Sunnudagsblaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 8
504 sunnudagsblaðið Fiðfan hans föður míns ÞEGAR ég var barn heyrði ég íöður minn leika á íiðlu sína, næst um daglega, að undanteknum sunnudögum. Þegar hann eignað- ist. fyrstu fiðluna sína, er hann var lítill drengur, sagði móðir hans, að það væri syndsamlegt að leika á hljóðfæri á sunnudögum. „Það getur þú beðið með þar til þú ert orðinn áttræður“, sagði hún. „Eft- ir þann aldur geturðu leikið á fiðlu, hvenær sem þig langar til“. Amma mín var fyrir löngu sofn- uð svefninum langa, þegar ég sunnudag einn kom í heimsókn til föðurhúsanna í Texas. Þegar ég' kom að húsi foreldra minna, stað- næmdist ég undrandi. Ég trúði ekki mínum eigin augum. Fiðlutón ar hljómuðu út um opinn glugg- ann. Það var faðir minn, sem lék á fiðluna — og þó var sunnudagurf Og ég heyrði það á hljómfallinu að hann var í léttu og góðu skapi. Ég spurði hann strax, hversvegna hann hefði brotið eina af lífsregl- um sínum, með því að leika á fiðl- una á sunnudegi, og andlit hans varð eitt bros. ,,Ég er kominn yfir áttrætt. svo að nú get ég leikið á fiðluna hve- nær sem mig langar til.“ Fiðlan hans var sem einn óað- skiljanlegur hluti af honum sjálf- um. Hann hafði leikið á hana í 70 ár. Tíún var hinn trúfasti föru- nautur hans, og til hennar leitaði hann gleði og styrks1 á dimmum dögum, og hún var líka sérkenni litla bæjarins okkar, já, jafnvel alls héraðsins. Pabbi kunni ekki að lesa nótur, og hann hafði aldrei notið neinnar kennslu: hann lék á fiðluna eftir eyranu, en hann gat leikið hvert lag, sem hann hafði heyrt einu sinni til tvisvar. Þegar fram liðu stundir fór hann einnig sjálfur að semja lög. Sum af lögunum hans voru dapurleg en önnur fjörleg, allt eftir því hvernig lá á honum, þegar hann samdi þau. Pabbi byggði sér nýbíli, og var erfitt í ári hjá honum fyrst í stað, því þetta var áður en nútíma tækni kom til sögunnar. Hann brenndi dálítið Stykki af skógi til þess að geta ræktað jörðrtia, og því næst gekk hann á eftir hinum gam- aldagsplógi sínum frá morgni til kvölds, til þess að brjófa jörðina og geta þar með séð sér, konu sinni og sjö börnum farborða. Ég man að einu sinni heyrði ég pabba og mömmu tala um það sín á milli, llillUttllHÚI[lflilllllliiiB!l!ip.|í|ipUIJItlÚIHIfAÍ|pi|nil!ll!!HipillilllillltltljÚ||i|l!jlllHI Eftir Lewis Nordyke hvort þau ættu heldur að kaupa einn eða tvo poka af fræi til þess að sá í nýplægt stykki á akrinum, og þau urðu sammála um, að þau yrðu að iáta sér nægja einn, — og þó fengu þau næga uppskeru. „Maður getur orðið gráhærður út af því,“ sagði pabbi, ,,að vera svo fátækur, að maður skuli ekki geta keypt það lítilræði af fræi, sem maður helzt þyrfti með.“ Faðir minn vann og vann og hlýfði sér hvergi, en ólán og von- brigði eltu hann — það voru ýmist þurkar, flóð, meindýr, lækkað verð á framleiðslunni og því um líkt, sem áhyggjunum og vonbrigðun- um ollu. En þegar erfiðlegast gekk, var það jafnan fiðlan, sem hann greip til og hún mildaði raunir hans. Daginn, sem hann og mamma höfðu verið að tala uffl frækaupin, tók hann fiðluna, sett- ist inn í svefnherbergi og tók að leika angurvær og döpur lög, en eftir því sem á leið urðu lögin f jör- legri, og hann tók að leika gömul danslög, sem hann kunni kynstrin öll af. Eftir hálftíma kom hann út og raulaði fyrir.munni sér, gekk út að akrinum og tók til að plægja. Eitt vorið, þegar við höfðum sáð til bomulls og korns, kom ausandi rigning, sem stóð yfir í þrjá sólar- hringa samfellt. Lækirnir flóðu vfir bakka sína og flæddu út á ak- urinn, svo að gróðurmoldin rann burtu. Ég gekk um flóðasvæðið með föður mínum og einum af nágrönnum okkar, og sá eyðilegg- inguna, er regnið hafði gert. Þar sem áður hafði verið þykkt lag af mjúkri og mildri mold sáum við nú plógförin í hörðum leirborn- um jarðveginum. Nágranni okk- ar skerpti hnífinn sinn á skósól- anum og sagði örvinglaður: „Það skynsamlegasta væri að skera sig á háls, svo maður væri laus við þetta allt saman.“ „Komdu með heim og við skúl- um borða hádegisverð,“ sagði fað- ir minn. Og þegar þeir höfðu borðað, tók hann fiðluna sína og tók að leika á hana. Klukkustund síðar voru þeir báðir komnir í bezta skap og' teknir að ráðgera, hvernig þeir æt.tu að fara að því að raka því sem eftir væri af gróðurmoldinni saman í smábeð og sá í hana á ný. En þegar nágranni okkar hafði unnið þrjá daga á akri sínum, var hann aftur kominn að því að bug- ast og gefa allt frá sér. Allt virt- ist svo vonlaust. Um kvöldið hringdi hann til pabba og spurðí <" hvort hann vildi leika stundar- korn á fiðluna fyrir sig. Pabbi tók fiðluna ofan af veggn um og tók sér stöðu frami fyrir símanum. Þar lék hann fjörlegt danslag’ og söng með.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.