24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 5

24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 5
08:00 Hátíðarfánar prýða skip í höfninni. 09:00 Athöfn við minnisvarða franskra sjómanna í Hólavallakirkjugarði. Sjóliðar af frönsku freigátunni Tourville og starfsmenn Landhelgisgæslunnar minnast þeirra fjölmörgu frönsku sjómanna sem látið hafa lífið við Íslandsstrendur. Hólavallakirkjugarður. 10:00 Athöfn við Minningaröldur Sjómannadagsins. Sr. Hjálmar Jónsson fer með ritningarorð og bæn. Heiðursvörður: Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og sjóliðar af frönsku freigátunni Tourville. Trompetleikur: Ásgeir Steingrímsson. Fossvogskapella í Fossvogskirkjugarði. 10:00-16:00 Furðufiskar. Hafrannsóknarstofnun hefur safnað skrýtnum fiskum sem verða til sýnis. Skoðaðu broddabak, sædjöful, svartgóma og fleiri furðudýr. Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn. 10:00-17:00 Hvalasetrið. Aðgangur ókeypis og gestum boðiðuppá kaffi og djús. Tilboð á vöfflum. Litasamkeppni fyrir börn og skemmtilegir vinningar í boði. Ægisgarður – Reykjavíkurhöfn. 10:00-17:00 Sjómannadagurinn í 70 ár. Í tilefni þess að Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í 70 ár verður ljósmyndasýning opnuð á Miðbakka. Sýnt er hvernig sjómenn og fjölskyldur þeirra hafa haldið upp á daginn og hvernig hátíðahöldin hafa breyst í áranna rás. Auk þess verður sett upp yfirlitssýning um athafnalíf og þróun Reykjavíkurhafnar síðastliðin100 ár. Miðbakkinn- Reykjavíkurhöfn. 10:00-12:00 &14:00-18:00 Frönsk freigáta til sýnis. Kafbátaeftirlitsskipið Tourville verður opið almenningi. Ath. Aðeins takmarkaður fjöldi má skoða skipið í einu. Skarfabakki-Sundahöfn. 11:00 Sjómannaguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson predikar og minnist drukknaðra sjómanna. Sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Meðan á guðsþjónustu stendur verður lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins. Dómkirkjan í Reykjavík. 11:00 Sjóstangaveiði og lundaskoðun. Tveggja klst. sigling með lundaskoðun og sjóstangaveiði. Allur búnaður til veiðanna innifalinn. Fullorðnir kr. 3.000. Börn (7-15 ára) kr. 1.500 Ægisgarður-Reykjavíkurhöfn. 11:00-17:00 Opið hús hjá Sægreifanum. Humarsúpa og grillað sjávarréttaspjót kr. 2.000. Ljúfir sjómannavalsar hljóma og hægt er að fá sér lúr uppi á lofti eftir matinn. Verbúð við smábátahöfn. 12:00-16:30 Hopp og skopp á Miðbakkanum. Söngvakeppni barna, hoppukastali, teygjubraut, klifurkastali og mörg fleiri leiktæki. Aðgangur ókeypis í boði Byrs sparisjóðs. Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn. 12:00-16:00 Björgunarsveitirnar Kjölur og Ársæll sýna tæki og tól til björgunar á láði eða legi. Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn. 13:00-16:00 MATUR OG MENNING á MIÐBAKKANUM. Í tjaldi á Miðbakkanum koma ýmsir aðilar saman sem tengjast hafinu á einn eða annan hátt. Hefur þú klappað krabba? Lifandi sjávardýr sem hægt er að skoða og koma við undir leiðsögn starfsfólks sjávardýrasafnsins í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Háskólinn á Akureyri og félagið Matur úr héraði - local food. Háskóli í hjarta matarmenningarinnar - gull úr hafinu og gæðanám. Hafrannsóknastofnun. Skoðaðu kvarnir úr fiski í smásjá og reiknaðu út hvað hann er gamall. Fyrir unga vísindamenn. Háskólinn á Hólum sinnir öflugum rannsóknum og kennslu á sviði fiskeldis, sjávar- og vatnalíffræði. Skólinn kynnir rannsóknir og námsframboð á sínu sviði. Fjöltækniskóli Íslands Tækni – vélar – siglingar – útvegur. FTÍ kynnir starfsemi sína. Sportkafarafélag Íslands grillar öðuskel og annað lostæti. Siglingastofnun kynnir öryggi sjófarenda og siglinga. RB veiðibúð kynnir glæsilegan útbúnað til veiði. Þorir þú í sjómann? Boris og Stefán Sölvi, sterkustu menn Íslands skora á öll hreystimenni að koma og spreyta sig í sjómanni gegn þeim og styrkja um leið verðugan málstað. Allur ágóði rennur til styrktar Blátt Áfram. Þátttökugjald 1000 kr. Kayakklúbburinn kynnir starfsemi sína og sýnir búnað. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika ljúfa tóna. Slysavarnardeild kvenna í Reykjavík selur vöfflur og kaffi. Hvalaskoðun Reykjavík. Myndasýning og litasamkeppni fyrir börn. HÁTÍÐ HAFSINS Sunnudag inn 1. júní 13:00, 14:00 og 15:00 Skemmtisigling fjölskyldunnar: Skólaskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Sæbjörg siglir um sundin blá. Ómetanlegt tækifæri fyrir Reykvíkinga og gesti höfuðborgarinnar að sjá borgina frá allt öðru sjónarhorni en venjulega. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík selur veitingar. Aðgangur ókeypis. Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn. 13:00-16:00 Kassaklifur með Björgunarsveitinni Ársæli. Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn. 13:00 Bátasýning. Snarfarahöfn Naustavogi 14:00-15:00 Hátíðahöld Sjómannadagsins. Setning hátíðarinnar: Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs. Ávörp: Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra. Hjörtur Gíslason, stjórnarformaður Ögurvíkur hf. og formaður Útvegs- mannafélags Reykjavíkur. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður hafnarstjórnar Faxaflóahafna. Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknimanna. Sjómenn heiðraðir Elín Ósk Óskarsdóttir, óperusöngkona syngur við undirleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. Kynnir: Hálfdan Henrysson, varaformaður Sjómannadagsráðs. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Tryggvagata 17. 14:00-16:00 Happdrætti DAS sýnir Mercedes–Benz og Harley Davidson Fatboy mótorhjól. Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn. 14:00 Kaffisamsæti kvennadeildar. Snarfarahöfn Naustavogi 14:00-17:00 Hrafnista í Reykjavík og Hafnarfirði. Kaffisala og handavinnusýning. 14:30 Hátíðarsigling Snarfara Í Reykjavíkurhöfn. 14:30 Björgun úr hafi – Landhelgisgæslan sýnir björgunarstörf ásamt Björgunarsveitinni Ársæli. Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn. 14:30 Listflug yfir Reykjavíkurhöfn. 15:00 Gosi og kisan Lóra leika stutt atriði úr sýningu LR og syngja nokkur lög. Miðbakkinn – Reykjavíkurhöfn. 15:00 Koddaslagur. Hafnsögumannaprammi í Suðurbugt. 15:00 Skemmtidagskrá með veitingum, hoppukastala, skipasmíði barna með vaðlaugarsiglingu. Snarfarahöfn Naustavogi 15:00 Kappróður í innri höfninni. Frækin lið ræðara takast á. Verðlaun afhent að keppni lokinni. Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn 17:00-21:00 Iceland fish and chips. Ýsa, stökkar kartöflur og okkar rómaða skyronnes kr. 1.450. Tryggvagötu 8. FISKIVEISLAN frá 30. maí til 1. júní FJÖLSKYLDUDAGAR Í VIÐEY Leiktæki fyrir börnin: húlahringir, sippubönd, stultur, frisbeediskar og hjól fyrir alla fjölskylduna. Ferjugjald fyrir fullorðna 600 kr., 7-18 ára 400 kr. og börn 0-6 ára ókeypis. Vöfflur og Viðey Sigling, vöfflur og kaffi/kakó í Viðeyjarstofu. Fullorðnir 1.300 kr. Börn (til 18 ára) 900 kr. Siglingar frá Skarfabakka - Sundahöfn: 11:15 12:15 13:15 14:15 15:15 16:15 17:15 19:15 Siglingar frá Viðey 11:30 12:30 13:30 14:30 15:30 16:30 17:30 19:30 20:30 www.ha t i dha f s i n s . i s Sjómanna dagurinn H 2 h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.