NT - 07.02.1985, Blaðsíða 6

NT - 07.02.1985, Blaðsíða 6
Grímur Ögmundsson, bóndi Syðri-Reykjum í Biskupstungum: Kyndilmessuþankar um landsmál ■ Á þessum verðbólgutím- um kvarta allir og kveina og enginn þykist hafa nógu hátt kaup. Nú er enn eitt verkfallið skollið á, því sjómenn telja sig hafa veriö hlunnfarna í launum s.l. ár. En sem dæmi um tekjur sjómanna get ég sagt frá því, að bóndi hér í Biskupstungun- um fór á loðnubát í janúar á þessu ári og var í ellefu daga. Hann fékk í kaup 93.000,00 krónur. Samkvæmt skatta- lögunum þarf hann samt ekki að telja fram til skatts nema 80.000,00 krónur! Til saman- burðar má benda á að það er mjög svipuð upphæð og hann myndi hafa í tekjur yfir árið eftir 100 rollur, að frádregnum fóðurkostnaði og umhirðu. Landbúnaðarafurðir á að greiða niður á innanlandsmarkaði Eins og allir vita þá hlaðast upp afurðafjöllin, ostar, smjör, lambakjöt o.fl. öllum til hinnar mestu armæðu og skaða. Eina tiltæka ráðið hefur verið að flytja þetta út á er- lendan markað með gífurleg- um niðurgreiðslum. Mér þætti ólíkt nær að þær háu fjárhæðir væru heldur notaðar til þess að greiða niður landbúnaðar- afurðir á innanlandsmarkaði og auka þannig neyslu þeirra hér á landi. En þarna fer fram enn einn talnaleikurinn. Með niðurgreiðslum til íslenskra neytenda myndi kaupið lækka, ríkissjóði sparast fé.og kaup- máttur vaxa. Smjör selst ekki nógu vel í dag, sem ekki er von, þegar verðið er fast að 300 krónur kílóið. Ef smjörið væri lækkað niður um helming í 150 krónur myndi salan vafalaust aukast a.m.k. um þriðjung. Það virðist svo vera að fram- leiðsluráð landbúnaðarins hafi ekki ennþá fulla stjórn á fram- leiðslunni þótt þeir sem það skipa sérúallir af vilja gerðir og mestu ágætismenn. Þarna þarf annað að koma til. Ríkis- stjórnin verður að skerast í leikinn og lækka verðið. Það væri ólíkt ánægjulegra að vita íslendinga neyta þessara afurða sér til ánægju og auk- innar hreysti heldur en að staðið sé í stríðu við að koma þessu ofan í útlendinga, sem taka ærið misjafnlega vel við því, en greiða aðeins þriðjung framleiðsluverðs. Sá hálfi mill- jarður, sem fengist með þess- um hætti, myndi færa niður verðlag innanlands og urn leið þá illræmdu vísitölu! Viðfangsefni fyrir Aibert Albert Guömundsson, fjármálaráðherra, hefur haft það að stefnumáli að selja ríkiseignir og hefur þegar tck- ist að selja Landssmiðjuna. Ég hefi átt viðskipti við Lands- smiðjuna alveg frá stofnun hennar og líkað mjög vel. Allt, sem þar hefur verið unnið fyrir mig, hvert heldur hefur verið nýsmíði eða viðgerð hefur verjð með afbrigðum vel gert. Ég vona að hinir nýju eigendur láti ekki deigan síga, og verði ekki eftirbátar fyrri eigenda og ég vil árna þeim allra heilla á komandi tímum. En það er sitthvað fleira sem ríkissjóður ætti hið fyrsta að losa sig við. Það er ekki úr vegi að nefna allar ríkisjarðirnar, sem eru nú og munu verða um langa framtíð, hinn mesti baggi á ríkissjóði og það samkvæmt landslögum. Ég skal nefna dæmi máli mínu til stuðnings: Afgjaldið af ríkisjörðum hefur aldrei verið hátt og er nú allt niður í fáein hundruð króna. Samt eru margar hverj- ar þessara jarða afbragðs góð- ar og á þeim hefur mikið verið byggt og ræktað. Það þýðir aftur á móti, að þegar