síðan ætlar hún bæði að heimsækja Taiwan, þar sem þjóð- ernissinnar ráða ríkjum, og meginland Kína sem er undir stjórn kommúnista. í ferðinni mun hún ræða við kínverska kaþólika. Móðir Teresa er ný- komin úr ferð til þurrkasvæðanna í Eþí- ópíu þar sem hjálpar- stöð, sem hún átti þátt í að setja upp fyrir tíu árum, úthlutar nratar- skömmtum til 10.000 manna á dag. ooooooooooooooooooooooooooo o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o Jíýatinprbabcrslumtt €rla Snorrabraut 44 PósthólJ' 5249 - Sími 91-14290 O o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o ____o ooooooooooooooooooooöooooo 1 @ 1 ALEIGAN Saumað með brúnu í Ijósan java MSH Verð 625.- Fjármálaráðherrar 5 iðnríkja: Funda vegna gjald- eyriskreppunnar YVashiii}>ton, London-Reuter ■ Fjármálaráðherrar fjögurra helstu iðnríkja Vesturlanda flugu í gær til Washington á leynilegan fund með starfsbróður sínum í Washing- ton. Fundarefnið er aðgerðir gegn nýrri alþjóðlegri gjaldeyriskreppu. Á gjaldeyrismörkuðunum höfðu nrenn miklar áhyggjur fyrir fundinn og óttuðust að ef enginn árangur næðist á honum, gæti það haft alvar- lcgar afleiðingar fyrir þýska markið og sterlingspundið. Pundið hefur aldrei fallið jafn mik- ið í sögunni og síðustu vikuna. Fjármálaráðherrar Bretlands, Fraicklands, Japans og Vestur-Þýska- lands áttu kvöldverðarfund í gær með Donald Regan fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Aðalefni fundarins er gjaldeyriskreppan segja óformleg- ar heimildir. Regan telur að samhæfðar aðgerðir ríkjanna fimm til að hafa áhrif á gjaldeyrismarkaðina geti. ekki haft langvarandi áhrif. Samkvæmt bandarískum heimild- um er talið líklegt að talsmenn Reag- ans muni skýra fjármálaráðherrunum frá því að stjórn Reagans muni bráð- lega leggja til við Bandaríkjaþing að dregið verði úr fjárlagahallanum í Bandaríkjunum. Evrópubúar og Japanir telja að fjárlagahallinn í Bandaríkjunum leiði til hárra vaxta þar í landi en það muni veikja stöðu dollarans. Bandaríkjaþing fjallar nú um leiðir til að minnka fjárlagahallann og hugs- anlega að hækka skatta. En sú um- ræða gæti tekið nokkra mánuði. Og jafnvel þó svo að niðurstaða fáist úr þeim umræðum er ekki víst að Reag- an muni fallast á tillögur þingsins. Hann hefur marg itrekað að hann sé ekki tilbúinn til að fallast á skatta- hækkanir. Óvissan á gjaldeyrismörkuðunum er mikil. í London sagði Margrét Thatcher að fall pundsins væri „mikil ráðgáta" í ljósi sterkrar stöðu bresks efnahagslífs. Hún hafði enga hald- bæra skýringu á falli pundsins. Pundið hefur fallið svo mikið að undanförnu að á mánudag var bandarískur dollari í fyrsta skipti í sögunni verðmeiri en sterlingspund.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.