Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 57 18.12. 2004 Fjórfaldur 1.vinningur í næstu viku 3 8 1 3 7 2 1 9 5 3 9 10 13 17 28 14 15.12. 2004 1 3 7 30 31 42 29 46 2 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4507-4300-0029-4578 4543-3700-0047-8167 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Kúltúr kompaníið 21 12 er einsárs í dag, þriðjudaginn 21.12. 2004. Fyrirtækið er sönnun þess að rúm er fyrir „lág- vaxna risa“ í útgáfugeiranum á Ís- landi. Það hefur plumað sig ágæt- lega, en upphaflega var það hluti af auglýsingastofunni 1001 nótt, sem hóf útgáfu fyrir þremur árum. Í fyrra var útgáf- an skilin frá auglýsingastof- unni og hefur síðan farið fram undir nafninu 21 12 kúltúr kompaní. Í ár gefur fyrirtækið sem fyrr út hljómplötur, en ryður sér að auki til rúms í bókaútgáfu með tveimur barnabókum eftir Davíð Þór Jóns- son, Vísur fyrir vonda krakka og Jólasnótirnar þrettán. Hljómplöt- urnar eru Í næturhúmi með Mar- gréti Eiri, sem er „aðallistamaður“ fyrirtækisins, Kvöld í borginni með Margréti Eiri, Hönsu, Ellen Krist- jánsdóttur og Möggu Stínu og Frost- rósir 2 með Íslensku dívunum. Samúel Kristjánsson er fram- kvæmdastjóri og stofnandi 1001 nætur. Hann segir að hvort tveggja sé algjör tilviljun, að Margrét Eir syngi á öllum plötunum og að ein- ungis konur komi þar fram. „Við vorum svolítið karlalegir í fyrra, með Bang Gang, safnplötuna Sánd- tékk og djassplötu Ómars Guðjóns- sonar, en núna er það fyrir algjöra tilviljun, öfgarnar í hina áttina,“ seg- ir hann. „Við uppgötvuðum líka allt í einu í október að Margrét Eir væri fyrir röð tilviljana á öllum plöt- unum,“ bætir hann við. Aðspurður segir hann útgáfu- stefnu 21 12 aðallega vera að taka gæði fram yfir magn. „Maður vill gefa það út sem maður er stoltur af og geta þá einbeitt sér að þeim titl- um. Hugsunin er að vera ekki í sam- keppni við sjálfan sig með því að gefa út marga titla í sömu flokkum,“ segir hann. Hann segir að stefnan sé þó sett á að gefa smám saman út fleiri verk og ekki síður færa sig í auknum mæli út í bókaútgáfu.    Samúel segir að 21 12 skilgreinisig sem alhliða útgáfu- og fram- leiðslufyrirtæki á sviði menningar- efnis og gjafavöru. „Við framleiðum jólakort og einnig erum við með jólagjafalínu sem fyrirtæki gefa starfsmönnum og viðskiptavinum. Við reynum að ná til sem flestra horna þessa útgáfugeira.“ Aðspurður segir Samúel að það sé tvennt ólíkt að gefa út hljómplötur og bækur. „Jú, það kom mér tölu- vert á óvart. Samt á þetta nokkuð margt sameiginlegt, eins og gengið var út frá, til að mynda nýtir maður sömu dreifileiðir, þar sem allar stærri búðir sem selja plötur selja bækur, að Skífunni frátalinni. Leið- irnar skilur þegar kemur að kynn- ingu og markaðssetningu,“ segir hann. Að sögn Samúels er samkeppnin á markaðinum ofboðslega hörð, en skemmtileg. „Það er gaman hversu margir smáir útgefendur hafa staðið sig vel undanfarin ár. Ég held að það sé vegna þess að þeir sinna hópi sem ekki hefur verið nægilega vel sinnt áður; eldri og þroskaðri tónlistar- kaupendum. Óttar Felix Hauksson og Steinar Berg hafa gert þetta og við í 21 12 að ákveðnu marki,“ segir hann. „Þetta er sama leið og Einar Bárðarson hefur farið í tónleika- haldi með góðum árangri, en hann hefur miðað við þennan hóp.