NT - 25.01.1985, Blaðsíða 6

NT - 25.01.1985, Blaðsíða 6
Föstudagur 25. janúar 1985 6 Haraldur Blöndal hrl: Klámí útvarpi ■ í blaði yöar, herra rilstjóri, birtist s.l. þriðjudag frásögn af því, að cg hafi kvartað á útvarps- ráðsfundi undan klámi í sögu, er ég hafi ekki hlustað á, og viljað stöðva lesturinn. Frásögn þessi er villandi. Það er siður í útvarpsráði að fjalla um framkvæmd dagskrár. og geta menn þess þá m.a. ef þeir liafa heyrt eitthvað til lofs eða lasts á dagskrárliöum. Er algengt, að slíkar athugascmdir konii fram, enda eitt af hlutverk- um útvarpsráðsmanna að fylgjast með framkvæmd dagskrár á þennan liátt. Fjölmargir kunningjar mínir höfðu kvartað við mig um nýja útvarpssögu, scnt Gísli Rúnar Jónsson leikari er að lesa í út- varpið, og beindust athuga- semdirnar allar að soralegu orð- hragði og klámi og jafnframt að flutningi sögunnar, sem viðmæl- cndur minur kvörtuðu undan og sögðu tilgerðarlegan. Þessum at- hugasemdum kom ég á framfæri, en gat þess, að cg hefði ckki heyrt þennan llutning. Á fundin- um kom fram, að fleiri útvarps- ráðsmenn höföu heyrt kvartanir vegna þessarar sögu, en mjög sjaldgæft er að kvartað sé undan útvarpssögum. Dagskrárstjóri upplýsti, að efni sögunnar væri nokkuð annað en vant væri að flytja og flutningur nýstárlegur, - en niðurstaða var sú, að útvarps- ráð hlustaði á næstu lestra, svo að það gæti af eigin hlustun dæmt unt efnið. í umræöum setti ég fram þá skoðun, að það ætti ckki að flytja klámsögur í útvarpi né heldur sýna í sjónvarpi klámmyndir, og sjálfsagt að stöðva lestur eða sýningar, ef um framhaldsflutn- ing er að ræða, enda fordæmi fyrir því. Skal tekið fram, að ég tel þann hluta myndarinnar Fanny og Alexander, sem sýndur var á jóladag, flokkast undir klám. Klám er kynferðislýsingar, sem fólk kærir sig ekki um að börn hlusti á eða sjái. Nú hef ég hlustað á ntarg- nefnda útvarpssögu. Mér þykir hún lítt fallin til lesturs í útvarpi og flutningurinn tilgerðarlegur. Þeir, scm hlusta á útvarpssögur, hafa tæpast smekk fyrir þessa sögu, og hefði veriö betra að flytja hana á öðrum tíma í dag- skránni, t.d. síðar um kvöldið, og nú er eftir að vita, hvort útvarpsráðsmenn cru sammála mér, - en ég er varamaður í útvarpsráði og lcstur sögunnar löngu ákveðinn. Haraldur Klöndal Samúel Örn Erlingsson formaður Samtaka íþróttafréttamanna Sjálfskipaðir sérfræðingar -fáránlegumfullyrðingumumkjöríþróttamanns ársins og íþróttafréttamenn svarað það, að íþróttafréttamenn skrifi meira um vinsælli íþróttagreinar en aðrar, sé al- mennt talið „meiriháttar vandamál," nema þá af þeim sem ekki nenna að starfa og vilja að fjölmiðlarnir vinni fyrir þá allt kynningarstarf. Hins vegar vita íþróttaforkólfar það vel að meira er skrifað um vinsælar íþróttagreinar en þær sem það eru ekki. Kristján júdómaður vill úti- loka atvinnumenn í íþróttum frá því að koma til greina í kjörinu um íþróttamann ársins. Þar með er hann búinn að útiloka þær íþróttagreinar sem sakir vinsælda sinna standa undir sér. í sumum greinum er það nefnilega svo að þeir bestu eru atvinnu- menn, og þeir sem það eru ekki eru þeir sem hæfileika sinna vegna geta ekki orðið það. - Að auki má bæta því við að mörg ár eru síðan slík sjónarmið, atvinnumaður eða áhugamaður, skiptu nokkru í slíkum kjörum sem kjör íþróttamanns ársins er, Það á sér hliðstæður víða um heint, enda erfitt að dæma um það í mörgurn greinum, hvort menn eru áhugamenn eða atvinnu- menn. Kjör íþróttamanns ársins Og úr því ég er farinn að ræða þetta mál er best að fara í gegnum málið frá grunni. ■ „Miklir menn erum við Jósep minn“, sagði eitt