Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 20

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 20
en $g Þegar stutt er í að íslandsmótið í knattspyrnu heíjist grennslast EIN- TAK fyrir hjá félögunum sjálfum um stuðningsmenn liðanna. Hina einu sönnu pallapostula sem allt vita betur og fylgjast með sínum mönnum gegnum þykkt og þunnt og fylgja þeim hvert á land sem er. Og lengra ef þurfa þykir. Má alls ekki gerast að KR verði rneistari Einar Skúlason, forstöðumað- ur, er Skagamaður í gegn eins og þeir orða það uppi á Skipaskaga. Hann er einn af þessum mönnum sem breytast hálfpartinn í bolta þegar vorilmurinn leysist úr læð- ingi og menn fara að pússa takka- skóna sína. Hann er síðhærður svo eftir því er tekið, er að nálgast fer- tugt og segist hafa drukkið þetta í sig í rúmlega tuttugu og fimm ár. „Þetta er einfaldlega bara sjúk- dómur. Þegar fer að vora gerir löngunin og spennan vart við sig og sumarið sjálft er síðan alveg yndis- legur tími, ég tala nú ekki um þegar vel gengur eins og verið hefur und- anfarin ár. Ég fer á alla leiki með Skagalið- inu, bæði heima og heiman. Einar Skúlason Skagamaður „Ég fer á a//a leiki með Skagaiiðinu, bæði heima og heiman. Reyndar er maður nú farinn að reskjast örlítið á hliðarlfnunni athafnalega séð og gerir kannski ekki sömu rósir og í den. “ Reyndar er maður nú farinn að reskjast örlítið á hliðarlínunni at- hafnalega séð og gerir kannski ekki sömu rósir og í den. Mér er sérstak- lega minnisstæður klúbbur sem var við lýði fyrir nokkrum árum og kallaðist „Vanir menn“. Þar þótti mönnum sopinn þokkalega góður á pöllunum, svona rétt til að ná mesta hrollinum úr kroppnum og þá fuku mörg gullkornin. Sumarið 1978 voru mínir gulklæddu menn að keppa uppi á Skaga. Ég man nú ekki á móti h v e r j u m þetta var en það man ég glögglega að annar línuvörðurinn var eitthvað á rangri hillu í lífinu, því að tvisvar hafði sóknarmaður gestanna hangið kolrangstæður, fengið boltann og skorað. Við áhorfendurnir urðum náttúrlega alveg arfavitlausir út í þann svart- Aðalsteinn Dalmann KR-ingur „Það eru allir KR-ingar inn við beinið og allir leikmenn vilja koma til okkar. Það er engin spurning um það að einhvern daginn mun bikarínn birtast og þess vegna spyrjum við bara að leikslokum. “ A klædda og báðum U hann vinsamlegast um að nudda stírurn- ar úr augunum og H einbeita sér að leikn- um. Ekki bætti hann ráð sitt svo neinu næmi og allt í einu veit ég ekki fyrr en ég er mættur inn á völl- inn og búinn að dangla hressilega í fánaberann. Þetta var nú ekki gert í neinni vímu eða slíku, nema þá fótboltavímu, en eitt er víst að hann stóð sig mjög vel það sem eftir lifði leiks, þessi ágæti maður.“ Fórnarðu öllu fyrir boltann? „Ég myndi nú ____kannski ekki segja öllu, þetta er ekkert man- ískt hjá mér en auðvitað hefur maður brallað ýmislegt. Ég hef nú til dæmis verið siðhærður alla mína tíð. Og sumarið 1978 þegar Skagamenn léku til úrslita í bikarnum var hárið með allra lengsta móti. I einhverju mikilmennskuæði veðjaði ég koll- unni eins og hún lagði sig fyrir titil- inn og tapaði öllu saman. Þetta er eina sinnið sem ég hef látið burstaklippa mig í lífinu." Hvernig líst þér síðan á sumarið? „Mér líst afskaplega vel á sumarið fyrir hönd minna manna. Við stefnum að sjálfsögðu á titilinn þriðja árið í röð og berum meiri ábyrgð nú en áður. Við erum eina liðið sem líklegt er til að veita þeim röndóttu keppni um dolluna og það má bara alls ekki gerast að KR verði meistari. Hér er einfaldlega um framtíð íslenskrar knattspyrnu að ræða. Það er svo nauðsynlegt að hafa þá í þessari krísu sinni lengi enn.“ „Það eru allir KR-ing- ar inn við beinið“ Einar er ekki sá eini sem þannig talar. Menn eru sammála um styrk KR-inga í sumar og óttast að stund- in sé að renna upp. það er alveg sama við hvern er rætt, ef viðkom- andi er ekki KR-ingur þá hatar hann klúbbinn. það elska allir að hata KR. Aðalsteinn Dalmann er Vestur- bæingur með stóru vaffi. Vestur- bærinn er KR og KR á Vesturbæ- inn. Svo einfalt er það. Menn eru ekki ennþá búnir að fyrirgefa manninum sem flaggaði Framfán- anum á svölum blokkar einnar við Frostaskjólið um árið. Aðalsteinn er borinn í þennan heim röndóttra og hefúr aldrei þekkt neitt annað. Synir hans, Erling- ur og Gylfi, hafa leikið með liði fé- lagsins og þess vegna hefur kannski áhug- inn verið meiri en ella. Aðalsteinn er ekki í nokkrum vafa______________ um undirrótina fyrir þessum óvinsældum KR-inga með- al liðsmanna annarra félaga: „Þetta er bara öfund og ekkert annað. þetta er afskaplega vel rekið félag og vant að sinni virðingu. Hér hafa menn alltaf keppst um að hafa gaman að þessu enda sést það best á því hversu mikið fýlgi félagið hefur þrátt fýrir að ekki hafi unnist stór titill í öll þessi ár. Mér hefur alltaf fúndist skemmtilegt að fylgjast með því hvernig fólk hefur tekið þessu í Vesturbænum. Þegar vel gengur eru allir himinlifandi og ef ekki, þá er viðkvæðið að það gangi bara bet- ur næst. Það er engin uppgjöf til í dæminu hjá þessu fólki enda ekkert félag sem á aðra eins stuðnings- menn. Flest lið eiga lítinn hóp al- vöru stuðningsmanna en hinir koma bara þegar vel gengur.