Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku afi, nú þegar við kveðjum þig koma svo margar minningar upp í huga okkar, allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Þessar minningar munum við geyma í hjarta okkar sem okkar kærasta gull. Frá því að við vorum lítil hefur orð- ið „afi“ verið nokkurs konar töfraorð í okkar orðaforða. Þegar við sögðum afi, komst þú, tókst utan um okkur og fylltir okkur af kærleik og hlýju, við ÁSTVALDUR ANTON KRISTÓFERSSON ✝ Ástvaldur AntonKristófersson fæddist í Glaumbæ í Engihlíðarhreppi í A-Hún. 8. janúar 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyð- isfirði 12. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seyðisfjarðarkirkju 20. nóvember. fundum hvernig við gát- um alltaf treyst þér. Þegar við fórum að eldast og byrja í skóla, var afi líka töfraorðið. Þú gast hjálpað okkur með allt sem við vorum að berjast við, þú áttir alltaf svör og tillögur. Þau okkar sem ekki bjuggu á Seyðisfirði, vissu að þú værir alltaf til staðar, að við gátum alltaf hringt og fengið góð ráð, hvenær sem er og þú varst meira en tilbúinn til að hjálpa okkur og lagðir þig allan fram. Það var okkur mikils virði, eiginlega ómetanlegt. Það var svo gaman að segja þér frá afrekum okkar, hvort sem var í skóla, íþróttum eða bara í lífsbaráttunni. Þú varst alltaf svo stoltur og við sáum hvað það gerði þig ánægðan. Það var okkur mjög mikil hvatning að gera betur og halda áfram. Vonandi getum við haft mottó þitt að leiðarljósi: Aldr- ei að fresta til morguns því sem hægt er að gera í dag. Þeir eru í tugatali allir munirnir sem þú smíðaðir handa okkur, þessa hluti munum við varðveita alla okkar ævi sem gull alveg eins og minning- arnar. Takk afi, fyrir þessa muni sem við getum dregið fram þegar við rifj- um upp allar góðu stundirnar okkar saman. Við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okk- ur, og að fá það tækifæri að læra svona mikið af þér. Mikið af því góða sem er í okkur er þér að þakka, afi. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar þegar við þörfn- uðumst þín. Við eigum eftir að sakna þín ólýs- anlega mikið en þú munt ætíð vera í hjarta okkar og við vitum af þér vera að fylgjast með okkur og brosa í hvert skipti sem við leggjum okkur fram í lífsbaráttunni. Án þín værum við ekki sömu mann- eskjurnar og við erum í dag, þú varst okkur ómetanleg Guðs gjöf. Elsku afi, við pössum ömmu vel fyrir þig. Afabörnin þín. Nú er ég kveð kæra mágkonu mína Hall- dóru Júlíusdóttur, hana Dóru, sem var jarðsungin 4. nóvem- ber síðastliðinn renna ótal margar góðar minningar gegn- um hugann. Ég gladdist þegar þessi dökkhærða og gæfulega kona gekk í hjónaband með Magnúsi bróður HALLDÓRA JÚLÍUSDÓTTIR ✝ Halldóra Júlíus-dóttir fæddist í Hítarnesi 29. maí 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 4. nóvember. mínum. Frá þeim degi var okkar vinátta óslitin. Á langri leið reynir á manngerðina. Halldóra var stillt kona,vinföst, traust og ábyggileg í orðum og gerðum. Sam- vinna þeirra hjóna reyndist einkar farsæl í öllu er þau tóku sér fyrir hendur og var ráðdeild þeirra og dugnaður mér lærdómur. Þau fóru ekki varhluta af því frekar en aðrir að fá vind í fangið en saman stóðu þau veðrin af sér og gáfust aldrei upp. Þau byggðu upp fallegt heimili af rausn og myndarskap og einnig fyr- irtæki, sængurfatagerð, sem þau ráku af fyrirhyggju og útsjónarsemi. Þó Dóra sæi alfarið um framleiðsl- una tók hún jafnframt virkan þátt í sölustarfinu. Vinnudagurinn var oft langur og erfiður en þolinmæðin og stefnufestan skilaði sér. Hún Dóra mín, sem var mikil móð- ir, missti Kristínu, litlu stúlkuna sína, í frumbernsku. Það sár bar hún alla ævi. En Drottinn gaf og Drottinn tók, því sonur þeirra hjóna, Hafliði Sig- tryggur, var