24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir Bandaríkjastjórn mun bráðlega senda embættismenn til Írans sem verða með fasta viðveru í höfuð- borginni Teheran. Er þetta talinn vera mikill viðsnúningur í utanrík- isstefnu Bush-stjórnarinnar, en bandarískir erindrekar voru allir kallaðir heim frá Íran byltingarárið 1979. Breska blaðið Guardian hefur heimildir fyrir að Bandaríkjastjórn muni tilkynna ákvörðun sína í næsta mánuði. Samskipti Bandaríkjanna og Ír- an hafa verið sérstaklega stirð und- anfarin ár, sér í lagi vegna kjarn- orkuáætlunar Íransstjórnar og meints stuðnings hennar við hryðjuverkamenn í Írak. Mikil spenna hefur verið á svæð- inu síðustu daga eftir að Íranar gerðu tilraunir með níu langdræg- ar eldflaugar. Flaugarnar geta borið kjarnavopn og gætu þær langdræg- ustu skotið alla leið til Ísraels. Nú virðist þó sem ákveðin þíða hafi myndast í samskiptunum. Guardian segir að um ákveðinn millileik sé að ræða og að ekki verði um hefðbundið sendiráð að ræða. Íransstjórn hefur lengi gagnrýnt að ekki hafa getað átt beinar viðræður við fulltrúa Bandaríkjastjórnar, heldur hafa þær þurft að fara í gegnum þriðja aðila. atlii@24stundir.is Viðsnúningur Er- indrekar Bandaríkja- stjórnar voru kallaðir heim frá Teheran 1979. Þíða í samskiptum Bandaríkjanna og Írans? Bandarískir erindrekar sendir til Írans Svo virðist sem breskir ferða- langar séu í auknum mæli að senda gamaldags póstkort heim til fjölskyldu og vina. Margir spáðu að með tilkomu tölvupósta og farsíma væri tími póstkortanna á enda runninn, en samkvæmt tölum frá breska póstinum varð mikil fjölgun í póstkortasend- ingum á síðasta ári. Þannig sendu Bretar 135 milljónir póstkorta á síðasta ári, 30 milljónum fleiri en árið 2006. Brian Lund, ritstjóri tímarits- ins Picture Postcard, segir að fólk hafi nú gert sér grein fyrir að ekki sé hægt að hengja SMS-skeyti upp á vegg heima hjá sér. „Fólk skilur nú hvað póstkortin eru yndisleg.“ aí Breskir ferðalangar Póstkortin aftur í tísku Hæstiréttur Spánar hefur sýknað fjóra menn sem höfðu áður verið sakfelldir fyrir að- ild að sprengjuárásunum í Madríd árið 2004, þar sem 191 maður lést. Alls var 21 sak- felldur í málinu á lægra dóm- stigi á síðasta ári. Árásin átti sér stað 11. mars 2004, þegar tíu sprengjum í bakpokum var komið fyrir í lestum víðs vegar um höf- uðborgina. aí Hryðjuverk í Madríd Hæstiréttur sýknar fjóra Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Kínversk yfirvöld ætla ekki að taka neina áhættu þegar kemur að því að tryggja öryggi keppanda og gest- komandi á Ólympíuleikunum sem hefjast í Peking 8. ágúst. Vopnuðum lögregluþjónum hefur verið komið fyrir á eftirlits- stöðvum við allar inngönguleiðir í Peking, þannig að þeir myndi þre- falt öryggisnet umhverfis borgina. Er þeim ætlað að skanna farartæki í leit að öllu grunsamlegu sem gæti ógnað öryggi fólks á leikunum, sem beðið er með mikilli eftirvænt- ingu. Langar biðraðir Á fjölförnustu vegunum inn í borgina hafa myndast kílómetra- langar biðraðir undanfarna daga og hafa stjórnvöld beint þeim orð- um til lögreglumanna að vera ef til vill ögn sveigjanlegri í eftirliti sínu. Mörg dæmi eru um að vöru- flutningar hafi truflast verulega þar sem nú má ekki aka vörubílum, sem ekki eru með Peking-bílnúm- er, inn fyrir borgarmörkin. Viðskiptin lömuð Cong Peichao, framkvæmda- stjóri vöruflutningafyrirtækis, segir í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph að viðskiptin séu nánast algerlega lömuð vegna þessa. „Ég verð þó að láta mér þetta lynda, þar sem Ólympíuleikar fara ekki fram í borginni á hverjum degi.