Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 19
ÓLAFUR EGILL EGILSSON er í hlutverki Fagins, sem reynist Óli-ver vel þrátt fyrir vafasama iðju. „Hann starfrækir þjófagengi – stundarviðskipti sem gefa ívið meira í aðra hönd en gengur. En að vissu leyti er hann bjargvættur Ólivers því hann bjargar honum frá því að verða hungurmorða á götum borgarinnar,“ útskýrir Ólafur en þeir Gunnar Örn verja drjúgum tíma sam- an á sviðinu. „Það gengur alveg hreint glimrandi vel. Við erum báðir rólyndis- karakterar og Gunni er sérlega bráðþroska leikari því hann er orðinn því sem næst prófessjónal á örfáum vikum.“ Sagan af Óliver skipar stóran sess í hugum margra enda verkið löngu orðið klassískt. „Og við gerum því klassísk skil,“ segir Ólafur og bætir því við að ekki sé alltaf þörf á að „snúa upp á hlutina“ eins og hann orðar það. „Auðvitað taka menn þetta sínum tökum enda hljóta alltaf að finnast nýir fletir á hverju verki. En ég hugsa að ég sé að nálgast þessa persónu á nokkuð klassískan hátt, miðað við það sem ég hef séð.“ Ólafur segist ekki vita hvort boðskapurinn í sögunni eigi erindi við krakka í velferðarþjóðfélaginu á Íslandi. „„Má ég fá meira“ skýtur kannski skökku við þegar allir hafa allt til alls og kannski aðeins of mikið af því góða. En vonandi tekst okkur samt að koma því til skila að það hafi ekki allir jafnt og við megum vera þakklát fyrir það sem við þó höf- um. En burtséð frá boðskapnum er þetta þrælspennandi saga. Óli- ver lendir í óskaplegum hremmingum í vasaþjófagengi Fagins og fær að kynnast því að það er allt annað en auðvelt að komast inn á beinu brautina aftur.“ Ólafur hefur ekki áður leikið með börnum sem fullorðinn þótt sjálfur hafi hann stigið á svið sem patti. „Ég var pínulítið kvíðinn og hélt að þetta yrði dá- lítið lýjandi en svo er alveg frábært að leika á móti þessum krökkum því þeir eru svo hvatvísir og óhræddir við að koma hugmyndum sínum og skoðunum und- anbragðalaust á framfæri. Í rauninni eru krakkarnir alveg eins og maður vill hafa mótleikara – koma manni sífellt á óvart, eru áhugasamir og einlægir og lifa sig hundrað prósent inn í hlutina.“ Erlendir kvikmyndaleikarar hafa stundum sagt að erfitt sé að leika á móti börnum því þau steli senunni alltaf frá þeim en Ólafur virð- ist hafa litlar áhyggjur af því. „Veistu – ef Gunnari tekst að stela senunni má hann bara eiga hana. Sem þjófaforingi hlýt ég að verða að gútera það. Fagin myndi lík- lega segja: „Ef þér tekst að nappa því – elsku besti kallinn minn, reyndu þá bara að njóta þess.“ Reyndar veit ég ekki hvað Fagin leyfir krökkunum sjálfum að njóta mikið þess sem þau afla með harkinu en hann hlýtur stundum að vera góður við þau – að minnsta kosti á jólunum.“ | ben@mbl.is GUNNAR ÖRN STEPHENSEN, sem fer með titilhlutverkið í Óliver,segir það ekki koma að sök þótt lítið sé um skólagöngu hjá honum þessadagana. „Ég þarf svolítið mikið að sleppa skóla út af æfingunum en kenn- arinn veit alveg af þessu og finnst það allt í lagi. Ég er bara í heimanámi í staðinn.“ Þetta er í fyrsta sinn sem þessi 10 ára pjakkur treður upp í atvinnuleikhúsi en áður hefur hann leikið svolítið í skólanum sínum sem er Hrafnagilsskóli í Eyjafirði. Þar syngur hann líka í kór, sem kemur sér vel fyrir sýninguna enda byggir hún mikið á söng. „Þetta er mjög skemmtilegt leikrit,“ segir hann. „Leikararnir eru góðir og og ég er búinn að kynnast mörgum,“ segir hann en mótleikarar hans eru ófáir því alls verða tæplega 50 manns á sviðinu þegar mest lætur. Gunnar segir það leggjast vel í sig að vera aðalmaðurinn á sviðinu. „Það er bara gaman og ég er ekki með mikinn sviðs- skrekk – eitthvað svona pínu ...“ Textinn vefst heldur ekki fyrir honum eins og hann útskýrir: „Ég segi svo lítið í einu og þó að ég sé með margar setningar er ekkert erfitt að læra þær. Ég er eiginlega búinn að læra þetta utanað.“ Eins og alvöru leikara ber er Gunnar búinn að gera sér býsna góða mynd af söguhetjunni sem hann túlkar. „Mér finnst hann vera trúgjarn strákur og hann verður mjög móðgaður ef einhver gerir lítið úr mömmu hans. Það er líklega vegna þess að hann er munaðarlaus. Hann er skemmtilegur, ekki beint hugrakkur og ekki heldur alveg skræfa heldur svona mitt á milli.“ Sjálfur þekkir hann engan sem er reglulega fátækur á borð við Óliver en gerir sér þó grein fyrir því að gæðum heimsins er misskipt. „Börn í dag hafa það misjafnt eftir því hvar þau eru. Krakkar á Akur- eyri hafa það mjög gott miðað við Óliver og lifa allt öðruvísi lífi en hann. Sagan gerist á mjög grimmum tímum þar sem barnaþrælkun og margt ann- að vont er hversdagslegt brauð þannig að hann hefur það ekkert voðalega gott.“ Eitt er það þó í lífi Ólivers sem Gunnar hefur reynt á eigin skinni. „Ég hef nokkrum sinnum verið alveg rosalega svangur en þá hef ég alveg getað fengið mat. Þarna þurfa þeir að þola það í alveg marga klukkutíma. Svo fá þeir bara einhvern graut sem er of- boðslega þunnur og ógeðslegur. En ef ég hefði verið eins svangur og hann hefði ég þurft að borða hann því það var ekkert annað í boði hjá honum.“ Auk Gunnars taka hátt í 20 börn þátt í sýningunni sem voru valinn úr hópi 250 umsækjenda. „Ég fæ frí frá leikæfingunum einu sinni í viku til að ég geti hvílt mig svo ég verði ekki of þreyttur á æfingunum. Svo er ég bæði í júdó og selló en fæ að sleppa við sellóið á meðan ég er á leikæfingunum.“ Og svo gæti farið að þessi reynsla hafi af- drifaríkar afleiðingar fyrir Gunnar Örn. „Ég held að ég ætli að verða leikari þegar ég verð stór. Ég held samt að ég leiki ekki aftur í leikhúsi í bráð, en það getur verið að ég fari í eitthvað annað.“ EF ÞÉR TEKST AÐ NAPPA ÞVÍ – ELSKU REYNDU AÐ NJÓTA ÞESS Söngleikurinn um Óliver Twist eftir sögu Charles Dickens er jólafrumsýning Leikfélags Akureyrar í ár en um þýðingu þessa meistaraverks sá Gísli Rúnar Jónsson Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur Í verkinu þreytir frum- raun sína 10 ára gamall strákur úr Eyjafirði en að- almótleikari hans sté sjálfur á svið í leikverkum sem barn. 19.12.2004 | 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.