Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.01.1961, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 28.01.1961, Blaðsíða 5
Karl Or Veri skrifar um Vandamál útvegsins geystu hríðarveðri. Undir morgun slotaði hríðinni og komst Lárus þá bráðlega til bæjar og sagði sínar farir ekki sléttar. En ekkert hafði hann sakað útilegan. Þótti hann hafa tekið þessari hrak- xeisu hið karlmannlegasta. Nokkru síðar kom hann á heimili mitt og var hinn hressasti. Sagði hann okkur þá frá útilegu sinni, stuttur i spuna og snöggur, án mála- lenginga, eins og honum var lagið. Mér þótti saga hans þess verð að geymast í höíuð- dráttum í visum nokkrum, er ég setti saman síðar. Færði ég þá efnið nokkuð í stílinn, t. d. lét söguhetjuna leika listir í hríðinni, svo sem fara á handahlaupum og kveða bardagavísur með raust. Þeg- ar Lárus kom næst las ég braginn fyrir hann og gaf honum hann siðan. Gat ég Fáein miitn’mgabrot óh. Örji Jónsson, lengi bóndi tliðið haust. Hann var Jands- . út ritin ,,Sagnabli>ð“ og mun Iiafa látið eftir sig all- jg þjóðsagna. þá Varla varizt brosi meðan %g var að þylja þetta. En Lárusi stökk aldrei bros með- an ég lét dæluna ganga. Síð- an fékk ég honum blaðið og stakk hann því í vasabók sína. Ég hef gleymt flestöll- um vísunum, sem jafngott er. Svona er ein: Þrevtti handahlaupin snar hlyn'ur branda líka« Var sem fjandinn flygi þar á fítonsgandi um slétturnar. "IT'inu sinni spurði ég Lárus að því, hvort það væri satt,' sem ég hafði heyrt, að honum hefði verið skammt- aður á hlemmi heill hross- haus — með hári og öllu saman — á heimili nokkru þar sem hann átti þá heima. — Ojá, sagði Lárus, ég held nú það. — Hvað gerð- ■ irðu svo við hausinn? sagði ég. — Ég rogaðist með hann út ó hlað og kastaði honum frairi af hlaðvarpanum. — Hundarnir hafa svo etið hann, sagði ég. Ónei, anzaði Lárus. Þeir snertu ekki við honum. — Því ekki? sagði ég. — Nú, hann var svo úldinn, anzaði Lárus. Ég tók litla filmumynd af Lárusi.og líka aí Guðjóni fé- lága hans. Þetta var ekki augnabliksmynd því að vél- in hafði ekki nægan kraft til þess. Ekki var ég vel ánægð- ur rneð hana, en þó var hún betri en engin. Filman glat- aðist hjá mér síðar á flæk- Frjáls þjóð ingi mínum og einnig ein mynd sem ég átti eftir henni. En jafnvel þótt Lárus og Guðjón hafi fengið sína myndina hvor, er alveg und- ir hælinn Jagt að þær sé nú nokkurs staðar að finna eftir 30—40 ár. Og vissulega gaf ég þeim sjálfa sig upp mál- aða, því að ekki mátti það minna vera fyrir skemmtun- ina. Ekki man ég eftir að ég heyrði þess getið að Lárus ætti skepnu, nema hundinn Neró, sem áður er minnzt á. — Um það var óvissa, hvort Lárus væri læs og skal ekk- ert um það sagt. En það man ég að hann bauð í og hreppti bækur og bæklinga á upp- boði, þar sem ég var staddur, og var ein þeirra með gotn- esku letri. Þykir mér ólík- legt að hann liafi ekki verið stautfær, þó að sumir vildu halda öðru fram. Hann mun hafa haft dálítil auraráð, því eitthvað var honum þægt fyrir stai'f það sem hann innti af höndum, ýmist í fatnaði eða