Eintak

Tölublað

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 20

Eintak - 25.08.1994, Blaðsíða 20
■MríWjfífc mtmm&zwí Með i kögglu Undanfarin misseri hefur mikið borið á meintri og sannaðri lyfja- notkun meðal íþróttamanna. Is- lenskir afreksmenn hafa ekki farið varhluta af þessu og nú nýverið féll þekktur frjálsíþróttamaður á lyfja- prófi sem haldið var fyrir alþjóðlegt mót erle'ndis. Á síðasta ári var tekin upp h'ert reglugerð urn innflutning. steralyljaf tt] fándsins og eihn af. þeijn fyr9tu’’Sem var kærður, var nú-.< verandi dslántjsnjeistaíi r vaxtar-1 Yækt, en í farairgri hans fundust um> átt» þúsund steratöflur. f sumar: hafq, þrjú mál konrið upp .vegna> ólóglegs innflutnings á steralyfjúTn,, en áð sögn þeirra sem til þekkja hér á landi er ekki um skipulagða sölu- starfsemi að ræða, heldur eru menn að kaupa fyrir sjálfa sig og kunn- ingja. Heimildamaður EINTAKS í hópi vaxtarræktarmanna heldur því fram að lyfjanotkun sé útbreidd meðal afreksmanna hér á landi, ekki aðeins í vaxtarrækt, heldur einnig í greinum eins og knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Hundrað þúsund manns á sterum „Kröfurnar sem almenningur gerir til þessa fólks gerir það að verkum að þeir verða sér úti um hjálparmeðöl til að standast álagið sem fylgir þrotlausum æfingum og keppni,“ segir þessi heimildamaður. Hann segir ennfremur að steralyfm séu í raun skaðlaus, svo lengi sem um ofnotkun sé ekki að ræða. Heildarfjöldi þeirra sem taka inn hormónalyf í Þýskalandi er talinn vera að minnsta kosti hundrað þús- und manns, að nrati sérfræðinga á borð við íþróttalækninn Friedhelm Beuker í Dusseldorf, en hann er forseti sambands vaxtarræktar- manna í Þýskalandi. Þetta er um það bil sami fjöldi og sá sem notar „hörð“ lyf á borð við heróín eða kókaín. Stór hluti neytend- ninna eru unglingar Reyndar hefur engin vísindaleg rannsókn farið fram á notkun þess- ara lyfja í Þýskalandi, en rannsóknir í öðrum löndum eru taldar gefa áreiðanlegar vísbendingar um út- breiðslu þessara lyfja í Þýskalandi. „Menn verða að gera sér grein fyrir að þessi lyfjanotkun er þjóðfélags- legt vandamál, ekki bundið við íþróttir,“ segir Beuker. Nákvæmustu rannsóknirnar til þessa koma frá Bandaríkjunum, þaðan sem „frístundadópið“ er upprunnið. Þar hafa lyfjayfirvöld áætlað að í hópi þeirra tveggja til þriggja milljóna sem nota þessi lyf, . séu um. hálf milljón unglinga. I nafnlausri könnun í grunnskólum ogmenntaskólum í Bandaríkjurtum sqgðust um sex og hálft prósent drengja og tvö og hálft prósent s.stúlkna hafa neyft anabólískra stera. j Tveir þriðju þfeirra úoru yngri cn UJ ' ára þígar lyfjanna var neytt f fyrsta jskiptið. - Elni tilgangurinn að lítaoetur út Þessi lyfjaneysta er ekki einskorð- uð við bandaríska skóla, því af rannsókn sem gerð var við Oxford- háskólann í Englandi má telja að um 100 þúsund ungir Bretar noti hormónalyf. Flestir þeirra eru karl- kyns og að sögn þeirra sem til þekkja er tilgangurinn aðeins einn; að líta betur út. Emil Vrijman, læknir og for- stöðumaður upplýsingamiðstöðvar um lyfjanotkun í íþróttum í Hol- landi, segir að anabólískir sterar séu ekki lengur eingöngu notaðir til þess að auka árangur í keppnis- íþróttum. Hann segir að áberandi stór hluti notenda komi úr efri stéttum þjóðfélagsins, ólíkt