Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 4
VIGGÓ Sigurðsson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, segir að hann sé ekki búinn að fá aðstoðarþjálfara sér við hlið. „Við munum væntan- lega kynna til leiks aðstoðarþjálf- ara fyrir heimsmeistara- keppnina í Tún- is,“ sagði Viggó. Þegar Viggó var spurður hvort hann þyrfti aðstoðar- þjálfara, brosti hann og sagði. „Það þarf að hlúa að markvörð- um okkar. Það er nauðsynlegt að hafa mann sem kann til verka. Nú, ef karlinn æsir sig of mikið á bekknum, er gott að fá aðstoð. Það er viss hætta á að ég æsi mig upp í hita leiksins,“ sagði Viggó og glotti.  VIGGÓ sagði að í landsliðshópn- um væri ungur markvörður úr ÍR, Hreiðar Guðmundsson, sem hann bindur miklar vonir við. „Ég hef einnig fylgst vel með Björgvini Gústafssyni hjá HK, sem hefur ekki náð sér nægilega vel á strik þar sem af er keppnistímabilinu, en hann er einn af fjölmörgum leik- mönnum sem eru undir smásjánni hjá mér fyrir HM.“  HÖRÐUR Harðarson verður liðs- stjóri landsliðsins. „Ég þekki Hörð mjög vel. Hann var liðsstjóri hjá Haukum þegar ég þjálfaði þá. Við störfuðum saman í ein átta ár, þannig að við þekkjumst mjög vel. Hörður er mjög traustur og góður starfsmaður og ég ar afar ánægður að hafa hann mér við hlið,“ sagði Viggó. Viggó og Jóhannes með 21 árs landsliðið  VIGGÓ verður einnig þjálfari 21 árs landsliðs Íslands, sem tekur þátt í undanriðli fyrir HM í Ung- verjalandi, sem verður í ágúst 2005. Aðstoðarþjálfari hans verður Jó- hannes Bjarna- son, þjálfari KA. „Þetta verður spennandi verk- efni. Við vorum svo heppnir að fá okkar riðil hingað heim og um páskana koma Úkr- aínumenn, Aust- urríkismenn og Pólverjar til að etja kappi við okk- ur. Ein þjóð fer áfram og við ætlum okkur að gera það. Við eigum mjög öfluga leikmenn til að klára það verkefni,“ sagði Viggó. Undirbúningur fyrir HM  VIGGÓ sagði að það væri nóg að leika fimm leiki í janúar fyrir heimsmeistarakeppnina í Túnis, sem hefst 23. janúar – þá leikur Ís- land gegn Tékklandi. „Fimm leikir eiga að nægja, því að tíminn er ekki mikill hjá okkur til að vera saman og draga andann eftir að leikmenn hafa verið á fullri ferð með liðum sínum í Þýskalandi og Spáni. Við ætlum okkur að taka það rólega á milli æfinga og leikja,“ sagði Viggó. „Ef karlinn æsir sig er gott að fá aðstoð“ Viggó Jóhannes ÍSLANDSMEISTARAR Hauka leika í dag sinn síðasta leik í riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik þegar þeir etja kappi við Sävehof í Gautaborg. Kiel og Sävehof hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslit- unum en Haukar og franska liðið Créteil berjast um þriðja sætið sem gefur þátttökurétt í 3. um- ferð EHF-keppninnar. Haukar og Créteil, sem tekur á móti Kiel, hafa bæði 3 stig og fari svo að þau endi jöfn að stigum ná Haukar þriðja sætinu þar sem þeir standa betur að vígi í innbyrðisviðureign liðanna. Haukar og Sävehof skildu jöfn, 35:35, í fyrri leiknum að Ásvöllum þar sem dönsku dómararnir komu Svíunum til bjargar. Haukar í eldlínunni í Gautaborg Viggó hefur gert miklar breyting-ar á landsliðshópnum og hann ætlar einnig að gera breytingar á varnar- og sóknar- leik landsliðsins. „Við