Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.05.1962, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 23.05.1962, Blaðsíða 4
Hvers vegna styðja þeir F - listann ? Páll Guðmundsson, skipstjóri: Jón Sigurðsson, verkstjóri: Sigur F - listans mim flýta fyrir Eg er hernáms- stofnun nýrra stjómmáiasamtaka andstæðingur Blaðamaður FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR heímsótti nýlega Pál Guðmundsson, skip- stjóra, á heimili hans, Frarn- nesvegi 6 hér í bæ. Páll er 34 ára að aldri, Vestfirðingur að ætt, en hefur lengi átt heima hér í Reykjavík. Hann er skipstjóri á vélbátnum Sigur- von frá Akranesi. — Það blæs ekki byrlega með síldveiðarnar, Páll, er það? — Nei, ekki er hægt að segja það. Útgerðarmenn eru búnir að segja upp öllum kjarasamningum á síldveið- unum og krefjast þess, að hlutur áhafnar verði minnk- aður frá því, sem nú er. Hingað til hefur áhöfnin fengið 40—42 prósent af brúttóverði aflans. Nú vilja útgerðarmenn lækka hlut á- hafnar niður í um 30 pró- sent, þannig að um fjórð- ungs kjararýrnun er að ræða. Það vekur furðu okkar sjó- manna, að útgerðarmenn skuli eingöngu snúa sér að því að rýra hlut áhafnarinn- ar, en ekki gera neina kröfu um það, að hið óeðlilega lága síldarverð hér sé hækk- að. — Hvað viltu segja um muninn á síldarverði hér og í nágrannalöndunum? — Það er víst ekki ofsagt, að við sjómenn erum mjög undrandi á honum, og okk- ur fyndist svo sannarlega ekki óeðlilegt þótt útgerðar- Ffafa þeir ekki reynt að fara neitt í kringum það? — Jú, það má kannski segja. Aflahluturinn er ekki einu sinni reiknaður af raun- verulegu brúttóverði, því áð- ur hafa verið dregin frá 7 prósent, sem fara af útflutn- ingsverði aflans, sem greidd eru í útflutningssjóð, en hann stendur m. a. undir hluta útgerðarkostnaðar, þar sem eru vátryggingargjöld. — Hafið þið, sjómennirnir, ekki reynt að afla ykkur á- (Framh. d 3. síðn.) Ég slyð liann fyrst og fremst vegna þess, að ég er ákveðinn hernámsandstæð- ingur. Reynsla sögunnar hefur sýnt, að herseta getur aldrei fært þjóðum annað en ógagn, og alveg sérstaklega álít ég hersetu hættulega fyrir íslendinga, eins og málum er nú háttað í heim- inum. Ég tel, að Þjóðvarnar- flokkur íslands sé eini stjórn málaflokkurinn, sem hefur hreinan skjöld í hernáms- málunum og vona, að hann muni ávallt hafa það. Þess vegna styð ég F-Iistann. menn krefðust rannsóknar á því, hvernig á þessum mis- mun standi, í stað þess að reýna sífellt að rýra kjör okkar, sem veiðinnar öflum. Þá finnst okkur einnig, að áður en útgerðarmenn krefj- ast stórfelldrar lækkunar á aflahlut skipverja, hefðu þeir átt að krefjast verulegr- ar lækkunar á þeim óhóflegu tollum, sem eru á öllum tækjum og vélum til útgerð- ar og fiskvinnslu, en eftir að viðreisnarskattarnir bættust ofaná það, sem fyrir var, eru þessi gjöld orðin óviðráðan- leg. Til dæmis get ég nefnt þér það, að síldarflökunar- vél, sem kostar úti í Þýzka- landi 350 þúsund krónur, kostar hér um hálfa milljón króna. Mismunurinn fer í flutningsgjöld og tolla! — Þú sagðir áðan, að afla- hlutur áhafnarinnar væri reikhaður af brúttóverði. Hafsteinn Halldórsson, sjómaður: Tillagan um fiskveiðihöfn hefur vakið áhuga minn og ánægju Ungur sjómaður, Haf- steinn Halldórsson, 28 ára Reykvíkingur, leit inn hjá okkur um daginn. — Hvað gerir þú núna, Hafsteinn? — Ég var á togara, en svo skall þar á verkfall. — Er nokkuð að frétta af togaradeijunni? — Ekki það ég veit. Ég hefi talað við marga um þessi mál, og alls staðar virðist ríkja sama óvissan. — Þú ætlar að styðja F-list- ann núna, er ekki svo? - Jh- — Hverjar eru nú höfuð ástæðurnar fyrir því — í fyrsta lagi er ég mjög óánægður með stjórnarfarið yfirleitt og þá spillingu, sem er í kringum atvinnuvegi okk ar. Þá hefur tillaga Iistans um sérstaka fiskveiðihöfn vakið áhuga minn og ánægju. Það var svo sannarlega tíma- bær tillaga. Löndunarskilyrði eru hér fyrir neðan allar hell- ur, og gott hráefni er ger- samlega eyðilagt með slæmri meðferð, eftir að í land er komið. Þetta kemur vissulega einnig niður á okkuf sjó- mönnunum. Ég er þess full- viss, að ný fiskveiðihöfn er eitt af þýðingarmestu fram- faramálum, sem borin hafa verið fram lengi. Sáðvélar Hjólbörur Duftblásarar Grasfræ Handsláttuvélar Trjáklippur Benzínsláttuvélar Trjásagir t'tx a i Hnífar Uðunardælur Plastdúkur Handdælur Jurtalyf alls konar Sölufélag garöyrkjumanna Vökvatæki Gárðslöngur Arfaklórur Arfasköfur Plöntupinnar Plöntuskeiðar Stungugafflar og m. fl. Reykjanesbraut 6. — Sími 24366. ..s ! I I Frjáls þjóð — micSvikudaginn 23. maí 1962

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.