Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær að sér fyndist eðlilegt að forsætisráðherra léti reyna á það hvort olíufélögin væru tilbúin til þess að endurgreiða samfélaginu þann skaða sem þau hefðu unnið því með ólöglegu sam- ráði sínu. Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra svaraði því hins veg- ar til að málefni olíufélaganna yrðu að halda áfram í samræmi við þau lög sem Alþingi hefði sett. Urðu í kjölfarið nokkur orðaskipti milli Össurar og Halldórs um þessi mál. Össur sagði í upphafi máls síns að olíufélögin hefðu orðið uppvís að glæp; þau hefðu staðið fyrir ólög- legu verðsamráði sem hefði kostað samfélagið háar upphæðir. „Þegar einhver stelur er ætlast til þess í sið- uðu samfélagi að sá sem stelur bæti þjófnaðinn að fullu,“ sagði hann. „Olíufélögin hafa að vísu fengið sekt en sú sekt er miklu minni en hagn- aðurinn sem má rekja til hins ólög- mæta athæfis. Mér finnst þess vegna eðlilegt að olíufélögin endur- gjaldi samfélaginu með einhverjum hætti – til þess að bæta skaðann að fullu. Nú hefur það líka gerst að olíufélögin hafa iðrast opinberlega; þau hafa beðist afsökunar. Ef hugur fylgir máli hjá olíufélögunum; ef um er að ræða eitthvað annað en katt- arþvott og yfirklór, hljóta þau líka að vera til viðræðu um það að bæta samfélaginu skaðann. Það tel ég að sé í rauninni eina leiðin til þess að ná sáttum við samfélagið.“ Sagði hann að sér fyndist eðlilegt að forsætis- ráðherra hefði forgöngu um slíkar viðræður. Halldór sagði í upphafi síns máls að meginstarf Alþingis væri að setja lög. „Við höfum sett lög um Sam- keppnisstofnun og við höfum sett lög um þau mál sem hér er verið að fjalla um. Samkeppnisstofnun hefur fellt sinn úrskurð og sett fram sektir á olíufélögin sem nema ef ég man rétt um það bil tveimur og þremur milljörðum króna. Síðan hefur kom- ið fram að olíufélögin muni áfrýja þeim úrskurði til úrskurðarnefndar fyrst og síðan hugsanlega til dóm- stóla. Og það hefur jafnframt komið fram að málefni olíufélaganna eru til lögreglurannsóknar.“ Ráðherra bætti því við að þessi mál ættu að sjálfsögðu að halda áfram í samræmi við þau lög sem Alþingi hefði sett. „Nú kemur hér formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, háttvirtur þing- maður, og ætlast til þess að for- sætisráðherra landsins og ríkis- stjórn grípi inn í það ferli. Hefur háttvirtur þingmaður ekki heyrt um aðskilnað dómsvalds, framkvæmd- arvalds og löggjafaravalds? Eigum við að breyta því?“ Ráðherra ítrekaði að við yrðum að treysta á okkar dómskerfi í þessu máli. „Við verðum að treysta á okk- ar réttarkerfi í þessu máli. Og við verðum að hafa þolinmæði til þess að þessi mál gangi fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir.“ Fleiri biðjist afsökunar Össur kom aftur í pontu og sagði fráleitt af forsætisráðherra að hlaupa í vörn fyrir olíufélögin. „Er þetta forsætisráðherra olíufélag- anna?“ Sagði hann það fullkomlega rökrétt að ganga eftir því við olíufé- lögin að þau bættu samfélaginu í heild þann skaða sem þau hefðu unnið. „Það er enginn að tala um að grípa inn í dómsvaldið,“ útskýrði hann. „Það er verið að tala um það að hæstvirtur forsætisráðherra komi fram sem leiðtogi. Er ekki kominn tími til þess að hann fari að hafa áhyggjur af einhverju?“ Halldór kvaðst á hinn bóginn hafa áhyggjur af málflutningi Össurar. „Að sjálfsögðu er ég ekki sérstakur forsætisráðherra olíufélaganna og alveg fráleitt að þingmaðurinn leyfi sér að tala með þessum hætti. En ég er að sjálfsögðu forsætisráðherra á grundvelli þeirra laga og reglna sem við höfum sett hér á Alþingi.“ Össur ítrekaði að sér fyndist vera til skammar hvernig forsætisráð- herra lýðveldisins hlypi til varnar olíufélögunum. Halldór svaraði því á hinn bóginn til að það væru fleiri en olíufélögin sem þyrftu að biðjast af- sökunar. „Mér fyndist að háttvirtur þingmaður ætti að biðjast afsökunar á þeim ummælum sínum að ég sé hér sérstakur talsmaður olíufélag- anna. Hvað á þetta að þýða?“ Þar með lauk orðaskiptum Halldórs og Össurar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, í fyrirspurnartíma á Alþingi Forsætisráðherra hlutist til um málefni olíufélaganna Morgunblaðið/ÞÖK Þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins ráða ráðum sínum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Birkir J. Jónsson þingmaður, Dagný Jónsdóttir þingmaður og Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra. Ráðherra segir að mál olíufélaganna verði að hafa sinn gang í samræmi við lög ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæða- greiðslum eru eftirfarandi mál á dagskrá. 1. Lánasjóður sveitarfélaga. 2. Rannsóknarnefnd umferðarslysa. 3. Sérkennslu- og meðferð- ardagdeild fyrir börn með geðrænan vanda. 4. Stjórnskipunarlög. 5. Dýravernd. 6. Vextir og verðtrygging. JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, mælti fyrir þingsályktunartillögu á Al- þingi í gær um að heilbrigðis- ráðherra yrði falið að skipa nefnd sem gerði úttekt á kostum þess og göllum út frá læknisfræðilegu, siðfræðilegu og trúarlegu sjón- armiði, að heim- ila nýtingu stofn- frumna úr fósturvísum manna til rann- sókna og lækn- inga á alvar- legum sjúkdómum. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra tók vel í tillöguna. „Ég tel tillögu flutningsmanns vera allr- ar athygli verðar og tel að hún eigi að fá ítarlega og jákvæða meðferð á Alþingi,“ sagði heilbrigðis- ráðherra. Aðrir þingmenn sem þátt tóku í umræðunum tóku í sama streng. Þar á meðal Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokks og formaður heilbrigðis- og trygg- inganefndar Alþingis og Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, sem einnig á sæti í nefnd- inni. Voru þingmenn á einu máli um að hér væri hreyft við máli sem þarfnaðist umræðu. Í greinargerð tillögunnar segir að markmið hennar sé að Alþingi móti stefnu um hvort heimila eigi með lögum að nota stofnfrumur úr fósturvísum manna til rannsókna og lækninga alvarlegra sjúkdóma. „Mikilvægt er að sú ákvörðun verði tekin á grundvelli ítarlegrar og upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu, á Alþingi og innan heilbrigðis- og vísindasamfélagsins,“ segir í lok greinargerðarinnar. Úttekt gerð á heimild til að nýta stofnfrumur úr fósturvísum Jóhanna ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður vinstri grænna, gerði skilmála 100% íbúðalána Íslandsbanka, að umtals- efni á Alþingi í gær. „Ég held að mörgum hafi brugðið í brún þegar upplýst var í fréttum Stöðvar 2 í gær hverjir skilmálar eru fyrir hundrað prósent íbúðaláni hjá Íslandsbanka,“ sagði hann. „Í fréttinni kom fram að þeir sem sækja um slík lán verði að taka lánatryggingu og skila blóð- og þvagsýni til læknis. Meðal þess sem fólk þarf að svara á sérstöku eyðu- blaði er hvort foreldrar eða systkini þeirra hafi haft hjarta- eða æðasjúk- dóma, geð- eða taugasjúkdóma, berkla, krabbamein, sykursýki eða sjúkdóma sem geta verið arfgengir.“ Sagði hann fulla ástæðu fyrir ráð- herra að skoða hvort ástæða væri til að skerpa á lögum til að koma í veg fyrir að fólki, sem haldið væri ill- kynja sjúkdómum, væri mismunað. „Mér finnst full ástæða til þess að löggjafarvaldið taki þessi mál til skoðunar og einnig framkvæmda- valdið og allir þeir sem eiga að gegna eftirlitshlutverki,“ sagði hann. Sjúku fólki verði ekki mismunað LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að sett verði á fót sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18–24 ára í fyr- irhuguðu fangelsi á Hólmsheiði við Nesjavallaveg. Samneyti þeirra við eldri fanga verði í algjöru lágmarki og að- eins ef brýna nauðsyn beri til. Fyrsti flutnings- maður er Ágúst Ólafur Ágústs- son, þingmaður Samfylkingarinnar. Meðflutnings- menn eru ellefu aðrir þingmenn Samfylkingarinnar. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að fangar á aldursbilinu 18–24 ára hafi margs konar sérstöðu. „Ungir fangar eru sérstaklega við- kvæmur hópur og ekki er æskilegt að þeir afpláni dóma í samneyti við eldri afbrotamenn. Líta ber svo á að við afplánun ungra fanga sé sér- staklega unnið að því að koma í veg fyrir frekari afbrot.“ Þá segir m.a. að sérdeild fyrir unga afbrotamenn bjóði upp á margs konar sértæk úr- ræði fyrir þann aldurshóp, t.d. á sviði vímu- og geðmeðferðar. Sérdeild verði fyrir unga fanga Ólafur Ágúst ENGIN ákvörðun liggur enn fyrir um hvernig staðið verður að stofn- un þjóðgarðs norðan Vatnajökuls, að sögn Sigríðar Önnu Þórðar- dóttur umhverfisráðherra, en mál- ið er til meðferðar hjá ríkisstjórn og væntir ráðherra að ákvörðun liggi fyrir von bráðar um hvernig að henni verður staðið. Mörður Árnason, Samfylking- unni, beindi þeirri spurningu til ráðherra í fyrirspurnatíma á Al- þingi í síðustu viku hvað liði stofn- un þjóðgarðs enda væri aðeins gert ráð fyrir 3,1 milljón í fjárlögum næsta árs til verkefnisins en áætl- anir gerðu ráð fyrir að uppbygging þjóðgarðsins kostaði um 600 millj- ónir. Hins vegar hefði þjóðgarð- urinn í Skaftafelli nýlega verið stækkaður og því vaknaði sú spurn- ing m.a. hvort gert væri ráð fyrir tveimur þjóðgörðum á þessu svæði. Sigríður Anna vísaði til skýrslu sem nefnd um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls skilaði af sér sl. vor sem væri mjög umfangs- mikil en þar væri gert ráð fyrir að stofnun þjóðgarðsins gæti farið fram í nokkrum áföngum á næstu 5–8 árum og hann yrði fullmótaður á árunum 2010–2012. Framundan væru m.a samningaviðræður við landeigendur því ljóst væri að sumt af því landi sem ráðgert væri að færi undir þjóðgarð væri í einka- eign og gert ráð fyrir að svo yrði áfram með samningum við stjórn þjóðgarðsins. Ráðherra sagði að stækkun Skaftafellsþjóðgarðs væri í raun fyrsta skrefið að stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls og gert væri ráð fyrir að í framtíðinni yrði um einn þjóðgarð að ræða. Morgunblaðið/RAX Ferðamenn við Vatnajökul. Þjóðgarður norðan Vatnajökuls verði fullmótaður 2010–12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.