Morgunblaðið - 31.10.2004, Page 25

Morgunblaðið - 31.10.2004, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 25 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Landsmótið verður á Vindheimamelum LANDSSAMBAND hestamannafélaga og Vind- heimamelar sf. hafa gengið frá samningi um að lands- mót hestamanna árið 2006 verði haldið á Vind- heimamelum dagana 26. júní til 2. júlí 2006. Samningurinn er sambærilegur samningi þeim er gerður var um mótshaldið á Hellu sl. sumar. Á landsþingi Landssambands hestamannafélaga, sem haldið var á föstudag, voru nokkrum hestamönn- um veitt heiðursmerki. Þetta voru Gunnar Gunnarsson (l.t.v.), Jóhanna B. Ingólfsdóttir, Haraldur Sveinsson, Sigurður Gunnarsson, Gísli B. Björnsson, Einar Sig- urðsson og Jón Albert Sigurbjörnsson. FERMINGARBÖRN úr 54 sóknum í öllum landshlutum ganga í hús mánu- daginn 1. nóvember milli kl. 17.30 og 21 og safna fé til verkefna Hjálpar- starfs kirkjunnar í Afríku. Þetta er í 6. sinn sem fermingarbörn safna fyrir verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar. Prestar fræða 3000 fermingarbörn um erfiðleika sem jafnaldrar þeirra eiga við að etja í fátækum löndum Afríku s.s. vatnsskort, fáa möguleika til menntunar og lélega heilsugæslu. Skuldavanda fátækra landa ber einn- ig á góma, erfiðleika við að komast að á mörkuðum Vesturlanda og almennt ójafnvægi milli ríkra og fátækra. Um leið fræðast fermingarbörnin um ár- angur af verkefnum Hjálparstarfsins. Fermingarbörn safna fjármunum á mánudag heppnaðist alveg ljómandi vel,“ segir Sigurður og bætir því við að bæj- arráðinu hafi fundist þetta hið besta HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra fór í fyrstu „opinberu“ heimsókn forsætisráðherra til Kópa- vogsbæjar á fimmtudaginn þar sem hann hitti fyrir Sigurð Geirdal, bæj- arstjóra. Sigurður segir heimsókn- ina hafa verið afar ánægjulega þar sem Halldór hafi komið og rætt við menn um málefni bæjarfélagsins ásamt því að kynna sér öll fimm svið stjórnsýslunnar í bænum. Sigurður sló á létta strengi og sagði það af- skaplega skemmtilegt að Kópavogs- bær væri eina bæjarráðið á landinu sem hefði getað sett heimsókn for- sætisráðherra á dagskrá hjá sér. „Þetta var allt á léttu nótunum og mál því enginn ráðherra hafi látið sér detta í hug áður að heimsækja bæjarráðið. Ljósmynd/Kristín Þorgeirsdóttir Halldór Ásgrímsson ræddi við starfsmenn og stjórnendur Kópavogsbæjar. Kynnti sér málefni Kópavogs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.