Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 61 KIRKJUSTARF Enskir jólasálmar í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 19. desember kl. 14 verður haldin árleg athöfn í Hallgrímskirkju, þar sem enskir jólasálmar og textar tengdir jólum verða lesnir. Athöfnin byggist á ákveðinni hefð sem nefnd er „Festival of nine lessons and carols“ með þátttöku bæði leikmanna og prests. Umrædd athöfn fór fyrst fram í King’s College Chapel í Cambridge í Eng- landi árið 1918. Sendiherrar Bretlands, Banda- ríkjanna og Kanada munu taka þátt auk séra Bjarna Þórs Bjarnasonar. Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur undir stjórn Harðar Áskelsonar, organista í Hallgrímskirkju. Athöfnin verður flutt á ensku. English Service in Hallgrímskirkja THE annual FESTIVAL OF NINE LESSONS AND CAROLS – a Christmas service will be held at 2 p.m. on Sunday, December 19th at Hallgrímskirkja. The Ambassadors of Britain, Canada and the United States will participate as well as the Revd Bjarni Þór Bjarnason. The Motet Choir of Hallgríms- kirkja will perform conducted by Hörður Áskelsson, organist and conductor. The service is in Engl- ish. Kvöldguðsþjónusta í Seljakirkju KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA með að- ventubrag verður í Seljakirkju sunnudagskvöldið 19. desember kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik- ar. Þorvaldur Halldórsson stjórnar tónlistinni. Altarisganga. Verið vel- komin. Jólasöngvar fjölskyld- unnar í Bústaðakirkju Á SUNNUDAGINN 19. desember verða jólasöngvar fjölskyldunnar í fjölskyldusamveru í Bústaðakirkju kl. 11. Þetta er samvera fyrir alla fjöl- skylduna, þar sem jólalögin eru sungin og börnin ásamt foreldrum, öfum og ömmum koma saman til kirkju og eiga helga stund. Börn úr Fossvogskóla flytja jóla- guðspjallið í helgileik. Kennarar í skólanum hafa annast undirbúning og þátttaka nemenda verið almenn. Þessar samverur hafa verið fjöl- sóttar og kærkomin stund í erli jólanna til þess að setjast niður og hugleiða inntak aðventunnar og boðskap heilagra jóla. Látum jólasöngvana hljóma með allri fjölskyldunni og syngjum sam- an um frið og helgi hátíðarinnar. Athugið að þennan sunnudag verður aðeins messan kl. 11, sem er sameiginleg fyrir yngri sem eldri. Pálmi Matthíasson. Jólasöngvar fjölskyld- unnar í Hjallakirkju FJÓRÐI og síðasti sunnudagur aðventunnar er framundan, 19. desember. Þá verða jólasöngvar fjölskyldunnar í Hjallakirkju í Kópavogi kl. 11. Tveir kórar mætast og leiða öfl- ugan jólasöng, kór kirkjunnar og Kammerkór Reykjavíkur. Kórarnir syngja undir stjórn Sigurðar Bragasonar og Jóns Ólafs Sigurðs- sonar. Ardís Ólöf Víkingsdóttir syngur einsöng með Kammer- kórnum. Eldra æskulýðsfélag selur kaffi við innganginn eftir guðsþjónustu til styrktar utanlandsferð næsta sumar. Tilvalið er að koma í kirkju svona rétt fyrir jól og syngja gamla og nýja jólasálma með kröftugum kór- um. Verið hjartanlega velkomin. Jólahátíð barna- starfsins í Garði og Sandgerði LAUGARDAGINN 18. desember kl. 11 verður sameiginleg jólahátíð barnastarfsins í Útskálaprestakalli haldin í safnaðarheimilinu í Sand- gerði. Börn í Kirkjuskólanum og Ntt- starfinu í Garði og Sandgerði syngja jólasálma og jólalög. Jóla- leikrit verður sett á svið og jóla- guðspjallið lesið. Þá mun Ellen Hrund Ólafsdóttir leika á harmón- iku og Sandra Rún Jónsdóttir á þverflautu. Starfsfólk í barna- og