leikum án sterkra varnar- manna eins og Sig- fúsar Sigurðssonar, Ólafs Stefáns- sonar og Rúnars Sigtryggssonar. Þó svo að þeir væru með myndi ég ekki láta landsliðið leika sex núll vörn. Varnarleikurinn hjá mér verður færður fram – við munum leika þrjá þrjá vörn og fimm einn. Við erum með unga, fljóta leikmenn sem ráða vel við hraða. Já, hraða til að fiska hraðaupphlaup. Á þessa mun ég láta reyna í Svíþjóð,“ sagði Viggó, sem var þekktur fyrir það þegar hann þjálfaði Wuppertal í Þýskalandi, að hann var með sjö afbrigði af hraða- upphlaupum uppi í erminni. Kjarninn í framtíðarhópnum „Það eru töluverðar breytingar á landsliðinu sem fer til Svíþjóðar – frá Ólympíuhópnum í Aþenu. Tveir markverðir koma inn – þeir Birkir Ívar Guðmundsson og Heiðar Guð- mundsson,“ sagði Viggó og sagði síð- an þegar hann tilkynnti hóp sinn, sem er hér til hliðar: „Þetta er kjarn- inn í framtíðarhóp landsliðsins. Ólaf- ur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson koma síðan aftur inn í hópinn – Ólaf- ur í janúar og vonandi einnig Sigfús, eða svo framarlega að hann hafi náð sér að fullu af þeim meiðslum í baki sem hafa hrjáð hann. Sigfús er tilbú- inn í slaginn ef hann verður heill,“ sagði Viggó. Landsliðsþjálfarinn vonar að leik- mannahópur hans komi til með að leika góðan handknattleik á heims- bikarmótinu sem hefst á þriðjudag- inn – þá leikur Ísland gegn Þýska- landi, en einnig eru Frakkar og Ungverjar í riðlinum. „Við ætlum okkur að ná góðum úr- slitum – förum ekki til Svíþjóðar með því hugarfari að við séum í einhverj- um uppbyggingarfarsa. Við förum í öll verkefni til að ná góðum árangri. Markið er sett hátt á heimsmeistara- mótinu í Túnis. Ég er sannfærður um það að landsliðshópur minn er góður hópur. Ungir og reyndir leik- menn í bland. Við fáum ekki mikinn tíma til æfinga – komum saman á mánudagskvöld og leikum síðan gegn Evrópumeisturum Þjóðverja á þriðjudagskvöld. Það er skemmtilegt verkefni og við mætum óhræddir til leiks. Þjóð- verjar eru eins og við – nýir leik- menn eru komnir til að taka við að eldri leikmönnunum. Þeir eru að byggja upp, eins og við. Já, við förum óhræddir í heimsbikarkeppnina. Þar eru allar bestu þjóðir heims nema Rússar,“ sagði Viggó. Viggó kom frá Þýskalandi á fimmtudag, en þar fylgdist hann með flestum landsliðsmönnum Íslands í leikjum og var ánægður með það sem hann sá. „Ég gaf mér tíma til að ræða við leikmenn og fannst hugar- far þeirra mjög jákvætt. Strákarnir voru spenntir og bjartsýnir – og það var ánægjulegt fyrir mig hvað þeir tóku mér vel. Þó ég hafi lagt leið mína til Þýska- lands, þá hef ég ekki gleymt leik- mönnunum sem eru að leika hér heima. Þegar rennt er yfir landsliðs- hópinn má sjá nöfn sjö leikmanna, sem leika með íslenskum liðum. Það eru ákveðin skilaboð til strákanna hér heima að þeir eigi jafna mögu- leika og þeir sem leika í útlöndum,“ sagði Viggó. Sérðu miklar breytingar á þessum landsliðshópi fyrir heimsmeistara- keppnina í Túnis? „Nei, ég sé í sjálfu sér ekki miklar breytingar eins og staðan er nú. Ólafur Stefánsson á öruggt sæti í landsliðinu og einnig Sigfús. Og eins og ég sagði, þá mun ég tilkynna sex- tán manna leikmannahóp fyrir HM strax á milli jóla og nýárs, þá verða einhverjar breytingar.