“ Samúel segir að þessi kaup- endahópur hafi meira fé á milli handanna en hinir yngri og sé sömu- leiðis ólíklegri til að ná sér í tónlist af Netinu í miklum mæli. „Þetta er hópur sem kaupir tónlist. Ég finn það í þessum geira að það verður æ erfiðara að ná til unglingsins. Venj- an hefur verið að auglýsa frekar fyr- ir ungt fólk og kenningin hefur verið að þær auglýsingar „virki upp“, þ.e. þeir sem eldri eru leitist við að elta unga fólkið, en nú eru menn loks að uppgötva að það borgar sig að sækja beint á þennan verðmæta hóp sem hefur tíma, fjárráð og þroska til að njóta hágæða tónlistar, bókmennta og annarrar menningar.“ „Litlu risarnir“ sinna eldri plötu- kaupendum ’„Nú eru menn loks aðuppgötva að það borgar sig að sækja beint á þennan eldri hóp.“‘ AF LISTUM Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Samúel Kristjánsson er fram- kvæmdastjóri 21 12. JIM Carrey var enginn hrakfalla- bálkur í bandarískum bíóhúsum um helgina en nýjasta mynd hans, Lem- ony Snicket’s A Series Of Unfort- unate Events, fór beint í efsta sætið. Jude Law og Meryl Streep leika á móti Carrey en tekjur af sýningu kvikmyndarinnar námu um 1.900 milljónum króna. Um er að ræða æv- intýramynd er fjallar um gráðuga greifann Ólaf, sem reynir að stela arfi þriggja munaðarlausra barna. Mynd- in verður frumsýnd hérlendis 14. jan- úar á næsta ári en henni er jafnvel spáð velgengni á Óskarshátíðinni. Glæpagamanmyndin Ocean’s Twelve, með George Clooney, Brad Pitt, Julia Roberts, Matt Damon og Catherine Zeta-Jones í helstu hlut- verkum, fór niður í annað sætið á list- anum en tekjur af myndinni námu um 1.150 milljónum króna. Rómantíska gamanmyndin Spanglish fór beint í þriðja sætið en í henni leikur Paz Vega mexíkanskan innflytjanda sem er ráðin sem ráðs- kona á heimili auðugs bandarísks pars. Tea Leoni og grínistinn Adam Sandler eru í hlutverkum umrædds pars frá Los Angeles. Möguleiki er á að Spanglish eigi eftir að blanda sé í Óskarsbaráttuna. Tölvuteiknimyndin Pólarhrað- lestin, þar sem Tom Hanks talar fyrir fimm persónur, var í fjórða sæti og hryllingsmyndin Blade: Trinity, með Wesley Snipes og Kris Kristofferson var í fimmta sæti. Þriðja og síðasta nýja myndin á lista fór í áttunda sætið. Um er að ræða spennumyndina Flight of the Phoenix en hún er með Dennis Quaid og Giovanni Ribisi í helstu hlut- verkum. Kvikmyndir | Jim Carrey hirti efsta sætið á bandaríska bíólistanum Enginn hrak- fallabálkur Jim Carrey er gráðugi greifinn Ólafur.                                                                                    !"#  " $   $% &&&   ' ( "# )  *# +"  " ," ' &&& -  . "  $"   " +" #/ "  / 0&&&&  / 1  #  )) Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.30. B.i. 16 ára. RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH ÁLFABAKKI kl. 4, 6 og 8. b.i. 12. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 ÓTRÚLEGRI FERÐ EN HÆGT ER AÐ ÍMYNDA SÉR I Í KRINGLAN kl. 6. Ísl. tal./ kl. 10.30. Enskt tal. OCEAN´S TWELVE GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES ÁLFABAKKI kl. 4 og 6.10. Ísl. tal./ 4, 6.10, 8.20, 10.30. Enskt tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.20 og 10.30. Kvikmyndir.is OCEAN´S TWELVE Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004 HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES Jólamyndin 2004 KEFLAVÍK Sýnd kl. 6 og 8. E KRINGLAN Forsýning kl. 8. Enskt tal KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.20. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  „Algert augnayndi“ Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið  „Algert augnayndi“ Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið Forsýning á jólamyndinni 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.