Vikublaðið


Vikublaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 25.03.1993, Blaðsíða 11
Ingibjörg Stefánsdóttir Á síðasta áratug hafa viðhorf til þróunaraðstoðar breyst og æ fleiri komist á þá skoðun að grundvallarbreytinga sé þörf. Það starf sem þykir hafa gefist best er starf frjálsra félagasam- taka bæði í landi gefanda og þiggjanda. Slík samtök hafa þann kost að vera skipuð hug- sjónafólki og eru ekki of tengd valdastofnunum í þjóðfélaginu. Þeim tekst því oft að ná til afskiptari hópa þjóðfélagsins og vinna þannig meira gagn. Með samvinnu við frjáls félagasamtök í þróunarlöndunum er leitað eft- ir hugmyndum fólksins sjálfs um hvers konar aðstoð geti komið því að mestu haldi. Eitt slíkra félaga er Oxfam - Oxford Famine Relief. Það hefur m.a. stutt verkefrii í Bangladesh sem sérstaklega er beint til kvenna. Oxfam er ekki eitt um að beina aðstoð sinni sérstaklega til kvenna. Frá 1987 hefur þróunar- aðstoð Hollendinga haft að markmiði að bæta kjör kvenna í þróunarlöndunum. Eina stofn- un SÞ sem hefur að markmiði að vinna að betri hag kvenna í 3. heiminum er UNIFEM. Þessi skammstöfun stendur fyrir United Nations Development Fund for Women eða Þróunar- sjóður Sameinuðu þjóðanna til styrktar konum. Misbýður hvorki menningu né umhverfi Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna stofhaði árið 1976, eða í upphafi kvennaáratugar, sjóð sem nefndur var Voluntary Fund for the United Nations Decade for Women, eða Sam- skotasjóður Sameinuðu þjóð- anna vegna kvennaáratugarins. I lok áratugarins, 1985, fékk sjóð- urinn það nafn sem hann hefur nú, UNIFEM, og enn eru helstu tekjulindirnar frjáls framlög að- ildarríkja SÞ sem að sjálfsögðu geta reynst ótrygg. UNIFEM fær einnig framlög frá ýmsum ffjálsum félagasamtökum og ein- staklingum. Að sögn Sigríðar Lillýjar Baldursdóttur, formanns UNIFEM á íslandi, er Helvi Sipila, fýrrum aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, Ijósmóðir sjóðsins en sjálf segir Helvi sjóðinn vera afkvæmi kvennaáratugarins enda hafi hugmyndin að honum fæðst á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkóborg árið 1975. Sjóðurinn veitir konum um allan heim aðgang að lánum, UNIFEM: Hjálpar konum að hjálpa sér sjálfum Ymis rök hafa verið færð fyrir því að beina þróunaraðstoð sérstaklega til kvenna. Líklega er áhrifaríkast að benda á hve litlu hin hefð- bundna þróunaraðstoð, sem miðast hefur við þarfir karla, hefur fengið áorkað. Önnur veigamikil rök eru þau að konur eru helstu matvælaframleiðendur þriðja heimsins. Því liggur í hlutarins eðli að til þess að leysa fæðuöflunarvandann er nærtækast að beina aðstoðinni til þeirra. Einnig má benda á að konur eru miklu tengdari börnunum en karlarnir. Ef móð- irin hefur það gott, þá hafa börnin það líka gott, sérstaklega stúlkurnar. í þriðja heiminum viðgengst hræðilegt misrétti gagnvart konum, sem bitnar ekki síst á stúlkubörnum. Þessu verður að breyta og þarna getur þróunaraðstoð, sem bein- ist sérstaklega að konum, komið að notum. þjálfun og tækni við hæfi. UNI- FEM hefur tileinkað sér vinnu- brögð frjálsra félagasamtaka að því leyti að hann vinnur náið með skjólstæðingum sínum, skil- greinir verkefnin út frá aðstæð- um á hverjum stað og gætir þess að misbjóða ekki menningu og umhverfi. Mikiðfyrir lítið Ef litið er til þess hve lítið fé UNIFEM hefur til umráða þá er ótrúlegt hve miklu sjóðurinn hefur komið til leiðar. Verkefni UNIFEM eru sjaldnast stór í sniðum og litlum fjármunum varið í hvert þeirra. Þau hafa þó oft breytt ótrúlega miklu. Sjón- um hefur gjarnan verið beint að þeini ótölulega fjölda kvenna í 3. heiminum sem stunda einhvers- konar smáatvinnurekstur. Aðal- áherslan er lögð á að hjálpa kon- unum til þess að hjálpa sér sjálf- ar. Oft þarf að breyta verkefn- um eftir því sem þarfir kvenn- anna koma betur í ljós. Til þess að kennsia í íyrirtækjarekstri og bókltaldi komi að gagni þurfa konurnar að kunna að lesa og reikna. Ef konurnar eru ofhlaðn- ar vinnu, þá geta þær ekki stund- að námskeið eða byrjað nýjan at- vinnurekstur. Því er grundvallar- atriði að hjálpa þeim að stytta þann tíma sem fer í að sinna brýnustu þörfum fjöskyldunnar. I því skyni hefur verið unnið að útbreiðslu tækni sem hæfir á hverjum