24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 56

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Það er vissulega af ýmsu að taka eftir að hafa verið þátttakandi í 1. maí hátíðarhöldum áratugum saman, en hér nefni ég einn atburð. Þannig var að ég hafði lofað að koma til Akureyrar og halda þar ræðu 1. maí 1989. Samningar höfðu staðið yfir í nokkurn tíma og þegar dagurinn nálgaðist var fátt sem benti til þess að samningum yrði lokið fyrir þann dag. Dagurinn nálgaðist og ég settist niður og skrifaði ræðuna. Hún miðaðist við að samningum væri ólokið. En þá hófst mikil samningatörn sem stóð í hartnær tvo sólarhringa. Það var svo að morgni 1. maí á milli fjögur og fimm að skrifað var undir nýjan kjarasamning. Nú var mér nokkur vandi á höndum. Ég átti að mæta í flug tæp- um þremur tímum síðar með ræðu upp á vasann sem átti ekki lengur við. Á leiðinni norður – þótt syfjaður væri – endurskrifaði ég ræðuna að verulegum hluta þótt maður hafi ekki verið beinlínis upplagður eftir tæplega tveggja sólarhringa vöku. Það var góð þátttaka í hátíðarhöldunum og ég flutti mína ræðu og fékk ágætar und- irtektir. Hátíðarhöldunum lauk og ég þurfti að bíða eftir flugi í nokkurn tíma. Ég fór því í íbúð sem félagið mitt, sem þá var Iðja, félag verksmiðjufólks, átti og lagði mig þar. Ég hef sofnað fast, sem von var, en þegar ég hrökk upp eftir drykklanga stund voru örfár mínútur í að flugvélin sem ég átti bókað með far færi. En ég náði á síðustu stundu og feginn var ég að komast heim. Guðmundur Þ. Jónsson, Eflingu Nýir samningar sköpuðu vandræði Ég hef mætt í kröfugöngu á fyrsta maí frá því að ég man eftir mér. Foreldrar mínir voru miklir róttæklingar og afi heitinn var í verkalýðsforystunni og lagði mikla áherslu á þennan dag. Líklega var það þessi reynsla af kröfugöngum sem varð til þess að ég skipu- lagði mína fyrstu kröfugöngu og mótmæli sjö ára gamall. Við krakkarnir í blokkinni heima á Hjarð- arhaganum höfðum mátt horfa upp á Há- skóla Íslands byggja hvert húsið á fætur öðru á leiksvæðunum okkar. Þegar skurðgrafa mætti í hverfið og fór að grafa einn daginn var okkur nóg boðið. Við máluðum kröfu- spjald og gengum fylktu liði undir slagorð- inu: „Ekki fleiri byggingar Háskólans!“ Gröfumaðurinn var ekkert ánægður með þessa truflun og reyndi að stugga mótmæl- endunum burtu með því að ota skóflukjaft- inum í áttina að okkur. Einhver starfsmaður Háskólans varð vitni að þessu, fór út og húðskammaði gröfumann- inn sem ók sneyptur í burtu. Ekkert hús var byggt á reitnum og fögnuðum við krakk- arnir því fullnaðarsigri. Eftir á að hyggja er þó líklegra að ætlunin hafi verið að grafa niður jarðstreng en að reisa stórhýsi. Stefán Páls- son, Samtökum hernaðar- andstæðinga Skipulagði mót- mælagöngu 7 ára Minnistæðasta 1. maí gangan mín var að sjálfsögðu árið 2003 þegar við femínistar mættum í fyrsta skiptið á svæðið. Við seld- um skærbleika boli sem fólk klæddi sig í ut- an yfir úlpurnar. Bleiki hópurinn var mjög áberandi enda um mörg hundruð bleik- klæddar manneskjur að ræða. Þarna voru ungir karlar og konur með börn og við vorum sérstaklega stolt af því hversu áberandi og glaðlegur hópurinn var í göng- unni. Að degi loknum voru þó margir femínistar óánægðir enda virtist nærvera okkar alveg hafa farið framhjá fréttamiðlunum. Í stað þess að mynda þessa bleiku halarófu og segja frá þessum sögulega viðburði var sögunni stungið undir stól og engu líkara en að við