vaxtar- ræktarmönnum, og í hugum þeirra séu þessi lyf jafn sjálfsögð í líkams- rækt eins og lóðin og hlaupahjólið. Veltan orðin um 500 milljónir marka Þrátt fyrir hættulegar afleiðingar steranotkunar hefur fjöldi notenda aukist og með þeim stækkar sá svarti markaður sem sér notendum fyrir lyfjunum. Þar sem þessi efni eru lyfseðilsskyld verða notendur sér úti um þau í gegnum skipulögð alþjóðasamtök og í gegnum auglýs- ingar í vaxtarræktartímaritum er á auðveldan hátt hægt að panta lyfin. Skotið hefur verið á að velta þessara viðskipta í Þýskalandi einu sé að minnsta kosti ioo milljónir marka og Beuker heldur því fram að raun- veruleg velta sé að minnsta kosti fimm sinnum meiri. Talið er að markaðurinn í Bandaríkjunum sé enn stærri, eða um þrír milljarðar marka. Sú starfsemi sem lögregla og tollayfirvöld í hinum ýmsu löndum hafa komið upp um, bendir til þess að slíkar ágiskanir séu ekki fjarri Islcridingar reyna að smygla inn steratöflum Þrju mal um tima A skommum tima hefur orðið uppvíst um þrjár tilraunir til innflutnings á steralyfjum til lands- ins. Þetta gerðist 14. maí, 27. júlí og nú síð- ast 13. ágúst. í öllum tilvikum var um notend- ur að ræða og var fíkni- efnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á ferðinni í öll skiptin.O sanni. 1987 var komið upp um smyglstarfsemi með steralyf í Eng- landi og velta þeirrar starfsemi var metin á 40 milljónir punda. Árið 1991 tilkynnti þýska lögreglan um 58 tilfelli ólöglegrar verslunar með steralyf, en tók það jafnframt fram í skýrslu sinni að einungis lítill hluti starfseminnar kæmist upp. Austur-Evrópa tekin við af Austurlöndum Og einstök tilfelli sýna í hvaða mæli þessi starfsemi er stunduð. Lögreglan í Slésvík-Holstein í norð- urhluta Þýskalands kom upp um litla lyfjaverksmiðju í borginni Ratzeburg, þar sem finna mátti 1,4 milljónir tafia ásamt nokkur hundr- uð kílóum af efni sem átti effir að móta í pilluform. Efnin áttu upp- runa sinn að rekja til Póllands og verð framleiðslunnar á svörtum markaði var áætlað vera fjórar og hálf milljón þýskra marka. Nokkr- um dögum seinna var íþróttamaður „Steranotkun er vaxandi vanda- mál meðal venjulegm unglingau segir Pétur Pétursson læknir. Steranotkun ungmenna í heim- inum er að aukast og sérstaka at- hygli vekur að hlutfall venjulegs fólks og svo affur íþróttamanna er að breytast. Venjulegt fólk notar stera í auknum mæli til að ná fram betra' útliti og til að bæta sjálfs- myndina. Pétur Pétursson, læknir á Ak- ureyri, hefur mikið- fjallað um notkun steralyfja meðal íslenskra vaxtarrætarmanna og hann segir að notkun þessara lyfja meðal ungs fólks sé stöðugt vaxandi vandamál. „Þetta er velþekkt úti í Evrópu og ekkert bendir til annars en að þetta viðgangist hér einnig,“ segir hann. „Kannanir erlendis hafa sýnt að íþróttamenn eru að komast í minnihluta þeirra sem nota þessi lyf og það er ótrúleg staðreynd að mínu mati. Þessir aðilar sem nota lyfin gera sér ekki grein fyrir hætt- unni sem þetta veldur, þeir eru síð- astir til að sjá breytingar á líkam- legu og andlegu atgervi sínu og það eru oftast foreldrar eða makar, oft- ast kærustur sem sjá hvað er á seyði.