Frjáls þjóð

Tölublað

Frjáls þjóð - 12.05.1956, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 12.05.1956, Blaðsíða 4
4 FRJÁLS ÞJÓÐ Laugardaginn 12. maí 1056 FRJÁLS ÞJÖÐ Útgefandi: f»jóðvarnarflokkur íslands. Ritstjóri: Jón Helgason, sími 6169. Framkvœmdarstjóri: Sigurjón Þorbergsson, sími 6765. Afgreiðsla: Lækjargötu 8, Rvík. Sími 8-29-85. — Pósthólf 561. Áskriftargjald kr. 6,00 á mánuði. — Verð í lausasölu kr. 2,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Þurrafúinn í íhaldinu tfr víöri veröld. Filippseyingar una ekki lengur hersetu Filipþseyjum eiga sér nú stað mikil umbrot. Eyjarnar fengu að nafninu til stjálfstæði 4. júlí 1946, en Bandaríkjamenn hafa þar fjórtán setuliðsstöðvar, bæði flugstöðvar og flotastöðvar, og ríkisstjórnin er í meira lagi höll undir hið erlemda hervald, sem fært hefur sig mjög upp á skaftið í skjóli henmar og gert sig ærið heimakomið. En fólkið er orðið þreytt á undirlægjuhætti stjórn- ar sinnar og yfirgangi hernámsliðsins. Það hefur lengi soðið und- ir niðri, en nú er ólgan komin upp á yfirborðið. — Hér má bætá því við, að svipuð er afstaða Ceylonsbúa til ensku herstöðvanna. Setuliðið verður að fara. I Singapore má vænía svipaðrar afstöðu mjög bráðlega. Foringjar Sjálfstæðisflokks- ins sáu, sem kunnugt er, enga ástæðu til þess, að landsfundur þeirra á dögunum gerði neina samþykkt um það, hvernig flokkurinn hyggst bregðast við efnahagsvandræðum þeim, sem nú ógna þjóðinni mest eftir hina löngu samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar. — Það eitt hafði landsfundurinn til þeirra mála að leggja, að auknar skyldu niðurgreiðslur úr ríkissjóði um eitthvað þrjá- tíu milljónir og almenningi með því bættar margfalt meiri álögur, er bætt var ofan á ann- að á þinginu í ferbúarbyrjun í vetur, svo að atvinnuvegunum yrði fleytt um stundarsakir. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ckkert annað fram að færa — alls enga vísbendingu um j það, hvernig hann hyggst bregðast við, er sjávarútveg- urinn stöðvast að nýju, eins og fyrirsjáanlegt er, að hann gefir, ef fylgja á gömlu stjórnarstefnunni enn, 'þótt ekki væri nema um örstutt skcið. Maður hélt, að þessum mál- úrri kýnnu að verða gerð betri skil í samþykktum flokksins um sjávarútvegsmál, því að næsta ótrúlegt þótti, að stæi’sti flokkur landsins hefði með öllu lokað augunum fyrir mesta vandanum, sem að steðjar. En það bar ekki á öðru. — Sjálfstæðisflokkurinn lætur sig hafa það að ganga til kosninga án þess að hafa á j takteinum neinar ábending- j ar um bað, livernig hann j ætlar að fleyta aðalútflutn- j ingsframleiðslu landsmanna. í samþykktinni um sjávar- útvegsmál var því allmjög hrósað, hve vel hefðu gefizt ráðstafanir Sjálfstæðisflokksins á því sviði „undanfarinn ára- tug“, ekki vantaði það, og stað- 'hæft var, að þær „hafi haft mikla þýðingu fýrir uppbygg- ingu sjávarútvegsins.