NT - 31.08.1985, Blaðsíða 14

NT - 31.08.1985, Blaðsíða 14
auglýsingar varahlutir Hedd hf. Skemmuvegi M-20 Kópavogi Varahlutir - ábyrgáLr viðskipti Höfum fyrirliggjandi varahluti í flestar tegundir bifreiöa, m.a. Galant 1600 árg 79 Subaru 1600 árg 79 Honda Civic árg 79 Datsun 120 A árg 79 Mazda 929 árg 77 Mazda 323 árg 79 Mazda 626 árg 79 Mazda616árg75 Mazda818árg76 Toyota M II árg 77 Toyota Cressida 79. -*S/plvo 343 árg 79 Rán’ge Rover árg 75 Bronco árg 74 Wagoner árg 75 Scout II árg 74 Cherokee árg 75 Land Rover árg 74 Villis árg '66 Ford Fiesta árg '80 Wsrtburg árg '80 Laoa Safir árg '82 Toyota Corolla árg 79^ Landa Combi árg '82 Toyota Carina árg 74" Lada*Sport árg '80 1 Toyota Celica árg 74 Datsun Diesel árg 79 DatSun .120 árg 77 Datsun 180 B árg 76 Datsun 200 árg 75 Datsun 140 J. árg 75 Datsun 100 A árg 75 Daihatsu Carmant árg 79 Audi 100 LS árg 76 Passat árg 75 ^pefRecerd árg 74 VW 1303 árg 75 C Vega árg 75 - Mir\i árg 78 Ábyrgð á öllu, allt inni þjöppumælt’ og gufuþvegið. Vélar yf irfarnar eða uppteknar með allt að 6 mánaða ábyrgð. ísetning ef óskað er. Kaupum nýlega bíla til niðurrifs og jeppa. Staðgreiðsla. Opið virka daga frá kl. 9-19 laugardaga kl. 10-16. Sendum um land allt. Hedd h.f. síma 77551 og 78030 Reynið viðskiptin ökukennsla Lada 1600 árg '81 Volvo 142 árg 74 Saab.99 árg 76 Saáb 96 árg 75 Cortina 2000 árg '79 Sc&ut árg 75 V-Cjtievelle árg '79 A-AJegro árg '80 Transit árg 75 Skódi 120 árg '82 Fiat 132 árg '79 Fiat 125 P árg '82 F-Fermont árg '79 f-Branada árg 78 Kenni á Audi ‘82. Nýir nemendur geta byrjað strax og greiða aðeins tekna tíma. Æfingatímar fyrir þá sem hafa misst;. réttindi. Æfing í borgarakstri. Lærið' þar sem reynslan er mest. Greiöslu- kjör, ennfremur Visa og Eurocard. Símar 27716 og 74923. Ökuskóli Guðjóns Ó. Hanssonar. ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN dddda h f. SMIÐJUVEGI 3, 200 KOPAVOGUR SIMt 45000 varahlutir Aðalpartasalan Sími 23560 Autobianci’77 BuickAppalo'74, AMCHomet'75 HondaCivic’76 AustinAllegro’78 Datsun100A’76 Austin Mini 74 Simca1306'77 :Chevy Van 77 ' Simca1100 77 Chevrolet Malibu’74 Saab 99 73 Chevrolet Nova 74 Skoda 120 L 78 DodgeDart’72 Subaru4WD’77 Dodge Coronet '72 Trabant 79 Ford Mustang 72 Wartburg 79 Ford Pinto 76 T oyota Carina 75 Ford Cortina 74 T oyota Corolla 't4 FordEscort’74 Renault4’77 Fiat 131 77 Renault5’75 Fiat 132 76 Renault12'74 Fiat 125 P 78 Peugout504'74 Lada1600’82 Jeppar Lada 1500 78 Wagoneer 75 Lada1200’80 RangeRover’72 Mazda323 77 Scout’74 Mazda929’74 FordBronco'74 Volvo145’74 VW1300-1303 74 , VW Passat 74 Mgrcury Comet 74 _ Ábyrgð á öllu, kaupum bíla til niðurrifs, sendum um land allt. Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga frá kl. 10-Jp. Aðal- partasalan Höfðatúni 10, sími 23560. bílaleiga BÍUUIICA REYKJAVÍK: AKUREYRI: BORGARNES: VÍÐIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUÐÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR: VOPNAFJÖRÐUR: SEYÐISFJÖRÐUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: HÖFN HORNAFIRÐI: 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent óskast RAFHA þvottapottur óskast í góöu ásigkomulagi. Upplýsingar í síma 99-2190. húsnæði óskast GD óskar að taka á leigu herbergja íbúö fyrir einn starfsmai blaðsins. Upplýsingar í síma 6876! á skrifstofutíma, kl. 9 til 17. BÆNDUR BÍLAVERKSTÆÐI OG AÐRIR EIGENDUR LAND-ROVER BIFREIÐA ATHUGIÐ! HÖFUM ÚRVAL VARAHLUTA OG BODDÝHLUTA í LAND-ROVER EINNIG VARAHLUTI í RANGE- ROVER OG MITSUBISHI ÞEKKING OG REYNSLA TRYGGIR ÞJÓNUSTUNA VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR HEILDSALA - SMÁSALA PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ^ ÍTF Laugardagur 31. ágúst 1985 14 LlI Minnincp Eiríkur E. F. Guðmundsson bóndi Meltúni, Mosfellssveit Fæddur 20.5 1907. Dáinn 24.8 1985. Eiríkur Guðmundsson lést á heim- ili sínu Meltúni, laugardaginn 24. ágúst s.l. Útför hans verður gerð frá Lágafellskirkju mánudaginn 2. sept. n.k. kl. 14.00. Föðurbróðir minn Eiríkur í Mel- túni er látinn á 79. aldursári. Maður trygglyndis og jafnaðargeðs er fallinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Ágúst Halldórsson bóndi í Botni Súgandafirði (Halldórssonar bónda Hóli Hvilftarströnd, Önundarfirði og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Vöðlum, Önundarfirði) og kona hans Guðfinna Ólöf Daníelsdóttir (Ólafs- sonar bónda Dalshúsum, og konu hans Guðrúnar Edilríðar Sturludótt- ur frá Dalshúsum Önundarfirði.) Guðfinna var fyrri kona Guðmund- ar, þá ekkja eftir Eirík Egilsson frá Arnarnesi í Dýrafirði, en hann lést árið 1903. Eignuðust þau Guðfinna og Eiríkur 7 börn en eitt þeirra dó á fyrsta ári. Guðmundur Ágúst var hennar seinni eiginmaður og áttu þau einn son Eirík Egil Finn sem hér er minnst. Brjóstveiki tók að hrjá Guð- finnu fæðingarár Eiríks og varð hún fljótt heilsulítil upp frá því. Guðfinna lést svo 11. ágúst 1912. Seinni kona Guðmundar Agústs var Sveinbjörg Hermannsdóttir og eignuðust þau saman þrjú börn. Alls fæddust því 10 systkini þessa frænda míns og lifa hann tvö, sitt hvoru megin frá þau Guðrún Eiríksdóttir f. 1896 búsett á Flateyri í hárri elli og Hermann Guðmundsson f. 1917 símstöðvar- stjóri á Akranesi. Vorið 1907 flyst að Botni einhleyp systir Guðmundar, Júlíana Halldórs- dóttir hagleikskona frá Hóli ásamt fleirum. Eftir fæðingu Eiríks Guðmunds- sonar það vor og hnignandi heilsu Guðfinnu gengur Júlíana Eiríki nán- ast í móður stað og annast hann. Alla tíð í Botni reynist hún honum sem besta móðir og minntist hann hennar oft ög jafnan er talað var um liðna tíð, og hvað hún hafi verið sér einlæg. Æska og uppvöxtur Eiríks var eins og tíðarandinn krafðist, fyrst við leik og störf síðan á búi foreldranna. Um vor 1927 hleypti Eiríkur heim- draganum og réðst í kaupavinnu að Skógum í Flókadal í Borgarfirði til hausts er hann hóf nám við Hvítár- bakkaskólann næstu tvo vetur. Seinni vetur sinn þar kynntist hann Sigríði Pórmundsdóttur frá Bæ í Borgarfirði og með þeim tókst gagnkvæm tryggð og vinátta er seinna leiddi til hjúskap- ar. Vík varð milli vina er Hvítárbakka- dvöl lauk, því Eiríkur réðst þá að Korpúlfsstöðum frá vori ’29 til jafn- lengdar árs ’30. Eftir það stóð hugur til frekari