Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.05.1962, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 16.05.1962, Blaðsíða 3
FRJÁLS ÞJÓÐ Otgefandi: Þjóðvamarflokkur íslands. Ritstjóri: Magnús Bjarnfreðsson, ábm. Framkvæmdastjóri' fafet Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Bfyndls Sigurjónsdóttrr Askr.gj. kr. 14.00 á mán. Kr. 84.00 \/2 ár, í lausas. kr. 4.00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. Sími 19985. Pósthólf 1419. Prentsmiðjan Edda h.f. Einar Ö. Björnsson: Vinstri flokkur en ekki kommún- istabandalag er það sem koma skal UNGT Ungt fólk er margt ákaf- lega þreytt á sinnuleysi gömlu flokkanna í stjórn- málum, gylltum Ioforðum þeirra og svikum, hávaða- áróðri þeirra og sýndar- mennsku. Ungt fólk vill flest horfast í augu við staðreyndir og hegða sér samkvæmt þeim. Það vill vinna heils hugar að um- bótum, oft á tíðum róttæk- um umbótum, eins og þeim sem aðstandendur F-list- ans vilja beita sér fyrir. Þetta er vafalaust skýring- in á því, hve mikið hefur ávallt borið á ungu fólki í röðum þjóðvarnarmanna og nú meðal aðstandenda F-listans. Stefnuskrá F-Iistans í málum yngstu borgaranna er birt á öðrum stað hér í blaðinu, og stefnuskrá list- ans í uppeldis- og æsku- lýðsmálum verður birt í næsta blaði. Hér skal ekki farið út í að ræða einstök atriði hennar sérstaklega, enda mun það gert af öðr- um, bæði í ræðu og riti. Fólk skal hins vegar hvatt sérstaklega til þess að kynna sér þessi atriði stefnuskrárinnar, sem og örínur, og bera saman við það, sem aðrir flokkar hafa fram að færa nú við kosn- ingarnar. Aðstandendur F- listans þurfa ekki að óttast þann samanburð. í stefnu- skrá listans f þeim málum er tekið á hlutunum með sömu einurð og í öðrum málum, enda hafa ýmsir góðir menn og konur, sem vegna sérþekkingar vita mæta vel, hvar skórinn kreppir, lagt þar hönd á plóginn. Segja má, að það sé grunntónninn í bæjarmála- stefnuskrá F-Iistans, að sér fróðum mönnum sé falið að annast framkvæmd sem flestra mála, í stað atvinnu pólitíkusa, eins og hingað til hefur tíðkazt í alltof ríkum mæli. Þessi þróun mála er allstaðar ríkjandi erlendis, en afturhalds- semi flokksgæðinga hér hefur enn sem komið er komið í veg fyrir hana í okkar borg. Hún hlýtur þó að verða. hér eins og ann- FOLK ars staðar, sú er krafa tím- ans og sú er þróunin, sem ekkert getur til lengdar komið í veg fyrir. Sú er líka skoðun ungs fólks, eins og í Ijós kemur, ef við það er rætt. Aðstandendur F-listans eru bjartsýnir á úrslit kom- andi kosninga. Þeir eru það ekki hvað sízt vegna þess, að þeir finna, að stefnuskrá listans á mikinn hljóm- grunn meðal æskufólks, þess fólks, sem á að erfa landið og mun móta þróun mála í framtíðinni. Það hefur vakið mikla eftirtekt manna, hversu margt ungt fólk skipar sæti á F-listanum við borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík. Meðalaldur þeirra, sem listann skipa, er örugglega lægri en á nokkrum öðrum lista. Á þessu þarf þó enginn að verða undrandi. Stefnu- skráratriði Þjóðvarnar- flokksins, sem eru í öllum aðalatriðum samhljóma stefnuskrá þeirri, sem þjóð- varnarmenn og þeir