peningum, eftir samkomulagi. Hann var eng- inn skartsmaður i klæða- bui'ði, en furðu hreinn og þokkalegur þegar þess er gætt að mykju- og skít- mokstur anna’r var oftast að- alatvinna hans og hef ég fyr- ir satt að hann hafi verið þrifnaðarmaður og efalaust alinn upp við; þrifnað, nýtni og spai’semi. Hafi hann notað tóbak, sem ég man ekki fyr- ir víst, hefur það vei'ið munn- tóbak og þá óvenju lítið. Ég heyrði sagt að Lárus hefði vei'ið matmaður mikill og því fengið hrosshausinn, sem áður er sagt; en ég held að það hafi verið rangt, því að ég sá hann nokkrum sinn- um matast og ætíð án allrar græðgi og með fyllstu kurt- eisi og hófsemi. Lárus hvarf úr Tungu- sveit yfir í Blönduhlíð og dvaldist þar siðan til ævi- loka. Eftir það hvarf hann mér algerlega að sjón og heyrn og líka afspuim allri. Hann varð ekki gamall mað- ur og mun hafa dáið í Djúpa- dal. Um Lái'us var m. a. þetta kveðið: Lárus galar Ijóðaski'á lífs um reynsludaga. Hann er kalinn kvistur frá kraftastofni Braga. II. Guðjón Jónsson var fædd- ur um 1878. Hann var sunnlenzkur í föðurætt, en skagfirzkur í móðurkyn, al- inn upp í Sölvanesi og löng- um við þann bæ kenndur. Móðir hans var Sæunn Kristjánsdóttir, en hennar móðir var Sigriður Bene- diktsdóttir Pálssonar á Steinsstöðum, Sveinssonar prests í Goðdölum, af Stóru- Brekkuætt. — Faðir Guðjóns hét Jón, mig minnjr Eiríks- son, og vai'- frá Moldastöðum á Seltjarnai'nesi. Var hann því vitanlega auknefndur Moldi að þéirra tima sið. Vafaláust var hann fátækur, en óheimskur mun hann hafa verið. Alsystur átti Guðjón og mun hún hafa alizt upp og gifzt syðra, eða a. m. k. eign- azt barn eða böi-n, að því er hann sagði. — Einhvern tíma hittust þeir, Jón Moldi og Sigurður nokkui', sem kall- aður var hallinkjammi, sá er Símon Dálaskáld gerir að kappa rhiklum í Aronsrimu. Vildi Sigurður þá stríða Jóni og sagði svo viðstaddir heyi’ðu: — En hvað moldin getur rokið hátt í logninu, piltar! — Eklti stóð á svari Jóns: — Hallaðu þá til höfð- inu, lagsi, svo húrt rjúki ekki framan í þig! — Barst þetta viða og þótti vel svarað. Það sem ég heyrði fyrst frá Guðjóni Jónssyni sagt, var, að þegar hann var innan við fenningu gekk hann ásamt öðrum böi’num sóknarinnar til spurninga að Goðdölum. Það mun hafa verið í tíð sr. Zophoníasar Halldórssonar. Er ekki annars getið en að Guðjón hafi staðið sig hið bezta í hvívetna. Einhverju sinni vildi prestur prófa reikningsgáfu hans og spurði hann hvað margar klaufir væru á Goðdalakúnum sam- tals; en Guðjón vissi um tölu kúnna. Guðjón hefur viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og skoðað málið frá tveim sjón- armiðum. Því sagði hann: — Á að telja lagklaufirnar með? Ekki var getið um svar prests. En svar Guðjóns eða öllu heldur varnaglinn sem hann sló, þótti sniðugur og var í minnum hafður. Og vafalaust hefur hann komið með rétta klaufatölu, því að hann var um margt vel gef- inn, en ijafnframt sérkenni- legur á sumá lund, einkum þó í útliti. Guðjón var i hærra meðal- lagi, en grannur og tenglu- legur, boginn í baki og axla- siginn. Andlitið