kynningar atvinnulífsins og fór hann það sumar á síld til Siglu- fjarðar. Haustið 1930 réðst hann svo sem fjármaður að Grímsstöðum á Mýrum til vors ’31 er hann fer til sumardvalar að Bæ í návist unnustu sinnar. Það var ekki hlaupið að því að kaupa eða taka við búi í þá daga frekar en nú á tímum. Aura þurfti saman. Fullur vonar og vilja heldur Eiríkur á vertíð til Keflavíkur um haustið og er fram á vetur. Þá veikist hann af berklum ogflyst á Vífilsstaði. Eftir brottfararleyfi frá Vífilsstöð- um, í huganum heill og vongóður um að bati hafi náðst heldur hann svo um haustið 1932 til kennslustarfa við barnaskólann á Suðureyri, síns heima héraðs. Hefur Eiríkur svo þar með höndum kennslu 9 ára barna og segir mér einn nemenda hans frá þeim vetri að þar hafi farið hæfiieikamaður í tilsögn og vináttu við æskuna. Passar sú umsögn vel inn í þann ramma er kynni okkar leiddu af sér. Síðla þetta haust kemur svo Sigríður unnusta hans vestur. Brúðkaupsdagur þeirra rann upp 27. desember 1932 og voru þau gefin saman í Staðarkirkju. Skammt er högga á milli, ungu hjónin verða aðskilin þar sem Sigríð- ur veikist nú, uppúr áramótunum og fer á sjúkrahúsið á ísafirði. Undir vor veikist svo Eiríkur einnig og lendir á sjúkrahúsinu. Þar liggja þau svo sjúklingar í sitt hvorri stofu, fram í október það ár er hún útskrifast og fer til móðursystur sinnar Ingunnar á Reykjahvoli í Mosfellssveit en hann á Vífilsstaði hvar hann dvelst til des- ember 1934. Upp úr því ræðst hann í vinnu til Álafoss. Ferðast nokkuð um landið sem sölumaður. Snemma árs 1937 þarf hann svo enn að leggjast inn á Vífilsstaði og vera langt á þriðja ár, til hausts 1939. Hefst nú loks tími aukinnar birtu sambúðar þeirra Sigríðar frá sjúk- dómum, þótt hvorugt hafi gengið alheilt til skógar eftir vágest berkla- veikinnar. En hugur fylgdi hönd og kjark vantaði ekki. Vann Eiríkur þennan vetur í lausa- mennsku jafnframt því að þau hjónin komu sér upp litlu húsi til íbúðar í landi Reykjahvols er þau nefndu Hverabakka og bjuggu þar næstu átta árin. Þau flytja að Meltúni 1947 með húsið með sér, endurbæta það og stækka, byggja útihús og yrkja jörð. Á þessu ári hafa þau búið þar í 38 ár. Kærleiksheimili, barna, frænd- og tengdaliðs varð Meltún. Margir komu, sumir sveitunganna oft. Hlýja var þar inni og ekkert tillit tekið til stærðar eða smæðar. Viðræður og veitingar voru þar viðhafðar af drengskap. Ekkert á torg borið. Erfitt getur verið á annað að minn- ast ef tvö eru um, sem hér. Kjördóttur eignuðust þau, Sigur- björgu f. 23.11. ’41 kom hún til þeirra aðeins 2ja vikna gömul og var þeim sólargeisli fyrst að Hverabakka, svo Meltúni og síðast en ekki síst hin seinni ár með fjölskyldu sinni. Svo var og með fósturbörnin sem trygga viðkomu áttu í skjóli hjónanna. Sig- urbjörg Eiríksdóttir er framr.m. að mennt gift Svavari Sigurjónssyni skipasm.m. og framr.m. Eiga j)au þrjú börn, þau Áslaugu Sigríði f. 19.2. ’59 hjúkr.fr. Hennar unnusti er Geir Magnússon bankastm. og eiga soninn Magnús Brynjar 1. árs. - Margréti Björk f. 11.12. ’63 stúdent. Hennar unnusti er Ingólfur Geir Giss- urarson, stúdent og nemi í íþr.kennslufr. og Eirík Sigurjón f. 23.9. 