NT - 20.09.1985, Blaðsíða 8

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 8
Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknidcild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr. r Virðing fiskvinnslufólks ■ Þrátt fyrir æsingafundaferð Guðmundar J. Guðmundssonar um landið hefur tekist að ná samningum í bónusdeilu fiskvinnslufólks við vinnuveitendur sína. Samningarnir færðu fisk- vinnslufólki kjarabót, en eins og haft var eftir formanni Alþýðusambands Austfjarða, Sigfinni Karlssyni, hér í blaðinu, þá fór þessi samninga- gerð í allt annað horf en ætlast var til, þ.e. að minnka bónushlutfallið og hækka kaupið. Undir þetta viðhorf formanns Alþýðusambands Aust- fjarða má taka, en rétt er að ítreka sjónarmið sem æ oftar kemur fram, bæði hjá verkalýðs- hreyfingunni og vinnuveitendum, að það sé höfuðverkefni í samningum að tryggja að þeim kjarabótum sem nást fram, fái menn haldið. Allt of oft hafa einstakir forráðamenn innan verkalýðshreyfingarinnar gripið til úreltra vinnu- bragða, farið um með hrópum og köllum og gert kröfur, sem engin von er að hægt verði að uppfylla, jafnvel þótt menn vildu. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands bendir á nokk- ur höfuðatriði þess vanda, sem fiskvinnslufólk, og þá um leið þjóðin öll, stendur frammi fyrir. Hann segir í viðtali við NT, að þessir samningar séu fyrsta skrefið til þess að hafin verði jákvæð umfjöllun um starfsgreinina, - að menn sjái bæði fiskinn og fiskvinnsluna í ljósi þeirrar þýðingar sem hún hefur fyrir þjóðarbúið og þar með verði fólki sem vinnur við atvinnugreinina aftur gefið sjálfstraust og sjálfsvirðing. Hann segir í viðtal- inu að nú verði að hraða umfjöllun um sérhæfni fiskvinnslufólks og möguleika á námskeiðahaldi, sem nú eru þegar hafin fyrir forgöngu Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra. Magnús bendir á, að eftir fjörutíu ára þróun hafi menn skyndilega uppgötvað að greinin á engan sama- stað innan skólakerfisins. Hana er ekki að finna í grunnskólalögunum og svo þegar allt skólakerf- ið er endurskipulagt og fjölbrautaskólar settir á laggirnar, þá er nánast allt annað en fiskvinnsla kennt þar. Orðrétt segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins: „Ég verð að gagnrýna stjórnmálamennina og svo forystumennina í þessum greinum, bæði launþega- og vinnuveitendamegin, fyrir að hafa ekki sett sér þann metnað að þarna skapaðist ákveðin þróun eins og í öllum öðrum greinum atvinnulífsins.“ NT tekur heilshugar undir þau sjónarmið sem fram koma í orðum Magnúsar Gunnarssonar og Sigfinns Karlssonar og hvetur ráðamenn alla til þess að búa svo um hnúta, að vegur fiskvinnslu- fólks verði sem mestur. Allar skólabyggingar, vegagerð, tölvur, marmaragluggasyllur og þrí- réttaðir köldverðir á fínum veitingahúsum er sótt í hendur þess fólks. Föstudagur 20. september 1985 8 Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður: Svartagallsrausi svarað ■ Furðulegt skilningsleysi á jafnréttismálum kemur fram í skrifum Gunnars Finnssonar í NT 12. september s.l. sem vert er að eyða í nokkrum orðum. Ef til vill gæti það orðið til þess að leiðbeina Gunnari um staðreyndir í jafnréttismálum næst þegar hann sest í dómara- sæti til að ausa úr skálum visku sinnar urn jafnréttismál í svarta- gallsrausi sínu af Ströndum. Hrikti í stoðum karlaveldisins! Greinilegt er að þessi mál hvíla þungt á Gunnari, því hann telur „að hrikt hafi í stoðum karlaveldisins og höfuð- vígi karlrembunnar í stórkost- legri hættu eftir að konur risu upp úr öskustónni og sögðu skilið við potta og pönnur, gáfu skít í grautargerð og streymdu út á vinnumarkað- inn,“ eins og Gunnar orðaði það. Allt þykir honum þetta greinilega af hinu vonda, þó hann með semingi viðurkenni að það sé „bara sanngjarnt að konur séu ekki njörvaðar niður við eldavélina alla sína hundstíð." Yfirráðasvæði karla? Gunnari er greinilega þungt niðri fyrir þegar hann lætur eftirfarandi á blað: „Konur seildust í æ ríkari mæli inn á hefðbundin yfirráðasvæði