var langt og mjótt og mjög holdskarpt; augu grá og nokkuð stór og mátti kallast bereygður. Nef- ið var mjög þunnt og nasir alveg saman klemmdar. Mátti segja að nefið væri svipað sem á lunda og vakti það sérstaka athygli. Hann var svartur á hár og slétt- hærður. Stundum hafði hann aðeins yfirskegg jarpleitt, en stundum alskegg móalótt og heldur rytjulegt með köflum. ó að Guðjón væri býsna vel viti borinn kom hann oft skrítilega fyrir. Hann var barnalegur og mjög trú- gjarn í aðra röndina, og mun hafa ætlað öllum gott að fyrra bragði. Á hinn bóginn var hann ekki laus við sjálfs- álit og gat verið rogginn nokkuð. Var sern hann reyndi þannig að hrista af sér vanmátt og umkomuleysi. Hann var þægðarmaður og vildi engum miska gera. Eigi að síður fór hann ekki var- hluta af glettni surnra gár- unga í orðum og athöfnum. í orðum fór hann ekki iiall- oka, en frekar í átökum, því að hann var víst varla kven- sterkur og heldur lintækur. Samt -seiglaðist hann furðan- lega við verk, og vitanlega frekar af vilja en mætti. Hann vandi sig á að binda einn t. d. votaband, og skák- aði þar sumum, sem þóttust honum meiri verkmenn. Honum tókst að koma upp þó Frh. á 6. síðu. Enn endurtekur það sig, áð fiskifloti landsmanna þarf að tefjast vegna þess, að samningar um kaup og kjör eru ekki fyrir hendi. Það er tilfinnanlegt tjón fyr- ir þjóð, sem á næstum öll út- flutningsverðmæti sin undir sijávaraflanum, ef frátafir verða fyrir deilur um skipt- ingu aflans milli útgerðar- manna og sjómanna. Og það er alvarlegast, hve næst- um árvissar þessar vinnu- deilur eru, þó með örfáum undantekningum. Sjónarmið útvegsmanna er að þeir séu ekki færir um að inna af höndum stærri hundraðstölu til sjómanna af aflanum, en sjómenn geta ekki skilið, hve lítið er gefið fyrir fiskinn, miðað við það, sem fréttist af fiskverði erlendis frá. Og síðasta raunasaga Haralds Böðvars- sonar á Akranesi bætir þar sízt um. Sjómönnum verður spurn, hvernig getur það ver- ið að erlendis sé liægt að fá hærra verð fýrir þriða flokks vöru á frjálsum markaði, heldur en hægt er að fá fyrir fyrsta flokks vöru á veg- um Sölumiðstöðvar hrað- frj'stihúsanna. En það kemur margt til. í fyrsta lagi var búið að selja svo mikið magn fyrirfram,- sem ekki hafði verið hægt að afskipa, að þegar fiskverðið hækkaði al- mennt á heimsmarkaðnum, nutu íslenzkir framleiðendur þess ekki. í öðru lagi er það of mikið markmið sölu- manns SH, að selja mikið magn í einu lagi, og gefa þá jaínvel „quantum-rabbat“, í staðinn fyrir að selja beint til þeirra, sem við dreifinguna fást á markaðnum. Gleypugangur sölumanns SH er of mikill. Hann vill selja bæði vestan hafs og aust'an, sem kannski er von, þegar 'mikils er að vænta í aðra hönd fyrir eigin vasa, þegar mikið er selt, án þess að tími sé til að plægja mark- aðinn ofan í kjölinn. Starfsemi söluhringanna ailra þarf að endurskoða með tilliti til þess, að hægt sé að gefa hærra verð fyrir fiskinn.. T. d. er SH svo dýrt bálvn, að frystihúsin hafa ekki efni á að standa undir rekstri þess. Niðurstaða á