“ Nú segir heimildamaður okkar að t lagi sé að taka steralyfm, ogþau séu skaðlaus svo lengi sem um ofnotkun sé ekki að rœða? „Ég er þeirrar skoðunar að ef um heilbrigða einstaklinga sé að ræða sé notkun þessara lyfja ofnotkun. Svo einfalt er það. Sé einstaklingur- inn hins vegar með of lítið magn þessara hormóna í líkamanum þá er ósköp eðlilegt að hann innbyrði þessi lyf.“ Nú hafa borist fréttir af óprúttn- um aðilum sem selja þessi lyf en hafa eitthvað allt annað í umbúðunum, svo sem penisillín og svo framvegis? „Já, þetta hef ég heyrt. Þetta er auðvitað stórhættulegt og gerir þetta mál enn alvarlegra. Það er nógu hættulegt fyrir líkamann að fá inn í sig aukið magn hormóna þótt ekki bætist við einhver óáran sem enginn veit hvað er. 1 raun má segja að öll Iyf sem ekki fara í gegnum lyfsala séu varasöm, því maður er ekki klár á því hvað þau inni- halda.“ O tekinn í fylkinu Westfalen með rúma hálfa milljón sterataflna. Fyrir nokkrum árum voru þessi efni aðallega sótt til Austurlanda, Frakklands og Spánar, en eftir fall járntjaldsins hefur framboð þessara efna frá Austur-Evrópu stóraukist. Vaxandi framboð hefiir þrýst verð- inu niður. „Vikuskammtur af ster- um kostaði áður um 800 mörk, en nú er hægt að fá hann fyrir 35, sem þýðir að venjulegur unglingur getur borgað þetta af vasapeningum sín- um,“ segir Beuker. Mikil gróðavon Þrátt fyrir lækkað verð, er enn mikil gróðavon falin í innflutningi þessara lyfja. í mars í fýrra fann þýska lögreglan rúmlega 700 þús- und rússneskar steratöflur faldar undir sæti í langferðabíl. Þessar töfl- ur kosta um fjörutíu þúsund mörk í Rússlandi, en í Þýskalandi hefði gróðinn sennilega orðið á bilinu tíu tii tuttugufaldur. Þar sem mögulegur gróði er mik- ill og refsingar eru minni en þegar um venjuleg fikniefni er að ræða, fjölgar þeim stöðugt sem vilja leggja þessa verslun fyrir sig. „Innflutning- urinn er tiltölulega einfaldur," segir hollenskur smyglari sem blaðamað- ur Stern talaði við. Hann er með á sínum snærum ffamleiðanda í Pól- landi, sem flytur vöruna til Ianda- mæra Þýskalands. Þar tekur annar aðili við lyfjunum og flytur þau til fastra viðskiptavina í Mið-Þýska- landi. „Áður fyrr vissum við ekki hvers konar lyf hann myndi koma með í næstu ferð. Nú vitum við ná- kvæmlega hver þörfin er á hverjum tíma og flytjum eingöngu það magn í hverri ferð. Þar með stígur effir- spurnin." Þessi smyglari flytur •einnig lyf til Hollands, þar sem smá- salar taka við þeim, eða þau eru seld föstum viðskiptavinum. „Ég nota sendiboða sem fá, auk þóknunar, sína skammta frítt, þannig að kerfið er næstum því vatnsþétt," segir þessi hollenski smyglari. Fölsk lyf á markaoinum En á þessum markaði eins og annars staðar má finna maðka í mysunni. Fundist hafa lyfjaglös merkt með Testosteroni, sem hafa reynst vera full af penisillíni og önn- ur hormónalyf hafa verið bætt með svefnlyfjum, eða jurtaolíu. Hol- lenski smyglarinn segist reglulega líta eftir gæðum framleiðslunnar. „Ég hef engan áhuga á því að lenda í fangelsi fyrir manndráp vegna lé- legrar framleiðslu eða svikinnar vöru,“ segir hann. Aðspurður hvort það nagi ekki samvisku hans, að viðskiptavinirnir geti einnig drepið sig með ofneyslu ósvikinnar vöru, svarar hann: „Það skiptir mig engu. Ég er kaupsýslumaður og viðskipta- vinirnir verða að vita hvað þeir eru að láta ofan í sig.“ © FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.