Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.12.1958, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 06.12.1958, Blaðsíða 7
FRJALS ÞJDÐ — 'cHa.u.ifanfacjmti 6. cíeá. 1958 6786 skólanemendur segja5 vlð öönsku þjóöina: / Sendíð okkur Jiandritin heint í haust stofnaði ungt fólk í Reýkjavík samtök, er það nefndi Menningarfélag íslenzkr- ar æsku og er kjörorð þess íélags: Vakið, vakið, hrund og halur heilög geymið Islands vé. Fyrsta verkefni þessa félags var söfnun undirskrifta í fram- haldsskólum í landinu undi'r þá áskorun til dönsku þjóðarinnar, að hún skili íslendingum hand- ritunum. Var ávarp samið í samráði við Sigurð Nordal pró- fessor. Alls skrifuðu 6786 skóla- nemendur undir ávarpið, og voru undirskriftirnar bundnar í bók í prentsmiðjunni Hólum. Hefur ávarpið og undirskrifta- bókin nú verið afhent sendi- herra Dana á íslandi. Sjálft ávarpið er á þessa leið: I „Vér undirrituð, sem öll er- ' uin nemendur í íslenzkum fram- haldsskc'um, sendum hinrú J dönsku þjóð og stjórnarvöldum hennar kveðju frá æskulýð fs- j lands, ásamt þeim tilmælum vorum og óskum, að ekki verði lengur Iátið dragast úr hömlu J að taka upp þá samninga um af- hendingu íslenzkra handrita úr ■ dönskum söfnum, sem ráðgerð- j ir voru sumarið 1957 í umræð- um milli ríkisstjórna Danmerk- ur og íslands. j Fyrir oss vakir með þessu á- varpi að koma í veg fyrir þann hugsanlega misskilning, . að handritamálið sé af íslendinga hálfu stundarhreyfing, sem æskan Iáti sér í léttu rúmi liggja og geti því hjaðnað nið- ur smám saman. En þessu fer fjarri. Aldrei er meiri þörf á því en á tímum svo hraðfara breytinga, nýrra vandamála og margvíslegra andstæðna, sem' nú ganga jrfir ísland, að kunna' sem glöggvust skil á fortíðinni, hvort sem er til þess að varð- veiía dýrmætustu erfðir frá henni eða losna úr þeim f jötrum, sem hún kann að liafa á oss Iagt. Handritamálið verður ekki hvors tveggja þessa sé gætt. j Hér er um’ að ræða undirstöðu- I heimildir um sögu vora, mennta- ir og menníngu, Sem hvergi| eiga heima og hvergi koma að fuilum notum nema á fslandi.* Og vitundin um, að þær skuli vera í herleiðingu í fjarlæguj landi, er til þess fallin að ýfa upp minningar um eymd og af- brot horfinna kynslóða, sem annars gætu orðið sársauka- lausar og fallið í þá gleymsku,' sem öllum væri fyrir beztu. Skoðanakönnun sú, sem fram fór í Danmörku fyrir einu ári, virtist Ieiða i ljós, að yfirgnæf- andi meiri hluti dönsku þjóðar- innar mundi annaðhvort vera fylgjandi afhendingu handrit-J anna eða Iáta síg það mál engu skipta. Það er sannfæring vorj að hér beri í rauninni ekki meira á milli en svo, að unnt sé að finna lausn, sem báðir aðiljar mætíu vel við una. Vér erun/ fús að viðurkenna og þakka af heilum huga þær undirtektir, sem málstaður vor hefir fengið frá fjölda hinna beztu manna í Danmörku og bera vitni um meira frjálslyndi og réttsýni en annars er títt að fái að njóta sín j í skiptum þjóða á milli. Og vérj óskum þess, ekki einungis vegna fvamgangs handritamáls- ins, heldur eigi síður hinni döijsku þjóð til handa, að hér megi þeir fá að ráða, lienni til sæmdar og giftu, sem vita bezt og vilja.“ Stjórn Menningarfélags ís- lenzkrar æsku, sem er ópólitískt félag, skipa þessir menn: Ólaf- ur R. Grímsson, formaður, Ragnar Kjartansson framkv,- stijóri, Ólafur Davíðsson, ritari, Garðar Halldórsson, féhirðir, og meðstjórnendur Ingunn Eydal og Franziska Gunnarsdóttir. Aðventkirkjan. O. J. Olsen flytur erindi í Að- ventkirkjunni annað kvöld og talar um Antikristinn mikla. t Sjá nánar auglýst í blaðinu i skilið til neinnar lilítar, nema dag. — Allir velkomnir. Þórstafé í nýjuoi búsakynnum Um síðustu helgi opnaði Þórs- café í Rcykjavík glæsileg húsa- kynni að Brautarholti 20. Húsið teiknaði Gísli Halldórs- son arkitekt, Sigurður Flygen- ring annaðist járnateikningár, Gísli Halldórsson verkfræðing- ur teiknaði hitalögn og loft- ræstingarkerfi. Guðbjörn Guð- mundsson trésmíðameistari og Haraldur Bjarnason múrara- meistari byggðu húsið. Innréttingu teiknaði Sveinn Kjarval, rafmagnslagnir ann- aðist .Ingólfur Björgvinsson, en trésmíði innanhúss Jónas Sól- mundsson og Benóný Magnús- son. Um uppsetningu á