Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.10.1962, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 06.10.1962, Blaðsíða 6
George Owen Baxter: að þjóta út og vekja nágranu- ana og benda þeim á bálið á fjallstindinum. Hve nákvœmlcga þetta svar- aði til raunveruleikans, renndi Tom ekki hinn minnsta grun i. Hann færði sig dálítið út úr hitanum af bálinu og reyndi blísturmerkið, sem halti spila- maðurinn hafði notað, þegar hann kallaði á hestinn sinn. Þegar Tom iiafði endurtekið blísturmérkið mjög nákvænr- lega, var honum svarað með mjög lágu frísi, og dásamlegi hesturinn kom i ljós í hirmi skæru birtu af bálinu og stað- næmdist við hliðina á honum. Tom klappaði hestinum á háls- inn og gladdist yfir hinu silki- mjúka háralagi, en allan tímann hafði hann þó vakandi auga á ljósunum, sem í sífellu héldu áfram að bætast í ljósadýrðina við rætur fjallsins. Var bálið cf til vill rnerki til félaga halta mannsins einhvers staðar langt í oburtu? Ef svo skyldi vera, hvers vegna ruku þá allir íbúarnir í nágrenninu upp til handa og fóta, þegar þeir sáu bálið? Hvernig svo sem í þessu lá — jafnvel þótt þeir sendu mann upp til þcss að spyrja, hvað þetta bál ætti að þýða, gat eng inn komist þangað upp á minna en hál.fum öðrum tíma. Hann fór sér því að engu óðs- lega. Hve lengi hann stóð þarna. var hann ekki viss um, því að 1 hann var sokkinn niður í þessa vakandi draumóra. scm ef til vill veita okkur sæluríkustu stundirnar í lífi okkat. En haim var vakin óþ.yrmilega af þess- um draumum. | Allt í einu heyrði haím rétt hjá sér eitthvert krafsandi hljóð, eins og í liesti, sem væri að koma upp brekkuna, ekki úr þeirri átt, sem hann hafði korn- ið, heldur úr hinni gagnstæðu. í einu vetfangi var Tom kom- inn í söðulinn. Ilann lét hestinn fara svo langt frá bálinu, að birtan náði ekki til hans, og frá fylgsni sínu í myrkrinu sá hann nú sýn, sem hann varð mjög undrandi yfir. Hinum meg in við bálið skaut nú fram apal- gráum hesti í flöktandi birt- unni frá hálfútbrunnu bálinu. A baki hans sat manneskja, sem 9 var allt of grannvaxinn til þess að geta verið karlmaður Vind- hviða fékk bálið allt i eiriu til að blossa upp, og í sömu svifum sá hann, að reiðmaðurinn á apal gráa hestinum var kona — ung stúlka. Hún leit upp um leið, og Tom sá andlit hennar undir barðastóra hattinum. Hanu starði steini lostinn á hana. — Eagra andlitið var fölleitt í flökt andi birtunni. augun voru stór og dökk og skimuðu áköf og kvíðafull um í myrkrinu „Ilver er þar?" spurði hann. Hann sá, að unga stúlkan kipptist við. Hún lyfti hend- inni með Iciftursnöggri og að- varandi hreyt'ingu, og hann hcyrði rödd hennar eins og hvísl aridi hróp: „Flýðju — flýðu — í guðanna bænum, flýðu! Fylgdu mér!“ Aður cn Tom fengi tíma til að svara, kvað við byssuskot í brekkunni að baki honum. og hann heyrði byssukúlu hvína fram hjá höfði sér. Það kom fát á hann. Hann sneri sér við og starði í þá átt, sem kúlan hafði komið úr. „Hvcr er þar?“ hrópaði hann aftur. Svarið. sem hann fékk, var annað skot, sem kom úr ann- arri átt en það fyrra. Hann hugsaði sig ekki um 'engur. Hann skildi ekki livers konar óðs manns æði þetta var. E.n citt var hann þó alveg viss um. Dvöl hans hérna á Samson-fjall inu þýddi hættu fvrir lif hans Þetta var djöfullegur grikkur, sem halti máðurinn hafði gert honum. En unga stúlkan á apalgráa hestinum? Hvað vildi hún hon- um? Með snöggri hreyfingu sneri hann hesti sínum við, og undursamlcgi hesturinn bar hann með traustn og hrö.