karla." Jafnréttisráð fékk líka sinn skammt. Hann gefur því nafnið forréttindaráð og telur það gagnstætt lýðræðislegum ieikreglum að konur eru í meirihluta nefndarmanna í Jafnréttisráði. Lítum nánar á þessa stað- hæfingu. Samkvæmt þessari kenningu Gunnars þá hlýtur það einnig að vera andstætt Íýðræðislegum leikreglum - að í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum ríkisins voru 2764 á árinu 1980, þar af 187 konur eða 6.8%. - að af 548 formönnum í þess- um stjórnum, nefndum og ráðum voru konur formenn í 23 nefndum eða 4.2%. - að í stjórn BSRB 1984 voru 4 konur af 11 stjórnarmönn- um þó konur séu rúmlega helmingur félagsmanna í BSRB. - að á þjóðþingum Norður- landa var hlutfall kvenna á íslandi lægst árið 1983 eða 15% meðan það var 24%- 32% á hinum Norðurlönd- um. - að af 1192 kjörnum sveitar- stjórnarfulltrúum 1982 voru 149 konur eða 12.5%. - að á s.l. Alþingi var í flestum fastanefndum þings- ins aðeins ein kona af 7 nefndarmönnum. Einnig í félagsmálanefnd, sem fjallar m.a. um jafnréttismál (varla gagnstætt lýðræðislegum leikreglum eða hvað?). Pessar tölur tala sínu máli og ættu að létta nokkuð á kvíða Gunnars um að konur séu í of miklum mæli að seilast inn á „hefðbundin yfirráða- svæði karla" um leið og hann hugleiðir hvort það sé gagn- stætt lýðræðislegum leikregl- um að af 2764 manns í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríksins séu aðeins 187 konur. Forréttindi hverra? Vandlæting Gunnars í garð jafnréttisbaráttunnar nær þó fyrst hámarki í greininni, þegar hann tekur fyrir frumvarp um breytingu á jafnréttislögum, sem undirrituð flutti 1980. Orðrétt segir Gunnar: „Eó tók út yfir allan þjófabálk þegar Jóhanna Sigurðardóttir þing- maður krata lagði það til á þinginu, að „sækti kona á móti körlum um opinbera stöðu skyldi konan hljóta starfið.“' Og áfram heldur hann: „Hérna er ekki verið að fjalla á raun- sæjan hátt um jafnrétti eða stöðu kvenna í atvinnulífinu heldur miklu fremur um for- réttindi þeim til handa. Hér fellur Gunnar í sömu gryfju og aðrir sem gagnrýndu frumvarpið af litlum skilningi á sínum tíma, þ.e. að mistúlka frumvarpið og hrópa á torgum um forréttindi án þess að hafa kynnt sér málið. Frumvarps- greinin hljóðaði svo: „Þegar um er að ræða starf sem frekar hafa valist til karlar en konur, skal konunni að öðru jöfnu veitt starfið. „Þetta var síðan skýrt nánar í frum- varpinu á þá leið, að sæki kona um starf í starfsgreinum þar sem karlmenn hafa verið svo til einráðir í áður skyldi tíma- bundið eða um 5 ára skeið veita konunni starfið, ef konan hafi sömu hæfileika og mennt- un til að bera og karlar, sem um starfið sækja. Hér var um að ræða leið til þess að brjóta upp kynskiptingu á vinnu- markaðinum, enda verða það að teljast lýðræðislegar leik- reglur, að jafnræði milli kynja sé sem mest í atvinnulífinu og að karlar njóti ekki þeirra forréttinda, að einoka ákveðin svið atvinnulífsins. Benda má Gunnari á þegar hann talar af miklum fjálgleik um forréttindi konum til handa, að rakið gæti ég mörg dæmi um forréttindi karla á vinnumarkaðinum, þegar þeir iðulega fá hærri laun og betri kjör en konur fyrir sömu eða sambærileg störf á vinnumark- aðinum. Jafnréttislögin Þar sem Gunnar undirstrik- ar rækilega í sinni grein að með frumvarpinu hafi verið ætlunin að taka kynferði fram yfir hæfni og reynslu og setja jafnræði út í horn, þá er rétt að rifja upp það sem kom fram í framsöguræðu minni þegar ég mælti fvrir bessu frnmvami fyrir 5 árum. Þar vitnaði ég til túlkunar Guðrúnar Erlendsdóttur lögfræðings sem er einn af höfundum jafnréttis- laganna, sem sett voru 1976. Á norrænu lögfræðingaþingi í Kaupmannahöfn í ágúst 1978, þar sem þessi mál voru á dagskrá, sagði Guðrún Erlends- dóttir m.a.: „Ég tel það óheppilegt að jafnréttislög innihaldi ákvæði um mismunun kynjanna og tel það andstætt jafnréttishug- sjóninni að veita öðru kyninu forréttindaaðstöðu." En síðar í erindi sínu segir Guðrún Erlendsdóttir: „Þegar sett hafa verið lög um jafnrétti kynjanna eins og