Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 31.03.1962, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 31.03.1962, Blaðsíða 2
 Steinn Steinarr: Við opinn glugga Laust mál. Hannes Pétursson sá um útgáfuna. Menningarsjóður, Reykjavík, 1961. Prentsmiðjan Oddi h.f. Bók þessi skiptist í 3 kafla, auk inngangsorða útgefand- ans: Prentaffar greinar, Af eftirlátnum blöffum og Vifftöl. Til fyrsta kaflans þykir mér einna mest koma, enda hafði skáldið sjálft að fullu frá hon- um gengið í prentvélina. Af öðrum kaflanum hafði Steinn aðeins fullgert 4 greinar, en hitt var einungis í brotum. Þriðju kaflinn, Viðtöl, er end- urprentaður úr blöðum og tímaritum. Allt ber efnið ótvíræð snilld- areinkenni Steins. Tilsvör hans og viðbrögð voru fræg, skeytin markviss og hvöss að sama skapi. En verk sem þessi geta ekki öll verið jafn heilsteypt, sízt brot og viðtöl, sem eru allmjög háð spyrj- anda. Fátt sýnir þó betur fimi skylmingamannsins en andsvör við óvæntum atlög- um blaðamanna, enda var Steinn mikill íþróttamaður í viðræðum. Samt sem áður eru Viðtölin ekki eins rökrétt og samkvæm og hinar vel íhug- uðu greinar. Er það að von- um. Tvímælis getur það ork- að, hvort minningu andans manna er nokkur greiði ger með því að birta ófullgerð brot eftir þá eða viðtöl, sem v.-' Wmmi ‘ f t •Steinn Steinarr þeir ef til vill veita gegn vilja sínum. En þau geta skýrt mynd þeirra, varpað á hana birtu, dýpkað drætti og skugga. Hafa því einnig viðtölin sitt gildi.Samt skerpa þau minna en vænta hefði mátt skilning á innsta hug mannsins Aðal- steins Kristmundssonar. Til þess brynjar hann sig um of og dylur einlægni sína í þeim. Viljum vér skynja það, sem býr hjarta nær hjá Steini, verður betra ráð að lesa af- mælisgreinarnar um vini hans, Jóhannes úr Kötlum og Harald Sigurðsson, eða minn- ingargrein um Magnús Ás- geirsson látinn. Þar segir hann hug sinn allan, Þess vegna þykir mér vænst um þær og þvílíkar greinar af öllu lausu máli Steins. Lausa mál- ið eykur að vísu ekki á hróð- ur skáldsins Steins Steinars, enda hefði þurft mikið til En það eykur áhuga vorn á manninum, einkum greinarn- ar, þar sem orðin eru vermd vináttu og tryggð. En greinarnar hafa einnig annað og ef til vill enn meira sér til ágætis. Ýmsar þeirra eru afburða skarplegt innlegg í bókmenntalegri og iistrænni skilgreiningu. Sjá t. d grein- arnar um Þorvald Skúlason málara og Lestrarbók Sigurð- ar Nordal, enn fremur hin skörpu skrif Útvarp Reykja- vík og Um málverkasýningu, þar sem ýmsir málarar í fremstu röð eru gagnrýndir miskunnarlaust. Um niður- stöðu gagnrýninnar geta að vísu verið skiptar skoðanir, en hvorki um skarpleika né djörfung Steins.Hvort tveggja er aðdáunarvert. Loks er svo að geta þess, að Við opinn glugga er framúr- skarandi skemmtileg bók.Hún er ekki með öllu iaus við mótsagnir. Við fyrstu yfirferð getur lesandinn sums staðar verið í vafa um, hvar skáld- inu er alvara og hvar það er að gera að gamni sínu eða slá ryki í augú fólks. En við end- urtekinn og íhugulan lestur þarf engum að vera það dul- ið, sízt þeim, er þekktu Stein