Morgunblaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2004 B 3 David Beckham verður ekki með Madridarliðinu þar sem hann er með brákað rifbein, Walter Samuel er í leik- banni og þá er óvíst hvort Guti getið spil- að en hann haltraði útaf í jafnteflisleik Real Madrid og Real Betis um helgina. „Við verðum að leggja Dynamo að velli. Hvað sem það kostar,“ segir Ivan Helguera, varnarmaðurinn sterki í liði Real Madrid. Spænska blaðið Marca tel- ur að líklegt byrjunarlið hjá Real Ma- drid verði þannig skipað: Iker Casillas - Salgado, Ivan Helguera, Francisco Pa- von, Roberto Carlos - Guti, Luis Figo, Zinedine Zidane, Raúl - Ronaldo, Mich- ael Owen. Roma á erfiðan leik fyrir höndum en liðið sækir Leverkusen heim og verður að ná þremur stigum til að eygja mögu- leika á að komast áfram upp úr riðlinum. Hargraeves á bekkinn Stórleikur er á dagskrá í C-riðlinum þegar Ítalíumeistarar Juventus fá Bay- ern München í heimsókn. Bæði lið hafa 6 stig en Ajax og Maccabi Tel Aviv sem mætast í Ísrael eru án stiga. Bæjarar töpuðu um helgina fyrir Schalke í þýsku úrvalsdeildinni og spurning er hvernig sá ósigur verkar á liðsmenn Bayern. Felix Magath þjálfari Bæjara hélt tveggja klukkustunda fund með leikmönnum sínum á sunnudaginn og fór þar í saumana á hvað fór úrskeiðis í leiknum við Schalke og brýndi um leið sína menn fyrir leikinn á móti Juventus. „Við vorum mjög slakir í leiknum við Schalke,“ sagði Magath og hann vonast til að sínir menn bæti fyrir slakan leik og mæti grimmir til leiks í Torínó. Þýska blaðið Bild telur nær öruggt að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargraeves missi stöðu sína í byrjunarliðinu og þá er óvíst hvort Sebastian Deisler geti spilað þar sem hann varð fyrir hnjaski í leikn- um við Schalke. „Ég hélt að liðið væri að smella saman eftir að við burstuðum Ajax í Meistara- deildinni en það var öðru nær. Við lékum hræðilega illa á móti Schalke og við verðum heldur betur að taka okkur sam- an í andlitinu ef ekki á illa að fara á móti Juventus,“ segir Oliver Kahn. Enginn Keane eða Ferdinand Mikil spenna er í D-riðlinum. Man- chester United og Lyon hafa 4 stig, Fe- nerbache 3 en Sparta er án stiga. Spart- verjar fá United í heimsókn til Prag og í Tyrklandi eigast við Fenerbache og Lyon. Manchester verður án tveggja lykil- manna í leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Roy Keane á við veikindi að stríða og Rio Ferdinand fékk frí vegna jarðarfarar ömmu sinnar. Mikael Silvestre tekur stöðu Ferdinands í hjarta varnarinnar og leikur þar við hlið Wes Brown og þá er líklegt að Paul Scholes komi inn í byrjunarlið United á miðjunni en Scho- les kom inná í leiknum við Birmingham eftir að hafa átt í meiðslum. Ryan Giggs hefur jafnað sig á flensu og er orðinn leikfær og þá er Wayne Rooney sömu- leiðis leikfær en hann varð fyrir lítils háttar meiðslum í leiknum við Birming- ham. Real að hrista ér slenið? u í knattspyrnu hefst í kvöld með farið að skýrast hvaða lið komast Madrid, Bayern München og Man- vrópumeistaratitlinum á und- d sem og Ítalíumeistarar Juventus Reuters og Raúl fagna marki í leik gegn Roma á Santiago Bernabeu. ÞRÍR íslenskir kylfingar halda í dag til Bandaríkjanna þar sem þeir munu dvelja við æfingar í þrjá daga áður en þeir halda til Púertó Ríkó þar sem heimsmeistaramót áhuga- manna í golfi fer fram 28. til 31. þessa mánaðar. Þar fer fram sveita- keppni þar sem árangur tveggja kylfinga