sinn karl við félaga sinn, þegar velgengnin var farin að stíga honum til höfuðs. Það hljóta að vera miklir ntenn sem geta afgreitt heila stétt ntanna sem misheppnaða og óhæfa í sínu starfi, vegna þess eins að meiri- hluti stéttarinnar er á öðru máli en viðkomandi sjálf- skipaðir sérfræðingar. Það fór eins og eðlilegt er á góðu íþróttaári, að ekki voru allir á eitt sáttir um kjör íþróttamanns ársins 1984. Fólk hefur látið misrökstutt álit sitt í Ijósi í lesendadálkum dag- blaðanna, og tveir sjálfskipaðir sérfræðingar Itafa stokkið með offorsi fram á ritvöllinn og látið í Ijósi álit sitt á kjörinu og íþróttafréttamönnum al- mennt. Stóryrði þeirra félaga og skítkast verður hér að mestu látið vera, það dæmir sig sjálft, en nauðsynlegt þykir undirrituðum að skýra dálítið hvað kjör íþróttamanns ársins er, og hvað liggur því til grund- vallar. Skítkastiö Kristján Gunnar Valdimars- son, j údómaður og sjálfskipað- ur sérfræðingur í því að meta og vega íþróttaafrek og íþrótta- fréttamenn.ryðst fram á ritvöll- inn í Morgunblaðinu 12. janú- ar. Hann segir m.a.: „Með því að sneiða framhjá Bjarna Friðrikssyni hafa íþróttafrétta- menn endanlega uppljóstrað hæfileikum sínum til að vega og meta íþróttaafrek. Þetta kjör er því alger hneisa fyrir þá, og verður ábyggilega langt að bíða þess að almenningur taki sæmilega mark á skrifum þessara manna.“ Kristján heldur svo áfrant með því að telja kjörið móðg- un við júdóíþróttina og spyr hvort þetta geti verið eitthvað persónulegt gagnvart Bjarna. Hinn spekingurinn, Stefán Ingólfsson verkfræðingur og fyrrum formaður Körfuknatt- leikssambandsins ræðst fram á svipuðu plani. Hann segir: „Niðurstöður kjörsins hafa oft gefíð ýmsar vísbendingar um hæfni fréttamannanna til að framkvæma mat á íþrótta- afrekum ekki síður en íþrótta- mennina sjálfa.“ Síðan segir Stefán valið nú orka mjög tvímælis. Stefán segir að íþrótta- menn í vinsælli greinum séu „margfalt meira í sviðsljósinu en hinir sem stunda aðrar greinar.“ Stefán segir líka: „Það er löngu þekkt á meðal forystu- manna innan íþróttahreyfíng- arinnar að íþróttafréttamenn leggja ekki sama mat á allar íþróttir. Innan íþróttahreyfíng- arinnar hefur þetta almennt verið talið meiri háttar vanda- mál.“ Fleiri hliöar til Mikið af því sent hér er vitnað til er skítkast og ekki svaravert. Sumu verður svarað í þessari grein, og reynt að skýra aðeins hluti sem greini- lega byggjast á hugsanavillu. Hugsandi menn leita að hinni hliðinni er þeir reka sig á eitthvað sem gengur þvert á sannfæringu þeirra. En ekki þeir Stefán og Kristján. Þeir virðast, af skrifum þeirra að dæma, vera miklir aðdáendur Bjama Friðrikssonar og brons- verðlauna hans, sem vissulega er mjög aðdáunarvert. En bronsglampinn virðist hafa blindað þá svo, að heilbrigður samanburður kemst ekki að. Það er nefnilega til margt ann- að en Ólympíuleikar, ekki síst síðan stórveldin stórskemmdu þessa miklu hátíð sem íþrótta- mót með brölti sínu. Það má til dæmis nefna að Danir hafa kjörið knattspyrnu- manninn Preben Elkjær-Lar- sen íþróttamann ársins 1984 í Danmörku, og eiga þó gull- verðlaunahafa í skotfimi frá leikunum í Los Angeles. Frakkar hafa valið Michel Plat- ini sinn íþróttamann ársins 1984, en það geta líklega Stef- án og Kristján viðurkennt, þrátt fyrir að Frakkar hafi átt glæsilega gullverðlaunahafa í Los Angeles. íþróttaskrif, atvinnu- mennska og áhugamennska Þegar afrek eru vegin og ■ Samúel Örn Erlingsson metin er m.a. litið á hversu langt viðkomandi eru komnir á heimsmælikvarða, og sá mælikvarði hlýtur að nokkru að markast af iðkendafjölda í viðkomandi