persónulega eða eru hand- gengnir ljóðum hans Bókin eykur líka skyn vort á þeim og viðhorfi skáldsins til lífs og listar. Sá er höfuðkostur hennar, þegar öll kurl koma til grafar. Ég las þessa bók í einni lotu, þegar hún kom út fyrir jólin, endurlas hana nýlega með engu minni ánægju, og gat við hvorugan lestur oft og einatt varizt hlátri. Líklega þykir flestum sá kostúr henn- ar mest virði. Hún var meðal allra skemmtilegustu bóka síðast liðins árs. Þóroddur Guffmundsson. ★ Magnús Ásgeirsson: Síðustu þýdd ljóð Guðmundur Böðvarsson bjó til prentunar Menningarsjóðurf Reykjavík, 1961. Prentsmiðjan Oddi K.f. Útkomudagur bókarinnar var 9. nóvember, en þann dag hefði Magnús orðið sextugur. Þetta er því að öðrum þræði minningarútgáfa, en að hin um til að bæta í áður ófyllt skarð. því að fæst ljóðin voru birt fyrr, og aðeins eitt þeirra í eldri þýddum ljóðum hans. Var því þarft verk að safna þessum kvæðum saman og gefa þau út. Er hætt við. að dráttur hefði á því orðið, ef stjórn Menningarsjóðs hefði eigi látið vinna það. Þó að Ijóð þessi séu ekki nema 22 að tölu og taki að- eins yfir 3 arkir, þarf enginn að ætla, að þau fari erindis- leysu út um byggðir landsins Bókin verður mörgum kær komin. í henni eru sannkall- aðar perlur. Sem dæmi má nefna kvæðið Sá, sem af al- huga ann (frumhöfundur Paul Heysa). Það er svona: Sá, sem af alhuga ann, unir ei sollinum lengur, hljóður í gullskýi hann gengur með guð fyrir leiðsögumann. Líkt og í leiðslu að sjá lætur hann augu sín reika, öðrum sér ann hann að leika. ein er hans löngun og þrá Fagnandi í huga, en fár, fær hann ei leynt, sem hann hyggur. að lífsins kóróna liggur Ijómandi honum um brár. Ástæðulaust er að birta fleiri tilvitnanir. Magnús var svo viðurkenndur ijóðaþýð- andi, að hér gerist engin þörf að fara um hann fleiri orð- um, enda ekkert rúm til þess. Útgáfan virðist unnin af alúð og samvizkusemi Eina prentvillan, sem ég hef séð, er í kvæðinu Vilna á bls. 47, 5. 1. að ofan: bænum f. blæn um. Og formáli Guðmundar fyrir ljóðunum, ásamt sér- stakri greinargerð fyrir hverju þeirra, er þrunginn samúð, aðdáun og skilningi á verkum Magnúsar Ásgeirs- sonar, enda má telja hann með því bezta, sem ym Magn- ús hefur verið ritað. Framan við titilblaðið er góð ljósmynd af Magnúsi. Þeim, sem áhuga hafa á slíku, skal bent á það. að af bók- inni voru gefin út 50 tölusett eintök, prentuð á íallegan pappír, eíngöngu ætlúð tii gjafa. / Vissulega voru það mistök, að þessu ljóð skyldu mæta af- gangi, þegar Kvæðasafn Magnúsar var gefið út árin 1957 og 1960. En nú hefur ver- ið úr því bætt með smekkvísu móti. Á Bókaútgáfa Menning- arsjóðs þakkir skyldar fyrir Enginn ljóðavinur né aðdá- andi Magnúsar Ásgeirssonar sérstaklega getur íátið Síð- ustu þýdd Ijóð hans vanta i bókaskáp sinn. Þóroddur Guffmundsson. IK l>< IX 1 í>< i 1 1 1« [>< siiíaiiíaiaiiasgiiiiHisiEiiasiissiMaiisiaisisigiiBiiHiiasHigiiMaiMEiMisisiiissigidgiHigiiaBiEisisaiBiiaiagiiaiKiBKaaEiaigiiasiiiiaiaiisiBEHEisíiBEiiiBiiaii 2 Frjáls þjóS — Iaugardaginn 31. marz 1962

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.