“ Hins var ekki getið, hvaða hlut Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt að því, að hann er stöðugt rek- jnn með sívaxandi tapi. Síðan pamþykkti landsfundurinn til- lögur um björgunarmál, vöru- vöndun, lendingarbætur, þurra- fúa, háhyrninga og fleira — allt mál, sem nytsamt var að | fjalla um. En bað var bara | farið á svig við aðalvand- ann — hversu gera skuli út- j gerðina færa um að bera sig án þess að auka sífellt ríkis- j styrki til rekstrarins með hverju misseri. Og það er I óneitanlega nokkur agnúi. ★ • : Nú er bezt jað víkja um stund frá landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, sem engar tillögur hafði fram að færa um viðreisn útvegsins. Nýlega hafa verið iialdnir í.Reykjavík fundir út- gerðarmanna og fiskframleið- enda. Og þar kvað við þann tón, að eitthvað virðist bresta á um „uppbyggingu sjávarút- vegsins“, þrátt fyrir hina á- gætu og vegsörpuðu „forystu Sjálfstæðisflokksins.“ Framkvæmdarstjóri Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna lýsti nefnilega yfir því í ræðu, að þrátt fyrir allar nýju álögurnar í vetur, væri aðeins grundvöllur fyrir rekstur bátaflotans um há- vertíðina, um fimm mánuði af árinu, og engar ráðstaf- anir hefðu verið gerðar til þess, að vorsíldveiði gæti hafizt, enda þótt vitað sé, að næg síld sé gengin. HANN BOÐAÐI MEÐ ÖÐRUM ORÐUM STÖÐVUN BÁTA- FLOTANS NÚ ÞEGAR. — Þar að auki var beðið um fimmtíu milljónir króna í, reiðufé til bess að gera upp við vertíðarfólkið. Sumir þeirra manna, sem þessa fundi útvegsmanna sátu, voru einnig á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins örfáum vikum áður. En þar virðast þeir ekki hafa hirt um að reifa svona mál. Þeir gerðu þar samþykktir um þurrafúa og háhyrning, vissulega veruleg vandamál, en í Ijós kom sá þurra- fúi í Sjálfstæðisflokknum sjálfum, að • við hinum stærstu og alvarlegustu vandamálum mátti ekki hreyfa né flokkurinn hafa í þeim neina yfirlýsta stefnu. Háhyrningar íhaldsins þorðu ekki að orða það, hvernig í rauninni er komið undir stjórn þeirra. Nú er spurningin: Ætl- ar strandkapteinninn Ólafur Thors að gefast upp, láta leggja flotanum, lofa þjóðarskútunni að brotna í spón í brimgarðin- um? Eða býr hann yfir ein- hverjum snillibrögðum, sem hann vill ekki nefna fyrir kosningar, en ætlar að beita eftir þær, ef hann heýdur stóln- um sínum í stjórnarráðinu? -----♦------- Mei- og affor nei Aumingja Þjóðviljinn lætuf eins og það gegni einhverri furðu, að Þjóðvarnarflökkurinn skyldi ekki ganga í kösninga- bandalag við menn hans í vor. Það sýnir, ásamt mörgu öðru, hve minni Þjóðviljaritstjóranna er valt. Þjóðvarnarflokkurinn fékk sams konar tilboð úr þeirri átt fyrir kosningarnar 1953. Þá stóð honum einnig til boða samfylking við Sósíal- istaflokkinn, en henni var hafnað með öllum atkvæð- um þeirra manna, er þá áttu sæti í stjórn og flokksráði Þjóðvarnarflokksins. Það var Filippseyjar eru, sem kunnugt er, liluti eyjaklasa þess, sem ligg- ur suður af Kína allt að strönd- um Ástralíu. í hánorður er For- mósa, en í suðri hið óravíðlenda eyjaríki Indónesa. Að flatarmáli eru Filippseyjar þrefalt stærri en ísland, alls sjö þúsund eyjar, en íbúarnir eru yfir tuttugu millj- ónir. Yfirgnæfandi meirihluti er Malajafólk, en ofurlítið er þar líka af Kínverjum. Fjórir af hverjum fimm landsmönnum eru rómversk-kaþólskir, en tiundi hlutinn játast