bóndinn hættir búskap, þarf að meta allar framkvæmdir til verðs og endurgreiðslu og getur numið allt að 10 millj. króna eða meira á býli! Þetta er reyndar alveg fráleitt og hljóta allir að sjá hvílík byrði þetta er fyrir ríkissjóð og það sem meira er: þessar tölur fara hækkandi með hverju árinu. Bændurnir á ríkisjörðunum byggja ekki síður eða minna heldur en bændur á eignarjörðum sínum, sem vonlegt er, því þeir hafa alltaf tiltækan kaupanda, sem • er ríkissjóður, að öllum verð- mætunum á matsverði hvenær sem þeim þóknast. Það væri sannarlega verðugt viðfangsefni fyrir Albert fjármálaráðherra að beita sér af sínum alkunna krafti við að koma þessu máli áleiðis. Þarna er um háar fjárhæðir að ræða. Mér er kunnugt um nokkra bændur í minni sveit, sem ekki hafa hinn minnsta áhuga fyrir þvf að kaupa ríkisjarðirnar, sem þeir búa á, þótt þær væru þeim falar fyrir aðeins nokkur þúsund krónur. Þeim þykir ólíkt hagstæðara að hafa þær á leigu. Það eru sannanlegir hagsmunir ríkisins að losna við þessar jarðir jafnvel þótt þeir gæfu ábúendunum þær! Brúarframkvæmdir í Biskupstungum Á síðastliðnu ári féll frá merkismaðurinn Ingólfur Jónsson á Hellu, fyrrverandi ráðherra og framámaður í ís- lenskum þjóðmálum um lang- an aldur. Ingólfur var maður mikilla framkvæmda og fram- fara og beitti sér ekki hvað síst í málefnum bænda og í raf- magns- og samgöngumálum. Hann var ævinlega fljótur að sjá nauðsyn hinna ýmsu fram- faramála og þá ekki síður snöggur að hefjast handa til lausnar vandanum. Mér er minnisstætt hve fljótt og vel Ingólf- ur brást við, þegar ég hafði orð á því við hann, að byggð yrði brú yfir Hvítá fyrir innan Bláfell. Ekki leið nema árið að komin var þar brú, sem hefur síðan verið til mikilla bóta fyrir allar samgöngur um Kjöl, en gamla brúin var orðin hættuleg, þegar hér var komið. Hinsvegar tók það Framsókn- armenn 4 ár eða meira, að brúa Sandá, rétt norðan við Gullfoss, sem er þó aðeins smáspræna miðað vlð Hvíta! Þess má líka minnast, að það munu ver hátt í 10 ár síðan fyrst var beðið um brú yfir Tungufljótið, en gamla brúin, sem þar er nú, er bæði of lág og og mjó til þess að stjórir folksflutningaoílar komist yfir hana og verða fyrir bragðið að fara langan krók. Þó mun svo langt komið nú að búið er að gera tvær kostnaðaráætlanir, en í annarri þeirra er brúnni hugaður staður á gamla brúar- stæðinu og kostnaður áætlaður 15 miljónir króna, en í hinni á brúin að vera fyrir framan Krók í Biskupstungum og kostnaður við hana áætlaður 27 milljónir króna, sem að nrínu áliti er alltof lágt reiknað. Framtak Halldórs E. Nú eru erfið ár hjá bændum landsins. í frétt í dagblaðinu NT, 30. janúar s.l. er haft eftir Ólafi Sverrissyni, kaupfélags- stjóra Borgfirðinga, að hann geti fullyrt, að fleiri bændur eigi nú í fjárhagserfiðleikum heldur en hafi verið þau 27 ár, sem hann hafi verið kaupfé- lagsstjóri. Aðspurður segir Ólafur þar, að 100 þús. króna skuld hjá bónda þyki ekki mikil, þegar lokað sé fyrir reikningsviðskipti hans hjá kaupfélaginu. Það er því ekki undarlegt þó Ólafur tæki því heldur dauflega, þegar ég nefndi það við hann, að bænd- ur í Borgarfirði reistu Halldóri E. Sigurðssyni, fyrrv. ráð- herra, minnisvarða við vestur- enda Borgarfjarðarbrúarinn- ar. Hún var