slíkri endur- skoðun yrði vafalaust sú að gefa útflutningsverzlunina frjálsa, eins og bezt ætti að henta lýðræðisþjóðfélagi voru, enda kemur það mörg- um spánskt fyrir sjónir að flokkur núverandi forsætis- ráðherra skuli vera á móti slíkri lausn, flokkur, sem hefur það æðst sinna hug- sjóna, að frjálst framtak skuli starfa. á fiijálsum grund- velli. En því miður ráða einkahagsmunirnir á kostn- að hinna vinnandi manna. Alþýða manna getur ekki skilið þann sparnað, sem for- kólfarnir predika, þegar þeir sjálfir sóa meir í veizlu- liöld en nokkru sinni. fyrr. Alls konar snobb er látið' sitja í fyrirrúmi, á meðan at- vinnuvegirnir eru greiðslu- þrota. Ef núverandi ráðherrar telja það nauðsyn, að alþýða. manna spari og stilli í hói' kröfum sínum, verða þeir sjálfir að hætta að senda bíl- stjóra sína á 250 þúsund króna bílum í bakari til að‘ kaupa tvíbökur, eins og sézt hefur. Sparnaðarviðleitnin. verður að koma ofan frá. Raddirnar um að afurða- sölumálin séu ekki á þeim grundvelli rekin, sem heilla- vænlegast sé fyrir þjóðarbú- ið í heild, eru svo liáværar orðnar, að ríkisstjórnin get- ur ekki lengur þverskallazt: við að endurskipuleggjá þau, ef ske kynni, að þar- væri sú meinsemd, sem burtiu þyrfti að skera. Dæmin umt mistök einokunarhringanna,. sem kostað hafa landsmenn £ heild milljónir króna, eru svo- mýmörg, sem og koma m. a. fram í of lágu fiskverði tilí útgerðarmanna og sjómanna.. Má rétt nefna sem dæmii sölu á 00 þúsund tunnuiru af saltsíld til Rússlands, semi seld var fyrirfram f vor fyr- ir fast verð. Svo þegar síld- arverð liækkaði í sumar á heimsmarkaði, urðu fram- leiðendur að láta sér lynda að* afhenda framleiðslu sína á sama verði og fyrr, þegar allar aðrar þjóðir gátu hækk- að vei'ð á framleiðslu sinni- m. a. Norðnicnn, og er það m,.; a. skýringin á hinu vniklut hærra síldarvei'ði hjá N«rð- mönnum, sem menn voru að* furða sig á sl. sumar. Þetta. eru verk Síldarútvegsnefnd- ar. Sams konár mistök gerðú herra Jón Gunnarsson fyrir hönd SH í Þýzkalandi varð- andi sölu á freðsíld, en þessi er ekki að vænta, að hann biðjist afsökunar, bví hann trúir þvf jafnvel sjálfur, að það geti enginn selt fisk nemm hann. Hvernig vilja t. tl. SÍF- menn útsltýra þá staðreynd,. að þeir seldu á sl. ári stóran hluta af fiskframleiðslu sinni á lægra verði til Portúgal,. heldur en hægt var að fá á Italíu, fyrir að minnsta kostú " liluta framleiðslunnar. ^ Eða hvað á það að þýða hjá Samlagi skreiðarframleið- enda að gefa stórfelldan af- slátt á’ Nígeríumarkaðinum að ástæðulausu, að bví er bezt verður séð? Eru það> kamyski ekki réttir aðilar.. sem gátu keypt skreiðina á fullu verði? Vinnufriði verður ekki haldið við sjómenn, fyrr en. sýnt er að þeir beri sann- gjarnan hluta aflaverðmæt- isins frá borði. Þjóðin hefur ekki efni á að borga skaða- bætur fyrir handvömm, né að hljóta -of lágt verð fyrir þekkingarleysi, eða fyrir þaé' - að hinir innlendu milliliðir séu of gráðugir fyrir eiginni vasa. I- - Laug'ardaginn 28. janúar 1961

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.