Ntt-starfinu leiðir stundina og Steinar Guðmundsson organisti annast undirleik. Boðið verður upp á piparkökur og heitt kakó ásamt öðrum glaðningi sem afhentur verður við lok stundarinnar. Hér er um fjölskylduhátíð að ræða þar sem vonast er eftir þátttöku sem flestra. Samkirkjuleg bænastund Á ÞESSU ári verður haldin sam- kirkjuleg bænastund, í þetta skipti 4. sunnudag í aðventu, 19. desem- ber 2004, kl. 15 í Dómkirkjunni. Séra Gunnar Kristjánsson og séra Hjalti Þorkelsson munu halda guðsþjónustuna saman. Marteinn H. Friðriksson og Sesselja Krist- jánsdóttir munu sjá um tónlist- arflutning. Eftir guðþjónustuna er söfnuð- inum hjartanlega boðið í jólamót- töku þýska sendiherrans, í sendi- herrabústaðnum, Túngötu 18, Reykjavík. Ökumenischer Gottes- dienst zu Advent und Weihnachten AUCH in diesem Jahr findet ein deutschsprachiger ökumenischer Advents- und Weihnachtsgottes- dienst statt. Diesmal am 4. Advent, den 19. Dezember 2004, um 15 in der Dómkirkja. Probst Gunnar Kristjánsson und Pfarrer Hjalti Þorkelsson werden den Gottesdienst gemeinsam leiten. Die musikalische Ausgestaltung liegt in Händen von Marteinn H. Friðriksson und Sesselja Kristjáns- dóttir. Im Anschluß an den Gottes- dienst ist die Gemeinde herzlich zu einem Weihnachtsempfang in der Residenz des deutschen Botschaft- ers, Túngata 18, eingeladen. Kópavogskirkja – Jólasöngvar JÓLASÖNGVAR Skólakórs Kárs- ness verða sunnudaginn 19. desem- ber í Kópavogskirkju. Auk kórsins syngur Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir og drengjakvartettinn Vall- argerðisbræður fjölbreytta jóla- söngva. Elísabet Waage leikur á hörpu og undirleikari kórsins er Marteinn H. Friðriksson. Þá verður frumflutt lag eftir Martein við jóla- sálm sem Sigurður Geirdal orti skömmu áður en hann dó. Stjórn- andi er Þórunn Björnsdóttir. Jóla- söngvarnir hefjast kl. 22 og er að- gangur ókeypis. Heilunarguðsþjónusta SUNNUDAGINN 19. desember kl. 17 verður efnt til heilunarguðs- þjónustu í Fríkirkjunni í Reykjavík. Að þessu sinni verður minnst aldarafmælis séra Jóns Auðuns f.v. dómprófasts sem m.a. var forseti félagsins. Prestur verður séra Hjörtur Magni Jóhannsson. Um tónlistina sjá Anna Sigríður Helga- dóttir og Gróa Hreinsdóttir. Um hópheilun sjá huglæknar og miðlar sem starfa innan SRFÍ. Hópaleiðbeinendur félagsins og nemar. Einnig verða nemar staddir á víð og dreif um kirkjuna og taka þátt í heiluninni. Friðbjörg Óskars- dóttir, stjórnandi hópastarfs SRFÍ, leiðir kirkjugesti í hugleiðslu á meðan heilunin fer fram. Þessi heilunar-, kærleiks- og kyrrðarstund í Fríkirkjunni er öll- um opin. Sálarrannsóknarfélag Íslands. Jólastund í Digraneskirkju FJÓRÐA sunnudag í aðventu (19. des.) verður jólaball sunnudaga- skólans haldið kl. 11. Það er jóla- trésskemmtun og verður gengið í kringum jólatré. Jólasveinninn kemur í heimsókn. Á eftir verður heitt súkkulaði og piparkökur. Jólastund fyrir alla fjölskylduna verður sama dag í Digraneskirkju kl. 16. Söngflokkurinn Senjorít- urnar syngja gömul og ný aðventu- og jólalög. Einnig mun yngri deild Skólahljómsveitar Kópavogs spila. Eftir jólastundina er boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Morgunstundir í Grafarvogskirkju MORGUNSTUNDIR í Grafarvogs- kirkju hafa verið haldnar alla virka daga aðventunnar kl. 7 á morgn- ana. Hafa þessar stundir tekist ein- staklega vel og verið fjölsóttar. Þeir sem hafa komið í kirkjuna