reist fyrir elju og atorku Halldórs og hefur orðið bændum í Borgarfirði og öðrum, sem um veginn fara, til miklla hagsbóta. Það má gjarnan skjóta því hér inní að trúlega muni Rangæingar minnast Ingólfs á Hellu með veglegum minn- isvarða svo mjög sem hann vann því héraði gagn bæði fyrr og síðar. Svo sem kunnugt er flestum voru framfaramál þau er Ingólfur á Hellu bar fram til sigurs æði mörg, en þar hlýtur að bera nokkuð hátt að í tíð hans á samgöngumálaráð- herrastóli var nýi vegurinn frá Reykjavik og austur fyrir Sel- foss gerður og lagður varan- legu slitlagi. ■ Grímur Ögmundsson. Ferðagjaldeyrir skattlagður Orlofsferðir til útlanda og þá ekki síst til sólarlandanna svonefndu eru mjög í tísku um þessar mundir. Þar fer mikill gjaldeyrir til lítils gagns fyrir land og þjóð , því varla verður sólarbrúnkan talin til mikils gildis fyrir þjóðarhaginn. Mér þykir eðlilegt að ríkissjóður hafi verulegan hagnað af þess- um ferðalögum eins og t.d. með 20% skattlagningu á ferðagjaldeyri. Samkvæmt reglunum má ferðafólkið ekki kaupa nema takmarkað magn af áfengi, tóbaki, fatnaði o.fl. til þess að hafa með sér inn í landið. Það á því ekki annarra kosta völ heldur en að eyða peningunum í skemmtanir og annað þessháttar á erlendri grund. Og því ekki að skatt- leggja slíkan munað? Þá finnst mér að vel mætti hækka meira en gert hefur verið verð á tóbaki. í framahldi af þessu verður ekki hjá því komist að fara nokkrum orðurn um fíkniefna- vandamálin. Þar virðist vera komið í mikið óefni og vandinn vex með hverjum deginum. ■ Albert og Steingrím hefur bonið hæst í ríkisstjórninni. Tilgangurinn helgar (Síne) meðulin: Sviðsett samnor- rænt þjáningaklám - á sænska sósíalnum ■ „Sjálfur Síne-fundurinn var svo haldinn 28. nóvember. Þar sem margir hafa nú upplif- að skerðinguna með eigin lík- ama bjóst ég við þolanlegri fundarsókn, - en aðeins þrír mættu fyrir utan fjölskyldu mína“. Þessi fróðlega setning er úr haustskýrslu trúnarðarmanns Síne í Gautaborg - í blaðinu Sæmundi - og lýsir á átakan- legan hátt hinni hörðu baráttu stúdentanna okkar, sem vond stjórnvöld halda við hungur- mörkin meðan þeir eru ytra að safna að sér þekkingarsjóðum til að færa okkur síðar heim á Frón. „Fundurinn (3+) krefst..." En barátturmenn Síne láta ekki deigan síga þótt fáir sjáist á fundi. „Málin voru rædd og yfirlýsingar samþykktar“ - þá líklega af þessum 3 + fjöl- skyldunni, en væntanlega ! nafni allra stúdenta í Gauta- borg. I ályktun „fundarins“ segirm.a.: „Mikill fjöldi náms- fólks hefur þurft að hverfa frá námi og hundruð námsmanna eru á barrni gjaldþrots“. Og enn um þá ósamþykkt, fjár- lagafrumvarp: „Verði frum- varpið samþykkt í núverandi nrynd, mun skapast neyðar- ástand meðal margra nánis- manna og víst að enn fleiri munu hrökklast úr námi“. Við bættist svo eins og lög gera ráð fyrir: „Fundurinn krefst ... fundurin krefst...