telur á hverjum hring en leiknir verða fjórir hringir, tveir á hvorum velli, eða 72 holur. Kylfingarnir sem halda utan í dag eru Heiðar Davíð Bragason úr GKj, Sigmundur Einar Másson, GKG, og Örn Ævar Hjartarson, GS. Raunar er Sigmundur við nám í Bandaríkjunum og hittir hina tvo ásamt Ragnari Ólafssyni liðsstjóra og Staffan Johannsson þjálfara í Orlando. sagði Heiðar Davíð í gær þegar mótið var kynnt. Golfsambandið stendur straum af kostnaði vegna ferðar félaganna og segja forráðamenn þess að það hefði sambandið varla getað nema með 1,5 milljón króna stuðningi frá Mastercard hér á landi. „Með því getum við farið aðeins fyrr þannig að strákarnir nái að aðlaga sig að- eins áður en þeir skella sér í mótið sjálft,“ sagði Júlíus Rafnsson, foseti GSÍ á kynningarfundi í gær. Piltarnir halda til Orlando í dag, verða þar við æfingar fram á laug- ardag og síðan verður æft í Púertó Ríkó fram á fimmtudag þegar mót- ið hefst, en keppt er um Eisenhow- er-bikarinn á tveimur völlum að þessu sinni, báðum par 72. Örn Ævar er að keppa á HM áhugamanna í þriðja sinn, var í sveitinni sem náði 20. sæti í Berlín árið 2000 og tveimur árum síðar var hann með í Malasíu. „Þetta er tvennt ólíkt og í Púeró Ríkó vitum við að verður bæði heitt og rakt og allt annað gras en við eigum að venjast. Aðstæður þar eru samt ekkert ólíkar því sem er í Louisiana í Bandaríkjunum þar sem ég var við nám og Sigmundur er við nám núna þannig að mestu viðbrigðin verða fyrir Heiðar Davíð,“ sagði Örn Æv- ar sem mun miðla af reynslu sinni til hinna tveggja. „Ég tel það mikla áskorun að taka þátt í svona móti og hlakka mikið til að takast á við allt aðrar aðstæður en maður er vanur,“ Þrír íslenskir kylfingar fara á HM áhugamanna í Púertó Ríkó  JÓHANNES Valgeirsson er á meðal dómara og Sigurður Óli Þór- leifsson á meðal aðstoðardómara í undanriðli Evrópumóts drengja- landsliða í knattspyrnu sem leikinn er í Hollandi og hefst í dag. Í riðl- inum eru, auk Hollendinga, lið Tyrk- lands, Wales og Armeníu.  SHAKA Hislop markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth segir að hann muni ekki gefa kost á sér í landslið Trinidad og Tobago í framtíðinni en hinn 36 ára gamli Hislop ætlar sér að leika í tvö ár til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni – hafi eitthvert lið áhuga á honum.  SAMANTHA Britton, sem lék með ÍBV undir lok Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar, er komin á ný í enska landsliðshópinn í knattspyrnu. Ensku landsliðskonurnar hafa verið kallaðar saman til æfinga síðar í þessum mánuði til undirbúnings fyr- ir úrslitakeppni EM næsta sumar en þar verða þær í gestgjafahlutverki.  BRITTON, sem leikur með Ever- ton í vetur, dvaldi lengi í Vest- mannaeyjum í sumar og var þar í meðferð eftir að hafa slitið kross- band í hné. Sama er að segja um Rachel Brown, markvörð Everton, sem lék með ÍBV 2003, en hún gat ekkert spilað með Eyjaliðinu í ár þó hún væri í Vestmannaeyjum seinni hluta tímabilsins. Brown er líka komin í landsliðshópinn á ný.  PATRICK Kluivert, hollenski sóknarmaðurinn, verður ekki með Newcastle þegar liðið mætir Panio- nios í Grikklandi í riðlakeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu á fimmtudag. Kluivert er tognaður í læri og var ekki með Newcastle þeg- ar liðið gerði jafntefli, 1:1, við Her- mann Hreiðarsson og félaga í Charlton í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag.  