24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 15
24stundir MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 15 Þeir sem ekki hafa unniðmikla sigra, og fæstir viljafagna, nýta sér nú sviðsljós ís- lenska handboltal- iðsins. Guðmundur Gunnarsson blogg- ari er ekki sáttur. Hann segir Hönnu Birnu, Þorgerði Katrínu og fleiri ráðamenn ætla að eigna sér liðið með brussugangi meðan fjöl- skyldur handboltamannanna og jafnvel þeir sjálfir verða í bak- grunni. Guðmundur segir þetta leitt af stjórnmálamönnum, „og margir sem ekki muni hrópa húrra fyrir þeim. Best væri að þeir kæmu þarna hvergi nærri og héldu sig í hæfilegri fjarlægð.“ En af hverju notar hann brussu- hugtakið á konur í pólitík? Ef Össur Skarphéðinssonværi fjárfestir myndi hannverja peningunum í ís- lenska útrás á sviði orkumála. „Reynsla okkar í gegnum árin skilar þekkingu sem er einstök. Áliðnaður- inn hér er vistvænni en annars staðar í heiminum og við höfum mikla þekkingu að miðla til landa sem hafa möguleika á vistvænni orku en nýta sér þá ekki,“ segir Össur Skarphéð- insson. En Össur er ekki fjárfestir. Hann er iðnaðarráðherra, sem lætur ýmislegt flakka, jafnvel svo að samráðherrum blöskrar. Nú er að sjá hvort íslenskir fjárfestar, sem sagðir eru með blankasta móti, taka ráðherraráðgjöf og slá dýr lán til að græða á orku og ál- pólitík íslensku ríkisstjórnarinnar. Í gær benti klippari á að GuðniÁgústsson væri að hefjafundaherferð um efnahags- ástandið líkt og Vinstri græn gerðu í apríl. Guðni er greinilega hrifinn af hugmyndum úr ranni Vinstri grænna því að á sín- um fyrsta fundi í þeirri herferð sagð- ist Guðni vilja aðskilja viðskipta- banka og fjárfestingarbanka. Það er einmitt sama tillaga og Ög- mundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram á Al- þingi haustið 2003. Valgerður Sverrisdóttir var þá ekki par hrif- in af tilögunni og sagði: „Ég tel að þetta frumvarp mundi veikja ís- lenskan fjármálamarkað.“ Ætli Guðni hafi borið þessa tillögu sína undir Valgerði? beva/elias@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Ísland býr nú við hæstu verð- bólgu OECD-ríkja og meir en helmingi hærri verðbólgu en lönd í okkar heimshluta. Seðlabanka Ís- lands var falið að hafa stjórn á því að verðbólga væri ekki hærri hér á landi en 2,5 prósent á ári og falin ákveðin stýritæki til að ná því markmiði. Ákveðið var að minnsta myntkerfi í heimi skyldi hafa gjald- miðilinn á floti markaðsgengis án þess að skýr stefna væri mörkuð um það hvernig ætti að tryggja stöð- ugleika í landinu. Í raun virðist manni að eina stefnumörkunin sem hafi verið í fjármálum þjóð- arinnar frá aldamótum hafi verið sú 300 ára algilda stefna Loðvíks 15. Frakkakonungs: „Flýtur meðan ekki sekkur.“ Frá því að verðbólgumarkmiðið var sett hefur nánast aldrei tekist að framfylgja því. Verðbólga hefur ver- ið hærri en hún átti að vera. Verð- bólgan er eins og þjófur. Þjófur sem er að verki dag og nótt hvort sem þú ert sofandi eða vakandi. Hún tekur eignir þínar eða rýrir og hún brenglar skyn okkar á verðmætum. Það skiptir því miklu að setja upp áhrifaríkar varnir gegn verðbólgu. Ríkisstjórnir hafa hækkað útgjöld ríkisins til muna og með því stuðlað að aukinni þenslu í þjóðfélaginu. Á sama tíma hafa forustumenn rík- isstjórnarinnar frá aldamótum haldið því fram að ekki sé hægt að lækka skatta hjá láglaunafólki vegna þess að það mundi stuðla að verð- bólgu. Þessir sömu menn telja hins vegar að lækkun skatta hjá hálauna- fólki, afnám eignaskatts og lægsti fjármagnstekjuskattur í okkar heimshluta sé ekki til þess fallið að auka verðbólguþrýsting. Öðru máli gegni um það að hækka skattleys- ismörk. Skattleysismörk megi ekki hækka vegna þess að það auki þrýsting og þenslu og valdi verð- bólgu. Hækkun skattleysismarka kemur