hafa staldrað við að athöfn lokinni og fengið sér kaffisopa. Er það ánægjulegt í morgunsárið. Núna eru eftir fjórar morgun- stundir, dagana 20., 21., 22. og 23. desember en þá er síðasta stundin á Þorláksmessu. Minningar- og kyrrðarstund í Norðfjarðarkirkju MINNINGAR- og kyrrðarstund verður í kirkjunni mánudaginn 20. desember kl. 20. Hinn 20. desember 2004 eru liðin 30 ár frá þeim atburði sem markað hefur hvað dýpst áhrif á mannlífið hér og skilið eftir djúp óafmáanleg spor um alla framtíð. Allir eru vel- komnir í kirkjuna sem og í stutta minningarsamveru sem verður við minnismerkið um látna í Lystigarð- inum fyrir athöfnina kl. 19:30. Þar verður kveikt á tólf kyndlum. Þannig munum við minnast þeirra sem létust og leitum styrks í sam- félagi kirkjunnar, við tónlist, hugg- unarorð og kertaljós. Athöfnin í kirkjunni hefst kl. 20. Mætum tímanlega til þessarar stundar. Biðjum við hvert heimili að tendra friðarljós við útidyr þetta kvöld. Látum ljós lýsa ský. Megi hvert heimili njóta þess friðar sem Krist- ur gefur, megi sá friður helga jóla- haldið sem í hönd fer. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur. Bænastund HINN 20. desember næst komandi eru 30 ár liðin síðan snjóflóð féllu á Neskaupstað. Vegna þessara at- burða og til að minnast þeirra sem létust verður stutt bænastund kl. 18 í Fella- og Hólakirkju (Hólabergi 88, 111 Rvík.) sem séra Svavar Stef- ánsson, fyrrverandi sóknarprestur Norðfirðinga, mun annast. Að henni lokinni býður Norðfirðinga- félagið upp á kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar. Undirbúningsnefndin. Aðventusöngvar við kertaljós ÁRLEG jólastund fyrir alla fjöl- skylduna verður í Háteigskirkju sunnudaginn 19. desember kl. 20. Barnakór kirkjunnar syngur og flytur helgileik undir stjórn Sigrún- ar Mögnu Þórsteinsdóttur, barna- kórstjóra. Kirkjukór Háteigskirkju syngur undir stjórn Douglas A. Brotchie, organista. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skál- holti, flytur ávarp. Allir velkomnir. Jólasöngvar í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 19. des- ember, verða jólasöngvar fjölskyld- unnar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst stundin kl. 11. Hér er um að ræða hátíðlega stund fyrir börn og fullorðna. Barnakór kirkjunnar kemur fram og syngur undir stjórn Ernu Blöndal og krakkar úr TTT- starfi kirkjunnar ætla að sýna helgileik. Inga Dóra Hrólfsdóttir mun leika á þverflautu og Rannveig Hrólfsdóttir á fiðlu. Og að sjálfs- sögðu munu svo kirkjugestir rifja upp jólalögin gömlu og góðu undir stjórn Arnar Arnarsonar. Stoppleikhópurinn í Breiðholtskirkju SUNNUDAGINN 19. desember, fjórða sunnudag í aðventu, kl. 11 verður barna- og fjölskylduguðs- þjónusta í Breiðholtskirkju í Mjódd, sem við nefnum jólasöngva fjöl- skyldunnar. Eins og nafnið ber með sér mun- um við leggja á það áherslu að syngja saman jólasöngva, en auk þess fáum við Stoppleikhópinn í heimsókn. Leikhópurinn mun flytja jólaleikritið „Síðasta stráið“, sem byggt er á sögu eftir Fredrick H. Thury. Þetta er falleg og hugljúf saga sem vonandi hjálpar okkur öll- um að undirbúa hug og hjarta und- ir komu jólanna, en söguþráðurinn er byggður á jólaguðspjallinu. Einnig verður í þessari guðsþjón- ustu, eins og undanfarin ár, tekið á móti söfnunarbaukum Hjálpar- starfs kirkjunnar. Sr. Gísli Jónasson. Sunnudagaskóli í Húsdýragarðinum SUNNUDAGINN 19.12. kl. 15.30 verður