KEVIN Keegan, stjóri Manchest- er City, telur að það verði afar erfitt fyrir Chelsea að keppa við Arsenal um enska meistaratitilinn í ár. ,,Það er ekkert lið á landinu sem kemst ná- lægt Arsenal um þessar mundir. Það er kannski ósanngjarnt að bera liðin saman. Chelsea er að byggja upp nýtt lið en Arsene Wenger hefur bú- ið þetta lið sitt á átta árum,“ segir Keegan.  INTER Mílanó hefur sýnt áhuga á að fá þýska varnarmanninn Robert Huth frá Chelsea til liðs sig en Huth hefur fengið fá tækifæri með Lund- únaliðinu. Vörn Inter hefur ekki þótt sannfærandi og liðið hefur ekki náð að fylla skarð Fabio Cannavaros sem seldur var frá félaginu í sumar. Robert Mancini þjálfari Inter er sagður hafa mikinn áhuga á að fá Huth til Inter og þá hefur heyrst að Newcastle og Everton séu spennt fyrir Þjóðverjanum. FÓLK Ragnar Ingi Sigurðsson úr FHfagnaði sigri á Íslandsbikar- mótinu í skylmingum með höggs- verði sem fram fór í Hagaskóla á laugar- daginn. Kappinn er nýstiginn upp úr meiðslum svo að margir voru líklegir til að leggja margfaldan Íslandsmeistarann en af því varð ekki og Ragnar Ingi lagði Hróar Hugoson í úrslitum opna flokksins en jafnt var fram eftir leik. „Ég byrjaði frekar rólega en Hróar var mjög ákveðinn svo að ég varð að passa mig. Það verður að byrja af fullum krafti, annars grípa þessir strákar tækifærið,“ sagði Ragnar Ingi eftir mótið. „Ég vissi reyndar ekki hverju ég átti von á. Ég æfði lítið í sumar og haust og er nýbyrjaður eftir að hafa fengið tennisolnboga svo að ég er rétt að koma til núna. Handleggurinn var í lagi, ég fann ekkert til í honum og þá gekk vel og stefnan strax sett á sigur,“ bætti kappinn við og hyggst láta til sín taka. „Stefnan er nú að hvíla aðeins lengur, í mánuð eða svo, en byrja svo af fullum krafti og reyna að komast á nokkur heims- bikarmót. Í dag er ég í 125. sæti á heimslistanum og stefni á að ná í 8 stig sem skila mér fimmtán til tutt- ugu sætum ofar.“ Skylmingamenn voru ánægðir með mótið, um 17 tóku þátt í opna flokknum og annað eins var í ung- lingaflokki þar sem margt efnið mundaði sverðið. Það má því búast við líflegu Íslandsmóti eftir mánuð. Ragnar Ingi mætt- ur til leiks Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Stefán Ragnar Ingi Sigurðsson Mourinho stólar á Arjen Robben JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vonast til að geta teflt Hollendingnum Arjen Robben fram í fyrsta sinn þegar lið- ið mætir Everton 6. nóvember næstkomandi. Chelsea keypti Robben fyrir 12 milljónir punda frá PSV í sumar en hann hefur ekkert getað leikið með liðinu vegna hnémeiðsla. Lærisveinum Mourinhos hefur gengið illa að skora mörk en með tilkomu Robbens vonast Portúgalinn til þess að meira líf færist í sóknarleikinn og að liðið bæti úr markaleysinu. Chelsea hefur aðeins skorað 8 mörk í fyrstu níu umferðunum í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og Englandsmeistarar Arsenal hafa fundið leiðina í markið 29 sinnum. „Ég vona að Arjen geti spilað með varaliðinu á næstu tveim- ur vikum og ef allt verður með eðlilegum hætti verður hann klár í slaginn með aðalliðinu í byrjun nóvember. Við höfum var- ist vel í leikjum okkar á tímabilinu, spilað vel sem lið og skapað okkur fleiri færi en nokkuð annað lið í deildinni en vandamálið hefur verið að koma boltanum í netið. Það er alveg ljóst að lið sem skorar eitt mark í leik verður ekki meistari,“ segir Mour- inho.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.