72. Tvö börn tóku þau Eiríkur til fósturs tímabundið og virtu sem sín eigin og tóku þau börn miklu ástfóstri við fósturforeldra sína. Þau eru Guðný Jóna Hallgrímsdóttir f. 16.11. ’45 sem kom til þeirra misserisgömul sumarlangt og seinna þrjú ár sam- fleytt. Hennar maki er Bjöm Haralds- son kaupm. Grindavík og eiga þau fjögur börn. Svo var það Sigmar Pétursson, hálfbróðir Sigurbjargar f. 23.9. ’52. Hann kom 2ja ára og dvaldi með þeim fram að skólaaldri samfleytt og sumarlangt eftir það fram yfir ferm- ingu. Aldrei þurfti hans að leita í túni eða utan. Fylgdi hann fóstra sínum hvert fótmál í önnum dagsins vakandi og sofandi. Sigmar er framr.m. að mennt kvæntur Þrúði Jónu Kristjáns- dóttur og eiga þau þrjár dætur. Minningar eru ríkar frá heimsókn- um mínum í Meltún frá því fyrst ég kom þar 14 ára gamall. Reyndar hófust kynni lítilsháttar fyrr, er frændi og fjölskylda komu vestur í foreldra- hús mín til heimsóknar. Ég get varla sagt lítilsháttar kynni, því frá því fyrst ég sá frænda minn kviknaði neisti gjörþekkingar að mér fannst, svo aðlaðandi og viðmótsgóður var hann. Þær stundir sem ég hefi átt í návist hans um dagana eru geymdar kær- leiksstundir minninganna. Einlæg elskusemi og vinarþel lék um handtak og koss. Eiríkur var ekki fasmikill maður þótt eftirminnilegur væri, en trúnað átti hann í sveit sinni og ábyrgð fylgdi hans gjörð. Nú er söknuður í brjóstum barna- barnanna og annarra í frændskap og vináttu sár. Allt líf tekur enda. Hann hafði fyrr á árum tekið út sína sjúkrahúsvist. Við sem eldri erum megum þakka í tímabundinni sorg hversu sterkur hann var sitt æviskeið og það sem hann okkur var. Hugheilar hluttekningarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín, nú að leiðarlokum, eftirlifandi eiginkonu hans, dóttur, fósturbörnum og að- standendum öðrum. Skarð er fyrir skildi, frændi erfallinn í valinn. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Óskar Hermannsson Mér er Eiríkur Guðmundsson minnisstæður frá æskuárum. Lífs- glaður unglingur, æðrulaus og stund- um gáskafullur. Strax á æskuárum urðu erfið veik- indi hlutskipti hans. Þá sýndi sig best karlmennska hans og manndómur. Æðruleysið entist honum. Glaðværð hans og kímniskyn fölskvaðist aldrei. Þrátt fyrir valta og veika heilsu var Eiríkur gæfumaður þar sem hann bjó með Sigríði á smábýli sínu, sinnti um bú sitt og studdi börn sín til þroska. Þar er falleg saga sem af má læra. Okkur sýnist að sumum séu bundn- ir þyngri baggar en öðrum. Þeir sem undir því rísa hafa mest að gefa. Þaðan stafar ljómi á hrjóstur lífsins. Þannig er gott að minnast Eiríks í Meltúni með virðingu og hlýrri þökk. H.Kr. Flóamarkaðurinn á Öldugötu 11 heldur áfram á laugardag 31. ágúst frá kl. 2-5 eftir hádegi. Fatnaöur, leikföng - ALLT Á TÍKALL. Húsgögn og skrautmunir á prúttverði. Nýtínd rifsber seld í kílóavís. Og fleira og fleira og fleira. Kaffi og vöfflur til sölu. Afmælisrit og gömul jólakort. Mætiö stundvíslega og geriö kaup ársins. Stjórn FEF. \

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.