Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ S taðurinn er landnáms- bærinn Steinmóðar- bær í Austur-Land- eyjum en gæti verið hvar sem er á sléttum miðvesturríkja Bandaríkjanna. Bílhræ af amerískum köggum eru hvarvetna, húsið sem áður var íslenskt steinhús hefur ver- ið klætt með tré að utan og fengið nýja þakklæðningu. Málningin er flögnuð og lítur húsið hrörlega út. Gömul steinútihús hafa verið máluð og geyma nú bandarískan pallbíll. Flugnanetsdyr eru fyrir aðaldyrun- um í húsið og dós af Budweiser ligg- ur kramin við þröskuldinn. Tilviljun ræður örugglega engu um tilvist hennar þar því hugað er að öllum smáatriðum. Hér fara fram tökur utanhúss á myndinni A Little Trip to Heaven og eru allar helstu stjörnunar á staðn- um, Forest Whitaker, Julia Stiles og Jeremy Renner. Innanhússtökur fara fram í stúdíói í Garðabæ en til viðbótar rís þorp í Þykkvabænum í tengslum við myndina auk þess sem tökur fara fram víða um höfuðborg- arsvæðið, m.a. á Hlemmi og í Hellis- gerði, en einnig á Siglufirði og Grindavík. Sérstök upplifun er að heimsækja kvikmyndasett. Við fyrstu sýn virðist ringulreið ríkja en fljótlega áttar maður sig á að það er alls ekki raun- in. Þegar að er gáð hefur hver maður sitt hlutverk og fumlaus vinnubrögð ráða ríkjum. Fólk í fötum frá 66°N, North Face, Cintamani og álíka merkjum, í gönguskóm og með húfu, er út um allt en um sextíu manns eru að vinna á settinu. Fólk notar tal- stöðvar til að hafa samskipti sín á milli og gjallarhorn gegnir föstu hlut- verki. Kvikmyndagerð er ríki blekking- arinnar og verið er að bera hvítt efni á grasið umhverfis húsin. Efnið heit- ir C90 og er notað til að fá „hrím“ á grasið og bílana, það er ekki lengur síðsumar á Suðurlandi. Laufvana trén voru heldur ekki þarna áður heldur var plantað allt í kring. Raf- magnsstaurar liggja að húsinu með tveimur línum og setja enn amer- ískari brag á svæðið. Þó að myndin eigi ekkert endilega að gerast á neinum tilteknum stað í Bandaríkjunum er Minnesota stað- urinn sem miðað er við eins og sést á bílnúmeri á einum kagganum. Enskan er mál kvikmyndanna Baltasar Kormákur leikstjóri vak- ir yfir öllu, stýrir á öruggan hátt og hlustar samstarfsfólkið með athygli á það sem hann segir. Baltasar er ekki bara leikstjóri heldur er hann líka handritshöfundur og framleið- andi, ásamt Sigurjóni Sighvatssyni. Hann gefur sér tíma til að ræða við Morgunblaðið í ljósaskiptunum, á meðan verið er að stilla upp fyrir næstu töku. „Ég er búinn að vinna að þessu handriti mjög lengi en það er skrifað á ensku,“ segir Baltasar, sem vann með bandarískum meðhöfundi til að fínpússa málfarið og tryggja að öll smáatriði væru í lagi. „Þetta er saga um fólk,“ segir hann en myndin fjallar um látinn mann með milljón dala líftryggingu, en systir hans (Julia Stiles) og eig- inmaður hennar (Jeremy Renner) blandast í málið ásamt trygginga- rannsóknarmanni (Forest Whitaker) og yfirmanni hans (Peter Coyote). „Ég er ekkert óvanur að vinna á ensku. Myndirnar mínar hafa farið víða og ég þurft að fylgja þeim eftir og finnst auðveldara að tala um þær á ensku. Enskan er mál kvik- myndanna,“ segir Baltasar, sem finnst enskan ekki hamlandi. „Til þess að geta sagt þessa sögu og unnið með þessum leikurum þá hentaði enskan en í aðrar hentar ís- lenskan. Það væri ábyggilega skrýtið að gera myndir sem ættu að gerast á Íslandi og væru á ensku. En það má ekki gleyma því að í báðum mynd- unum sem ég hef gert áður er töluð enska því það eru útlendingar í þeim. Það er hluti af mínum veruleika því ég er blandaður,“ segir Baltasar en hann hefur áður gert myndirnar 101 Reykjavík og Hafið við góðan orðs- tír. Ísland hentugt „Það hafa verið teknar hérna al- þjóðlegar myndir eins og Tomb Raider, sem á að gerast einhvers staðar eða eitthvað sem á að gerast á tunglinu. Bíómyndir eru þannig. Það hentar sjaldnast að taka hlutina þar sem þeir eiga að gerast nema í mjög litlum myndum. Flestar íslenskar myndir ljúga til um íslenskan veru- leika og ljúga til um hvar þær eru því aðstæðurnar kalla á það. Ég hefði hvergi getað fundið göng eins og á Siglufirði, klettana í Grindavík og þetta flatlendi hér á svona litlu svæði í Bandaríkjunum. Þar eru svo of- boðslegar vegalengdir.