Vikublaðið


Vikublaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 4
4 Launln VIKUBLAÐIÐ 10. NOVEMBER 1995 Siðvæðing launakerfLsins Það voru orð í tíma töluð þegar Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra lýsti því yfir á Alþingi að hann teldi ráðlegt að aðilar vinnumarkað- arins, stjómvöld, atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin settust niður og reyndu að finna í sameiningu sið- ferðilegan grundvöll undir launa- kerfið. Svo sannarlega er það rétt hjá ráð- herranum að það vantar siðferðileg- an gmnn undir launakerfið í heild. Launasamningar síðustu áratuga bera vissulega vott um siðleysi. Það siðleysi kemur ífam með ýmsu móti. Laun era launþeganum lífsnauð- syn í bókstaflegri merldngu. Einu möguleikar hans til að sjá sér og sín- um farborða .er að selja vinnuafl sitt. Þegar gerðir hafa verið launasamn- ingar undanfama áratugi hefur hins vegar aldrei verið tekið mið af þörf- um launþegans, aldrei verið íhugað hvort þau laun sem um var samið myndu endast honum til framfærslu. Allir útreikningar og tölur, sem rætt er um við samninga, íjalla um af- komu fyrirtækjanna eða ríldssjóðs, ekki afkomu launþegans. Þetta hefur leitt til þess að fjölmennir hópar latmþega búa við örbirgð þrátt fyrir fulla vinnu. Ef hinir þríeinu aðilar Iaunamark- aðarins era spurðir hvemig launþeg- inn eigi að draga ffam lífið á þeim launum sem þeir hafa samið um fyrir hann þá ýmist þegja þeir eða svara í axarskaft. Það virðist ekki koma mál- inu við. Það að semja fyrir fólk um laun, sem ekki endast því til almennrar ffamfærslu miðað við dagvinnu, er siðleysi. Laun hjá stórum hópi laun- þega era komin niður fyrir ffam- færslumörk. Það er því löngu tíma- bært að allir aðilar málsins geri sér grein fyrir hvað séu lágmarksþurffar- latm. Hinir þríeinu aðilar launamark- aðarins eiga að hætta að jcoma sér saman um að þúsundir Islendinga Ef hinir þríeinu aðilar launamarkaðarins eru spurðir hvernig launþeginn eigi að draga fram lífið á þeim launum sem þeir hafa samið um fyrir hann þá ýmist þegja þeir eða svara í axarskaft. Það virðist ekki koma málinu við. Það að semja fyrir fólk um laun, sem ekki endast því til almennrar framfærslu miðað við dagvinnu, er sið- leysi. Laun hjá stórum hópi launþega eru komin niður fyrir framfærslumörk. Það er því löngu tímabært að aUir aðUar málsins geri sér grein fyrir hvað séu lág- marksþurftarlaun. Hinir þríeinu aðilar launamark- aðarins eiga að hætta að koma sér saman um að þúsundir íslendinga skuli búa við örbirgð. Guðmundur Helgi Þórðarson fyrrv. heilsu- gœslulœknir skrifar skuli búa við örbirgð. Hinn endinn á siðleysinu era svo ofurlaunin, þ.e. þegar menn fá miklu hærri upphæð í laun en þeir þurfa til að ffamfleyta sér. Þetta er jafnalvar- legt vandamál og hungurlaunin og það er samband þama á milli. I fyrsta lagi er rétt að gera sér grein fyrir því að „það er nefnilega sam- hengi milli himinhárra launa annars vegar og hraksmánarlegra launa hins vegar“, svo vitnað sé í ummæli Og- mundar Jónassonar í Morgunblaðinu 21. september sl. Ofurlaunin era sem sé siðlaus vegna þess að þau era ein af orsökum hraksmánarlegu launanna. Þetta gildir tun öll ofurlaun, hvort sem um er að ræða himinháa launa- taxta, fjölstörfungakerfið, þar sem menn era á launaskrá á mörgum stöðum samtímis eða menn þiggja ó- hóflegar sporslur og aukagreiðslur ofan á laun sín. Ef hinir þríeinu aðilar latmamark- aðarins hyggjast finna siðferðilegan grundvöll undir launakerfið, þurfa þeir að taka til í ofurlaunasukkinu. Þeir gætu byrjað á því að „gera launa- kerfið gagnsætt" eins og komist er að orði í kosningastefnuskrá Alþýðu- bandalagsins fyrir síðustu kosningar. Efnahagslegt misrétti ber vott um siðlaust þjóðfélag. Efnahagslegur jöfnuður er einn af homsteinum sið- menningarinnar og ætti ekki að þurfa að færa ffekari rök fyrir því, ef allt væri með felldu. Því þjóðfélagi, sem er klofið niður í rót með himinháu launamisrétti, famast ekki vel. Oft er sagt að það eigi að greiða mönnum í vissum störfum há laun vegna þess að þeim fylgi svo mikil á- byrgð. Því meiri ábyrgð, því hærri' laun. Á bak við virðist vera sú hugsun að ábyrgðartílfinning manna aukist í réttu hlutfalli