Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 14
430 SUNNUDAGSBLAÐIÐ inbótham áfram, — að þessi saga er eintómur uppspuni, hvað mér viðkemur; og ég vona að ég geti slegið því föstu, að það sé svo einnig hvað viðkemur mínum kæra gamla Higginbótham. Hann er svo góður að lofa mér að búa í húsi sínu, en ég sé fyrir mér með því að kenna í skóla. Ég fór frá Kimbalton í morgun til þess að eyða fyrstu vikunni af fríinu með vini mínum ,um það bil fimm mílur frá Parkers Falls. Þegar minn örláti frændi heyrði til mín í stiganum, bað hann mig að koma að rúminu sínu, og gaf mér tvo dollara og fimmtíu sent til þess að borga fargjaldið í vagninum, og einn dollar enn fyrir aukaút- gjöldum. Síðan setti hann vasa- bókina sína undir koddann, tók í hendina á mér, og sagði mér að fá mér nokkrar kexkökur í tösku mína, í stað þess að borða morg- unverð á leiðinni. Ég er þess vegna íullviss um að ég skildi við hinn elskaða ættingja minn á lífi, og vonast til þess að ég muni hitta hann eins, er ég kem heim aftur. Unga stúlkan hneigði sig þegar liún hafði lokið máli sínu, sem var svo skynsalegt og vel orðað, ag flutt. með svo miklum virðuleika ög velsæmi, að menn héldu að hún væri fær til þess að vera skóla,- stjóri við bezta háskóla ríkisins. Fm ókunnur maður hefði haidið að herra Higginbótham væri fyr- irlitinn í Parkers Falls, og að þakkarguðsþjónusta hefði verið boðuð vegna morðsins á honum, svo mikil varð reiði íbúanna, þeg- ar þeir komust að mistökum sín- um. Járnsmiðirnir ákváðu að veita Dominicus Pike opinberan heið- ur; þeir voru aðeins í vafa um það hvort þeir ættu að velta hon- um uppúr tjöru og fiðri, velta honum í gaddatunnu, eða hressa hann með baði úr bæjardælunni, en uppi á henni hafði hann til- kynnt að hanp væri fréttaberinn. Bæjarfulltrúinn sagði, eftir ráð- leggingum lögfræðingsins, að það ætti að lögsækja hann fyrir illa hegðun, og að breiða út ósannar fréttir, sem gætu verið hættuleg- ar fyrir frið samveldisins. Ekkert bjargaði Dominicusi frá lögum skrílsins eða réttarsalnum nema snjöll ræða flutt af ungu frúnni, honum til varnar. Hann sagði nokkur hjarfólgin þakkarorð við bjargvætt sinn, sté upp í grænu kerruna sína og sélt út úr borg- inni, undir skothríð frá skóla- drengjum, sem fundu nóg af skot- færum í nálægum leir og moldar- hnausum. Þegar hann leit við til þess að kveðja frænku herra Higg- inbóthams, þá hitti köggull, búinn til í skyndi, hann beint á munn- inn og gerði hann heldur ófrýni- legan ásýndum. Öll hans heila per- sóna var svo útötuð af hinum ó- hreinu skeytum, að hann fekk næstum kjark til þess að snúa við og krefjast hins hótaða þrifabaðs undir bæjardælunni. Þó að það hefði ekki verið meint í góðu, væri það nú góðverk. Sólin skein í heiði á vesalings Dominicus, en forina þetta sígilda tákn hvaða smánar sem var, var auðvelt að dusta þegar hún þornaði. Þar sem hann var léttlyndur náungi, komst hann fljótlega í gott skap; hann gat heldur ekki stillt sig um að hlægja að uppþotinu sem saga hans hafði vakið. Handhafabréf bæjarfultrúanna myndu koma öll- um flækingum í ríkinu í hættu. Greinin í Parkers Falls Gazette mundi verða endurprentuð frá Maine til Florida, og kannski koma í blöðunum í London, og margur nirfillinn yrði hræddur um líf sitt og peningapyngju, þegar þeir heyrðu um ógæfu Higginbóthams. Farandsalinn hugsaði með mikl- um ákafa um fegurð ungu kennslu konunnar, og sór og sárt við lagði að Daníel Webster hafi’ aldrei tal- að né líkst engli eins og ungfrú Hingginbótham, þegar hún varði hann fyrir hinum reiða skríl í Parkers Falls. Dominicus sá nú tollhliðin í Kimbalton, en alla leiðina hafði hann verið staðráðinn í að heim- sækja þann stað, þó að hann hafi orðið að fara útaf beinustu leið frá Morristown vegna verzlunar- erinda. Þegar hann nálgaðist hinn ætlaða morðstað, var hann alltaf að velta þessu fyrir sér, og var undrandi á því hvernig í þessu öllu lá. Hefði ekkert skeð, sem styrkti sögu fyrsta ferðamanns- ins, þá mætti nú líta á þetta allt sem gabb; en gula manninum var annaðhvort kunnugur orðrómur- inn eða hið rétta; og það lá eitt- hvað bak við hið sektarlega og skelfda útlit, sem maðurinn fekk, er hann var umsvifalaust spurður. Þegar það bættist nú við öll þessi atvik, að orðrómnum bar í öllu heim við venjur herra Higg- inbóthams, að hann átti aldingarð og sankti Michaels perutré, en nálægt því gekk hann alltaf á kvöldin. Allar þessar sannanir virt ust svo sterkar, að Dominicus fór að efast um hvort að rithandar- sýnishornið, sem lögfræðingurinn hafði komið með, eða jafnvel vitn- isburður frænkunnar, væru jafn- sterk. Farandsalinn spurðist gæti- lega fyrir á leiðinni, og komst að því að herra Higginbótham hafði varhugaverðan íra í þjónustu sinni, en hann hafði ráðið hann án meðmæla af sparnaðarástæð- um. — Fjandinn hafi það, sagði Do- minicus Pike upphátt, þegar hann náði hæðarbrún nokkurri, •— ef ég trúi því að Higginbótham gamli sé óhengdur, fyrr en ég sé það með mínum eigin augum og heyri það af vörum hans sjálfs. Það verður presturinn, eða eín- hver áreiðanlegur maður að stað- festa, þegar annar eins bölvaður hrappur á í hlut.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.