gert hefur verið á íslandi, þar sem tilgangur laganna er að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla, þá hafa stjórnvöld þar með tekið að sér að stuðla að þessu jafnrétti. Stjórnvöldum ber þó skylda til að sjá svo um, að konur og karlar hafi sömu möguleika til menntunar og starfa. Ef sú staða kemur upp, að karl og kona sæki um starfsgrein þar sem annað kynið er allsráðandi og bæði tvö hafa sömu hæfi- leika og menntnn til að bera, þá skal veita þeim aðila starfið sem er í minnihluta í viðkom- andi starfsgrein:“ Við meðferð frumvarpsins á Alþingi lagði ég til að ofan- greind túlkun Guðrúnar Erlendsdóttur á þágildandi jafnréttislögum yrði lögfest, enda var hún efnislega sam- hljóða þeirri breytingu, sem ég viídi gera á jafnréttislögum, þ.e. að stuðla að auknum hlut kvenna í atvinnugreinum þar sem karlmenn höfðu verið svo til einráðir í áður, að því til- skildu að konur hefðu sömu hæfileika og menntun til að bera og karlar sem um starfið sóttu. Jákvæð mismunun Þó frumvarp það sem hér hefur verið vitnað til hafi haft iítinn hljómgrunn fyrir 5 árum þá ber því þó að fagna, að skilningur er að vakna á þeim tilgangi sem fyrir mér vakti þegar frumvarp þetta var flutt. Allir stiórnmáiaflokkar á Alþingi stóðu á síðasta þingi að breytingu á jafnréttislögum, sem felur í sér svokallaða já- kvæða mismunun. Nú hefur verið lögfest að sérstakar tíma- bundnar aðgerðir sem ætlaðar eru til að bæta stöðu kvenna til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna teljast ekki ganga gegn jafnréttislögunum. Kosningabarátta eftir breytt útvarpslög ■ Þegar hugleitt er, hvaða áhrif ný útvarpslög kunni að hafa á kosningabaráttu hér á landi í framtíðinni, verða fyrst fyrir manni nokkrir óvissu- þættir, a.m.k. hvað varðar sveitarstjórnarkosningarnar að vori. Auðvitað er ljóst, að nýjar útvarpsstöðvar og sjónvarps- stöðvar munu breyta daglegri upplýsinganeyslu manna, en það er ekki jafnljóst hvað verður á borð borið. Það er einnig langt í frá ljóst hverjir bera það á borð og [ hvaða umbúðum. Stærsta spurningamerkið framundan er Útvarpsréttar- nefnd skipan hennar og störf. Ný lög um Ríkisútvarpið eiga að ganga í gildi 1. janúar n.k. og samkvæmt þeim á að kjósa sjö manna nefnd hlutfallskosn- ingu á Alþingi til þess að fylla út í fjölmörg tómarúm í lögun- um. Flestir hafa lagt þann skiln- ing í lögin. að kjósa eigi nefnd- ina eftir að lögin hafi tekið gildi, þ.e. einhvern tíma seint í janúar, en aðrir hafa sett fram þá skoðun, að rétt væri að hraðastörfum nefndarinnar með því þá að láta kjósa hana strax á fyrstu vikum þings síðar í haust. Útvarpsréttarnefnd rnun eiga erfitt verk fyrir höndum og margt í sambandi við kosn- ingabaráttu stjórnmálaflokka og málflutning alls kyns áhuga- hópa á allt sitt undir niður- stöðu nefndarinnar. Hér yrði of langt mál upp að telja allar þær ákvarðanir. sem nefndin á að taka, en fyrst og fremst mun hún auðvitað ráða því, hverjir fá að setja á stofn útvarps- stöðvar og einnig, sem ekki er þýðingarminna, hverjir ekki. Hún mun ráða fjölda útvarps- stöðva í landsfjórðungum styrk stöðvanna og efnisskrá og setja reglur um fréttaflutn- ing. Útvarpsréttarnefnd mun setja reglur um hlutfall inn- lendra og erlendra þátta í dagskránni og trúlega um að- gang mismunandi sjónarmiða- í fréttaflutningi. Hér er minnt á reglur sem í gildi eru í Bandaríkjunum, sem setja út- varpsstöðvum mjög strangar skorður varðandi rétt þeirra, sem kynnu að vera á öndverð- um meiði, að fáaðlátaskoðan- ir sínar í Ijós. Reglur um þetta eru vissulega í heiðri hafðar í Ríkisútvarpinu og verða von- andi áfram, en menn hafa þurft að kæra sig inn í útvarps- stöðvar í Bandaríkjunum eftir mikið þóf. Síöan er það stóra spurning- in um auglýsingarnar. Þegar hefur verið ákveðið, að út- varpsstöðvar megi selja auglýs- ingar í dagskrá sinni, auk ann- arra ráða til þess að standa straum af kostnaði við rekstur- inn, en ekki er skýrt tekið fram, hvort stjórnmálaflokkar

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.