“ Fylgirðu liðinu eftir? „Já, það hef ég alltaf gert meira og minna. Þetta hefur þróast hjá manni úr því að vera bílstjóri fyrir syni sína í yngri flokkunum yfir í ferðalög með drengjunum í meist- araflokknum og ég fer bæði til Eyja og norður til Akureyrar til að fylgja mínum mönnpm eftir. Eyjamenn eru alveg sér flokkur í sambandi við hróp og köll inn á vellina. þeir eru miklir sportmenn í Eyjum og finnst heldur undarlegt þegar við, heldur fámennur hópur stuðningsmanna KR liðsins förum að góla eitthvað á Hásteinsvellin- urn. Þetta hefur nú samt alltaf gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig hjá manni, konan er alveg jafn gegnheill stuðningsmaður og ég og það er ekki nema í undantekninga- tilfellum sem maður tekur þetta of nærri sér.“ 7 firiuvc Hvernig þá? „Ja, einu sinni félck ég svo að segja rauða spjaldið hjá dómaran- um í leik sem sonur minn var að spila í. Liðinu gekk eitthvað erfíð- lega að fóta sig inni á vellinum og auðvitað fór maður í framhaldi af því að kalla skipanir til sinna manna. Þetta var farið að fara í dómaragreyið og hann notaði tæki- færið, þegar einhverju sinni ég stíg frá umræðna um allt leikmönnum yfir í dómara og hinar endalausu krísur um hverfaskiptingar og eigu félaga á einstaka leikmönnum eru bara til þess fallnar að krydda tilveruna.’1 Hefurðu misst afleik? „Ekki man ég það svona í fljótu bragði. Það er alla vega orðið ansi langt síðan ef það hefur komið fyr- ir. Þetta spannst einhvern veginn út Guðmundur Óskarsson Frammari „Fólki gefst íkringum íþróttirnar enda- laus tilefni til umræðna um allt frá leik- mönnum yfir í dómara og hinar enda- lausu krísur um hverfaskiptingar og eigu félaga á einstökum leikmönnum eru bara til þess fallnar að krydda tilveruna. “ hálfpartinn inn á völlinn, til að reka mig burtu með stæl.“ Er það virkilega þess virði að vera KR-ingur, er þetta ekki ægilegur mórall sem fylgir þessu? „Nei, blessaður biddu fyrir þér. Það eru allir KR-ingar inn við bein- ið og allir leikmenn vilja koma til okkar. Það er engin spurning um það að einhvern daginn mun bikar- inn birtast og þess vegna spyrjum við bara að leikslokum." „Þetta er svo miklu betra en eiturlyfin“ Guðmundur Óskarsson, flsk- kaupmaður í versluninni Sæbjörgu, er einn heitasti Frammari síðari tíma. Hann er einn af þeim sem mætir á alla leiki, og meðal annars útileiki í Evrópukeppnum, og reyk- ir að sögn kunnugra fast að kartoni í leik. Guðmundur var leikmaður með Safamýrarliðinu á árum áður og iðkar fótboltann eins og trúar- brögð. „Eg hef stundum látið hafa það eftir mér að þetta sé eins og jákvætt fíknilyf. Þessi baktería er ekkcrt komin til að fara hjá fólki, enda engin ástæða til. Fólki gefst í kring- um íþróttirnar endalaus tilefni til frá eigin sprikli í þessu öliu saman, ástríðan og umhyggjan fyrir félag- inu er mikil og maður leggur sig allan í þetta.“ Nú eru Frammarar í nokkurri lœgð, ertu bjartsýnn á sumarið? „Ég er þokkalega bjartsýnn á komandi keppnistímabil. Ég geri mér auðvitað ljóst að raunhæfar vonir um titilinn sjálfan eru litlar, en svo er fótboltinn auðvitað svo skemmtilega óútreiknanlegur að allt getur gerst. Raunhæft tel ég hins vegar að spá liðinu sæti ekki neðar en í fýrra. Aðalbaráttan á hins vegar eftir að standa á milli Skagamanna og KR í sumar. það verða að mínu mati þrír fýrstu leik- irnir sem skipta munu sköpum í mótinu. Góð byrjun gefur mönn- um byr undir báða vængi og slærn byrjun getur sömuleiðis sett allt úr skorðum. Síðan verður það lið meistari að lokum sem sterkast verður á endasprettinum.“ „Broslegt að sjá menn merkta Chicago Bulls eða Man. Utd.“ Lið Keflvíkinga er eitt þeirra liða sem spáð er góðu gengi í sumar. Liðið sem varð fyrst Islandsmeistari 20 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI 1994 -

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.