Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Blaðsíða 18
18 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 Litlar sögur af dýrunum í Afr- íku, Litlar sögur af dýrunum í Ameríku, Litlar sögur af dýr- unum í Asíu, Litlar sögur af dýrunum í Ástr- alíu og Litlar sögur af dýrunum í Evrópu eru eftir Tony Wolf. María Bjarka- dóttir þýddi. Hér er um að ræða fimm bækur sem hafa að geyma fyndnar og fróðlegar sögur af dýrunum í hverri heimsálfu fyrir sig og greina frá skondnum ævintýrum sem þau lenda í, ásamt sam- skiptum þeirra við mennina. Aft- ast í bókunum eru að auki sérkafl- ar um lífshætti þeirra dýra sem sögurnar fjalla um. Gullfallegar myndir prýða bækurnar. Þetta eru tilvaldar sögur fyrir unga les- endur, líka til að hlusta á rétt fyr- ir svefninn. Útgefandi er Skjaldborg. Hver bók er 32 bls. Verð kr. 1.690. Ránfuglar eru eftir Robin Kerr- od. Atli Magn- ússon þýddi. Ránfuglar eru meðal þróttmestu og mikilfengleg- ustu rándýra á jörðinni. Þessi bók hefur að geyma spennandi fróðleik um lífs- hætti þeirra. Við kynnumst því hvernig fálkinn steypir sér yfir bráð sína, örninn hnitar hringa í háloft- unum, uglan steypir sér hljóðlaust og gammar nýta sér verkfæri í fæðuleit. Skoðaðir eru einstakir rán- fuglar og sagðar helgisagnir og þjóð- sögur um ránfugla frá ýmsum tím- um. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 64 bls. Verð kr. 2.480 Samræður við Guð – þriðja bók er eftir Neale Donald Walsch. Björn Jónsson þýddi. Fyrri tvær bækur höfundar hafa hlotið mikl- ar vinsældir hér á landi sem annars staðar. Í þess- ari þriðju bók heldur höfundur áfram að spyrja flókinna spurninga um flest það er varðar mannlegt líf – og hann fær svör. Í bókinni er lögð áhersla á stærstu spurning- arnar sem blasa við manninum, hugmyndir um önnur tilverusvið, aðrar víddir og hvernig sá marg- slungni vefur sem umlykur mann- lífið myndar eina heild. Þetta er bók fyrir alla sem búa yfir opnum huga, takmarkalausri forvitni og þrá eftir að leita sannleikans. Hún verkur hvern og einn sem les til umhugsunar og þess að líta í eiginn barm. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 324 bls. Verð kr. 3.980. Nýjar bækur Þriðja árþús- undið er eftir Gunnar Dal. Í þessu verki fjallar Gunnar Dal af mannviti og yfirburða- þekkingu um framtíð mann- kyns á verald- legum og and- legum vettvangi og ber hana saman við samtímann. Gunnar er óhræddur við að opna hug sinn og nálgast efnið frá nýjum sjón- arhornum. Hann varpar fram fjölda spurninga sem brenna á hverjum hugsandi manni og svarar þeim jafnharðan á ljósan og að- gengilegan hátt. Verkið víkkar sjóndeildarhring lesenda, eykur hæfni þeirra til skilnings á þróun manns og um- hverfis og hvetur þá til að horfa til framtíðarinnar með bjartsýni og tilhlökkun. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 170 bls. Verð kr. 3.480. Í BYRJUN fimmta áratugar síðustu aldar hófst pólitískt menningarstríð hér á landi sem hefur staðið svo að segja linnulaust allar götur síðan. Ný ævisaga Halldórs Laxness eftir Halldór Guð- mundsson segir frá þessu stríði enda kom Lax- ness þar við sögu allt frá byrjun, en bókina sjálfa mætti jafnframt lesa sem nýjasta útspilið í þessu stríði. Upphafið rekur Halldór til þess að Jónas Jónsson frá Hriflu hafði