Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 B 3 BRYNJAR Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, meiddist í upphitun, aðeins 10 mín- útum áður en leikur Watford og Sunderland í ensku 1. deildinni í knattspyrnu hófst í gærkvöld. Brynjar Björn tognaði í nára og varð að hætta við þátttöku í leikn- um. „Þetta kom upp úr þurru, ef- laust vegna leikjaálagsins að und- anförnu. Ég veit ekki fyrr en á morgun hversu slæmt þetta er, meiðslin gætu kostað mig næsta leik liðsins en vonandi er þetta ekki alvarlegt,“ sagði Brynjar Björn við Morgunblaðið í gærkvöld. Leikurinn endaði 1:1 og átti Heiðar Helguson þátt í marki Wat- ford snemma leiks en hann lék all- an leikinn. Watford er í 11. sæti deildarinnar.  Ívar Ingimarsson lék allan leik- inn með Reading sem gerði jafn- tefli, 1:1, við Leeds á heimavelli og er áfram í öðru sæti 1. deildar.  Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður á 56. mínútu hjá Leicester sem gerði jafntefli, 2:2, við Ipswich.  Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Coventry sem gerði jafntefli, 2:2, við Burnley.  Ólafur Gottskálksson var í fyrsta skipti í tapliði með Torquay sem beið lægri hlut á heimavelli, 1:2, fyrir Bournemouth í 2. deild. Brynjar Björn meiddist tíu mínútum fyrir leikinn  AGANEFND HSÍ úrskurðaði tvo leikmenn í meistaraflokki í eins leiks bann á fundi sínum í gær. Haraldur Þorvarðarson frá Selfossi fær einn leik í bann vegna útilokunar í leik við Víking og Elísa Ósk Viðarsdóttir, Fram, fyrir útilokun í leik við Hauka.  ALEXANDROS Kaklamanos, grískur knattspyrnumaður, hefur verið rekinn frá Standard Liege í Belgíu þar sem hann féll á lyfjaprófi. Kaklamanos, sem er þrítugur, hafði neytt kókaíns og hann á tveggja ára bann yfir höfði sér. Hann skoraði 8 mörk í 33 leikjum fyrir Standard en hann lék með liðinu í rúmt ár.  ÓLAFUR Ingi Skúlason lék með varaliði Arsenal, sem gerði jafntefli við Southampton á St. Mary’s leik- vellinum í Southampton í gærkvöldi, 2:2.  STIGAMÓT Lýsingar í borðtennis fór fram í TBR-húsinu um síðustu helgi. Í opnum flokki karla léku til úrslita bræðurnir Matthías Stephen- sen, Víkingi, og Íslandsmeistarinn Guðmundur E. Stephensen, Vík- ingi. Guðmundur sigraði 4:0 (11:4, 11:2, 11:7, 12:10). Í opnum flokki kvenna léku til úrslita Halldóra Ólafs, Víkingi, og Kristín Hjálmars- dótttir, KR. Halldóra sigraði, 4:2 (11:8, 11:8, 11:9, 8:11, 9:11 og 11.7).  HSV HAMBURG hélt áfram sig- urgöngu sinni í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld og lagði þá meistarana frá Flensburg að velli á sannfærandi hátt, 28:22. Torsten Jansen skoraði 6 mörk fyrir Ham- burg og Guillaume Gille 5 en Lars Christiansen skoraði 7 mörk fyrir Flensburg og Marcin Lijewski 6. Hamburg er með 15 stig eftir 8 leiki, þremur stigum á undan Magdeburg og Kiel. FÓLK ver- - ef- - m inn nn k- f- ú- ug- nn ð ki g ð t- fær d ð að n Liverpool varð að sætta sig viðmarkalaust jafntefli í gær er lið- ið tók á móti Deportivo. Heimamenn sóttu mun meira og fengu nokkur fín færi en tókst ekki að skora. Eftir hlé einbeittu Spánverjar sér að því að halda stiginu og það tókst. „Ég er ekki ánægður með úrslitin, en ég er ánægður með hvernig liðið lék. Þetta er besti leikur liðsins síðan ég tók við því,“ sagði Benitez, stjóri Liverpool eftir leikinn. Í hinum leik riðilsins lagði Mónakó lið Olympiakos í skemmtilegum og opnum leik. Mónakó komst yfir strax í upphafi með flottu marki Saviloa sem lék vörn Grikkja illa. Eftir tíu mínútur var staðan orðin 2:0. Owen tryggði Real sigur Þrátt fyrir að leikmönnum Liver- pool tækist ekki að skora á heima- velli tókst fyrrverandi leikmanni liðsins að gera það. Michael Owen gerði eina mark leiksins þegar Real Madrid lagði Dinamo Kiev í B-riðl- inum. Sá riðill er eins spennandi og hægt er að hugsa sér því Leverkusen lagði Roma 3:1 og eru Ítalir án stiga í riðlinum en hin þrjú liðin með 6 stig. Leikur Real og Dinamo var spenn- andi og skemmtilegur og fullt af fær- um og geta Spánverjar þakkað Iker Casillas, markverði sínum, stigin þrjú, og slakri nýtingu gestanna. „Ég er ósáttur, hefði viljað fá tvær vítaspyrnur,“ sagði Joszef Szabo, þjálfari Dinamo. Leverkusen var sterkara liðið en Rómverjar komust þó yfir með marki frá