NT - 12.07.1985, Blaðsíða 1

NT - 12.07.1985, Blaðsíða 1
Föstudagur 12. júH 1985 -170. «M. 69. árg. NEWS SUMMARYIN ENGLISH ? SEEP. 24 100 manna hópur víkinga kom til landsins í gær: Ávaxtasaf i en enginn mjöður - á boðstólum hjá Vigdísi, sem fékk sverð að gjöf ■ „Ég er sjálfur kennari og í hópnum eru m.a. bæjarráðsmenn, bændur og húsmæður, en í frítímum erum við víkingar,“ sagði Rudolf Jensen, fyrirliði vík- ingasveitarinnar frá Freder- ikssund í Danmörku sem kom hingað til lands á fímmtudagseftirmiðdag og verður á Yíkingahátíðinni á Laugarvatni um helgina. Um eitt hundrað víkingar á öllum aldri og beggja kynja komu í gær, klæddir víkingabúningum með skikkjur, hjálma og hvað- eina. Karlarnir voru vopn- aðir, höfðu sverð, skildi og spjót. 1 samræmi við fluglög fengu þeir þó ekki að standa í vopnaskaki um borð í flugvélinni. Skildirn- ir sluppu sem handfarangur en flugstjóri tók hitt í sína vörslu. Aldrei að vita við hverju má búast af víking- um. Um fimmleytið kom hóp- urinn til Bessastaða þar sem Vigdís forseti tók á móti honum. í móttökuræðu fagnaði hún því að hér væri á ferð svipaður hópur vík- inga og byggði Island á sínum tíma, þ.e. friðsam- legir víkingar. Fór þá kurr um hópinn. Borgarstjóri Frederiks- sund flutti því næst ávarp og eftir húrrahróp og söng víkinganna var Vigdísi af- hent glænýtt og gljáandi sverð að gjöf. Meðan á þessu stóð fóru gengilbeinur um gólf og buðu upp á drykki. Var á boðstólum ávaxtasafi og eitthvað sterkara, en þó enginn mjöður. Rudolf Jensen var spurður hvort víkingar drykkju mikið. „Auðvitað, við erum all- taf að drekka," sagði hann. ■ Borgarstjóri Freder- ikssund ufhendir Vlgdísi sverðið myndarlega. Sverð, seni og önnur vopn og kiæði hafa víkingarnir smíðað sjálfir. NT-niynd: Róbtrt i Jóhann tapaði ■ Jóhann Hjartarson tap- aði fyrir Curt Hansen í skák- mótinu í Esbjerg. Hann var í erfiðri aðstöðu fyrir skák- ina þurfti nauðsynlega að vinna til að eiga von um stórmeistaratitil og það með svörtu. Þetta notaði Daninn sér út í æsar að sögn Helga Ólafssonar, telldi byrjunina rólega en af miklu öryggi og náði síðan að knýja frani vinningsstöðu eftir að hafa látið tvo létta menn fyrir hrók og peð. Önnur úrslit urðu þau að Helgi Ólafsson og Plaskett gerðu jafntefli. Sama gerðu Adorjan og Ftacnik og Csom og Christiansen. Friis Nielsen vann Mortensen en Farago á unna biðskák gegn Rödgárd. í gærmorgun voru tefldar biðskákir úr fyrri umferð- um, Csom vann Mortensen en Ftacnik tapaði fyrir Friis Nielsen, skák sem fyrirfram var talið að hann ætti unna. Þegar ein umferð er eftir eru Csom og Adorjan efstir með 7 vinninga, þá kemur Farago með 6 vinninga og unna biðskák. Þá koma Helgi, Jóhann, Hansen og Ftacnik með 6 vinninga. Tvisvar í bið hjá Margeiri ■ Margeir Pétursson mætti bandaríska stór- meistaranum Seirawan með svörtu á millisvæða- mótinu í Biel í gær. Skákin fór tvisvar í bið og hefur Margeir peði minna í hróksendatafli. Staðan er óljós en jafn- teflisvon er fyrir hendi. í dag teflir Margeir við Sax frá Ungverjalandi og hef- ur hvítt. Það bar helst til tíðinda í gær að Hollendingurinn Van der Wiel vann Sovét- manninn Sokolov. Holl- endingurinn á hins vegar tapaða biðskák við Torre, og nær því ekki efsta sæt- inu. Vaganjan er nú einn efstur með 61/2 vinning úr 8 umferðum. Gámafiskurinn: llla ísaður og skemmdur fiskur Töpum tugum milljóna vegna lélegs 1 rágangs á gámunum ■ Vilja sjómenn ekki hærra fiskverð? Hvernig stendur á að meðalverð á kola út úr gámi í Grimsby fer niður í 8 kr. á kíló á sama tíma og góður koli selst þar á allt upp undir 80 kr. kílóið? Hér heima virðast selj- endur bara þrælánægðir með 30-40 og upp í 45 kr. meðalverð á fiski úr einum gám á meðan algengt er að verð á virkilega góðum fiski fari á 50-60 kr. á kíló og koli enn hærra sem fyrr segir. Af þúsund tonnum af íslenskum gámafiski sem boðin voru upp í Grimsby og Hull síðustu vikuna í júní náði aðeins um þriðjungur í 1. gæðaflokk en samtals nær fjórðungur tor í 3. og 4. gæðaflokk, þ.e „poor“ og „bad“ að dómi Breta. Dæmi var um heilan gám í 4. flokk „bad“, og þaðan kemur fyrr- nefnt 8 krónu kolaverð. Rökstuddar ástæður benda til þess að íslenskir sjómenn og útgerðarmenn (og þar með þjóðarbúið) gætu fengið tugum milljóna króna hærra verð fyrir útfluttan gámafisk ef betur væri frá honum gengið í gámana - en þar skortir fyrst og fremst á nægan ís og betri einangrun í gámunum. Þá er ekki aðeins átt við að hærra verð fengist fyrir þann hluta fisksins sem kemur stórskemmdur og jafnvel úldinn á markað ytra - heldur dregur sá hluti niður með sér verðið á góða fiskinum einnig. íslenskur gámafiskur virðist almennt kominn verðklassa neðar en t.d. ísfiskur úr fiskiskipum þar sem kaupendur hreinlega gera orðið ráð fyrir að hluti hvers „partís“ sem þeir kaupa sé léleg- ur eða skemmdur. Framangreindar upplýsingar komu fram í viðtali NT við Hafþór Rósmundsson, starfs- mann Sjómannasambands Is- lands sem fór við annan mann - Ásgeir Matthíasson frá Rann- sóknarst. fiskiðnaðarins til Grimsby og Hull á vegum Ríkis- mats sjávarafurða og sjávarút- vegsráðuneytis til að fylgjast með fiskuppboðum þar síðustu vikuna í júní. Að mati Hafþórs er fiskur sem Bretar dæma í 3. flokk ekki vara sem íslendingar ættu að selja öðrum þjóðum til manneldis (um 20% af öllum gámafiskinum þessa viku) og 4. flokkinn segir hann hvergi eiga heima nema í gúanó. Sjá bls. 4 Þjóðarbókhlaðan: Japanska klæðn- ingin er gölluð - kostar 22 milljónir króna ■ Rauðu álskildirnlr, sem Þjóðarbókhlaðan er klædd og kosta á núvirði um 22 milljónir króna, eru gallaðir. í vor komu í Ijós á skjöldunum lófastórar skellur á víð og dreif, en hátt innkaupsverð skjaldanna var á sínum tíma réttlætt með því m.a. að þeir þörfnuðust ekki viðhalds í bráð. Klæðningin var keypt frá Japan í árslok 1983 og kost- aði þá 15 milljónir króna. Vorið 1984 var húsið klætt og kostnaður við það og einangrun undir klæðninguna nam milljónum. „Ég vil að svo stöddu ekki tjá mig um þessa galla,“ sagði Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt, sem ásamt Þorvaldi S. Þorvaldssyni teiknaði hús- ið og valdi klæðninguna. Manfreð sagði að um væri að ræða framleiðslugalla, sem hinir japönsku framleiðend- ur bæru ábyrgð á. Nú væri verið að ræða við þá. „Það er rétt, þessir skildir áttu ekki að þurfa mikið viðhald, en þeir eru eins og öll mannanna verk, ekki full- komnir,“ sagði Manfreð. Hann sagði að það væri alltaf matsatriði hvort svona hlutir væru dýrir, en sér fýndist skildirnir alls ekki dýrir mið- að við það gildi sem þeir hefðu fyrir bygginguna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.