forgöngu um það árið 1940 að árlegur skáldastyrkur Alþingis til Hall- dórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar var lækkaður til muna en báðir höfðu þeir þá tekið sér stöðu meðal vinstrisósíalista í íslenskum stjórnmálum. Næstu ár verða hörð átök á milli Jónasar og róttækra og frjálslyndra lista- og menntamanna sem snúast um eignarhaldið á ís- lenskri menningu. Jónas beitir fyrir sig Menn- ingarsjóði í krafti stöðu sinnar sem formaður menntamálaráðs, gefur meðal annars út ljóða- söfn þjóðskálda á borð við Einar Benediktsson og Jónas Hallgrímsson og skrifar stóryrtar greinar í blöð þar sem hann talar gegn nýjum stefnum í bókmenntum og listum en fræg sýning hans á verkum „klessumálara“ sem hann kallaði svo í útstillingarglugga Gefjunar lýsti íhalds- sömum viðhorfum hans hvað best. Laxness tek- ur þátt í útgáfustarfi Máls og menningar og Heimskringlu en sjálfur taldi hann þessi félög „front vinstri hreyfingarinnar“ (459) í landinu en ekki hinar hefðbundnu pólitísku stofnanir. Hann skrifar einnig fjölda greina sem Halldór Guð- mundsson segir lið í „menningarbaráttu, átökum um forræðið í íslenskum bókmenntum og bóka- útgáfu“ (459). Í fyrstu er víglínan í þessari bar- áttu ekki skýrt dregin á milli vinstri- og hægri- manna eða sósíalista og borgaralegra afla. Sigurður Nordal, Gunnar Gunnarsson og Ragn- ar Jónsson í Smára tóku til að mynda allir þátt í útgáfu Máls og menningar og Heimskringlu. Ragnar er einnig útgefandi að Íslendingasögum með nútímastafsetningu sem Laxness hafði um- sjón með og olli miklum deilum en Jónas taldi út- gáfuna hluta af „skemmdarstarfsemi komm- únista í menningarmálum“ (465). Eins og Halldór Guðmundsson bendir á snerist baráttan ekki aðeins um stjórnmálaskoðanir heldur og „menningararfinn, en ekki síður um valdmörk stjórnmálamanna í menningarlífinu, og það skildi Jónas ekki“ (470). Þegar fram liðu stundir varð víglínan milli hægri og vinstri skýrari. Lax- ness er í miðju átakanna allt fram á sjöunda ára- tuginn er hann gefur út Skáldatíma og gerir upp við Sovétkommúnismann sem hann hafði talað fyrir af miklum sannfæringarkrafti frá því á fyrri hluta fjórða áratugarins. Líkleg skýring á því að vinstrimenn höfðu menningarpólitísk und- irtök í landinu á þessum árum er einmitt sú að tveir af sterkustu rithöfundum þjóðarinnar voru í þeirra liði, Halldór og Þórbergur. Þeir voru báðir í Bókmenntafélagi Máls og menningar og skrifuðu greinar í öflugt tímarit þess. Bók- menntaútgáfa félagsins var hins vegar ekki sér- lega sterk. Halldór var gefin út af Helgafelli, bókaútgáfu Ragnars í Smára, og sömu sögu var að segja um Þórberg og marga af fremstu höf- undum landsins á þessum árum. Það kemur fram í ævisögu Halldórs að þrátt fyrir að Ragnar og Kristinn E. Andrésson, forsprakki Máls og menningar, hafi líklega komist að samkomulagi um að verk Halldórs kæmu út hjá Helgafelli þótti Kristni það ekki sársaukalaust; í dagbók eiginkonu hans, Þóru Vigfúsdóttur, segir að Kristinn hafi verið „þungbúinn og þögull þessa fyrstu daga í september 1943 og sjálfri fannst henni þvert gegn vilja sínum að þeir höfundar sem gengu á mála hjá Ragnari um þessar mund- ir hefðu einhvern veginn gengið óvininum á hönd, væru að hugsa um peninga en ekki hug- sjónir“ (490). Árið 