grein. Iðkenda- fjöldi markast af vinsældum greinarinnar, sem og afkoma. Atvinnumennska er t.d. aðeins til í vinsælum greinum, þeim sem standa undir sér fjárhags- lega. lþróttaskrif markast af vin- sældurn þess sem skrifað er um, íþróttaskrif eru, eins og annað í blöðum, verslunarvara. Undirritaður þekkir ekki til þess, þrátt fyrir starf innan íþróttahreyfingarinnar, að Vísir að hinum sterka manni ■ Skoðanakönnun NT, sent gerð var í fyrrakvöld og getið er í fréttum blaðsins í gær og aftur í dag, sýnir að fólkið í landinu metur ástandið nú sem kreppuástand. Að sjálfsögðu má túlka niðurstöður skoðanakönnun- arinnar á marga vegu en nokkur atriði vekja athygli. Báðir stjórnarflokkarnir tapa fylgi, bæði ef miðað er við síðustu kosningar og einnig sé miðað við skoðanakönnun NT í nóvember. Annar hefðbundinn flokkur, Alþýðubandalagið, tapar einnig fylgi, ef miðað er við síðustu Alþingiskosning- ar, en vinnur á cf miðað er við síðustu skoðanakönnun. Látnir stjórnmála- skörungar Þetta þarf þó ekki að þýða að fólk meti ástandið sem kreppuástand. En ef fólk var spurt hvaða stjórnmálamenn það mæti mest kom í Ijós að í fimnt efstu sætunum voru skörungar sem allir eru látnir. Fólk treystir sern sagt ekki núlifandi stjórnmálamönn- unt. Segja má að fjarlægðin geri fjöllin blá og ntennina mikla, en við kreppuástand þykir við hæfi að kalla á „sterkan mann" tii að leiða lýðinn úr eyðimörkinni. Fólkið hcfur fundið vísi aö hinum sterka manni. Jón Baldvin kemur út úr könnun- inni sem sigurvegarinn. Hon- um hefur tekist að sannfæra fólk um gæði stefnu sinnar og getu sína til að hrinda henni í framkvæmd. Ennfremur vekur fylgis- aukning - ef miðað er við síðustu Alþingiskosningar - Kvennalistans athygli, og má þykja sýnt að kvenfólk treysti ekki lengur hinum hefð- bundnu „karlstýrðu“ flokkum með óljósa stefnuskrá og lítt sannfærandi málflutning. Bandalag Jafnaðarmanna heldur áfram að tapa fylgi og leiðir það hugann að upp- byggingu llokksins. Eins og áður hefur verið fjallað um í þessum dálk, mun landsfund- ur Bandalagsins nú í byrjun febrúar væntanlega taka af- stöðu til uppbyggingar flokksins. Hvort sem verður ofan á, núverandi skipulag eða hefðbundið flokksstarf, þá verður fundurinn að skoða sín mál vendilega, því ef svo heldur áfram sem horfir þurrkast BJ-menn út við næstu kosningar. Stjórnarflokkarnir tapa Niðurstaðan er sum sé sú að stjórnarflokkarnir tapa fylgi, Alþýðubandalagið hef- ur aðeins náð að laga stöðu sína miðað við síðustu skoð- anakönnun, Bandalagi Jafn- aðarmanna tekst ekki að sannfæra kjósendur. en hag- fræði hinnar hagsýnu hús- móðurnýturfylgis. Enstærst- an sigurinn vinnur Jón Baldvin, sem er fæddur i Alþýðuhúsinu fyrir vestan. „Róttækasta stefnuskrá í áratugi," segir Jón. „Hver á landið?" Jóni virðist hafa tekist að sannfæra landslýð um á funda- herferð sinni, að hann sé maðurinn sem koma skal. Samt voru margir búnir að líkja kjöri hans og sjálfbyrg- ingshætti í formannsstöðunni við loftbelg sem risi og risi þar til allt gas væri búið og þá svifi hann til jaröar og lyppað- ist niður í ólögulega hrúgu. Það hefur ekki gerst enn, hvað sem verður. Af hverju þá kreppu- ástand? Breytingarnar á fylgi flokkanna eru ekki meiri en oft áður. Alþýðubarnið að vestan Jú, fólk ákallar sterka manninn með því að velja látna leiðtoga sem mestu stjórnmálamennina. Fólkið hafnar hinum hefðbundnu flokkum en velur Alþýðu- flokkinn sem rís úr öskustó með alþýðubarnið að vestan í fararbroddi. Fólkið velur óskilgreinda stefnu húsmóð- urinnar frekar en skilgreindar

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.