“ Við eftirlitsstöðvar lögreglu neyðist hann nú til að flytja vörur sínar úr utanbæjarvörubílunum í smærri vörubíla á Peking-númer- um, til að þær komist á leiðarenda. Fjölda verslana hafa einnig lok- að, ýmist vegna herferðar yfirvalda gegn sölu á ólöglegum varningi eða þar sem vörur hafa ekki borist. Dregið úr mengun Síðustu vikur hafa vörubílstjórar þurft að greiða tvöfalt gjald fyrir að aka bílum sínum inn í borgina. Á sunnudaginn verður svo gripið til enn hertari reglna og verður þá bannað að aka öllum orkufrekum bílum, þar á meðal vörubílum, inn í borgina. Yfirvöld vonast að með þessu verði hægt að draga eitthvað úr mengun í borginni. Margir íþróttamenn hafa lýst yf- ir miklum áhyggjum af stöðu mengunarmála í borginni og segj- ast ætla að draga það eins lengi og mögulegt er að koma til borgarinn- ar fyrir keppni. Mikil öryggisgæsla Öryggisgæsla var einnig mikil á Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir fjórum árum. Sérfræðingar hafa þó bent á að þeir leikar fóru fram í borg þar sem talsvert hefur verið um hryðjuverk, auk þess að skammt var liðið frá hryðjuverka- árásunum í Madríd. Aftökur og handtökur Kínversk stjórnvöld hafa gert mikið úr meintri hryðjuverka- hættu, sér í lagi þeirri sem stafar af múslímskum andófsmönnum í Xinjiang-héraði, vestast í Kína. Fyrr í mánuðinum voru tveir menn líflátnir um leið og þeir höfðu verið dæmdir sekir fyrir að skipuleggja hryðjuverk á leikunum. Yfirvöld segjast hafa upprætt fimm hryðjuverkahópa og handtekið tæplega hundrað manns, en þeim er öllum gefið að sök að hafa haft í hyggju að láta til skarar skríða á Ól- ympíuleikunum. Aukinn öryggisvið- búnaður í Peking  Aðgerðir yfirvalda hafa mikil áhrif á daglegt líf íbúa höfuðborgarinnar Peking  Fjöldahandtökur og menn líflátnir eftir að hafa verið dæmdir fyrir hryðjuverkaáform Eftirlitsstöð Fylgst er með öllum bílum sem er ekið inn í Peking. ➤ Keppendur á leikunum verðaum 10.500 talsins. ➤ Barist verður um 302 gull-verðlaun í 28 íþróttagreinum. ➤ Rúmlega 100 þúsund lög-reglumenn verða að störfum, auk 600 þúsund sjálf- boðaliða. ÓLYMPÍULEIKARNIR NATO hefur ráð- ið til sín fram- kvæmdastjóra hjá bandaríska gosrisanum Coca-Cola til að bæta ímynd þess úti í hinum stóra heimi. NATO undirbýr nú 60 ára afmælishátíð bandalagsins sem fram fer á næsta ári. Kannanir í fjölda Evrópuríkja benda til að sífellt fleiri telja mik- ilvægi NATO fyrir öryggi síns rík- is hafa minnkað á síðustu árum. aí Fá kók-mann til að bæta ímynd Hætta er á að tvö elstu börnin sem Austurríkismaðurinn Josef Fritzl átti með dóttur sinni El- isabeth, muni ekki bera vitni gegn föður sínum. Fritzl hélt dóttur sinni og sameiginlegum börnum þeirra föngnum í kjall- araholu í Amstetten í 24 ár. Málið er enn til umræðu en lög- fræðingur barnanna segir ým- islegt benda til þess að börnin, sem eru 18 og 19 ára, muni ekki bera vitni. Fréttirnar eru mikið áfall fyrir saksóknarana í málinu. Fritzl-börn bera líklega ekki vitni Þeir sem elska smurt brauð í sólskini, listasafn og „bröns“ á laugardagsmorgni, hjóla- túra, eða Tívolí ættu að fara til Kaupmannahafnar. *Flug aðra leiðina með sköttum. Verð gildir frá 15. ágúst 2008. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Farðu til Kaupmannahafnar, í helgarferð eða í sumarleyfi, taktu fjölskylduna með og dönsku málfræðina úr tíunda bekk. Værsågod! Þú átt skilið að hafa það „hyggeligt“. Drífðu bara í því að panta far! M A D R ID B A R C E LO N A PA R ÍS LO N D O N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI H AL IF AX BO ST ON OR LAN DO MINN EAPO LIS – ST . PAUL TOR ONT O NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.