ðu fóta taki yfir síðustu glæður hins útkulnandi báls, — í áttina til þess staðar, þar sem hann hafði séð ungu stúlkuna. Um leið og dofnandi bjarma bálsins bar á hann, kvað við skothríð að baki honum. En þeir, sem skutu, voru auðsjáanlega svo önnum kafnir við að klifra upp brekk- una, að þcir gáfu sér ekki tíma til að miða vandlega, og allar kúlurnar þutu fram hjá Tom. Honum sýndist apalgráa hest- inum bregða fyrir spölkorn neð- ar í brekkunni, og hann hélt þangað. Ilver svo sem unga stúlkan var, þá var hún aug- sýnilega komin til að aðvara þann mann, scm tendrað hafði bálið, og sýna honum hvaða leið hann ætti að fara til þess að komast undan óvinum sín- um. Hér var enginn tfmi til um- hugsunar. Ilann hélt áfram í þá átt, sem hún hafði bent hon- um. Það var svo dimmt, að Tom sá ekki faðm frá sér, en hann hafði komizt að raun um á Ieið inni upp fjallið, að óhætt var að Iáta hestinn um alll slíkt. Tom slcppti taumunum, og varlega, fct fyrir fet. klifraði hesturinn niður hina bröltu brekku. , Allt í einu nam hann staðar. Tom laut áfram, og hín næmu eyru hans grcijndu suðandi hljóð margra radda dálítið neðar. Honum var varnað veuarins. Hann var grafkyrr, en í hug anum leitaði hann að leið út úr þeim ógöngum, sém hann hafði verið ginntur í. Skyndilega heyrði hann óvini sína fara á kreik. Þeir komu upp í áttina til hans. Varlega dró hann sig í hlé bak við kletta- snös, sem huldi hann dálílið, en ekki nóg til þess, að óvinir hans færu fram hjá hoiium án þeess að veita honum eftirtekt Hann beið með öndina í háls- inum. Reiðmennirnir voru nú svo nálægt, að hann gat heyrt andarclrátt hestanna. Hann laut áfram til að reyna að sjá, hve margir þeir væru, en honum var ómögulegt að greina þá sundur í myrkrinit. Hann sá aðeins mikinn fjölda af mönnmn sem stefndi í áttina til hans. Svo þétt riðu þeir, að hann sá fram á, að ógerningur yrði að reyna að brjótast í gegnum raðir þeirra. Og þó var það sú einasta útgönguleið, sem komið gat til greina. Hann hélt á skammbyssunni f hendinni, Hann sagði við sjálfan sig, að ef hann notaði hana, þá væri það í réttmætri nauðvörn. Þess ir vitstola menn mundu ekki gefa honum tíma til að útskýra málið. Hesturinn, sem hann reið, gerði sér auðsjáanlega fulla grein fyrir hættunni, sem þeir voru í. Hann stóð alveg hreyfingarlaus, og Tom gat ekki einu sinni heyrt andardrátt hans. Reiðmennirnir voru í þann veginn að komast að honum, þegar óvænt atvik bar að hönd- um. Út úr myrkrinu hinum meg- Ljósboginn Hverhsgötv 50. (Stmi I98ll). Viðgerðij á bfladinamóum og störturum Vinding á rai mótorum Eigum fyrirliggj andi dínamóanker t flestar gerðir bifreiða Vönduð vinna. lágt verð. Liósboginn Hverlisgötu 50. in við troðninginn kom apalgrár hestur. Undrunarhróp heyrðust frá mönnunum í þyrpingunni, en veran á apalgráa hestinum lyfti undir eins upp hendinfii og hrópaði: „Þessa leið — þessa leiðl“ Tom var ekki ljóst, hvort þetta var karlmanns- eða kven- mannsrödd. Hann gat heldur ekki séð, hvað gerðist, en hon- um skildist af hljóðinu, að reið- mennimir sneru við. „Lögreglustjórinn-----Algie gamli!“ heyrði' hann undrandi raddir segja. Marrið í reiðtýgjunum og frýs og ruglingslegt fótatak hest anna flutti Tom heirn sanninn um það, að mennirnir væru að snúa við, til þess að halda í gagnstæða átt. Tom fór varlega fram úr fylgsni sínu. Hann kom nógu snemma til að sjá reiðmanna- hópinn fara út af stígnum og þeysast þvert yfir slétta brekk- una. Vegurinn var honum frjáls. Þegar Tom var kominn niður að rótum fjallsins og þeysti af stað, hulinn myrkrinu, nam reiðmannahópur staðar hinum megin við Samsonfjallið og þyrptist kringum veruna á ap- algráa hestinum. í stað hrukkóttrar og veður- barinnar ásjónu Algie gamla sáu þeir ungt stúlkuandlit — andlit með stór og dökk augu og tindr- andi varir. IX. Iíefði dökkbrúni hesturinn ekki verið jafn ágætur og hann var, hefði Tom aldrei sloppið lif LETUR S/F Offset-fjölritun LETUR S/F Hverfisgötu 50. Sfmi 23857. Stórt úrval af karlmannafötum, trökk um. drengjafötum. stökum buxura - Saumuro eftir málí. mtima

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.