“ o.s.frv. Sænsk aðstoð við „þján- ingaklámið“ En ekki var heldur látið sitja við yfirlýsingar einar: „Að- gerðir voru einnig ræddar og „allir“ studdu að sjálfsögðu fyrirhugaðar „heimsóknir" í sendiráð og ráðuneyti, og var ákveðið að senda skeyti heim á föstudeginum. Auk þess var einn fundarmanna (af 5 vænt- anlega) með þá hugmynd að fólk segði sig á sveitina í stór- um hópum (sósíalinn) og reyndi að gera blaðamál úr því. Þekkti hann a.m.k. tvo blaðamenn sem hugsanlega væru til í að gera úr því frétt með „þjáningaklámi", eins og hann orðaði það. íslenskum ráðamönnum þætti það sjálf- sagt ekki auka hróður sinn að fá landið þannig auglýst í út- löndum. Víðtækar mótmælaaðgerðir íslenskra námsmanna: Setjast að í öllum sendi- ráðunum á Norðurlöndunum ■ Simtok ivlenskm manni trlendn. h>uja nu “ >idl>kir mútmzliaftttrðir á Norðortondum. >rj;na a>Undv in> i lánamálum nam>manna. t tlasl mólnurlin m.a. i þ>t, að farið >trður i.in i idtnsku stndiraðin a ollum Norður- londunum 0|t afhrnl molmirla- plo|>K þ*r >*m isltnskir raða- mtnn tru krafðir »ara um h>tmÍK tigi að l*>»a >anda l.anasjoðs islinskra náms- manna or lr>KKJ* framf*rslu þcssum jðpcrðum. alí of.n Hvggjasl namsmcnnirmr sctjasl að i scndiráðunum. a.m k i cinn dag. og i Slokk- tu-lmi hafa námsmenn á prjón- unom að yfirgcfa ckki scndi- ráöið lyrr cn ssor hafa Ninsi ........... for manns slúdcntaráðs I ráúi cr aö islcnskir vlúdcmar lan i mcnniamalaraðuncylið kl 14 1» á morgun og ufhcndi molmzlaplagg þar scm alhygli . cr sakin a þvi uó scm slcndur ir JUI milljómr a Aó sognSlcfáns.þa þýiXi þoruííu mill|omr s þcgar i dcscmhcr n lansumsoknum scr .. af framfa-rslu. liyggjasi isicnskir námsmcnn oska svara Kagnhildar ■ Mdgadiuiur mcnniamálaráðhcrra vró þvi hvcrnig vcrði hrugihsi vió þcss'- íslenska pressan létauðvitað ekki sitt eftir liggja. Sendiráðs-" setunni sem samþykkt var af 3 +fjölskyldunni var t.d. slegið upp á forsíðu NT þann 30. nóvember. Heyr, fyrir norrænni sam- Undrandi formaður vinnu Sýnist ljóst að ekki þarf stóran hóp til að taka ákvarð- anir í nafni fjöldans. Jafnframt fæst hér aðdáanleg staðfesting á því, að „hjálpsemi“ hinna sænsku vina, frænda og fyrir- mynda okkar á sér lítil takmörk, þegar íslendingar „í neyð“ eru annars vegar. Hinir sænsku kollegar okkar, sem efalaust þykjast vera vandir að virðingu sinni, eru, þegar í „nauðirnar“ rekur tilbúnir í sviðsett „þjáningaklám“ í þeini „göfuga" tilgangi að niður- lægja Alþingi og ríkisstjórn íslands. Ennþá óeigingjarnari er þessi „hjálpsemi“ Svíanna í ijósi þess, að ætla mætti að þeir hefðu nóg að gera í „þjáninga: kláminu" heima hjá sér. „í Svíþjóð fá námsmenn lán frá ríkinu sem eru það lág að námsmenn verða að útvega sér um 500-1000 kr. sænskar (2.200-4.500 ísl. kr.) á mánuði annarsstaðar. Þetta veldur því að fleiri vinna með námi“. Hér er vitnað til (í Stúdentablað- inu) þings norrænna stúdenta sem haldiö var í Reykjavík s.l. sumar. „Ég átti fyrirfram ekki von á því að íslenskir stúdentar OTf>n stæðu svo vel miðað við hin Norðurlöndin. Atvinnuleysi, gífurlega miklar fjöldatak- markanir og veikt námslána- kerfi virðist (þar) frekar venja en hitt“, hefur Stúdentabiaðið eftir formanni Stúdentaráðs H.í. að þingi loku. Von að íslensku fulltrúarnir (heima- alningarnir) hafi gapað af undrun eftir að hafa alla sína tíð verið talin trú um að grasið væri grænna hinumegin - og þá ekki síst í Svíaríki. Pólitískt ofstæki og níska En gullkornin voru fleiri í Sæmundi - Bréf frá Álaborg m.a.: „Það væri óleyfileg skreytni að segja að námsmenn hér í borg hafi staðið í biðröð

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.