sunnudagaskóli haldinn í Húsdýragarðinum. Þar munu sunnudagaskólakennarar Laugar- neskirkju segja sögur og slá á létta strengi ásamt sóknarpresti safn- aðarins en Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn. Aðgangur er ókeyp- is og er allt fólk hvatt til að mæta með börnin sín. Kl. 16 lýkur stund- inni með því að allir fara saman að gefa selunum. Athugið að ekki verður sunnu- dagaskóli í kirkjunni um morgun- inn, heldur leikmannamessa kl. 11, þar sem Þorgeir Ástvaldsson leiðir söng en Halla Margrét Jóhann- esdóttir og Aðalbjörg Helgadóttir tala um jólin og trúna. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA í ljósi jóla- hátíðarinnar verður í Dómkirkj- unni, sunnudaginn 19. desember kl. 20. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengissýk- ina. Ellen Kristjáns og KK, Hjör- leifur Valsson, Birgir og Hörður Bragasynir sjá um tónlist í anda jólanna. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hugleiðingu. Sr. Karl V. Matthíasson leiðir samkomuna og sr. Hjálmar Jónsson leiðir fyr- irbæn. Syngjum saman söngva jóla og aðventu, deilum reynslu okkar, vonum og þrá. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðsþjónustu í Kolaportinu næsta sunnudag, 19. desember, kl. 14. Jóna Hrönn Bolladóttir mið- borgarprestur flytur hugleiðingu og þjónar ásamt Bjarna Karlssyni presti í Laugarneskirkju og Ragn- heiði Sverrisdóttur djákna. Þorvaldur Halldórsson mun leiða lofgjörðina. En einnig mun Þor- valdur Þorvaldsson, sonur Þorvald- ar Halldórssonar, syngja. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í guðsþjónust- unni áður en stundin hefst. Í lok stundarinnar verður blessun með olíu. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffiport, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það eru allir vel- komnir. Miðborgarstarf þjóðkirkjunnar. Syngjandi konur í Austurstræti ÞORLÁKSMESSUKVÖLD klukkan 20 verður helgistund í Austurstræti fyrir gesti og gangandi. Þeir sem þjóna verða staðsettir fyrir framan Hressingarskálann í Austurstræti 20. Þar munu prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Irma Sjöfn Óskarsdóttir minna á kjarna jólanna ásamt hinum frábæru kon- um í Léttsveit Reykjavíkur sem munu syngja jólasálma undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. En kór- inn hefur mætt síðustu fimm ár á Þorláksmessukvöld og fyllt mið- borgina af lofsöng gangandi veg- farendum til gleði og uppbygg- ingar. Miðborgarstarf þjóðkirkjunnar. Jólaóratóría Saint Saëns í Neskirkju JÓLATÓNLEIKAR Kórs Neskirkju 2004 verða 19. desember klukkan 17. Aðalverk tónleikanna er Jóla- óratoría Saint Saëns, sem verður flutt með 5 einsöngvurum og org- elundirleik. Þá verða einnig flutt nokkur minni verk s.s. Laudate Dominum eftir Mozart og ýmis jóla- lög. Stjórnendur eru þau Stein- grímur Þórhallsson og Hildigunnur Rúnarsdóttir. Tilvalið að koma og hvíla sig og njóta fallegrar tónlistar í Neskirkju. Miðar seldir í forkirkj- unni. Helgistund í Húsgagnahöllinni Í DAG kl. 14 verður helgistund í húsgagnahöllinni fyrir framan verslanirnar á vegum Grafarvogs- kirkju. Þorvaldur Halldórsson mun syngja á þessari helgistund. Þetta er tækifæri fyrir fólk í jólainnkaup- unum að staldra við og hlusta á jólasálma og hugleiðingu, komast í jólaskapið er nokkrir dagar eru þar til hátíðin hefst. Morgunblaðið/ÓmarHallgrímskirkja í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.