loftræst- artækjum sá blikksmiðjan Vog- ur, terrassó á gólf lagði Þór- ir Bergsveinsson. Gólfteppi eru ofin og lögð af Kjartani Guðmundssyni, en málarameistari var Ragnar Er- lendsson. Axel Helgason skreytti salinn. Hinn nýi salur á Þórscafé tek- ur 3000 manns, en gamli salur- inn tók 220.. Salurinn er mjög rúmgóður og vistlegur, dans- gólfið er lagt terrassó, en það er alger nýjung hér á landi Ragnar Jónsson gat þess í opnunarhófinu, að hann vænti þess, að Þórscaíé yrði jafnvin- sælt í hinum nýju húsakynnum sem það hefði verið í hinum eldri og Reykvíkingar myndu eiga þar marga ánægjustund á - ókomnum árum. Jafnframt' i lcvaðst hann vonast til, að( skemmtanir fólks gætu orðiðj með þeim mun meiri menn- ingarbrag sem umhverfið væri betra, sem það skemmti sér í, „því að eins og fötin skapa manninn, eins hefur umhverf- ið áhrif á framkomu hans og hugarfar,“ sagði Ragnar að lokum. Loftleiðir Frair.h. af 5. síðu. Þjóðviljans, fékk ekki áritun á végabréf sitt fyrr en þann dag,1 er lagt slcyldi af stað, svo að hann gat ekki orðið félögum sínum samferða. Það hygg ég,1 að okkur hafi öllum fallið illaj hvað sem stjórnmálaskoðunum leið. En McCarthy er dauður, og við skulum vona, að andi hans sé ekki svo magnaður, að hann fylgi niðjunum í marga liðu. J. II Oifreiðasaian BÍLLINN Varðarhúsinu ssest i m ft m Þar sem flesíir eru bílarnir, |iar er úrvalið mest. Ofi góðir greiðsk- skilmálar. Helztu bækur Set- bergs á þessu hausti Eldóradó. Hin nýja ferðbók Kjartans Ólafssonar heitir „Eldóradó". Kjartan hefur áður skrifað eina ferðabók, „Sól í fullu suðri“, sem kom út árið 1956 og seld- ist upp strax. í „Eldóradó“ seg- ir Kjartan frá ferðum sínum í Chile, Perú, Bolivíu, Ecuador og Kólombíu. Margar myndir prýða bókina. Síðasta bindið af vin- sælu ritvérki. Þriðja og síðasta bindið af „Við, sem byggðum þessa borg“, eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson, er meðal jólabóka Setbergs. Hefur Vilhjálmur nú átt tal við 25 aldraða Reykvíkinga úr öll- um stéttum. Vilhjálmi S. Vil- hjálmssyni lætur vel ævisagna- ritun og leiðir sögumenn sína fram í fjörlegri frásögn. Bók um svaðilfarir á sjó og landi. Síðasta bók Dod Orsbornes, hins fræga ævintýramanns, er komin út á íslenzku og nefnist „í dauðans greipum“. Allar fyrri bækur Orsbornes hafa komið út á íslenzku og notið vinsælda: „Skipstjórinn á Girl Pat“, „Svaðilför á Sigurfara“ og „Hættan heillr“. Hersteinn Pálsson þýddi bókina. Auk þessa gefur Setberg út margar barnabækur — Heiðu og Pétur, Ævintýralegt jólafrí eftir Eoðvar frá Hnífsdal, fram- hald. Strákanna, sem struku og fjórar smábarnabækur um Snúð og Snældu. 7f 1 r ^ T1 E /1 ® \ /iiiqlysiö i Lrjalsn þjoo Áhaldahús bæjarins, Skúlatúni 1, hefur eftirtaldar Velar fil sök a Dodge ‘39 vörubifreið, 5 tonna, án palls og bretta- samstæðu, 2 stk. Fordson ‘45 sendibifreið Vu tonns, Plvmouth ‘42 fóiksbifreið, Steypuhrærivél 200 1. 2 st. Suliivan loftpressur 105 cuft., Lanchester ‘46 fólksbifreið. Tilboðum sé skiLað á skrifstofu bæjarverkfræðings, Skúlatúni 2, eigi síðar en kl. 14,00 föstudag 12. des. n.k. Fylcpf með fímanum: Helztu kostir CARDA-glugga eru: 1) Eru þéttir bæði gegn vatni og vindi. Fylgja þeim sér- stakir ofnir þéttilistar, sem setjast í, er gluggi hefur verið málaður. 2) Hægt er að snúa grindunum alveg við og hreinsa allan gluggann innan frá. Er þetta mikið atriði í íbúðum á efri hæðum húsa. 3) Hægt er að hafa gluggann opinn í hvaða stöðu sem er upp í 30°. 4) Einangrun ágæt, þar sem tvöfaldar grindur eru í glugg- unum og nægir því að hafa 2 einfaldar rúður. Engin móða eða frostrósir safnast innan á rúðurnar. ■ 5) Loftræsting mun fullkomnari en við venjulega glugga. Verkar hér líkt og loftræsting um reykháf. 6) Útsýni nýtur sín vel, þar sem hvorki sprossar eða póstar skyggja á. 7) Hægt er að korna rimlagluggatjöldum fyrir milli rúð- anna. 8) Hægt er að fara frá gluggunum opnum án þess að hætta .sé á, að það rigni inn um þá. Gluggarnir ejru seldir með öllum lömum og læsingum áfestum, Gluggana skal ekki steypa í, heldur setja í á eftir. TiRibíirverziiínln VÖLUNDUR h.f. Klapparstíg 1. — Sírni 18430. .-í

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.