24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 24stundir Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. Te rr a N ov a ás ki lu r s ér ré tt ti l l ei ðr ét tin ga á s lík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Aðeins fáar íbúðir í boði! Bibione 25. maí verð frá 52.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, í íbúð í viku 25. maí. 62.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna, í íbúð í viku 25. maí. Terra Nova býður einstakt tilboð á gistingu á Planetarium Village í lok maí. Glæsilegt nýtt íbúðahótel á Bibione ströndinni stutt frá miðbænum. Frábær aðbúnaður og einstaklega fallegar og glæsilegar íbúðir þar sem hvergi hefur verið til sparað. Stórt sundlaugasvæði með frábærri aðstöðu, móttöku, sundlaugarbar og skemmtilegu leiksvæði fyrir börnin. Skemmtidagskrá í boði.Góð eldunaraðstaða, öryggishólf, gervihnattas- jónvarp, loftkæling o.fl., o.fl. í öllum íbúðum.Frábær gistivalkostur á ótrúlegum kjörum!Bibione er sannkölluð paradís, fyrir fjölskyldur jafnt sem einstaklinga, með einstakar strendur, frábæra veitingastaði og fjöl- breytta afþreyingu. Sértilboð á Planetarium Village - glæsileg gisting Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri, sími: 461 1099 MasterCard Mundu ferðaávísunina! um annars staðar á landinu, enda fráleitt og villandi þegar reynt er að stilla málum þannig upp. Ég vona til dæmis svo sannarlega að at- vinnuuppbygging á Húsavík takist sem best, hvort sem hún verður með álveri eða öðrum hætti. Ég hef reyndar velt því fyrir mér hvort ál- ver sem á pappírnum kallar á vinnuafl allra vinnandi manna á Húsavík sé óþarflega stór biti – spurning hvort t.d. kísilhreinsun- arverksmiðja myndi henta því byggðarlagi betur og komast fyrr í gagnið. Þeirri spurningu verða heimamenn auðvitað sjálfir að svara og eru færastir um það. Spurning um sanngirni Stórar framkvæmdir verða sjálf- sagt alltaf umdeildar en það fer mjög fyrir brjóstið á mér hvernig nokkrir harðlínumenn hafa slegið eign sinni á umhverfisumræðu hér á landi á síðustu misserum. Það getur varla verið hollt fyrir um- ræðuna í heild. Öll eigum við rétt á okkar skoðunum en mér sárnar einstrengingslegt framferði og kærugleði sumra umhverfissinna sem láta ekkert tækifæri ónotað til að reyna að spilla fyrir því að álver rísi í Helguvík. Þetta fólk er kannski í það öruggum störfum að það þurfi ekki að óttast atvinnu- missi, en það verður að minnsta kosti að reyna að horfa á málin með augum fólks sem á allt sitt undir nýjum tækifærum á vinnu- markaði. Ágætur maður Tökum þann ágæta mann, fram- kvæmdastjóra Landverndar. Hvað ætli hann sé búinn að leggja marga steina í götu álvers í Helguvík? Þó svo að hann hafi viðurkennt á fundi á Suðurnesjum að hann hefði í sjálfu sér engar áhyggjur af umhverfismálum álvera og teldi að staðsetning í Helguvík hefði ekki vandamál í för með sér, virðist hann seint þreytast á að tala gegn álverinu, gjarnan með botnfastri sannfæringu frekar en haldbærum rökum. Hins vegar vill hann net- þjónabú og kísilverksmiðju hingað á Suðurnes. Gott og vel, en stað- reyndin er bara sú að bæði þessi fyrirtæki þurfa virkjanir og línur rétt eins og álverið. Hvað er þá Það er virkilega gaman að vera Suðurnesjamaður þessa dagana og finna fyrir sívaxandi eftirvæntingu almennings vegna jákvæðra frétta af álveri í Helguvík. Byggingar- og framkvæmdaleyfi er í höfn og und- irbúningsframkvæmdir hafnar að þessu langþráða verkefni sem mun tryggja hér vel launuð og örugg störf til framtíðar. Almennur áhugi hefur breyst í víðtæka samstöðu og einhug hér á Suðurnesjum. Sérstaklega er vert að hrósa um- hverfisráðherra fyrir að kveða upp réttlátan úrskurð í kæru Land- verndar og gefa grænt ljós á matið á umhverfisáhrifum. Hún lét ekki undan þrýstingi harðlínufólks enda tók hún á sínum tíma sjálf þátt í að semja þau lög sem hún dæmdi nú eftir. Og það hefur held- ur ekki staðið á viðbrögðum frá at- vinnulífinu hér á