sjálfstæðri, fil- ippskri kirkju. Auk þess er þar allriiargt Múhameðstrúarmanna og nokkuð af Búddhatrúarmönn- um. Rösklega helmingur lands- manna er læs og skrifandi, þorri fólks talar M-alajatungu, sem nú er orðið rikismálið, nálægt fimmti hluti ensku og nokkur hluti spænsku. Kúgunarsaga Filippseyinga. (Jpánverjar tóku að brjóta eyj- arnar undir sig fyrir fjögur hundruð árum, en ekki höfðu þeir að fullu hnekkt landsmönn- um fyrr en á miðri nítjándu öld. Síðan var kyrrt að k-alla um stutt skeið. 1896 liófst uppreisn mikil gegn Spánverjum, er að vísu var bæld niður, en gaus þó upp hvað eftir annað. Bandaríkjamenn skárust-í leikinn, foringjar Fil- ippseyinga lýstu land sitt sjálf- stætt, en Bandaríkjamerin gleyptu bitann, fengu afsal sér til handa frá Spánverjum og beittu síðan her sínum gegn Filippseyingum sjálfum. , 1916 náðu Filippseyingar þó of- urlitlum réttindum sér til handa, og árið 1934 var heim-astjórnin aukin, jafnframt því sem Banda- ríkjainenn lofuðu þeim frelsi og sjálfstæði að tiu árum liðnum. Því var þó siðar skatið á frest um sex ára skeið. En áður en sá tími rann upp, hernámu Japanir eyj- arnar og komu á fót leppstjórn sinni. Þá lofaði Roosevelt, að eyj- arnar skyldu fyrr fá sjálfstæði en ráðið hafði verið, og það loforð var efnt 1946, eins og áður segir, að nafninu til. Bandaríkjamenn drottnuðu áfram. gér fyígdi sem sé böggull * skammrifi. Bandarikjamenn héldu mörgum herstöðvum á eyj- sama afstaðan og miðstjórn- in hafði til samfylkingar- boðsins í vetur. Þjóðviljinn var þá eins og nú bæði hneykslaður og móðgað- ur og jós óspart svívirðingup- um og róginum yfir þjóðvarn- armenn. En það stoðaði ekki þá fremur en nú. Það raskaði ekki ró neins manns nema kommun- ista sjálfra. Þeir gerðu þá í flaustri „kosningabandalag“ sitt við Gunnar M. Magnúss. Nú er honum vísað í yztu myrkur, gersamlega að óverðugu. Einn kemur, þá annar fer. unum og beittu þar óspart áhrif- um sínum. Hver forsetinn af öðr- um var kosinn að þeirra ósk og vilja, náið samstarf hefur verið haft við Sjang Kæ-sék á Formósu og bandaríska herstjórnin yfir- leitt ráðið lögun\ og lofum. — Uppreisn, sem gerð var 1950, var fljótlega barin niður. Síðastur var þar kosinn for- seti Magsaysay, sem mjög hefur látið að vilja Bandaríkjamanna -að dæmi forvera sinna. Nú er svo komið, að óánægjan með herset- una og ágang setuliðsins er orðin mjög mögnuð, jafnt innan allra stjórnmálaflokka þar. Ekki má á milli sjá, Iivort meira ber þar á mönnum úr þjóðernissinnaflokki forsetans eða úr hinum svokall- aða frjálslynda flokki, sem er langstærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn. Það þykir tím-anna tákn, að borgarstjórinn í Manila, millj- ónaborg og fornum höfuðstað eyjanna, kallaði nýlega barid-a- riska setuliðið liernámslið, er sæti í fjórtán stöðum i landinu, og forseti fulltrúadeildar þjóðþings- ins komst svo að orði i ávarpi til stúdenta, að land þeirra væri „undir hæli nýrrar kúgunar“. Þingmenn úr báðum flokkum hafa flutt á þingi tillögu um áskorun á forsetann um að krefjast endurskoðunar her- stöðvasamningsins. Við suðumark. Ctjórnin í Washington