24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 34
Mulders og þrjósku Scully, sem er gömul klisja úr þáttunum. Sjálf morðrannsóknin fellur ei- lítið í skuggann sökum þessa, sem er synd, því hún er áhugaverð, þótt ekki búi mikill leyndardómur á bak við, líkt og í fyrri myndinni. Myndin er þó ekki alvond, en hún er ekki alveg nógu góð heldur. Hún er svona svipuð og Sviss, píta eða Tottenham, hvorki né, heldur svona mitt á milli einhvernveginn. Fín fyrir harðkjarna-aðdáendur, en sæmileg hrollvekja fyrir hina. Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is The X-Files voru afar vinsælir og skemmtilegir sjónvarpsþættir sem héldu áhorfendum í helj- argreipum, enda fjallaði efni þeirra um hið ókunna og yfirnáttúrulega, þar sem geimverur léku stórt hlut- verk. Þær tvær kvikmyndir sem gerðar hafa verið um þættina eru hinsvegar afar ólíkar, en fanga þó báðar kjarna þáttanna, hvor á sinn hátt. Togstreita, trú og morð The X-Files: I want to believe fjallar um leit að horfnum FBI full- trúa, en þau Mulder og Scully, sem bæði hafa látið af störfum fyrir FBI, eru fengin til þess að aðstoða við rannsókn málsins. Á vegi þeirra verða sundurlimuð lík, sem hinn fundvísi, kaþólski og pedó- fílski prestur, séra Jói, rambar á með meintri skyggnigáfu sinni, en sú „skyggnigáfa“ er rauði þráður myndarinnar, einsog titillinn vísar til. Togstreita Mulder og Scully er ekki síst í aðalhlutverki, en hún snýst að miklu leyti um hvort trúa beri séra Jóa, eða ekki. Lágstemmd og leiðigjörn Þó margt sé vel úr garði gert í myndinni, þá verður hún aldrei sú spennumynd sem vonast var eftir. Hún virkar einsog langdreginn X-Files þáttur, nema Mulder og Scully rífast fullmikið um trúgirni Málin rædd „Scully, séra Jói er víst skyggn!“ „Nei Mulder minn, hann er það ekki, enda bara aumur pedófílaprestur!“ Leiðinlega lágstemmd og langdregin leyniskjöl Leikstjóri: Chris Carter. Aðalhlutverk: Gillian Anderson, David Duchovny, Billy Connolly. X-Files: I want to believe 34 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 24stundir Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta teg: 7217 NÝTT Flottur haldari í str. C, D, E kr 2.950 Buxur í stíl Kr. 1.450 teg: 7203 NÝTT Þessi er léttfóðraður. Str. B,C Kr. 2.950 Buxur í stíl Kr. 1.450 Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf Lokað Laugardaga www.misty.is Ef þið hafið verið í vanda með að ákveða ykkur hvor forseta- frambjóðandinn í Bandaríkjunum sé fýsilegri kostur, gætu eftirfar- andi upplýsingar orðið að gagni, því bæði Barack Obama og John McCain hafa nú opinberað 10 uppáhaldslögin sín. Athygli vekur að McCain er mikill ABBA-aðdáandi en hann valdi tvö lög sveitarinnar á listann sinn. Önnur lög eru af gamla skólanum svo sem með Beach Boys, Roy Or- binson, The Platters, Louis Arms- trong og Neil Diamond. Val Obama er öllu fjölbreyttara, með lög Fugees, Marvins Gaye, Kanye West, U2, The Rolling Sto- nes, Will.I.Am, Arethu Franklin og Ninu Simone. Báðir eru með Frank Sinatra en ekki sama lagið. bös Opinbera tónlistarsmekk Valkyrie, nýjasta mynd Toms Cruise, hefur enn eina ferðina verið færð til á dagatalinu. Frum- sýngingu myndarinnar, sem fjallar um misheppnað launmorð á Adolf Hitler, hefur margsinnis verið frestað en nú hefur frum- sýningu hennar verið flýtt frá 13. febrúar 2009 til 26. desember á þessu ári. Ástæðan fyrir því að frumsýningu myndarinnar er flýtt er ókunn en fagaðilar telja að prufusýningar á myndinni hafi gengið það vel að ákveðið hafi verið að flýta myndinni. Þó er talið að þetta flakk með frum- sýningardaginn skemmi nokkuð fyrir velgegni myndarinnar. vij Valkyrjan færð enn eina ferðina Höfundur söngleiksins Rocky Horror Picture Show veitir nýrri kvikmynd sem verður byggð á verkinu ekki blessun sína. Rich- ard ÓBrien, sem er breskur, segist fyrst hafa heyrt af þessum áform- um í gegnum bandarísku slúð- urpressuna og var frekar hissa. Nýja myndin verður fjár- mögnuð að hluta af MTV og Sky Movies og samkvæmt frétta- tilkynningu var höfundurinn nefndur í hópi framleiðenda, en hann kom af fjöllum. „Ég hef enga skoðun á því hvort eigi að endurgera myndina eða ekki en þetta verkefni fær ekki mína blessun,“ sagði ÓBrien í viðtali við BBC. „Ég mun ekki koma nálægt þessari mynd á nokkurn hátt. Upprunalega myndin var yndisleg og ég veit ekki hvernig þeir geta farið með þetta lengra. Ég hef jafnvel heyrt að þeir ætli að bæta inn nýjum lögum. Ég samdi bókina, tónlist- ina og textana. Hvaðan ætla þeir að fá þessi nýju lög? Hver á að semja þau? Þetta er allt hið dul- arfyllst mál.“ Myndin er gerð fyrir sjónvarp og verður frumsýnd á Sky Movies þegar hún er tilbúin. Ekki búast því við henni í bíó. bös Höfundurinn er ósáttur Aðþrengdur Afsakið að ég er til! ÞÚ ÞARFT ALLAVEGA EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ VERA MEÐ SKÖLLÓTT DEKKK B ÍLADELLU KARLAR ÉG VAR MEÐ EINA SKÖGULTÖNN, NÚNA ERU ALLAR TENNURNAR MÍNAR SKÖGULTENNUR TANNLÆKNIR Bizzaró Var einhver hjá viðhaldsdeildinni að smyrja hjólin á stólnum mínum um helgina? MYNDASÖGUR FÓLK 24@24stundir.is a Myndin er þó ekki alvond, en hún er ekki alveg nógu góð heldur. Hún er svona svipuð og Sviss, píta eða Tottenham, hvorki né, heldur svona mitt á milli einhvernveginn. fréttir stundir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.