“ Ásgeir Örn frá í þrjá mánuði „Ásgeir Örn hefur átt við meiðsli að stríða í bátsbeini í hægri hendi. Síðast þegar ég vissi stefndi hann á að fara í uppskurð eftir heimsbikar- mótið. Ef hann fer í þá aðgerð tekur það minnst þrjá mánuði fyrir hann að verða kominn á fulla ferð á ný. Hann mun þá missa af HM. Fjórar til fimm breytingar á landsliðshópnum eru hugsanlegar,“ sagði Viggó. Pettersons er tilbúinn í slaginn Viggó sagðist hafa séð Alexander Pettersons leika frábærlega vel með Düsseldorf – bæði í vörn og sókn. „Hann er ekki löglegur með íslenska landsliðinu fyrr en í janúar, þannig að hann getur leikið með okkur á heimsmeistaramótinu í Túnis. Hann er einn af þeim leikmönnum sem ég mun fylgjast mjög vel með. Ég ræddi við hann – já, á íslensku. Hann var mjög jákvæður og klæjar í fing- urna að fá að leika með íslenska landsliðinu,“ sagði Viggó. Pettersons var landsliðsmaður Eistlands, en er orðinn íslenskur ríkisborgari. Breytingarnar frá ÓL í Aþenu Breytingar á landsliðshópnum frá Ólympíuleikunum í Aþenu, eru þær að Ólafur Stefánsson gaf ekki kost á sér, Kristján Andrésson og Sigfús Sigurðsson eru meiddir. Rúnar Sig- tryggsson er hættur með landslið- inu. Viggó valdi ekki Gylfa Gylfason, Róbert Sighvatsson og Guðmund Hrafnkelsson. „Guðmundur er búinn með sinn kvóta sem landsliðsmaður, er kom- inn á aldur. Ég vona að markvarða- þrennan sem fer til Svíþjóðar, Ro- land Eradze, Birkir Ívar og Hreiðar eigi eftir að sýna okkur að þeir séu traustsins verðir. Það er lykilatriði í góðum handknattleik, að hafa góða markvörslu,“ sagði Viggó. Viggó Sigurðsson ætlar að gera breytingar á varnarleik landsliðsins Vill meiri hraða og hraðaupphlaup Morgunblaðið/Golli Ásgeir Örn Hallgrímsson mun taka við hlutverki Ólafs Stefáns- sonar á heimsbikarmótinu í Svíþjóð. „ÉG hef rætt við leikmenn mína og hef fundið að það er hugur í mönnum og þeir eru tilbúnir í slaginn. Bæði leikmennirnir sem leika hér heima og þeir sem ég sá leika í Þýskalandi,“ sagði Viggó Sig- urðsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í handknattleik, þegar hann til- kynnti fyrsta landsliðshóp sinn – sautján manna leikmannahóp sem tekur þátt í heimsbikarmótinu, World Cup, í Svíþjóð í næstu viku. Eftir Sigmund Ó. Steinarsson VIGGÓ Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi fyrsta lands- liðshóp sinn í gær. Hafa verið gerðar miklar breytingar á hópnum síðan á ÓL í Aþenu. Í hópnum eru átta leik- menn sem voru ekki með á Ólympíu- leikunum, en hópurinn er þannig skipaður. Þeir léku á ÓL. Markverðir: Birkir Í. Guðmundsson, Haukum Heiðar Guðmundsson, ÍR  Roland Eradze, ÍBV Aðrir leikmenn:  Einar Örn Jónsson, Wallau  Guðjón Valur Sigurðsson, Essen Logi Geirsson, Lemgo Vignir Svavarsson, Haukum  Róbert Gunnarsson, Århus Þórir Ólafsson, Haukum Arnór Atlason, Magdeburg  Ásgeir Ö. Hallgrímsson, Haukum  Dagur Sigurðsson, Bregenz Einar Hólmgeirsson, Grosswallstadt  Jaliesky Garcia, Göppingen Markús Máni Michaelsson, Düsseldorf  Snorri Steinn Guðjónsson, Grosswallstadt Ingimundur Ingimundarson, ÍR HÓPUR VIGGÓS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.