mikill sólargeisli og kærleiki hans brást aldrei vonum móður hans. Mér er það gleðiefni hvað Hafliði og hálfsysturnar Stein- unn Stefanía og Jóhanna Finnborg sem Magnús átti frá fyrra hjóna- bandi eru gott fólk og farsælt. Þegar heilsu Dóru hrakaði var Magnús sterkur, verndaði hana og hjúkraði af stakri prýði. Síðustu vik- urnar voru henni mjög erfiðar, þá breiddu þeir feðgar sig yfir hana og sátu við rúm hennar til kveðjustund- ar. Kæri bróðir minn, Hafliði og fjöl- skylda, þið eigið hug minn og dýpstu samúð. Ég kveð Dóru, mína góðu mág- konu, með hjartans þakklæti fyrir vináttu og tryggð með orðunum: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi.“ Steinunn Finnbogadóttir. Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS BJARNASONAR, áður til heimilis í Hvassaleiti 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Sólavalla, Eyrar- bakka. Helga Ólafsdóttir, Pétur Jónsson, Jón Finnur Ólafsson, Þóranna Ingólfsdóttir, Ólafur Ólafsson, Kristín Guðrún Ólafsdóttir, Guðni Birgir Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, RANNVEIG EGGERTSDÓTTIR, Lindargötu 64, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 23. nóvember kl. 13.00. Sigurður Helgi Hlöðversson, Hlöðver Hlöðversson, Eggert Ísfeld Rannveigarson, Sigurbjörg Olsen, Róbert Gústafsson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR PÉTURSSON fyrrv. vagnstjóri hjá SVR, Hraunbæ 6, sem lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi föstudaginn 12. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. nóvember kl. 13.00. Sigríður Skarphéðinsdóttir, Steingrímur Guðni Pétursson, Sigríður Jónsdóttir Lepore, Hulda Pétursdóttir, Guðmundur Egilsson, Skarphéðinn Pétursson, Anna Baldvina Jóhannesdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Bjarni Guðmundsson, Pétur Hans Pétursson, Laufey Jónsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Þorsteinn Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, KRISTÍNAR ÞORBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR, Fljótstungu. Af heilum hug þökkum við einnig allan stuðn- ing og hlýjar kveðjur í veikindum Kristínar undanfarin ár. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir yndislega umönnun, fagmennsku og þjónustu við okkur öll. Bjarni Heiðar Johansen, Anna Björk Bjarnadóttir, Tómas Holton, Guðrún Harpa Bjarnadóttir, Erlendur Pálsson, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Axel Aðalgeirsson, Halldór Heiðar Bjarnason, Tómas Heiðar og Bergþóra, Kristín María og Bjarni Magnús, Aðalgeir og Katrín, Guðrún Bergþórsdóttir, Halldór Bjarnason, Antonía Bjarnadóttir, Sigurlaug Halldórsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Magnús Guðjónsson. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ÁSGEIRSDÓTTUR, Barónsstíg 31. Guð blessi ykkur öll. Jensína S. Janusdóttir, Þorbjörn Karlsson, Guðrún Ágústa Janusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug, blóm og skeyti vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR, Víðihlíð, Mývatnssveit. Héðinn Sverrisson, Lára Ingvarsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir, Friðrik L. Jóhannesson, Kristín Þuríður Sverrisdóttir, Gísli Sverrisson, Lilja S. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og stuðning síðastliðinna ára vegna sjúkdóms, andláts og útfarar dóttur okkar, stjúpdóttur, systur, barnabarns og barna- barnabarns, ÞÓRDÍSAR BJARKAR ASPAR, f. 13. mars 1991. Hermann Haukur Aspar, Brynja Björk Birgisdóttir, Sigurveig Halldórsdóttir, John Arve Viset, Ágústa Hlín Aspar, Hallur Hermannsson Aspar, Stígur Hermannsson Aspar, Helena Svavarsdóttir, Reynir A. Eiríksson, Unnur Hermannsdóttir, Jón B. Aspar, Fjóla Þorbergsdóttir og aðrir aðstandendur. 11-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.