þeim best sem lægstu launin hafa og þeim öldruðum og öryrkj- um sem mest þurfa á að halda. Þá vitum við hverjir það eru að mati ráðamanna sem valda verðbólg- unni. Öllum hugmyndum um skattkerfisbreytingar til hagsbóta fyrir almennt launafólk og lágtekju- hópa hefur verið vísað á bug með þeim ummælum að slíkar breyting- ar mundu valda verðbólgu. Verðtryggingin, eins og hún er reiknuð, er óréttlát og margir benda á það að hún stuðli að verð- bólgu. Seðlabankinn og ríkisstjórn- in eru á öðru máli. Bankastjórn Seðlabankans segir að ekki megi fella verðtryggingu niður vegna þess að þá muni verðbólga aukast í landinu. Að mati Seðlabankans þá mundu sambærileg lánakjör og í nágrannalöndum okkar valda verð- bólgu. Af þessum orðum banka- stjórnar Seðlabankans má gagn- álykta með þeim hætti að með því að hafa lán verðtryggð þá dragi það úr líkum á verðbólgu. Nú hefur þessari „giftusömu“ stefnu ríkisstjórnarinnar og Seðla- bankans verið fylgt um árabil með þeim afleiðingum að verðbólga er hér helmingi hærri en í löndum í okkar heimshluta. Þau viðhorf Seðlabanka og ríkisstjórnar að það sé almenningur, þeir skuldugustu og tekjulægstu, sem beri mesta ábyrgð á verðbólgunni standast engan veginn því að kjör þeirra hópa hafa verið rýrð en annarra bætt. Með því að hækka fjárlög milli ára um rúm 20 prósent eins og rík- isstjórnin gerði þetta fjárlagaár var stuðlað að verðbólgu. Með hækkun stýrivaxta og útsölu erlends gjald- eyris með gengisfalli síðar var stuðl- að að verðbólgu. Með verðtrygg- ingu lána sem hækka upp úr öllu valdi er stuðlað að verðbólgu. Með því að hafa gjaldeyrismálin með þeim hætti sem þau eru og ætla sér að henda milljörðum á ári vegna þeirra, er þá ekki líka stuðlað að verðbólgu? Skiptir ekki fyrst og fremst máli að hafa stöðugleika? Evrópumet Seðlabankans í stýri- vaxtahækkunum. OECD-met ríkis- stjórnarinnar í skattahækkunum og útgjaldahækkunum stuðlar ekki að stöðugleika. Þessir aðilar bera ábyrgð á verðbólgunni en ekki við fólkið í landinu. Höfundur er alþingismaður Verðbólgan er þér að kenna VIÐHORF aJón Magnússon Með verð- tryggingu lána sem hækka upp úr öllu valdi er stuðlað að verðbólgu. Feim-Lene Bjerre • Bæjarlind 6 • Kóp. Sími 534 7470 • Vefverslun www.feim.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-15. Vaxtalaus lán til allt að 12 mán. Gardínur 30% afsláttur MasterCard Mundu ferðaávísunina! í janúar og febrúar Tenerife Heimsferðir bjóða ótrúleg sértilboð á ferðum til Kanaríeyjunnar vinsælu Tenerife í janúar og febrúar. Nú er rétti tíminn til að tryggja sér vetrarfrí í sólinni á hreint frábærum kjörum. Mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar í boði á hverri dagsetningu – þannig að það er um að gera að bóka strax. Fjölbreytt úrval gististaða í boði á hreint ótrúlegum kjörum! Tryggðu þér sæti – bókaðu strax! Ótrúleg sértilboð frá 55.350 kr.* Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Aðeins 250 sæti á einstökum kjörum! Takmarkað sæta- og gistiframboð á sértlboðskjörum á hverri dagsetningu. E N N E M M / S IA • N M 3 51 0 8 El Duque Mjög rúmgóðar stúdíóíbúðir & íbúðir með 1 svefnherbergi Frá kr. 58.650 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Sértilboð 27. janúar. Jacaranda Hótelherbergi með „öllu inniföldu“ Frá kr. 77.250 **) Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi í viku með „öllu inniföldu“. Hotel Bahia Principe „Junior suite“ með „öllu inniföldu“ Frá kr. 89.650 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í „junior suite“ í viku með allt innifalið. Verð m.v. 2 í „junior suite“ með allt innifalið í viku kr. 117.000. Sértilboð 27. janúar. *) Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku á Barranco. Sértilboð 27. janúar.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.