Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. nóvember 2004 | 3 urminningunni. Enn er hún nokkuð frá því takmarki, því nýja bókin er aðeins 447 blað- síður. En maður getur látið sig dreyma, segir hún látlaust, þegar ég bendi henni á að hún eigi magnbrautina hálfgengna ennþá og vel það. Aðalpersóna nýju sögunnar er myndlist- arkona og í bókinni þakkar Kristín Marja Hrafnhildi Schram, listfræðingi, fyrir upp- lýsingar um íslenzkar listakonur fyrri tíma. Er þetta lykilróman? spyr ég. „Nei. Alls ekki. Upphaf sögunnar byggi ég á frásögn um langömmu mína sem fór hringinn, þegar hún fluttist frá Vestfjörðum til Akureyrar til að mennta börnin sín. Að öðru leyti er sagan einber skáldskapur. Mig hafði lengi langað til að skrifa um listakonu. Þegar svo skissubók frá 1893 kom upp í hendurnar á mér, fór ég með hana til Hrafnhildar Schram og hún fann strax út hver átti hana. Seinna leitaði ég til Hrafnhildar og hún sagði mér frá fyrstu kynslóð listakvenna, benti mér á bækur og rit, og við spjölluðum saman um mikilvæg atriði, eins og til að mynda hvaða listamenn hefðu getað haft áhrif á mína listakonu á námsárum hennar í Kaupmannahöfn, hvaða sýningar hún hefði getað séð og svo framvegis.“ – Hvað hét eigandi skissubókarinnar? „Hún hét Kristín Þorvaldsdóttir, stundaði listnám í Kaupmannahöfn og var á leið til Rómar, þegar hún var kölluð heim til að taka við heimili systur sinnar.“ – Og lagði listina á hilluna? „Hún yfirgaf list sína.“ Ástin, listin og landið – Þín listakona leggur listina ekki á hilluna. En það fer meira fyrir ástinni framan af. „Ég vildi láta þessi tvö sterku öfl; ást og list, takast á. Þegar kona ákvað að verða listakona en kynnist ástinni, kallaði ástin á tíma hennar og þjónustu og varð henni ekki til fram- dráttar. En ef karl í sömu sporum kynntist ástinni, fékk hann í konunni þjónustu og gat haldið sínu striki. Mig langaði að sjá, hvaða veruleiki biði þessarar konu og hvernig samfélagið liti út séð með augum konunnar. Sagan gerist á 24 árum, aðallega á milli- stríðsárunum, þegar Íslendingar höfðu fengið nóg af hernaðarbrölti útlendinga og öllum þeirra siðum og vildu snúa sér að hinu þjóðlega. Íslenzkt, heilbrigt líf á fram- faraheimilum til sveita var það sem koma skyldi. Kvenfélags og ungmennafélagsand- inn blómstraði. Þetta var svolítið skondinn tími, mikill myndarskapur á beztu bæjunum, húsfreyj- urnar í stöðugri slátur og sultugerð, ef ekki bara víngerð líka milli þess sem þær voru að atast í öðru. Þær voru drifkrafturinn í þessu öllu. En um leið áttu þær sinn þátt í að halda niðri kynsystrum sínum, sem vildu nýta hæfileika sína til annars.“ – Listakonan þín fer í síld til Siglufjarðar. „Já. Þegar listnáminu í Kaupmannahöfn lauk þurfti hún að eignast peninga til að koma sér upp vinnuaðstöðu. En þá kynntist hún ástinni og eins og alltaf þegar karl stígur inn í líf konu, fóru allar hennar ráðagerðir út um þúfur. Ég fór sjálf til Siglufjarðar og ég heill- aðist alveg af tilhugsuninni um fólk í ákvæðisvinnu um hánótt í sól. Þetta er eitt- hvað sem hvergi annars staðar er til. Enda segja Þjóðverjar, að það sé eitthvað í íslenzku skáldsögunum, einhver sérstakur kraftur í mannlífinu. En það fer auðvitað fram hjá okkur!