24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 24stundir Sjö einstaklingar á sambýli fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu hafa nú í júní greinst með sýkingu af völdum salmonellu. Um er að ræða fremur sjaldgæfa tegund af salmonellu, poona eða farmsen, og ekki hefur áður komið upp innlent smit af hennar völdum hér á landi. Þeir sem smituðust eru þrír heimilismenn og fjórir starfsmenn. Nokkrir eru enn veikir, að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur, yfir- læknis á sóttvarnasviði landlækn- isembættisins. „Fólk er hætt að veikjast þannig að þetta virðist vera gengið yfir,“ segir Guðrún sem segir ekki vitað um upptök veikindanna. „Fólk hefur smitast á mismun- andi tímum og smitleiðirnar geta verið margar. Þetta kann að hafa komið með mat inn á heimilið. Það getur líka verið um að ræða kross- mengun við annan mat á heim- ilinu. Þetta smitar mest ef viðkom- andi er með niðurgang og smitleiðin er með höndunum. Hver og einn verður að bera ábyrgð á því að þvo sér um hend- ur,“ tekur Guðrún fram. Þeir sem smitast af salmonellu geta fengið háan hita, niðurgang og uppköst. Salmonella getur einnig verið einkennalítil eða einkenna- laus, að sögn Guðrúnar. Sýkingar af völdum salmonella poona hafa greinst í nokkrum Evr- ópulöndum í apríl og maí og eru tilfellin samtals 30 til 40. Sótt- varnastofnanir þeirra landa þar sem sýkingin hefur greinst vinna saman að rannsóknum á henni. ingibjorg@24stundir.is Starfsmenn og heimilismenn á sambýli fyrir aldraða Sjö veikir af salmonellu Upptökin ókunn Guðrún Sigmundsdóttir segir smitleiðir óljósar. Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Við skoðum þessi mál eins oft og við þurfum. Það þarf ekki hvatn- ingu frá öðrum til þess,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að- spurður um ákall fulltrúa vinnu- markaðarins um aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. „Við erum með sérstakan samráðs- fund á morgun [í dag] með þessum mönnum og þar geta menn haldið áfram að skiptast á skoðunum,“ bætir hann við. Fylgjandi virkjunum Meðal þess sem komið hefur fram í máli forystumanna atvinnu- lífsins er ósk um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að farið verði í virkjanir. „Ég er fylgjandi því. Ég tel að við þurfum að byggja upp at- vinnulífið, meðal annars á grund- velli þess að nýta fallvötnin og jarð- varmann,“ segir Geir en bendir jafnframt á að slíkt sé ekki ákveðið á einum ríkisstjórnarfundi. „Það eru ákvarðanir sem koma frá fyr- irtækjunum. Fyrirtækin sjá um að ákveða það, Landsvirkjun og stóru orkuveiturnar. Þannig að það er ekki beint inni á okkar borði.“ Skilur óskir atvinnulífsins Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra segist skilja vel að forystu- menn í atvinnulífinu vilji virkja. „Við verðum hins vegar að fara hér eftir lögum um mat á umhverfis- áhrifum og öðrum lögum,“ segir hann og bætir við: „Það er í sjálfu sér engin óheyrileg fyrirstaða af hálfu ríkisins í þessum efnum. Staðan er einfaldlega sú að sveita- félögin hafa skipulagsvaldið í þess- um efnum. Það var meirihlutinn í Reykjavíkurborg sem sló af Bitru- virkjun eftir að umsögn kom frá Skipulagsstofnun.“ Ágreiningur um landsskipulag Greint var frá andstöðu þing- manna Sjálfstæðisflokksins við frumvarp umhverfisráðherra um landsskipulag í Morgunblaðinu í gær. „Það hefur komið í ljós að það er meiri ágreiningur um þetta mál en ég hafði áttað mig á,“ segir Geir aðspurður um það mál. Þarf ekki hvatn- ingu frá öðrum  Forsætisráðherra vill virkja, en segir það ekki vera á sínu borði  Segir ágreining um landsskipulag meiri en hann hafði áttað sig á Undir pressu Segir skipulagsmálin umdeild- ari en hann hélt. ➤ Fullrúar vinnumarkaðarinsvilja að ríkið auki mannafla- frekar framkvæmdir. ➤ Þeir vilja einnig að íbúðalána-sjóði verði beitt til þess að koma í veg fyrir stöðnun og verðhrun á fasteignamarkaði. ➤ Og að gengið verði frá láni tilað styrkja gjaldeyrisvara- forðann sem fyrst. ÁKALL ATVINNULÍFSINS Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Gerð var verðkönnun á tjaldsvæðum á Suðurlandi. Um er að ræða verð fyrir 2 nætur, hjón með 2 börn (5 og 10 ára) í fellihýsi m/rafmagni. Könnunin er ekki tæmandi. Bent skal á að hægt er að kaupa kort sem veitir aðgang að 33 tjaldsvæðum á landinu öllu án raf- magns á kr. 12.900. Hægt er að gista á hverju tjald- svæði fjóra daga í senn. Sjá nánar á utilegukort.is. Óeimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 58% munur á fellihýsastæði Kristín Einarsdóttir NEYTENDAVAKTIN Stæði fyrir fellihýsi, 2 nætur m/rafmagni Tjaldsvæði Verð Verðmunur Tjaldsvæðið Laugarvatni 2.400 Útilífsmiðstöðin Úlfljótsvatni 3.200 33,3 % Tjaldsvæðið v/Engjaveg Selfossi 3.400 41,7 % Laugargerði Laugarási 3.400 41,7 % Tjaldsvæðið Árnes 3.600 50,0 % Hellishólar Fljótshlíð 3.800 58,3 % VIKUTILBOÐ OPIÐ ÖLL FIMMTUDAGSKVÖLD TIL KL. 21:00 Í SUMAR VÍKURHVARF 6 SÍMI 557 7720 WWW.VIKURVERK.IS flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS LE N SK A S IA .I S F LU 4 16 84 0 4. 20 08 ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 Allt til rafhitunar Olíufylltir rafmagnsofnar Norskir hitakútar Fyrir sumarhús og heimili. Yfir 30 ára reynsla hérlendis. Brenna ekki rykagnir• Auðveld uppsetning á vegg• 250 - 400 - 750 - 800 - 1000 • - 1600 - 2000 wött Kennarar í 21 grunnskóla og 9 framhaldsskólum á vegum Kun- skapsskolan í Svíþjóð eiga fram- vegis að fá árangurstengd laun. Kunskapsskolan, sem stofnaður var árið 2000 og er fjármagnaður af sveitarfélögum, getur hækkað laun kennara um 2,6 til 3,6 pró- sent, allt eftir því hvort mark- miðum í starfi hafi verið náð. Þar af er tæpur þriðjungur einkunnir nemenda, að því er segir á frétta- vef Folkbladet í Svíþjóð. ibs Fá laun eftir einkunnum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.