Totti. Þannig var staðan í hálfleik en í þeim síðari gerðu heima- menn þrjú mörk. Juventus stendur vel að vígi Juventus lagði Bayern München með marki Nedved á 75. mínútu. „Sendingin frá Ibrahimovic var full- komin,“ sagði Nedved um sendingu Svíans sem skóp markið. „Þetta var jafn leikur og erfiður, en þetta tókst sem betur fer,“ bætti hann við. Ajax vann sinn fyrsta sigur í riðl- inum og það sannfærandi gegn Maccabi Tel-Aviv. Hollendingar gerðu þrjú mörk á þrjátíu mínútna kafla í fyrri hálfleik og þar við sat. Lyon upp fyrir United Pierre-Alain Frau tryggði Lyon góðan 3:1-sigur á Fenerbahce í Hol- landi, en hann gerði þriðja mark liðs- ins tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru leik- menn franska liðsins í gang og unnu sanngjarnan sigur og fóru með því í efsta sæti D-riðils. United getur vel við unað að fá eitt stig í Prag. „Það er ekki slæmt að fá eitt stig á útivelli. Þeir léku ágætlega og áttu sín færi vegna mistaka í vörn okkar og ég er ekki ánægður með þau. En lið mitt lék ágætlega og ég er í heildina sáttur þó svo ég hefði viljað að við næðum að skora,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United eftir markalaust jafntefli. Reuters Svíinn Zlatan Ibrahimovic einbeittur á svip, en hann átti stóran þátt í sigurmarki Juventus. Juventus og Lyon í góðum málum ÁTTA leikir voru í fjórum riðlum í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi og voru skoruð 16 mörk í þeim. Mörk sáust í öllum leikjunum nema hjá ensku liðunum, Liverpool gerði markalaust jafntefli við Deport- ivo la Coruna og Manchester United sömuleiðis við Spörtu í Prag. Juventus og Lyon eru í góðum málum í sínum riðlum þegar riðla- keppnin er hálfnuð. Félögin hafa náð lendingu umskiptin og nú eiga Svíarnir bara eftir að ná samkomulagi við leik- manninn sjálfan. Ég hef ekki trú á að það verði neitt mál,“ sagði Róbert Agnarsson, varaformaður knatt- spyrnudeildar Víkings, við Morgun- blaðið í gær. Skrifi Kári undir samning við Djurgården, eins og flest bendir til, verður hann annar leikmaður Vík- ings sem semur við sænska liðið á stuttum tíma en varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen gerði fjögurra og hálfs árs samning við Djurgården í júlímánuði. „Þetta eru strákar sem Víkingar hafa framleitt og við erum mjög stoltir að því að það starf sem menn hafa unnið í barna- og unglingamál- um félagsins er að skila sér,“ sagði Róbert. Kári, sem er 22 ára gamall, stóð sig afar vel með Víkingsliðinu í sum- ar en hann lék 15 leiki með því í úr- valsdeildinni og var valinn í 22 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Ítalíu og Búlgaríu í sumar. Tilboð í Kára samþykkt VÍKINGUR hefur samþykkt tilboð frá sænska meistaraliðinu Djur- gården í miðjumanninn Kára Árnason. Kári var til reynslu hjá Djur- gården á dögunum ásamt Grindvíkingnum Grétari Ólafi Hjartarsyni og í kjölfarið gerðu forráðamenn sænska liðsins Víkingum tilboð í Kára. Svíarnir hafa hins vegar ekki sett sig í samband við Grindvík- inga varðandi Grétar að sögn Jónasar Þórhallssonar, formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur. TINDASTÓLL hefur samið við bandaríska leikmanninn Ron Robinson en hann kom til landsins í gær. Robinson er 2 metrar á hæð og 24 ára en hann lék með Central Conn- ecticut-háskólanum í NCAA- deildinni í Bandaríkjunum. Tímabilið 2003–2004 lék Robinson 27 leiki með há- skólaliðinu og skoraði 18 stig að meðaltali, tók 10 fráköst og átti 2,4 stoðsendingar í leik. Robinson mun leika með liðinu á fimmtudaginn gegn KFÍ. Sl. fimmtudag lék Bethuel Fletcher fyrsta leik sinn með Tindastóli á útivelli gegn Haukum. Robinson á Krókinn TROY Wiley, leikmaður úr- valsdeildarliðs Njarðvíkur í körfuknattleik, fór af landi brott í gærdag. Ástæða brott- hvarfsins var að faðir hans lenti í slysi heima fyrir. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að Troy hefði viljað koma aftur. „En við erum bara í þannig stöðu að við vitum ekki hvað hann yrði lengi úti þannig að það er hafin leit að eftirmanni hans. Það eru engin nöfn komin í pottinn hjá okkur og við ætl- um að flýta okkur hægt í þeim efnum,“ sagði Einar Árni við Morgunblaðið í gærkvöld. Troy Wiley farinn heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.