NT - 27.02.1985, Blaðsíða 5

NT - 27.02.1985, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. febrúar 1985 Trúnaðarráð KFR: Framlenging upp- sagnarfrests lítils- virðing við stéttina ■ í ályktun sem fundur trúnaðarráðs Kennarafé- lags Reykjavíkur hefur lát- Nýtt flug- vallar- stæði á ísafirði ■ Sighvatur Björgvins- son hefur komið með fyrirspurn til samgöngu- ráðherra um framtíðar- flugvallarsvæði fvrir ísa- fjörð þar sem hann spyr hvort samgönguráðherra sé reiðubúinn til þess að láta fara fram frekari at- hugun á nýju flugvallar- svæði fyrir ísafjörð við Arnarnes. ið frá sér fara, segir að framlenging Menntamála- ráðuneytisins á uppsagnar - fresti kennara sýni lítilsvirð- ingu ráðuneytisins við kennarastéttina. „Trúnaðarráð KFR vill benda á þá staðreynd að á síðustu vikum og mánuðum hafa kenn- arar séð sig tilneydda að hætta kennslustörfum vegna lélegra launa sem eru í engu samræmi við menntun, ábygð og vinnu- tíma,“ segir í umræddri ályktun þar sem fullri ábyrgð er lýst á hendur stjórnvalda „ef kennar- ar í Hinu íslenska kennarafélagi neyðast til að ganga út úr fram- haldsskólunum 1. mars, n.k,“ Lýsir fundur trúnaðarráðsins yfir fullum stuðningi við kjara- baráttu kennara og getur þess að lokum að verði ekki tryggð leiðrétting á kjörum kennara sé öllu skólahaldi á íslandi stefnt í voða. ■ Hin nýja aðstaða flugmála- stjórnar. Frá vinstri, Pétur Ein- arsson flugmálastjóri, Valdimar Ólafsson yfirmaður flugbjörg- unarmiðstöðvarinnar og Ingvar Valdimarsson flugumferðar- Stjóri. NT mynd Sverrir stjötn’. Stórbætt aðstaða til skipulagningar á leit ■ Flugmálastjórn hefur tekið í notkun aðstöðu, þar sem hægt verður að skipuleggja og fylgj- ast með leit að týndum loftför- um. Herbergið sem tekið er í notkun, er búið öllum þeim tækjabúnaði sem nauðsynlegur er til þess að fylgjast með leit. Áður fyrr var leitarvakt stað- in í skrifstofu Valdimars Ólafs- sonar sem er yfirmaður flug- björgunarmiðstöðvarinnar. Að- staðan var bágborin, og gerði eftirlit og skipulag með leit öllu erfiðari, en nauðsyn var. Pétur Einarsson flugmálastjóri sagði að það væri mikill fengur fyrir alla flugumferð á íslandi, og víðar að fá herbergi, þar sem einungis fer fram skipulag og eftirlit með leit. í þessu herbergi, er hægt að fylgjast með öllum fjarskiptum ■leitarflokka. ValdimarÓlafsson sagði að meðal þess tækjabún- aðar sem væri í herberginu, eru fjarskiptatæki sem nema flest allar þær bylgjur sem máli skipta. Þá hefur björgunarmið- stöðin yfir að ráða færankgu endurvarpi, sem gerir miðstöð- inni í flugturninum mögulegt að ná til hvers og eins leitarmanna. Herbergi það sem flugbjörg- unarmiðstöðin fékk til afnota er á 6. hæð í flugturninum, og notast einnig sem setustofa fyrir tlugumferðarstjóra sem eru á vakt hverju sinni. Þegar ekki er verið að nota miðstöðina, er henni pakkað saman og felld inní þar til gerðan skáp. Að sögn Péturs Einarssonar eru flugslys ekki það tíð hérlendis að búist er við að nota þurfi aðstöðuna aðeins einu sinni til tvisvar á ári. ■ Læknir á Landspítalanum prófar nýju æðarannsóknatækin, sem Lionsklúbburinn Freyr færði að gjöf nýlega. Lionsklúbburinn Freyr: Afhenti Landspítal- anum æðarannsóknatæki ■ Lionsklúbburinn Freyr afhenti Landspítalanum nýlega að gjöf fullkomið æðarannsóknartæki, sem í raun er sam- sett úr 8 tækjum, sem eru samtengd í eina heild. Tækjabúnaðurinn gefur kost á meira en 20 mismunandi sjálfstæðum rannsóknum á slagæða- og bláæðakerfl líkamans. Rannsóknirnar, sem búnaðurinn fram- kvæmir byggja á svokallaðri „pletysmo- grafíu“ annars vegar og „doppler" tækni hins vegar, og hafa tveir læknar Land- spítalans fengið þjálfun í notkun tækj- anna. Nýju æðarannsóknatækin kostuðu u.þ.b. 3 milljónir króna með tollum og aðflutningsgjöldum og fjárins til kaup- anna var aðallega safnað með sölu jóla- dagatala. Símon Steingrímsson forstjóri ríkisspítalanna veitti tækjunum viðtöku úr hendi Magnúsar Tryggvasonar formanns Freys. Akureyri: Endurstofna Alliance Francaise Frá fréttaritara NT á Akureyri, Halldóri Inga Ásgeirssyni ■ Nýverið var félagið Alliance Francaise á Akureyri endurvakið, eftir að starfsemi þess hefur legið niðri í um 40 ár. Fyrsti kynningarfundur hins ný- stofnaða félags var haldinn í Sjallan- um á Akureyri sl. fímmtudag, og kynnti Sigurður Pálsson, leikstjóri, þar ævi og starf hinnar frönsku söngkonu Edith Piaf. Formaður félagsins hefur verið kjörinn Hrafnhildur Jónsdóttir, og rakti hún í ræðu sinni á fundinum, sögu félagsins áður en starfsemi þess lagðist í dvala. Félagið var upphaflega stofnað 1939, en er seinni heimsstyrjöldin skall á og tengsl við Frakkland rofnuðu lagðist starfsemi þess af. Upphaflegir stofnendur endur- vöktu félagið síðan 31. jan. sl. Áætlað er að standa m.a. fyrir kvikmyndasýningum og fræðslu- erindum um frönsk málefni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.