Sunnudagsblaðið - 04.04.1965, Blaðsíða 18

Sunnudagsblaðið - 04.04.1965, Blaðsíða 18
hefðu allir flutt meðbræðrum sínum sama boðskap- inn um Guð. Allir hefðu þeir boðað undirgefni við Guðs vilja og krafizt heilbrigðs, friðsamlegs og rétt- láts þjóðfélags; þ. e. þeir hefðu boðað Islam. Se- metíska orðrótin (SLM), sem þetta orð er leitt af, geymir allar þessar merkingar. Kona Múhammeðs, trúnaðarvinir hans og ætt- ingjar, urðu fyrst til að trúa á hann.-Síðan bættust fátækir og lítilmagnar við. Yfirstéttin í Mekka reyndi að bæla hreyfinguna niður með hörku. Mú- hammeð bauð þá fylgismönnum sínum að flýja til Abessyníu, sem var kristið land, en sjálfur leitaði hann hælis í bæ, sem hét Yahtrib eða Medína, en þar bjó margt. Gyðinga. Flótti hans til Mediná árið 622 gerðist á fyrsta ári tímatals Múhammeðsmanna. í ár (1965) er árið 1384 eftir flóttann (Hegira) sam- kvæmt því tímatali. í Mediná gerðist Múhammeð veraldlegur leið- togi (Imam) bæjarins um leið og hann var andlcgur kennari þar. Bæði Kóraninn • og athafnír og dæmi Múhammeðs, sem er kallað Sunna, voru lög borgar- innar og með þeim var daglegu lífi þar stýrt. Innan skamms hafði fylgismönnum Múhammeðs fjölgað, svo að hann gat snúið aftur til Mekka. Þótti hann réðist gegn skurðgoðadýrkun, lét hann hofið A1 Ka’aba standa, en þar átti skurðgoðadýrkun sér stað: ástæðan var sú, að þetta hof var talið stofnsett af Abraham, en hann var meðal þeirra manna, sem Múhammeð virti mest. Múhammeð fyrirskipaði að eins, að goðmyndirnar í hofinu væru eyðilagðar. Múhammeð taldi Abraham hafa verið Moslim, af því að hann hefði verið einn þeirra, sem fluttu hinn sanna boðskap um Guð. A1 Ka’aba er helgi- dómur allra Múhammeðsmanna enn þann dag í dag. Þegar Múhammeð dó, tók við af honum Khalifa (arabiska og þýðir eftirmaður) sem varð leiðtogi þjóðarinnar. Einn tók við af öðrum, en allir báru þeir sama titilinn. Þeir voru eftirmenn Múham- meðs sem þjóðarleiðtogar og gerðu ekki fremur en hann kröfu til að vera taldir guðlegir eða dýrlingar. Þeir voru dauðlegir menn, eins og hann hafði vcrið, og þeim gat skjátlazt og orðið á mistök, þótt þeir leituðust við að uppfylla þær háu kröfur, sem liin helga bók gerði. Múhammeðsmenn trúðu því að boðskapurinn væri ætlaður öllum mönnum, og því reyndu þeir að boða trúna um allan heim. Á næstu öldum eftir andlát Múhammeðs breiddist Islam um alla Arabiu, um Norður-Afríku, til Spánar, til Suðaustur-Evrópu og austur um Asíu allt til Filippseyja. Trúin bar með sér þann boðskáp, sem Múhammeð hafði vitrazt á Hirahæð og áður hafði verið opinberaður Jesú, Móse og Abraham: boðskapinn um að Guð væri að eins einn, að allir menn væru jafnir og þá fremd, sem það væri mönnum að hafa öðlazt vitneskju um þetta. Hvernig rækja Múhammeðsmenn trú síua? Trúarskyldurnar, sem trúaðir Múhammeðsmenn skyldu rækja, etu fimm. Sú fyráta1 er að háfá yítr 266 SUNNtTDAGSÍJj-AÐ - ALÞ'ýSUBLABIÐ trúarjátninguna, að enginn sé guð nema Guð og Múhammcð sé sendiboði hans. Önnur er Salah, sem má þýða bænagerð. Þriðja er Zakab; þ. e. að gefa um 2Vé% eigna sinna á einu ári og hafa lokið því fyrir Ramadan-mánuð. Þessir peningar eru lagðir í sameiginlegan sjóð, sem er varið til styrkt- ar fátækum, nauðstöddum og sjúkum, og féð má einnig nota til að byggja skóla, sjúkrahús eða til að grafa brunna. Daglöng fasta allan Ramadan- mánuð er fjórða boðorðið, og hið siðasta er að fara pílagrímsför til Mekka og hofs Abrahams einu sinni á æfinni, ef þess er nokkur kostur. Hvernigr biðjast Múhammeðsmenn fyrir? 1 Þegar bænatiminn er kominn snúa allir sér í átt að Mekka, hvar sem þeir eru staddir, og biðjast fyrir. Þetta sameinar þær miljjónir manna, sem bera fram bænir sínar samtímis í öllum heims hlutum. Hinir trúuðu flytja A1 Fatiha eða Upp- hafsbænina (kunn sem kjarni kóransins) og flytja aðra kafla úr kóraninum. Þeir krjúpa og snerta jörðina mcð enninu, og bænagerðinni lýkúr með formfastri bæn, þar sem menn biðja Guð að blessa sig og þjóð sína „eins og Þú blessaðir Abra- ham og þjóð hans.” Múhammeðsmenn biðjast fyrir cinir eða í hóp- um, nema á föstudögum, en þá á að biðja hádegis- bænimar í opnum samkomustað, sem er kallaður Masjid á arabisku. (Grðið moska er dregið af því orði). Föstudagsbænagerðinni er stýrt af imam. Hver sem er getur orðið kjörinn til bænaforystu vegna yfirburða lærdóms eða vegna í*ass að hann er clztur viðstaddra. Prestar eru cngir til i Islam. I borg um þar sem mannlifið er fjölbrcyttara, eru oft menn fastráðnir til að stýra bænagerðunum, en það legg- ur þeim engar sérstakar trúarskyldur á herðar eða gerir þá hærra setta en aðra. Sá, sem kallar hina trúuðu til bæna, kallast Muazhzhin, en það. starf veitir heldur ekki ncina sérstöðu. Sá, sem er raddmestur, er yfirleitt valinn 1 >1 þess. Kallið til bæna hefst með orðunum Allah Akbar (Guð er mikill), orð, sem heyrast i öllum löndum Múhammeðsmanna skömmu áður en ein- hver af fimm bænastundum dagsins hefst. Vegna þess hve eingyðistrú Múhammeðsmamia cr afdráttarlaus, eru ekki íeyfðar neinar mýndir cða máíverk í moskum. Óg végná þcss að Islam boðar jáfnrétti eru þar engin kórsæti eða páilar. Moskan verður að vera ölium opin. Einkamoskur geta ekki verið til í sama skilningi og einkakapellur. Samskot fara aldrei fram í moskum. Konur geta beðizt fyrir hcima cða í moskum. F.kkert hindrar þær i áð biðjást fyrir innan úm karla, en ýfirleitt gera þær bæn sina á sérstökum stöðum, sem eru þeim einum ætlaðir. Á föstudögum er yfirleitt flutt ræða í moskunum um almenn mál. Ræðumaður stendur .venjulega uppi á palíi eða INIinbar, sem nú er háfður til skrauts i ílestum moskum. Kiblá inni í öLlum moskum bend-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.