Suðurnesjum. Í framhaldi af nauðsynlegum leyfum og upphafi undirbúningsfram- kvæmda hefur fjöldi smærri iðn- fyrirtækja og fleiri aðila ákveðið að hefja byggingaframkvæmdir á iðn- aðarsvæðinu við Helguvík. Þannig verkar álverið sem bakland fyrir annað atvinnulíf. Hér er fólkið Þessi mikli stuðningur er engin tilviljun. Álver í Helguvík er eitt- hvert alstærsta hagsmunamál Suð- urnesja. Við erum að tala um mik- inn fjölda vel launaðra starfa á atvinnusvæði sem nær allt frá Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ til Grindavíkur og Voga. Auk þess sýnir reynslan að feiknarlegur kraftur mun færast í alls konar iðn- og þjónustufyrirtæki á svæðinu. Á þessu atvinnusvæði búa um 20.000 manns og það eru því stórir hags- munir á landsmælikvarða að trygga atvinnu til framtíðar hér á Suðurnesjum. Hér er fólkið sem bíður óþreyjufullt eftir nýjum, vel launuðum atvinnutækifærum í ál- verinu og afleiddum störfum. Við þurfum hvorki að flytja þetta fólk inn frá öðrum landsvæðum né frá útlöndum. Það býr hérna. Tökum ekki neitt frá öðrum Til að girða fyrir allan misskiln- ing, skal tekið fram að með stuðn- ingi við álver í Helguvík erum við ekki að klekkja á atvinnutækifær- málið? Fljótt á litið ekkert annað en furðuleg kergja í garð fyrirtækis sem hefur í einu og öllu farið að lögum og ekkert rangt gert. Ég vil að minnsta kosti leyfa mér að gera þær kröfur til forystumanna sam- taka á borð við Landvernd, sem eru styrkt af opinberu fé, að málflutn- ingur þeirra sé sanngjarn. Langþráð tímamót Álver í Helguvík verður ekki bara atvinnuskapandi, heldur líka hannað samkvæmt ýtrustu kröfum um ásýnd og hreinsibúnað. Við eigum því ekki að þurfa að velja á milli atvinnuuppbyggingar og góðs umhverfis. Það fólk sem lifir í raunveruleikanum veit vel að álver á Íslandi eru í fremstu röð í um- hverfismálum í heiminum og hafa náð frábærum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það veit líka að þau nýta græna orku og að henni meðtalinni losa þau margfalt minna en flest önnur ál- ver annars staðar í heiminum og draga þannig úr losun gróðruhúsa- lofttegunda á heimsvísu. Með tilkomu álvers í Helguvík munu skapast hér um eða yfir 1.000 vel launuð, fjölbreytt og örugg störf. Þegar fyrsta skóflu- stungan verður tekin að álverinu verða langþráð tímamót í atvinnu- málum á Suðurnesjum sem hafa að undanförnu verið láglaunasvæði með viðvarandi atvinnuleysi. Höfundur er vélvirki og býr í Garðinum Álver í Helguvík - Stóra stundin er að renna upp UMRÆÐAN aEinar Bjarnason Það fólk sem lifir í raun- veruleikanum veit vel að ál- ver á Íslandi eru í fremstu röð í um- hverfismálum í heiminum og hafa náð frábærum ár- angri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hagsmunamál „Þessi mikli stuðningur er eng- in tilviljun. Álver í Helguvík er eitthvert al- stærsta hagsmunamál Suðurnesja.“ Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Karen skrifar: Mér ofbauð þegar ég gekk um miðbæ- inn um daginn og sá tyggjóklessur hvarvetna. Eitt sinn hefði verið hægt að rökstyðja að klessurnar væru til staðar vegna þess hve lítið er af ruslatunnum í miðbænum en það á ekki lengur við. Það má sjá tunnu í hverju horni en samt sem áður er tyggjóklessa við hvert fótmál. Þetta er sérstaklega ósnyrtilegt og festist jafnvel við sólann á skónum manns. Ef unga fólkið þarf að jórtra þetta efni allan daginn, rétt eins og kýrnar jórtra grasið dægurlangt, hlýtur það að hafa vit og þroska til að henda því í ruslið að notkun lokinni. Borgin greiðir fúlgur fjár til að þrífa þetta upp ár hvert og mér finnst sjálfsagt að þeir sem henda tyggjói greiði það. Það má kannski setja tyggjóskatt á hvern tyggjópakka sem seldur er. Þetta jórtrandi fólk setur varla fyrir sig að greiða 20 krónur aukalega fyrir hvern pakka. Það safnast þegar saman kemur og myndi að minnsta kosti greiða hluta af kostnaði borgarinnar við þrifin. BRÉF TIL BLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.