stað. Sjóðurinn hefur unnið í samvinnu við UNDP, þ.e. Þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna, að verkefnum sem stuðla bæði að betra lífi fyrir konur og þar með fjölskyldur þeirra og taka sérstakt tillit til umhverfisvemdarsjónarmiða. Einfóld tcekni - mikill árangur Árið 1986 hófst í Mexíkó verk- efni þar sem konur voru þjálfað- ar í að framleiða, nota og halda við vamsdælum. Þannig fékkst betri nýting vatns á svæðinu. Einnig var þeim kennd einföld tækni við að taka maís af stöngl- um og rnylja hann. Sú tækni, á- samt notkun vamsdælanna, spar- aði þeim rnargra klukkusmnda vinnu á dag. Með aðstoð lána frá UNIFEM komu þær á fót arðbæram atvinnuvegum, s.s. rækmn sykurreyrs og frain- leiðslu vamsdæla. Verkefnið í heild kostaði u.þ.b. 17,5 milljón- ir íslenskra króna, en hefur kom- ið fjölmörgum konum og þar með samfélaginu í heild til góða. I Thailandi fengu konur orku- sparandi ofna og þannig dró úr vinnu við að sækja eldivið. Um leið björguðust mörg trén í regnskóg- um landsins. Vinnuspamaðurinn gerði konunum kleift að hefja bý- flugnarækt og húsgagnagerð sér og sínum til ffamferslu. Undirbúningur korns til neyslu gemr tekið konur allt að sjö klukkusmndum á dag. Þar af tekur fjórar klukkustundir bara að rnala það. I Gambíu styTkti UNIFEM, ásamt ríkisstjóm Ital- íu, kvennahópa í 15 þorpum til þess að koma sér upp dísilknún- um myllum sem möluðu kornið á aðeins fimm mínúmm. Kon- urnar segja mylluna vera það besta sem þeim hefur hlomast og geta þær nú notað tímann sem sparast til að rækta meira af matvælum. Ein feennanna segist nota tímann sem sparast til að reyta meiri arfa og rækta meiri mat. UNIFEM á íslandi Fyrsm árin eftir stofnun sjóðsins árið 1976 var hann styrkmr af ís- lenska ríkintr. Sá styrkur féll nið- ur þegar sjóðurinn fékk nafnið UNIFEM árið 1985. Það var ekki fyrr en 18. desember 1989 að íslenskt aðildarfélag að UNI- FEM var stofnað. Það gerðist á tíu ára afrnæli samþykktar Sam- einuðu þjóðanna um afnám mis- réttis gegn konuni. Helstu verk- efni sjóðsins til þessa hafa verið fjáraflanir og kynningarstarfsemi. I maí fer formlega af stað verk- efni UNIFEM á íslandi meðal akuryrkjukvenna í Perú og í Ekvador. Undirbúningi að þessu verkefni er nú lokið, en hann fólst í stofnun 50 kvennahópa í fimm Andes-löndum. Þessir hópar vora heimsóttir og komið var á tengslum milli þeirra. Umi- ið var að bættri sjálfsvitund kvennanna og þær fengu fræðslu^ um allt frá sáningu til markaðs- setningar. Eftir að þessurn und- irbúningi var lokið vora tveir hópar valdir úr. Þeir rnunu fá beina tæknilega og fjárhagslega aðstoð. Hinir hóparnir munu njóta góðs af starfinu á óbeinan^ hátt í gegnum tengsl sín við þessa tvo hópa og fréttabréf sem gefið verður út um þetta starf. Sharon Copeling-Alakija, sem verið hefur framkvæmdastjóri UNIFEM frá 1989, kom nýlega hingað til lands. Vonandi verð- ur heimsókn hennar til að aukam áhuga Islendinga á þróunarmál- efnum og að skammarlega lágt framlag okkar verði hækkað. Góður árangur af verkefnum UNIFEM á Islandi ætti einnig að efla þennan áhuga. Nú era félagar sjóðsins hér á landi 150^’ og er þar ýmist um að ræða ein- staklinga eða félagasamtök. Nýlega hélt Jón Ormur Hall- dórsson erindi hjá UNIFEM á Islandi, en hann hefur látið þróunaraðstoð mjög til sín taka. Þar hvatti hann stjórnvöld til að veita öllum þeim fjármunum sem íslenska ríkið ver nú til Þróunarsamvinnustofnunar ís-*" lands í það að styrkja frjáls félagasamtök á borð við UNIFEM Eftirfarandi útboð eru til afhendingar ú skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. 1. Röntgenfilmur. Opnun 26. mars 1993 kl. 11:00 2. Rannsóknorstofnun landbúnaðarins, útveggjaklæðning ofl. Útboðsgögn eru seld ú kr. 12.450,- m/vsk. 11\1 l\lKAUPASTOFl\IUN RIKISINS SAMTÖK HERSTOÐVAANDSTÆÐINGA AUGLÝSA: 30. mars dagskrá í Risinu, Hverfisgötu 5, þriðjudaginn 30. mars kl. 20:30 Ávarp formanns: SigþrúSar Gunnarsdóttur • Upprifjun á atburðum 30. mars 1949: ViSar Eggertsson og Olga GuSrún Árnadóttir • Söngur: Steinunn Olína Þorsteinsdóttir • Ávarp: Siguröur A. Magnússon • Upplestur: Linda Vilhjálmsdóttir • Tónlist: Synir Raspútíns • Leynileikhúsið • Tónlist: Reynir Jónasson Mætum öll!

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.