aðilar, er nú ganga með þeim til kosninga, hafa komið sér saman um, hafa alltaf átt miklu fylgi að fagna meðal ungs fólks úr öllum stétt- um. Þá hefur það einnig vak- ið verðskuldaða athygli, hversu margar stéttir þjóð- félagsins eiga sína fulltrúa á listanum. Óhikað má telja, að aldrei fyrr hafi jafnmargar stéttir átt þar fulltrúa. Er það vissulega gleðilegur vottur um grózku þá, sem undanfarið hefur verið kringum Þjóð- varnarflokkinn og innan hans. Orsakanna til alls þessa er skammt að Ieita. Að- standendur F-listans eru nýtt afl í íslenzkum stjórn- málum. Stefnuskrá þeirra er ung og fjölbreytt. Hún er um marga hluti róttæk og nýstárleg, og hún er sniðin eftir kröfum tímans. Þar er fullt tillit tekið til nýrra aðstæðna, og stein- mnnum sjónarmiðum er varpað fyrir borð, enda engir gæðingahagsmunir þar Þrándur í Götu. Ekki er glæsilegt framundan fyrir landbúnað íslendinga. Nú er vart hægt að bera plóg í jörð, byggja hús né kaupa vélar og tæki. Sauðfjárbúskapur virðist dauðadæmdur með Jtví verðlagi, sem er á sauðfjárafurðum. Lít- ur helzt út fyrir að þessi at- vinnuvegur verði algerlega lagð- ur í rúst og sú gæðavara, sem íslenzka dilkakjötið er, hverfi af borðum íslendinga. Þá yrði og sjálfhætt að vinna úr skinnum og ull, en þær vörur hafa verið eftirsóttar, bæði utan lands og innan. Svipað er og ástatt um nautakjötsframleiðsluna. Hún virðist litla framtið eiga við þær aðstæður, sem nú eru. Verð á vænum kálfi, um 100 kg að jjyngd, er um 2000 kr. {)ar sem bezt er. Það borgar ckki kostn- aðinn við uppeldið. Mjólkurverðið er líka of lágt til framleiðenda, miðað við hinn gífurlega tilkostnað, þóft það sé aðeins hagstæðara en á kjötafurðum. Við þetta bætist svo að bænd- ur eru skikkaðir til að greiða 3—4% af nefndu afurðaverði í hina nýju' stofnlánadeild, auk skatts til bændahallarinnar, sem tekinn var án þess að slíkt væri lagt fyrir Alþingi. Skattur Jjessi hefur aldrei verið borinn undir bændur almennt. Spurn- ing er, Iivort sá skattur er ekki alveg löglaus. Stjórnarliðið hefur verið með kökkinn í hálsinum í allan vet- ur út af skuldaskilamálum bænda. Þar er þó ekki um að ræða meiri upphæð en sem svarar verði tveggja togara. Hef- ur hinn langi dráttur á af- greiðslu þess máls skapað mikla erfiðleika. Það hefði verið sæmra að létta þessum skuldum að miklu leyti af bændastétt- inni, en skuldir bænda eru nú orðnar lítt viðráðanlegar vegna Jress að stjórnarstefnan er búin að kaffæra þá stétt eins og aðra. Sú þjóð, sem vanmetur land- búnað sinn og ekki skilur, að án hans er ekkert þjóðfélag til, hún týnir sjálfri sér. Ég beini máli mínu til allra, hvort sem Jteir búa í borg eða bæ: slíkt má ekki henda. Okkur íslend- ingum er lífsnauðsyn að gera landbúnaðinn rismeiri og arð- bærari, svo að fólkið, sem við hann vinnur í dag, Jrurfi ekki að yfirgefa hann, og ný kynslóð geti jafnan tekið við, þegar hin eldri hættir. Við, sem búum í sveitum, höfum sýnt mikla Jmlinmæði, en nú er mælirinn að verða fullur. Það er ekki aðeins hags- munamál okkar, heldur brýn- asta nauðsyn til bjargar íslenzk- um landbúnaði, að fíjótlega linni þeirri óstjórn ?róða- og