hefðum alls ekki verið á staðnum. Við höfðum samband við miðlana eftir á og var þá meðal annars sagt að við hefðum átt að senda út fréttatilkynningu og kynna okk- ur betur fyrir gönguna. Við vorum ekki sátt við þessa skýringu enda höfðu allir fjöl- miðlar fengið tilkynningu daginn áður þar sem sérstaklega var bent á að hópurinn yrði áberandi skrautlegur. Salvör Gissurar- dóttir, Femínista- félagi Íslands Bleika halarófan fékk ekki athygli Fyrsti maí 2007 er mér minnisstæðastur en þá skipulögðu Ung vinstri græn í fyrsta sinn sína eigin göngu. Við bjuggum til borða sem á stóð „Rísum upp, rétturinn er okkar“ og gengum með hann niður Laugaveginn. Hugmyndin var að minna fólk á að við höf- um ákveðin réttindi sem við þurfum að fylgjast með og standa vörð um. Okkur finnst of algengt í dag að fólk telji réttindi á borð við orlof og veikindafrí vera sjálfsögð þegar raunin er sú að þau eru afrakstur margra ára kjarabaráttu. Við þurfum að standa vörð um þennan rétt ef við viljum halda í hann. Gangan okkar var óvenjuleg að því leyti að við vorum með slagorð, hróp og köll og söng sem ekki er algengt hér á landi. Mér fannst það setja skemmtilegan svip á gönguna. Við vorum ekki mörg í göngunni í fyrra enda var hún sú fyrsta. Ég hugsa að við höf- um verið um það bil tíu. Við gengum svo aftur með sama borða í ár en þá hafði bæst töluverður mannfjöldi í hópinn hjá okkur. Okkur fannst borðinn okkar eiga sérstaklega vel við í ár enda var setningin „stöndum vörð um réttinn“ nokkurs konar yfirskrift dagsins. Auður Lilja Er- lingsdóttir, Ung- um vinstri grænum Rísum upp, rétturinn er okkar Minnisstæðasta 1. maí gangan mín er án efa sú í fyrra en hún var fjölmennari en hún hafði verið í áraraðir. Ástæðan var sú að 1. maí nefndin hafði árið áður ákveðið að fella gönguna niður vegna þess að þeim fannst mætingin orðin léleg og töldu jafnvel að um úrelt fyrirbæri væri að ræða. Það reyndist ekki vera satt enda tóku bæjarbúar þessari ákvörðun mjög illa og sögðu að þetta mætti alls ekki gera. Mér fannst mjög merkilegt, bæði að fólkið skyldi taka þessari ákvörðun eins illa og raun bar vitni og að fólk skyldi hafa munað eftir því ári seinna og því fjölmennt niður í bæ. Það sama var uppi á teningnum í ár en þá var mjög góð mæting í gönguna og unga fólkið var sérstaklega áberandi. Þessi viðbrögð bæjarbúa sýna svo ekki verð- ur um villst að fólk vill halda í 1. maí göng- una og er langt í frá tilbúið að leggja kröfu- gönguskóna á hilluna. Gangan er hefðbundin fyrir hátíðarhöldin 1, maí og því á greinilega ekki að breyta. Ákvörðunin um að fella gönguna niður virðist hafa hleypt alveg nýju blóði í bæj- arbúana. Björn Snæ- björnsson Eining-Iðja 1. maí gangan sem féll niður Hver er eftirminni- legasta 1. maí gangan þín? Fyrsti maí er nú nýliðinn og landsmenn fjölmenntu sem fyrr í kröfugöngu þar sem minnt var á réttindi verka- manna. Margir telja eflaust að gangan sé tímaskekkja en þeir sem ganga benda réttilega á að þau réttindi sem margra áratuga kjarabarátta hefur veitt okkur séu ekki sjálfsögð og við verðum að standa vörð um þau. Hér segja nokkrir þekktir baráttumenn og -konur frá eft- irminnilegustu kröfugöngu sinni. LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ lifsstill@24stundir.is a Nú var mér nokkur vandi á höndum. Ég átti að mæta í flug tæpum þremur tímum síðar með ræðu upp á vasann sem átti ekki lengur við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.