við upphæð launanna. Þetta er rangt. Ofurlaunin virðast þvert á móti vera siðspillandi og virð- ast þau áhrif vera nokkum veginn í réttu hlutfalli við upphæð ofurlaun- anna. Okkur berast nánast daglega ff egnir af hvers konar misferli bæði innan lands og utan. Yfirleitt tengist það fólld með ofurtekjur. Háu launin virðast hafa valdið því að þetta fólk hefur tapað áttum, talið sér allt leyfi- legt- Jafnlaunastefha virðist því vera leiðin til að finna þann siðferðis- grundvöll sem utanríldsráðherrann er að svipast eftir. Það er mikið talað um að bæta í- mynd Islands með því að kynna það sem hreint og ómengað land og þjóðina sem umhverfisvæna þjóð. Hvernig væri að reyna að kynna ís- lenskt þjóðfélag sem siðmenntað þjóðfélag þar sem jöfhuður þegnanna væri í heiðri hafður í ríkara mæli en annars staðar í veröldinni? Jón Þorvarðarson: Fær tæplega 100 þúsund krónur í kaup á mánuði á meðan norrænir kollegar hans fá 200 þúsund krónur. Færeyskir, danskir og grænlenskir kennarar með tvö- falt hærra kaup en þeir íslensku „Eg hef sótt um orlof fimm sinn- um og fékk það loks í gegn núna,s‘ segir Jón Þorvarðarson, sem kennt hefur stærðffæði við Fjölbrautarskól- ann í Breiðholti í sautján ár og er nú staddur í latmuðu árs orlofi í Kaup- mannahöfn. Hann leggur stund á nám í kennsluffæði stærðffæðinnar við Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn. Einnig lærir Jón hvemig hægt er að nýta tölvur í meira mæli í stærðffæðikennslu, sérstaklega fyrir þá nemendur sem eiga erfitt með stærðfræðinám. „Eg tel mig ágætan í stærðffæðinni sem slíkri, en það má alltaf bæta sig í hvemig á að kenna,“ segir Jón. Kennarar hafa rétt á því að sækja um orlof effir fimm ár en reyndin er að nánast enginn möguleiki er á því fyrr en efrir minnst fimmtán ára kennslu. „Það era um það bil ellefu hundrað ffamhaldskólakennarar á ís- landi og af þeim fjölda fá ekki nema fjórtán til fimmtán orlof á hverju ári, sem mér finnst of lítið. Á annað hundrað kennarar sækja um orlof hverju sinni. Flestum er hafnað. Eg hef sótt um orlof fimm ár í röð og er að fá það fyrst núna.“ Hvernig get ég lifað á þessum launum? „Á stúdentagörðunum þar sem ég bý era grænlenskir, færeyskir og dansldr kennarar að læra það sama og ég. Ég forvitnaðist að gamni um hver launamunurinn væri á milli okkar. Meðan ég hef u.þ.b. 9500 krónur danskar (95 þús. ísl. kr.) á mánuði í laun hafa þeir ríflega tutmgu þúsund krónur (200 þús. ísl. kr.). Þeir búa í næsta herbergi við mig og era að gera nákvæmlega það sama og ég. Þegar þeir komust að því hve laun mín vora lág ráku þeir upp stór augu. Það varð bara almennt hneyksli í gangi. Ég var mildð spurður að því hvemig í ó- sköpunum ég og aðrir Islendingar gætum lifað við þessi lágu laun.“ Jón segir þó aldrei hafa hvarflað að sér að skipta um vinnu. Honum þyk- ir mjög gaman að kenna. „Til að bæta launin hafa flestir kennarar þurff að vinna einhverja yfirvinnu. Ég hef ver- ið heppinn að ná mér í aukavinnu því ég kenni í kvöldskólanum. En það er mjög sh'tandi að vinna svona mikið. Ég er stundum að kenna allan dag- inn, kenni svo um kvöldið líka.' Má segja að ég vinni suma dagana myrkranna á rnilli." Hjólið besta farartækið ■ „Ég kom til Danmerkur mánuði áður en skólinn hófst til að æfa dönskuna. Danskan var ffekar erfið í byrjtm en hún kemur hægt en öragg- lega. Mér gengur vel að lesa dönsku og þokkalega að tala en það erfiðasta er að hlusta á Dani tala. Ég bjó að vísu í Danmörlcu fyrstu fjögur ár mín þannig að ég hef verið að bíða eftír að danskan rifjist upp fyrir mér en það hefur eldd gerst ennþá,“ segir Jón og hlær. Annars líkar mér mjög vel hér. Ég hafði ekki tök á að taka fjölskyld- una með en hér er nóg að gera. Nám- ið tekur sinn tíma. Svo er ég kominn í fótboltaklúbb þar sem einkunnar- orðin era „Aldrei að æfa, bara keppai“ Nú svo spila ég núkið bridds. Ég keypti mér hjól og nota það mjög mikið. Aðstæður til að hjóla héma era alveg ffábærar og samgöngur al- mennt mjög góðar. Rétt hjá þar sem ég bý er lestarstöð, svo era fjórir- fimm strætisvagnar sem ég get valið um. En ég tek samt hjólið ffamyfir," segir Jón að lokum. Guðbjartur Finnbjömsson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.