1955 var Almenna bókafélagið stofnað af borgaralegum rithöfundum og menntamönnum til mótvægis við Mál og menn- ingu. Baráttan um forræðið í íslenskum bók- menntum og bókaútgáfu hélt áfram þótt þíða hafi komið inn á milli. En það er í raun og veru ekki fyrr en á níunda og tíunda áratugnum sem Mál og menning verður að sterku afli í íslensk- um bókmenntaheimi og þá undir stjórn Halldórs Guðmundssonar. Mál og menning var þá með marga af fremstu höfundum landsins á sínum snærum og var áberandi í bókmenntaumræð- unni með Halldór fremstan í flokki. Halldór Lax- ness var hins vegar enn hjá Helgafelli sem út- gáfufélag Ólafs Ragnarssonar Vaka keypti árið 1985. Fimmtán árum síðar, í apríl árið 2000, varð sögulegur viðburður er Mál og menning og Vaka-Helgafell sameinuðust en bæði eiga þau rætur sínar í Heimskringlu, forlaginu sem að skáldskaparfræði Laxness var alls ekki í anda pólitískra skoðana hans; hann aðhylltist ekki afturhaldssama fagurfræði sovétkomm- únista sem voru, eins og Jónas frá Hriflu þótt kaldhæðnislegt megi virðast, andvígir hinum nýju straumum og stefnum í listum og hann skrifaði aldrei sósíalrealískar bókmenntir (sjá t.d. 425, 472 og 474). Þessi mikla áhersla á póli- tískt líf Laxness er því hugsanlega til komin af öðrum ástæðum; Halldór hefur ef til vill viljað halda þessum kafla í lífi Laxness vel til haga svo ekki væri hann sakaður um að vilja hlífa honum. Og líklega verður það seint gert. Myndin sem Halldór dregur upp af nafna sínum lítur ekki út fyrir að vera fegruð, hvorki þegar kemur að stuðningi hans við sovétkommúnismann né í öðrum efnum. Myndin af skáldinu er heldur ekki einföld. Bókin sýnir Halldór Laxness sem spjátrung og sjentilmann en líka tilætlunarsaman og ótrú- lega ákafan og vinnusaman mann með óþrjót- andi baráttuþrek og viljastyrk. Hann var komm- únisti og hugsjónamaður en jafnframt tækifærissinni og á köflum nánast eins og auð- trúa einfeldningur en ekkert er þó einhlítt í þessum efnum. Þrátt fyrir að hafa óbilandi sjálfstraust og vera haldinn ódrepandi metnaði gat Halldór verið afbrýðisamur út í aðra höfunda (95) og hann var einkennilega hörundsár þegar gagnrýnendur voru annars vegar, meira að segja veðurfræðingurinn í Ríkisútvarpinu fær hann til að stökkva upp á nef sér fyrir að halda því fram að honum finnst stundum eins og Hall- dór sé að ljúga öllu sem standi í sögunum; Hall- dór bannar að „þessi veðurfræðingur“ lesi nokk- uð upp af verkum sínum í útvarpið og sendir útvarpinu síðan tóninn með því að leggja til að það verði kallað „Hósta- og ræskingastassjón ís- lenska ríkisins“ en slík hljóð þóttu honum full- mikil í viðtækinu (454). Það er einnig hnýsilegt að sjá hvernig Halldór brást við ævisögu sem Stefán Einarsson, bókmenntaprófessor í Banda- ríkjunum, skrifaði um hann og átti að koma út á þrítugsafmæli skáldsins 1932. Stefán beitti sál- fræðilegu mati á ævi Halldórs í anda sálkönn- uðarins Alfreds Adlers og hugðist „sýna fram á að Halldór [væri] haldinn minnimáttarkennd sem hann bæt[t]i upp með mikilmennskulátum en h[efði] drætti snillings“ (296). Halldóri leist ekki á þessa nálgun og hafnaði verkinu pent. Peningaleysi hrjáði Halldór lengst framan af og hafði geysileg áhrif á einkalíf hans og starf; hann er oft drifinn áfram af fjárskorti