NT - 12.05.1985, Blaðsíða 8

NT - 12.05.1985, Blaðsíða 8
Sunnudagur 12.maí 1985 8 í stað feimnislegra brosa kemur ,NT.mynd Ám> Bjarna). Á undanförnum árum hafa rán og gripdeildir farið í vöxt á götum Reykjavíkur. Fólk er ekki lengur jafn öruggt og það var og að sálfsögðu er slíkt áhyggjuefni bæði fyrir hinn almenna borgara svo og yfirvöld. Á síðastliðnu ári dæmdi Sakadómur Reykjavíkur í sex málum þar sem rán eða gripdeildir höfðu átt sér stað. í mörgum þessara tilvika hafði verið ráðist á fólk úti á götu og það.um hábjartan dag. Það sem gerir þessa atburði enn óhugnanlegri er sú staðreynd að fórnarlömbin eru í mörgum tilvikum hjálparlaus og lasburða gamalmenni. Þegar gamalt fólk á í hlut geta afleiðingar árásar og ofbeldis verið enn alvarlegri en þegar ráðist er á yngra fólk. Dæmi eru um að hinir öldruðu hafi orðið fyrir varanlegri örkuml og orðið að dveljast á stofnunum í langan tíma, eftir að hafa orðið fórnarlömb ofbeldismanna. Sem betur fer hefur lögreglu tekist að hafa upp á árásarmönnum í flestum þessara tilvika. Þó er talið að nokkuð sé um dulin brot í þessum brotaflokkum þar sem árásirnar eru ekki kærðar og koma því ekki til kasta lögreglunnar. Fólk hræðist þá eftirmálana og það að þurfa hugsanlega að bera vitni gegn ofbeldismönnum. Ákveðin þróun Hjá Rannsóknarlögréglu ríkisins hafa mörg mál vegna rána og gripdeilda verið rann- sökuð á undanförnum árum. Við ræddum við fjóra rann- sóknarlögreglumenn, þá Sig- urbjörn Víði Eggertsson, Gísla Pálsson, Gunnleif Kjar- tansson svo og Þóri Oddsson vararrannsóknarlögreglustjóra, en þeir hafa allir haft afskipti af rannsókn slíkra mála. Þórir Oddsson sagði að tölu- legar upplýsingar bentu til þess að rán og gripdeildir færu mjög í vöxt. „Því er ekki að neita að við þykjumst sjá ákveðna þróun í þessum málum og fólk á götum borgarinnar er ekki eins öruggt og margir halda. Nú síðast var ráðist á fjörgamla konu, sem fædd er 1899, og það segir nokkuð um eðli þessa ófagnað- ar sem við er að stríða." Peningar fyrir eitri Margt bendir til þess að þeir, sem ráðast á fólk á götum úti og ræna það, séu að útvega peninga til kaupa á eiturlyfj- um. Alla vegana hafa þær skýringar oft heyrst þegar of- beldismennirnir eru yfirheyrð- ir. Gunnleifur taldi því öruggt að fjölgun kærumála héldist í hendur við sívaxandi notkun eiturlyfja hér á landi. „Við vitum ekki hvað þetta er stór hópur manna, sem fremur slík ódæði, en margir þeirra eru það sem við köllum „gamlir kunningjar lögreglunnar". Mér er nær að halda að þetta séu fáir en mjög forhertir menn. Við verðum líka varir við að aðrir afbrotamenn líta niður á þá, sem þessi brot fremja, og er ef til vill ekki að undra það. Árásir á fólk, þegar um rán er að ræða, valda oft óskaplegum þjáningum." Rannsóknarlögreglumenn- irnir bentu einnig á að hætta væri á því að gamalt fólk einangraðist enn meira en áður, vegna hræðslunnar við að verða fyrir árásum. Ef þessu heldur áfram sem horfir, má vænta þess að fólk loki sig meira inni og tortryggni gagn- vart náunganum aukist. Fórnar- lömbin eldri borgarar En hvernig árásir er hér um að ræða? Viðmælendur okkar töldu að hvert og eitt tilvik væri einstakt út af fyrir sig en þó mætti sjá ákveðið munstursem væri sameiginlegt í mörgum árásanna. Eins og áður segir eru fórnarlömbin oft eldri borgarar en þó eru á því undantekningar. Þannig var fyrir skömmu dæmt í máli þar sem ráðist var á 39 ára gamlan mann á Vitatorgi í Reykjavík í því skyni að ræna hann verð- mætum. Sá hinn sami komst undan árásarmönnunum, sem voru þrír piltar, en þeir eiga að baki sér langa og fjölskrúðuga sögu afbrota. í flestum tilvikum eru árás- armennirnir tveir eða fleiri. Oftast er um unga pilta að ræða en upp á síðkastið hefur borið á því að konur eða ungar stúikur séu í slagtogi með þeim eða þá í vitorði. Bentu lögreglu- mennirnir á það að fólk væri ef til vill ekki eins vart um sig ef það sæi til hóps, þar sem kvenfólk væri með í för og teldi því að árásar væri ekki að vænta úr þeirri átt. Þegar ofbeldi er beitt við það að afla fjármuna, flokkast það á máli laganna undir „rán“ en ef ekki er um ofbeldi að ræða er talað um „gripdeildir". í skýrslu um starfsemi Saka- dóms Reykjavíkur á síðast- liðnu ári, þar sem dæmt hafði verið í ráns- og gripdeildarmál- um kemur fram að í langflest- um tilvikum hafði ofbeldi verið beitt eða í fimm tilvikum af sex. Eiga sér einskis ills von Það er einnig einkennandi um árásir af því tagi sém hér um ræðir að þær eiga sér stuttan aðdraganda þannig að fórnarlambið á sér einskis ills von. Fólki er hrint í götuna og fyrsta höggið kemur oftast aft- an frá. Ef til vill er tilgangurinn í flestum tilvikum sá, að verða sér út um fjármuni, en við byltuna eða átökin verður fólk oft fyrir varanlegum meiðsl- um. Við spurðum rannsóknar- lögreglumennina hvort hægt væri að gefa fólki einhver góð ráð til dæmis hvernig því væri að haga sér þegar það verðúr fyrir árás. Gísli sagði slíkt vera erfitt. „Flestum er það í blóð borið að bera hönd fyrir höfuð sér og reyna að verjast. Yfir- leitt gefst fólki enginn tími til að hugsa á svona stundu og viðbrögðin eru því meira og minna ósjálfráð. Það mætti þó benda á að þeir, sem t.d. fylgja fólki til síns heima eftir fjölskylduboð eða aðra skemmtan, sjái til þess að viðkomandi komist örugglega inn til sín. Einnig mætti benda eldra fólki á að bera eins lítil verðmæti og hægt er í hand- töskum. Nær væri að hafa slíkt í kápu- eða jakkavösum enda þess dæmi að handtöskur hafi verið hrifsaðar af fólki. Svartur ferhyrningur Það kemur í Ijós að mörg þeirra rána sem framin hafa verið í Reykjavík á síðastliðn- um árum hafa átt sér stað í og í kringum miðborgina. í stór- um dráttum afmarkast þetta svæði af Skúlagötu að norðan og Miklubraut að sunnan og svo á milli Garðastrætis og Rauðarárstígs að austan. A þessu svæði eru flestir skemmti- staðir borgarinnar auk þess

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.