“ – Listakonan þín millilendir í Skagafirði áður en ástin ber hana til Borgarfjarðar eystri. Er það út af Kjarval? „Nei. Mig vantaði bara lítinn stað á Aust- fjörðum fyrir söguna mína. Ég kom reyndar á Borgarfjörð eystri, þegar ég var 13 ára, fór með vinkonu minni í síld, en gafst upp eftir eina og hálfa tunnu. Ég gleymdi víst að slógdraga og varð stöðugt að byrja upp á nýtt. Þegar ég var hálfnuð með tunnu tvö, var ég orðin svolítið leið og fór heim aftur. En í minningunni var staðurinn magn- aður; litrík fjöll og álfaborgin svona glæsi- leg. Og þegar til kom hentaði hann fyrir söguna mína.“ – Það má eiginlega segja að ástin renni af listakonunni þinni fyrir austan og þá leitar hún skjóls í Öræfunum. „Já. Ég var fljót að velja Öræfasveitina, þegar mig vantaði þriðja staðinn fyrir mína konu.“ – Af hverju? „Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Vin- kona tengdamóður minnar var þar í sveit og síðar í kaupavinnu og sagði svo skemmtilega frá mannlífinu þar. Ég hef nefnilega haft sterka bakhjarla þar sem eru þrjár konur; tengdamóðir mín, Bogga Sigfúsdóttir, sem er úr Skagafirði, Elsa Jónsdóttir frá Borgarfirði eystri og Erna S Jónsdóttir, Reykjavík, kaupakona til margra ára í Öræfasveit. Ég lagðist eins og pest á þær, rakti úr þeim garnirnar og lét þær teikna upp fyrir mig heilu bæina svo að ekkert færi á milli mála og ég gæti hreyft mig frjálslega innan sögunnar. Og þegar mig vantaði lítið hús á Borg- arfirði eystri rölti Arngrímur Viðar Ást- geirsson með mér um þorpið og nágrenniðð og fann rétta staðinn fyrir mig. Elsa amma hans sagði mér eitt og annað að austan, meðal annars frá þvottapottunum, sem voru kyntir með selspiki, þegar kolin dugðu ekki. Og þegar ég kom í Öræfasveitina, leyfði Guðrún Bergsdóttir mér að valsa um að vild. Fyrir utan þessar hjálparhellur mínar safnaði ég víða í sarpinn. Ég hefði ekki trú- að því fyrir, að ég hefði svona gaman af að garfa í íslenzku þjóðlífi og þjóðháttum. Það er varla að ég hafi lesið nokkrar bók- menntir síðustu átta árin, aðrar en lýsingar á landi og lýð, fuglabækur og önnur fræði- rit. Ég byrjaði svo á sögunni fyrir fjórum ár- um.“ – Þú leggur mikið upp úr konunum í sögu þinni. Samt finnast mér karlar vera að- aldrifkrafturinn. „Veiztu. Ég var nú bara að uppgötva það fyrir fjórum dögum,“ segir Kristín Marja og skellihlær. „Ég var á tónleikum í Flens- burg í Þýzkalandi, þar sem Yggdrasill kom fram, þegar þetta rann upp fyrir mér. Kannski hefur músíkin þeirra verið svona karlmannleg! En mér varð svo mikið um að ég varð að fara út og fá mér frískt loft! Þetta var svo sem mátulegt á mig.“ – En þú lætur listina sigra. „Vertu ekki of viss. En auðvitað er það flókið fyrir söguhetju mína að vinna úr list- inni í þessu samfélagi sem var, og er reynd- ar enn. Lítið samfélag er grimmt. Listakon- an mín getur verið fulltrúi kvenna sem langaði að ná árangri á sviði vísinda, stjórn- mála, nú eða lista, eða einhverju öðru sviði.