liuggar sig enn við það, að stjórnmála- menn á Filippseyjum eru stórorð- ir, er þeir lasta það, er þeim gezt ekki að. Bandaríkjamenn sjá að dýrt spaug, vegna viðliorfs ann- arra Asíuþjóða, að sitja um kyrrt, ef hrottfarar þeirra yj’ði formlega krafizt. En þeir halda enn í þá von, -að þeir geti vafið Filipps- eyingum um fingur sér og haldið við hylli stjórnmálaforingjanna. Hér leggst þó margt gegn Bandaríkjamönnum og hersetu þeirra. Filippseyingar bera í brjósti frelsisþrá eins og aðrar þjóðir. Þir vit-a af aldagamalli reynslu, að þeim stendur lítil gæfa af erlendri herstjórn. Um alla Asíu blása nú heitir vindar vaknandi þjóðerniskenndar, og þeim Asíuþjóðum liefur bezt farn azt, er náð bafa hlutleysisstöðu í deiluin stórveldanna. Loks hafa Bandaríkjamenn ekki talið sér vandgert við Filippsey- inga. Þeir hafa vafalaust álitið yfirráð sín þar svo sterk, að þess þyrfti ekki með. Þeir hafa komið þar fram sem ódulbúin herra- þjóð. Þeir hafa meira skorið við neglur sér lán til Filippseyinga en annarra Asíuþjóða,þar sem að- stað-a þeirra er veikari. Þeir liafa krafizt eignarréttar á landi því, þar sem herstöðvar þeirra eru, Þeir liafa útnefnt borgarstjóra í bæjum Filippseyinga við lier- stöðvarnar, og þeir hafa lagt á skatta sér til handa. Hópur fil- ippskra námamanna var í marz- mánuði liandtekinn af Banda- rikjamönnum við vinnu í mang- annámu á flugvallarsvæði á miðri Luzoneyju. Fimmtán þúsund Filippseyingar, sem vinna lijá Bandaríkjaher á Gúam, fá ekki kaup, er nái lágmarkslaunum bandarískra verkamanna. Loks hefur það vakið reiði kaupsýslumanna, að Filippsey- ingum eru meinuð eðlileg og arð- vænleg viðskipti við grannþjóð sína, Kínverja, og eigendur syk- urekra og verksmiðja kunna lítt að meta það, að bandariskur þingmaður hefur lagt til i Wash- ington, að reistar verði rammar skorður við innflutningi sykurs frá Filippseyjum í hefndarskyni fyrir það, að þing Filippseyinga hefur þrengt lieimildir til inn- flutnings á bandarísku tóbaki. visu fram á, að þeim yrði það of 10 bækur ffyrir 130 kr. Ber er hver að baki, sögur. Helþytur, skáldsaga, Fast ' þeir sóttu sjóinn, skáldsaga. Kona manns, skáldsaga. - Á skákborði örlaganna, skáldsaga. Mærin frá Orleans, ævi- “ saga frægustu frelsishetju Frakka. Strandamanna saga Gísla Konráðssonar. Suðrænar syndir, -sögur Dóttir jarðar, ; skáldsaga eftir Cronin. Þjóðlífsmyndir, endurminningar o. fl. ;; Framantaldar bækur eru samtals hátt í 3000 bls. Sam- ;; anlagt útsöluverð þeirra var upphaflega kr. 303,00, en nú ;; eru þær seldar fyrir aðeins kr. 130.00 allar saman. — ;; Átta þessara bóka er hægt að fá ib. gegn 10 kr. auka- greiðslu fyrir hverja bók. PÖNTUNARSEÐILL: Gerjð svo vel og sendið mér gegn póstkröfu 10 bækur .! fyrir kr. 130,00 ib./ób., samkvæmt auglýsingu í Frjálsri .. þjóð. ! (Nafn) ............................................ | (Heimili) ......................................... " Útfyllið pöntunarseðilinn og sendið hann í bréfi. Skrifið greinilega. — Sendingarkostnað greiðir viðtakandi. Bókainarkaðurinn Pósthólf 561. — Reykjavík.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.