Vísir í vikulokin

Árgangur
Tölublað
Aðalrit:

Vísir í vikulokin - 15.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir í vikulokin - 15.06.1968, Blaðsíða 3
Fyrir alla muni takið ekki þessa dömu fil fyrirmyndar, því að hún sýnir ykkur flest þau heimskupör, sem hægt er að fremja í sólbaði: með óvarið hórið og vandlega förðuð í stað þess að verja húðina gegn sólinni — og gleraugun eiga vitanlega heima ó nefinu! Sólbrún án sólbruna Einlægir sóldýrkendur fara stundum illa út úr þvi, þegar tilbeiðslan hleypur með þó í gönur. Rauð húð og brunablöðrur eru ekkert keppi- kefli, og því er bezt að dýrka sólina ætíð af nokkurri fyrirhyggju. Sérstaklega þarf að gæta sín, ef leitað er til suðlægra landa eftir sólskin- inu. En hér ó íslandi þarf líka að gæta sín meira en margur hyggur, eins og eitt lítið dæmi sann- ar okkur. En þó var það ung stúlka norður í landi, sem brenndist svo illa í sólbaði þar, að læknirinn, sem hún leitaði til, neitaði að trúa öðru en að hún hefði orðið sér úti um þessar brunablöðrur ó Mallorca eða þar um slóðir. Slíka útreið mó forðast, og eftirfarandi heilræði eiga að hjólpa okkur til þess. Við sjóinn, og þó einkum í suðlægum lönd- um, er enn hætfara við sólbruna en inni í landi, og minnst hætta er vitanlega í mettuðu lofti stórborganna. Einnig þarf sérstaklega að gæta varúðar hótt til fjalla, þar sem snjórinn eykur mjög óhrif sólarinnar. Varizt umfram allt of langa dvöl í sólinni fyrsta daginn. Vetrarbleik húðin er allsendis óundirbúin að taka við hinum sterku óhrifum sólargeislanna og bregzt illa við, sórnar og roðnar. Ef þið hins vegar farið að öllu með gót í fyrstu og lengið dvölina í sólinni smótt og smótt með hverjum degi, fær húðin tíma til að búast til varnar, og órangurinn verð- ur brúnn litur, sem endist lengur en ef hún brennur fyrst. í suðlægum löndum er bezti sólbaðstíminn ó morgnana fró kl. 9—11. Um hódaginn eru Suð- urlandabúar vanir að taka sér hvíld og forðast sólina eins og heitan eldinn, sem hún og sann- arlega er. Ef þið eyðið sumarleyfinu ó þessum slóðum, gerið þið rétt í því að tileinka ykkur þennan sið, því að ó þessum tíma er sólin hættu- legust. Það er auðvitað ekki nauðsynlegt að hafast við innan dyra, það er nóg að halda sig í skugga trjóa cða sólhlifa, aðeins umfram allt í skugga. Sagt er, að Suðurlandabúar telji Norð- urlandabúa hreint ekki með réttu róði vegna óslökkvandi sólbaðsfýsnar þeirra. Annað heilræði er vert að hafa ofarlega í huga: hreyfið ykkur sem mest. Það er að vísu ósköp notalegt að flatmaga í sólbaði, en of mikið af svo góðu getur verio hættulegt. Farið í gönguferðir, bregðið ó leik nieð bolta eða sippuband eða fóið ykkur sundsprett við og við. Auk þess sem sólin beinist þó ekki um of að einstökum blettum, er öll hreyfing góð fyrir heilsufar og vellíðan, að ógleymdum blessuð- um línunum. Krem og olíur til varnar sólbruna eru nauð- synleg í sumarleyfinu. Ef þið eyðið leyfinu við sjóvarsíðu í suðlægum löndum, er bezt að nudda olíunni vandlega inn í húðina að morgni, meðan hún er enn köld, því að ó sjóðheitri, sólbakaðri húð nær olían ekki eins vel að mynda hina nauðsynlegu vörn, og þegar hún blandast svita, getur hún hreinlega þrónað. Endurnýið óburðinn við og við og dragið ykk- ur í skuggann til þess. Eftir sjóbað er rétt að þurrka sér vel með handklæði og smyrja nýju lagi af sólarolíu ó húðina. Á herðum og herðablöðum er húðinni afar hætt við að brenna, sömuleiðis ó lærum, verið því helmingi örlótari ó smyrslin ó þó staði. Ef þið finnið, að ykkur sé tekið að hitna óþægilega ó öxlunum, klæðist þó léttri blússu, sem einnig hylur bringuna vel. Rauð og hrukk- ótt bringa er ekkert sérlega aðlaðandi. Freknur eru ekki jafn stórkostleg óhamingja og sumar konur halda. Mörgum karlmönnum finnst freknótt stúlkuandlit skemmtilegt og að- laðandi, og freknur eru m. a. s. víða í tízku um þessar mundir. Þó getur sannarlega orðið of mikið af svo góðu, og þeim, sem verða alþaktir dökkum freknum við minnsta sólargeisla, er róðlegt að halda sig heldur í skugganum. Ef þið viljið ekki lóta hórið upplitast í sumar- leyfinu, skýlið því þó fyrir sólargeislunum. Eink- um ber að minnast þess ó baðströndinni, því að sjór, sandur og sól fara ekki vel með hórið. Sleppið allri andlitsförðun, þegar þið stund- ið sólböð. Ef þið hafið mjög Ijósar augnabrúnir og bróhór, þó litið hórin með ekta lit, óður en þið farið í sumarleyfið. Verndið augun gegn sól- inni, leggið bómullathnoðra ó augnalokin eða hafið sólgleraugu. Sýnið nefinu sérstaka umhyggju, því hættir mjög til þess að brenna og er þó sízt til feg- urðarauka. Hafið alltaf varasmyrsl við hendina og berið oft ó varirnar, svo að þær þorni ekki um of og springi. Þvoið ykkur alltaf vel ó kvöldin og nuddið hörundið með mjúkum smyrslum eða olíu, það svalar og mýkir.

x

Vísir í vikulokin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir í vikulokin
https://timarit.is/publication/308

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.