“ – Þú sagðir áðan, að þig hefði lengi lang- að til að skrifa um listakonu. Af hverju myndlistarkona? „Ég fékk áhuga á myndlist fimm ára. Pabbi málaði í frístundum og ég fylgdist með og skoðaði líka listaverkabækurnar hans. Ég var 18 ára, þegar ég kom fyrst til útlanda og ég fór beint á listasafn. Ég man hvað það var stórkostleg stund að sjá mál- verk, sem ég hafði mænt á í listaverkabók- unum sem barn. Það jafnast ekkert á við það að standa andspænis verkinu sjálfu. Ef ég fer utan liggur leiðin oftast á lista- söfn. Þar fæ ég stundum hugmyndir og maður heldur sig náttúrlega á þeim stöðum, þar sem von er á góðri hugmynd!“ – Eitthvað málað sjálf? „Ég hef oft dúllað við að mála. Reyndar líka að læra á píanó. En svo varð ritlistin ofan á.“ – Og Mávahlátur varð til? „ Já. Mávahlátur var mín fyrsta bók. Oft byrjar fólk á ljóðum og fer svo yfir í skáld- söguna, en ég byrjaði á öfugum enda eins og venjulega. Reyndar samdi ég smásögu 7 ára; Ungi með horn heitir hún og kom út á prenti.“ Hér verður Kristín Marja hugsi. „Ég þarf nú einhvern tíman að gera eitthvað meira með hana.“ Svo heldur hún áfram. „Ég fékk fyrstu hugmyndina að Máva- hlátri um tvítugt, en það var ekki fyrr en ég var úti í Bremen tíu árum síðar að ég ákvað að verða rithöfundur. Og vatt mér einfaldlega í það. Skrifaði skáldsögu, barna- sögu, leikrit fyrir börn og leikrit fyrir full- orðna. Þetta voru fjögur stórverk, sem aldrei litu dagsins ljós.“ – Nú? „Henti þessu öllu. En þetta var góð æf- ing. Ég átti sem sé að baki langan og glæsi- legan feril, þegar ég byrjaði á Mávahlátri!“ – En þú fórst bæði í kennslu og blaða- mennsku. „Sextán ára gömul las ég bók um Richard Sorge, sem var blaðamaður og njósnari. Mér fannst blaðamennskan flott starf, sá mig gjarnan í anda sem heimsfréttamann í Bogartfrakka. En svo fór ég óvart í Kenn- araskólann, gerðist kennari í nokkur ár, stundaði jafnframt nám í Háskólanum, og komst svo loks í blaðamennskuna. Ég fékk reyndar engan Bogartfrakka, en þetta voru fín ár, bæði kennslan og blaðamennskan. Nú hef ég sinnt skáldskapnum eingöngu í átta ár.“ Fer í annan heim – Þú hefur skrifað bæði smásögur og skáld- sögur. Engin ljóð? Það verður þögn. Svo segir Kristín Marja varlega: „Jú. Ég á líka ljóð. En ég er ekki búin að snyrta þau til brottfarar.“ – Hvort fellur þér betur að skrifa smá- sögu eða skáldsögu? „Ég fæ oftar hugmyndir að smásögum og mundi vilja skrifa meira af þeim. Mér finnst form smásögunnar svo aristókratískt. En skáldsagan er þurftafrek, þegar hún einu sinni hefur hreiðrað um sig. Ekkert annað kemst að. Engin pása, eins og maður fær milli smásagna. Bara endalaus barátta við erfitt fólk og stöðug glíma við formið. Þess utan fer maður í annan heim, þann sem verið er að skapa, er þar kannski árum saman, einangraður og oft illa haldinn, svefnlaus, lystarlaus og hættulega viðutan. En samt sæki ég í þennan heim. Og í þessu annarlega ástandi fæ ég hugmynd- irnar. Það bjargar öllu að ég kem eðlilega fyr- ir.“ Kristín Marja Morgunblaðið/Kristinn Kristín Marja Baldursdóttir Þegar kona ákvað að verða listakona en kynntist ástinni, kallaði ástin á tíma hennar og þjónustu og varð henni ekki til fram- dráttar. En ef karl í sömu sporum kynntist ástinni, fékk hann í konunni þjónustu og gat haldið sínu striki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.