í ritstörfum sín- um. Hann er hins vegar algerlega andvígur hefð- bundinni launavinnu. Hann var tvíbentur í af- stöðu sinni til fjölskyldu sinnar, vildi hafa hana nærri sér en samt í ákveðinni fjarlægð. Laxness er lýst sem flóknum manni í bókinni. Að mati Halldórs Guðmundssonar togast þó tveir andstæðir þættir á í skáldinu alla tíð, að vera Íslendingur eða heimsborgari, en það var Kristinn E. Andrésson sem fyrstur notaði þau orð um skáldið (sjá t.d. 118 og 299). Líklega ligg- ur það í augum uppi að þessir þættir hafi með einhverjum hætti togast á í manni eins og Hall- dóri Laxness en sennilega er lýsingin þó fremur merki um þá algengu tilhneigingu í ævisögum af þessu tagi að einfalda hlutina, smætta þá ofan í viðráðanlegar hugtakatvenndir, þekktar stærð- ir. Bók Halldórs Guðmundssonar er til allrar hamingju nokkuð laus við þetta stílbragð. Díalektík og rómantík Í bókinni segir á einum stað að það sé erfitt að koma stuðningi Laxness við einræði komm- únísks flokks heim og saman við persónu hans og lífsreynslu: „Málfrelsi er forsenda höfund- arstarfsins og sjálfum var honum frelsið undan öllum kvöðum jafn ómissandi og súrefnið í and- rúmsloftinu; hér er staðfestur sá reginmunur sem oft var á höfundinum Halldóri og persón- unni“ (301). Það er einn af meginkostum bók- arinnar að Halldór leggur sig eftir því að sýna fram á þversagnir í orðum eða málflutningi Hall- dórs með því að stefna saman ólíkum heimildum um sömu viðburði. Með þessum hætti afhjúpar Halldór til dæmis trúgirni Laxness í Sov- étheimsóknum sínum og tilraunir seinni ára til að leiðrétta kúrsinn í eigin fortíð, ef svo má segja. Í Skáldatíma rifjar Laxness til að mynda upp hin frægu réttarhöld yfir Búkarín í Moskvu árið 1938 en hann var viðstaddur þau eins og sést á stórmerkilegri mynd sem birt er í bókinni (413). Þegar hann lítur aftur sér hann rétt- arhöldin sem eitt „sérkennilegasta sjónarspil“ sem hann hefur verið viðstaddur, hann segir að yfir þeim hafi legið „einhver óveruleiki“ og „hol- hljóð“ hafi verið í öllu sem talað var og marxískri orðræðu dómara jafnt sem sakborninga líkir hann við „guðfræðiþrugli[ð] hjá Rannsókn- arrétti miðaldanna“. Í bréfi sem hann sendir þá- verandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ein- arsdóttur, um þennan sama viðburð virðist hann aftur á móti trúa öllu sem fram fer eins og til var ætlast. „Ég var viðstaddur öll réttarhöldin hér Ragnar Jónsson og Kristinn E. Andrésson stofn- uðu saman árið 1934. Pólitískir múrar sem risu virtust fallnir. Til varð útgáfufélagið Edda sem Halldór Guðmundsson og Ólafur Ragnarsson veittu forstöðu. Með vissum hætti var Halldór Laxness loksins kominn í hús hjá Máli og menn- ingu. En þar með er sagan ekki öll. Árið 2002 kaupir umfangsmikill kaupsýslumaður, Björg- úlfur Guðmundsson, meirihluta í útgáfufélaginu Eddu en hann hafði þá um nokkurt skeið rekið hægrisinnað bókaforlag sem hann kallaði Hið nýja bókmenntafélag. Páll Bragi Kristjónsson, sem hafði starfað hjá Almenna bókafélaginu á sínum tíma og Hinu nýja bókafélagi, var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins en Halldór Guð- mundsson hætti störfum hjá því í maí 2003 og sneri sér að ritun ævisögu Halldórs Laxness, sem hér er fjallað um, með stuðningi Eddu. Í