peningavaldsins, sem kennir sig við viðreisn, en er á góðum vegi með að leggja landbúnaðinn í rúst. ★ Að lokum þetta: Þjóðviljinn talar um Mýneshreyfingu í sam- bandi við framboð Þjóðvarnar- SÍÐARI GREIN manna og Málfundafélags vinstrimanna í Reykjavík. Það er vitað, að ég hei unnið að stofnun Málfundafélags vinstri- manna og skrifað um nauðsyn nýrra stjórnmálasamtaka vinstra megin. Ég tel skaðlaust, Jrótt stjórnmálahreyfing á íslandi sé kennd við íslenzk staðanöfn eða bæja, og miklu saklausara en að hún sé rekin eftir forskrift frá Moskvu eða Washington. Hreyfing okkar Málfundafé- lagsmanna á að vinna að sam- einingu íslenzkra vinstrimanna í J)jóðlegum lýðræðisflokki. Ég óska lista Málfundafélags vinstrimanna og Þjóðvarnar- manna góðs gengis í borgar- stjórnarkosningunum í Reykja- vík og veit, að margir munu styðja að framgangi hans. Sömu óskir flyt ég lista Málfundafé- lags vinstrimanna á Seyðisfirði. Ég veit, að menn víða um land eru sammála okkur málfunda- félagsmönnum um nauðsyn þess að sameina vinstrimenn í einum heilbrigðum flokki. Eysteinn Jónsson flutti á dög- unum skcmmtilegt erindi í út- varpið um „gönguleiðir í ná- grenni Reykjavíkur“. Sýndi hann J)ar, sem raunar var vitað, að hann er glöggur náttúruskoð- ari og ötull skíðamaður. Ég vænti ]>ess, að Eysteinn sem for- maður Framsóknarflokksins verði jafn glöggur á gönguleiðir í stjórnmálum íslands. Við mál- fundafélagsmenn viljum kanna og fara ])ær leiðir, sem við er- um sannfærðir um að einar séu færar og islenzkir vinstrimenn hefðu átt að fara. Það er vissu- lega tími til kominn fyrir ís- lendinga að kanna íslenzkar gönguleiðir í fleiri en einum skilningi. Ef við rötum þær ekki sjálfir, J)á er mikil hætta á ferðum. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mán- aðamótin maí—júní og starfar til mánaðamóta ágúst—september. í skólann verða teknir unglingar, sem hér segir: Drengir 13—15 ára incl., og stúlkur 14—15 ára incl., miðað við 15. júlí n.k. Einnig geta sótt um skólavist drengir, sem verða 13 ára og stúlkur, sem verða 14 ára, fyrir n.k. áramót. Umsækjendur á þeim aldri verða þó því aðeins teknir í skólann, að nemendafjöldi og aðrar ástæð- ur leyfi. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykja- víkurborgar Hafnarbúðum v/Tryggvagötu, og sé umsóknum skilað þangað fyrir 20. maí n.k. Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar. Orðsending til foreldra í skólahverfi Hlíðaskóla. Þann 14. maí hefst í Hlíðaskóla vornámskeið fyrir börn fædd 1955, sem hefja eiga skólagöngu að hausti í þeim skóla. Vornámskeið þetta stendur í allt að tvær vikur, tvo tíma á dag. Innritun fer fram í skólanum vik- una 7,—12. maí kl. 10—11 f.h. og 16.30—17.30 e.h. Einnig má tilkvnna innritun i síma 17860 á áður- nefndum tíma. Við innritun verða veittar allar nán- ari upplýsingar um vornámskeiðið. Ath. Þeir, sem koma þessara eiúnda, gangi inn um miðdyr Hlíðaskóla að sunnan (frá Hörgshlíð). Vinsamlegast hringið ekki í aðra síma skólans vegna innritunar. Fræðsluskrifstofa Reykjavkur. FsáU? * V'ð — miSvikudapinn 16. maí 1962 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.