“ Baltasar vill stuðla að eflingu kvik- myndaiðnaðar á Íslandi. „Mér finnst gaman að koma með verkefnið hérna inn og vinna með þessu fólki. Ég vil frekar vinna hér með fólki sem ég þekki og treysti heldur en fólki sem ég þekki ekki í Bandaríkjunum,“ seg- ir hann. „Heimurinn er að breytast svo mikið. Ég hef oft verið spurður hvort ég ætli ekki að flytja út en ég held það þurfi ekkert,“ segir hann. „Ekkert í þessari mynd sem fólk kemur til með að sjá verður þannig að það trúi því ekki að hún geti ekki gerst hvar sem er í Bandaríkjunum. Fyrsta reglan í bíómynd er að hún er lygi. Ég hef aldrei trúað því að dogma sé einhver meiri sannleikur, þetta er allt lygi. Coen-bræður sögðu að Fargo væri stílfærðasta myndin þeirra en hún virkar natúralísk. En natúralismi er líka stílfæring. Heim- ildarmyndir eru oft mesta lygin af öllu því þær þykjast vera að segja sannleikann. Þar er alltaf valinn vinkill á söguna,“ segir hann. Hjörtun slá alls staðar eins Baltasar segir það í rauninni ekki öðruvísi að vinna með Hollywood- stjörnum en íslenskum leikurum. „Ég held að flestir sem ná svona langt í sínu fagi eigi það sammerkt að vera miklir atvinnumenn. Fólk sem hefur fyrst og fremst áhuga á að gera vel og vinna vel. Svona leikarar taka leikstjórn betur en nokkrir aðrir, það er kannski meira stúss í kringum Hollywood-leikara en mér finnst það eðlilegt. Ef maður ímyndar sér það að maður eyði ævinni undir þessum kringumstæðum eins og í skítaveðri í Landeyjum í hjólhýsi, þá viltu reyna að hafa það eins sómasamlegt og hægt er. Það er verið að þvæla þessu fólki hingað og þangað og það er bara að reyna að verja sig og sitt. Það hafa ekki verið neinar uppákomur hér sem hafa ekki bara verið eins og al- mennt gerist. Ég hef unnið með frá- bærum leikurum eins og Gunnari Eyjólfssyni og það er ekkert öðruvísi en að vinna með frábærum heims- frægum leikurum,“ segir hann. Baltasar er mjög ánægður með að hafa fengið Forest Whitaker í stærsta hlutverkið. „Forest er leikari sem að mínu mati hefur verið einn besti leikari í heimi í mjög langan tíma. Hann er í lítilli klíku af tíu, tutt- ugu bestu leikurum í heimi,“ segir Baltasar og bætir við sem dæmi að sér finnist ógleymanlegur leikur hans í The Crying Game. „Fyrsta hugmyndin sem ég fékk að leikaraskipan í þessari mynd var hann. Það hafði engum dottið hann í hug því hann var ekki svartur í hand- riti. En hann var bara maður í hand- ritinu og ekki tilgreint neitt ákveðið litaraft. Forest leist vel á þetta og sagði mjög fljótt já. Svo tók dálítinn tíma að ganga frá þessu eftir það því það þurfa fleiri hlutir að ganga upp,“ segir hann. „Þegar Forest sat undir tré í Hellisgerði í Hafnarfirði að lesa Fyrsta reglan í bíómynd Morgunblaðið/Þorkell Ameríka í Austur-Landeyjum. Búið er að klæða húsið og planta amerískum köggum fyrir utan húsið til að láta umhverfið líkjast vesturheimi. Tökur standa yfir á banda- rísku kvikmyndinni A Little Trip to Heaven í leikstjórn Baltasars Kormáks. Inga Rún Sigurðardóttir blaða- maður og Þorkell Þorkels- son ljósmyndari heimsóttu tökustað í Austur-Land- eyjum og fylgdust með því skemmtilega lífi sem á sér stað á settinu. Baltasar Kormákur leikstjóri ásamt tökuliði A Little Trip to Heaven. Aðalleikkonan Julia Stiles fer aftur til miðs níunda áratugarins í myndinni. ’Þegar Forest satundir tré í Hellis- gerði í Hafnarfirði að lesa handritið á fyrsta tökudegi rann upp fyrir mér að kannski væri ég heppinn maður.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.