Sunnudagsblaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 6
Klúbbhúsiff í Mafekinff varff fyrir skemmdum reyndu allan umsáturstímann. — Baden-Powell ákvað að gera árás á Búavirki um þrjár mílur norður af bænum. Hefði þetta tekizt, — hefðu þorpsbúar komizt yfir auk- ið beitiland, sem ekki var van- þörf á, og auk þess hefði það gert hjálparsveitum úr norðri auðveld- ara um vik. Árásin hófst snemma morguns fáeinum dögum eftir jól, og Bretar gerðu sér góðar vonir um, að Búar væru óviðbúnir og auk þess liðfærri en venjulega vegna jólaleyfa hermanna. En njósnarmenn í bænum höfðu gert Búum aðvart um, hvað til stæði, og brezka liðið gekk beint í þá gildru, sem því hafði vei'ið búin. Bretar urðu að leggja á flótta, en höfðu þá misst tuttugu og tvo menn fallna og tuttugu og fjóra særða. Eftir þessa árás var sýnt, að út- rás var óhugsandi. Brezka liðið varð að leggja kapp á að þrauka, þar til hjálp bærist. Janúar og febrúar liðu, án þess að neitt sér- stakt bæri til tíðinda, néma hvað vistirnar voru farnar að verða af skornum skammti. Allar matvörur varð að nýta eins og frekast var hægt, og bæjarmenn fóru að leggja sér til munns ýmislegt, sem þeir höfðu ekki talið mat, svo sem hrossakjöt og hunda. Erfiðast var mjólkurleysið, sem kom harðast niður á börnunum. Lyf voru held- ur engin fyrir hendi, og það kom sér mjög illa, þegar sjúkdómsfar- aldrar fóru að ganga. Á öðrum vígstöðvum hafði geng- ið á ýmsu í styrjöldinni. Bretar höfðu í fyrstu heldur farið hall- oka, en fyrstu mánuði nýja árs- ins fór stríðsgæfan að verða þeirra megin. Þeir náðu hverju þorpinu á fætur öðru úr höndum Búa, og í marzlok var svo komið, að Mafekingbúar gátu farið að gera sér vonir um að losna úr kvínni innan tíðar. Þá var her- sveit undir stjórn Plumers of- ursta aðeins sextán mílur frá bænum. Njósnarmenn Plumers komust í gegnum línur Búa og gátu veitt Baden-Powell upplýs- ingar um stöðuna. En þessi sveit komst ekki lengra. Hún varð að láta undan síga aftur, þegar Bú- ar sendu ofurefli liðs gegn henni. Um miðjan apríl bættist við lið Búa þúsund manna sveit undir forystu Eloffs, dóttursonar Krúg- ers forseta. Eloff var þess mjög hvetjandi að látið yrði til skarar skríða gegn bænum, en Snyman vildi ekki flana að neinu frekar en fyrr. Skothríðin á bæinn var þó noklcuð aukin, og að lokum fór svo, að Snyman gaf Eloff leyfi til að gangast fyrir áhlaupi á bæinn. Fyrstu merki um þá árás var ó- venjulega hörð fallbyssuskothríð, eem hófst fyrir dögun 12. maí. Þessi skothríð kom frá virkjum Búa austan við bæinn. Hún stóð yfir í réttan klukkutíma. Um leið og hún þagnaði heyrðust skot úr suðvestri, en þar hafði Eloff ásamt nokkur hundruð mönnum ráðizt á þorp innfæddra og kveikt í því. Síðan liafði þetta lið ráðizt á að- alstöðvar brezku lögreglunnar þar skammt frá og tekið einn liðsfor- ingja og átján óbreytta hermenn höndum. Þetta var í eina skiptið allan umsáturstímann, sem Búar unnu bug á innri varnarlínunni. En þessi sigur Búa varð þeim að falli. Þeir urðu að skipta liðinu, en Baden-Powell gat fylgzt með ferðum þeirra frá aðalstöðvum sín- um, og honum tókst að tvístra þeim enn meira og sigraði þá í smá- flokkum. Eloff sjálfur var meðal þeirra, sem teknir voru höndum. Að sögn fréttaritara Keuters í bænum, sagði Baden-Powell, þegar Eloff var færður til hans: — Gott kvöld, Eloff. Þér komið á hæfilegum tíma til miðdegis- verðar. — Og hann bætir því við, að meðan máltíðin stóð yfir, var ekki minnzt einu orði á stríðið og þá atburði, sem leiddu til upp- gjafar Eloffs. Þennan sama dag bárust þær fregnir til Mafeking, að hjálpar- sveit væri á leiðinni. 'Og fjórum dögum síðar flutti bréfdúfa þau tíðindi, að þá um morguninn hefðu tveir herflokkar lagt af stað til bæjarins. Um hádegis urðu bæjar- menn varir við, að farið var að skjóta nokkru utan við bæinn. — Þessi skothríð hélt áfram og færð- ist smám saman nær, en það gaf til kynna, að hjálparsveitin sækti heldur á, þrátt fyrir andspyrnu Búa. En nú fóru Búar að hörfa. Og kl. 4 síðdegis sást allt í einu Ijós- glampi, sem var svarað frá bæn- Framhald á bls. 527. 518 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAB

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.