menningarsögulegu samhengi voru þetta merki- leg kaup því nú voru hægrimenn loksins komnir með álitlega stöðu í íslenskri bókaútgáfu. Að auki virtust þau staðfesting á því að múrarnir sem risu í kalda stríðinu væru endanlega fallnir. Það átti þó fljótlega eftir að koma í ljós að hjörtu hinna fornu fjenda voru ekki beinlínis farin að slá í takt. Í nóvember í fyrra kom út hjá Al- menna bókafélaginu, sem nú er innan vébanda Eddu, fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson sem hefur verið talinn einn af helstu hugmyndafræðingum íslenskra hægrimanna undanfarin ár. Glöggir menn þóttust sjá að plott hægrimanna væri ekki aðeins að sölsa undir sig það menningarlega kapítal sem fólst í sterkri stöðu á bókamarkaði heldur einnig það sem fólst í hinni sögulegu stærð Halldórs Laxness; enn væri barist um eignarhaldið á íslenskri menningu. En þetta plott virtist fara út um þúfur. Bók Hannesar Hólmsteins var harðlega gagnrýnd fyrir óvönd- uð vinnubrögð sem fælust í því að nýta ótæpilega texta og rannsóknir annarra manna, þar á meðal Halldórs Laxness, án þess að geta heimilda eins og venjur segja fyrir um. Hannes mótmælti þessum ásökunum og sagði þær vera ofsóknir „vinstrisinnaðra menntamanna“ gagnvart sér. Deilur um málið hafa staðið meira og minna allt þetta ár og ekki enn séð fyrir endann á því en fyrir skömmu kærði Auður Sveinsdóttir, ekkja Halldórs Laxness, Hannes fyrir ritstuld úr verk- um skáldsins. Á meðan þessu öllu stendur situr Halldór Guðmundsson við og skrifar sína ævisögu um Laxness. Hann tekur þá skynsamlegu ákvörðun að hafa sig ekki í frammi í deilunum um verk Hannesar þó að varpa megi fram þeirri spurn- ingu hvort riftun hans á samningi sínum við Eddu um ritun ævisögu Laxness í febrúar síð- astliðnum hafi lýst einhvers konar afstöðu til málsins. Það er hins vegar óhætt að álykta sem svo að ævisaga Halldórs um nafna sinn sé inn- legg í baráttuna um eignarhaldið á íslenskri menningu; þótt vinstrimenn hafi þurft að horfa á eftir Máli og menningu í hendur auðvaldsins þá eru þeir ekki tilbúnir til þess að leyfa hægri- mönnum að móta skilning þjóðarinnar á skáld- inu sínu. Að vísu er það ekki alveg rétt að bók Halldórs sé nýjasta útspilið í þessu ríflega sextíu ára gamla menningarpólitíska stríði; í gær kom nefnilega út annað bindi ævisögu Halldórs Lax- ness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Sagan er líklega langt frá því öll. Ekki einfölduð mynd Í þessu ljósi er athyglisvert að Halldór leggur áberandi mikla áherslu á pólitíska þátttöku Hall- dórs Laxness í ævisögunni, jafnvel svo að höf- undarverk skáldsins hverfur í skuggann á köfl- um. Líklegt er að margur hafi átt von á því að Halldór myndi þvert á móti leggja höfuðáherslu á bókmenntatúlkun í verki sínu enda er hann bókmenntafræðingur og einn af helstu sérfræð- ingum landsins í verkum Laxness. Það er vissu- lega hægt að færa rök fyrir því að pólitísk þátt- taka Laxness sé mikilvægur hluti ævi hans og hugsanlega til skilnings á verkum hans. Ein af meginniðurstöðum Halldórs er aftur á móti sú Halldór um Halldór frá BÆKUR Ævisaga Eftir Halldór Guðmundsson. JPV-útgáfa. Reykjavík 2004. 824 bls. Halldór Laxness. Ævisaga Halldór Laxness Halldór Guðmundsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.