Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 6
náttúrlega strax heim aítur. Síðar kojnst ég þó áleiðis heim með skip- inu „Göteborg” frá Stokkhólmi, en þaðan með síldarskipi til ís- lands. Til minja um þetta er örið hérna á kinninni á mér. í BORGAÐ í GULLI. Ég var á Akureyri þá, líklega var það sumarið 1917. Viten og Ramsted höl'ðu þá sildai'.söltun úti á .lötunlieimum, utan við Krossa- nes. Þeir komu með lítinn mótor- bát með sér að utan, sem þeir ætluðu að nota til flutninga milli Akureyrar og Jötunheima. Vélin var ekki aiveg í lagi til að byrja með og fengu þeir mig til að gera við hana og síöan til þess að vera með bátinn um sumarið. Ég var svo hjá þeim í júlí og ágúst og hafði þó nokkuð að gera, því að töluverð síld var söltuð þarna ufn sumarið. Þegar að því kom, að ég gerði upp kaupið mitt við þá Vit- en og Ramsted, komu þeir með dálítinn léreftspoka, næstum full- an af sænskum gullpeningum. — Þetta voru tuttugu krónu-peningar og fékk ég þarna útborgaðar fjór- ar þúsundir í gulli og er það í eina skiptið á ævi minni, sem það hefur komið fyrir. Til að kóróna allt saman, gáfu þeir mér bátinn, sem þá var raunar léiegur oi'ðinn. Síðar gerði ég þó við hann og seldi síðan. — Já, það er margt að minnast frá þessum fyrstu árum síldveiða og síldarvinnslu hér við Eyjafjörð og Siglufjörð. All frum- stæð mundi hún þykja núna fyrsta síldarbræðslan, sem rekin var á Hjalteyri. Ég var þar sumarið 1916, en þá var saitað alimikið magn af síld þar — og þegar mikið barst á land og ekki hafðist undan að salta, var síldinni ekið í hand- kei'rum upp á tún og geymd þar fram á haust. Þá var settur upp gufuketill og pressa, sem knúin var með handafli. Búin voru til stór ker og síldin soðin í þeim með gufu fró katlinum, en lýsið fleytt ofan af. Einnig var hirt hrálýsi upp á túnum, en það hafði runn- ið úr síld þeirri, er þar var geymd og man ég eftir stórum pollum af lýsi á túnunum. Reyndum við að hirða það af því, sem hægt var, en mikið hefur sigið niður í jörð- ina, eins og eðlilegt er. — f þá daga veiddist sildin inn um allan Eyjafjörð. Það kom fyrir að skip- in komu með hana spriklandi á dekkinu til Hjalteyrar. Það var Kvöldúlfur, sem rak þessa síldar- verkun þarna. MANNLAUSA SKIPIÐ. Nokkrum árum áður hafði fund- izt mannlaust, útlent skip á reki úti fyrir Norðurlandi. Það var dregið að landi á Hjalteyri og gert við það. Illaut það nafnið „Hjalt- eyrin.” Af ýmsu réðu menn það, að skipið mundi vera frá Svíþjóð. „Hjalteyrin” var gerð út til veiða bæði á hákarl og síldveiðar. Ég var vélstjóri þar um tíma. Man ég það eitt sinn, að sænskur sjómaður kom um borð til okkar og taldi sig þekkja skipið, og jafnvel verið þar skipsmaður í eina tíð. Hann bað mig að gæta að því, hvort enn lægju nokkrir smápeningar uppi á bita í fremstu efri kojunni. Nú var að vísu búið að mála allt þarna — en þó lágu peningarnir þarna. það get ég borið um. Eitthvað sagði þessi sænski maður mér frá því, hvers vegna skipið hafði verið yf- irgefið þarna norður í hafinu, en um það man ég ekki svo vel, að ég megi með fara. Nafninu á þessu skipi var síðar breytt í „Ottó”. Mig minnir að það hafi verið sum- arið 1913, sem við vorum á síld á „Hjalteyrinni.” Eitt sinn lág- um við inni á Þorgeirsfirði, vegna þess að við höfðum fengið kóral í nótina. Hann kemur stundum í næturnar, ef gerð eru botnköst. Við höíðum ekki önnur ráð, en þau, að berja kóralinn úr. Nóta- bátarnir voru þá hafðir sinn hvor- um megin við skipið; síðan var nótin dregin þvert yfir skipið og trékylíur notaðar til að mylja kór- alinn. Nú sem við erum að þessu þarna í Þorgeirsfirði, datt okkur í hug að fara í land og heim að Þönglabakka. Þar bjó þá ekkja Guðmundar heitins Jörundssonar, en hann féll fyrir borð fyrr um vorið. Við lentum í því, að hjálpa til við heybinding. Kom ekkjunni •vel að fá þarna 12 karla á einu bretti, því að hún var ein við hirð- inguna með börnum sínum. Þarna var kirkjustaður og torfkirkja þá. Ég man eftir því, að ég gekk aö sáluhliðinu, en í því hékk kirkju- kiukkan. Ég greip í klukkustreng- inn og ætlaði að heyra hljóðið í klukkunni. Ekki minnist ég þess, að ég tæki neitt sérlega fast í strenginn, en þá skeður það, að klukkan og rambaldinn dettur nið- ur rétt fyrir framan nei'ið á mér. Þóttist ég heppinn að fá þetta ekki í höfuðið. Við á „Hjalteyrinni” fengum 13 þúsund tunnur af síld þetta sum- ar. Sumt af þessum afia seldum við í danskt skip, sem lá við Hris- ey. Sem vélamaður fékk ég eina krónu á hverja tunnu og frítt fæði. — Þrettán þúsund krónur voru miklir peningar í þá daga. SLARKFERÐ Á SJÓ. Ég flutti til Siglufjarðar í ág- úst 1920. Minnisstæður er mér einn róður héðan. Ég var þá á bát sem hét „Magnús Kristjáns- son”. Það var það eitt sinn, að við urðum að yfirgefa hálfdregna línu vegna norðaustan veðurs, sem korh mjög snöggt á. Á heimleið til Sigiufjarðar fékk báturinn á sig mjög krappan sjó. Stýrishúsið hafði staðið opið, svo að sjór- inn hálffyllti vélarhúsið. Ég var að heiia smurningsolíu á kassann og hafði rétt sett iokið yfir, þeg- ar sjórinn skall á mig. Báturinn iagðist ó hliðina og gekk iila að rétta sig, vegna þess að fiskurinn hafði kastazt út i aðra hliðina. Vélin stöðvaðist strax og þegar til átti að taka, reyndist dælan stífiuð. Skipstjórinn var að reyna að draga dæiuna upp en féli út- byrðis. Ég var rétt í þessu að koma upp og varð mér það fyrst f.vrir að þrífa gogg og krækja í skipstjórann og innbyrða hann- Var hann alldasáður eftir þetta áfall, sem von var. Segir hann við mig: „Ilvað skal nú gera And- ersen?” — „Ná sjónum úr skip- inu, færa fiskinn til, setja upP Frh. á bls. 191 Þessar myndir eru báðar frá síldveiðum eins og þær voru áðiU' en tækninýjunga.' síðustu ára gjörbreyttu þeim. Á efri myndinni er verið að snurpa, en á þeirri neðri er síldin háfuð um borð í síldveiðisklpið. 174 SUNNUDAGSHI.AB — Al.ÞýPUBLAÐIB

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.