Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.10.1962, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 13.10.1962, Blaðsíða 5
lýðræði! Allt er afstætt. Flokksein- ræðið er í aiigum talsmanna bess því aðeins lýðræði, að það sé þeirra eigin flokkur, sem hefur tðglin og hagld- irnar. Séu þeir sjálfir ofurliði bornir með slíkum aðferðum hrópa þeir manna hæst um ofbeldi, einræði o. s. frv., en undir niðri sjá þeir eftir því eínu, að fá ekki að standa í sporum andstæðingsins og beita hann sömu bolabrögð- unum. Hugsum okkur t. d., að Sjálfstæðisflokkurinn næði hér slíkum völdum sem Kommúnistaflokkurinn hef- ur í Sovétríkjunum og neytti þeirra að þarlendri fyrir- inynd til að lialda niðri flestri gagnrýni og öllum mótþróa. Efalaust mundi þá t. d. Alþýðubandalagið í einum kór barma sér yfir slíkurn en varð aðeins fimmtándi til sextándi, miðað við tilraunir, en miðað við stökkhæð varð ég áttundi til sextándi. — Hverjir ur&u fremstir í keppninni? — Brumel vann, stökk 2.21 m. Petterson varð annar, með 2.13, og Olympíumeistarinn frá Rómarleikjunum. Sjavlakadze, hlaut þriðja sætið, stökk 2.09 m. — Hvað geturðu sagt okkur um Brumel? — Brumel er mjög öruggur stökkvari, og hikar hvorki né bíður, áður en hann leggur af stað í atrennuna. Ilann klæðir sig úr ytri búningnum, gengur rólega að merkinu sínu og hl'eypur strax af stað. Hraðinn í atrennunni er geysilcgur. Sjálft stökkið virðist einfalt. Stökkv- arinn svífur upp, og á réttu augnabliki virðist líkaminn snúast um ósýnilegan ás, og þar með er hann kominn yfir rána. Það er greinilegt, að engar of- sögur fara af hinni vísindalegu þjálfun Brumels, Við þökkum Jóni fyrir sam- talið og óskum honum til ham- ingju með sitt nýja, glæsilega met. aðförum og það mjög að von- um. En það er jafnvíst, að í þeim undirokaða kór fynd- ust eigi allfáar hjáróma radd ir: sárar að vísu, en sárastar yfir því að fá ekki að syngja hlutverk yfirboðarans — kúgarans. Vonandi kemur aldrei til þess, að Sjálfstæðisflokkur- inn fái hér neitt alræðisvald, og má óska öllum Alþýðu- bandalagsmönnum þess engu síður en öðrum landsmönn- um. Hins er þá jafnframt að óska sérstaklega þeim Al- býðubandalagsmönnum, sem unna lýðfrelsi, að þeir geri það upp við samvizku sína, hvort þeir geti öllu lengur ýtt undir stjórnmálaleg áhrif þess ófyrirleitna hóps, sem vill reisa hér alræði „Flokks- ins“ á rústum frelsisins. Kjós. FRAM ISLANDS- ICópavogs- þættir 1 MEISTARI Bikarkeppni K.S. Fjögur liS eru í undanúr- slitum, KR gegn Akureyri og Þram gegn Keflavík. Miðlað við leikinn um síðustu helgi virðist AkurevrarlitSið sigur- stranglegast. En þó er engin leitS atS segja úrslitin fyrir, því að í knattspymu geta ólíkleg- ustu hlutir gerzt (sem dæmin sanna). Óbótamenn dæmdir íslandsmeistaramótinu í knatt spyrnu lauk fyrir nokkru. Úr- slitaleikurinn var á milli Fram og Vals, og sigruðu hinir fyrr nefndu með 1:0. Mega Fram- arar vel við una, þar sem þeir hlutu einnig meistaratignina í handknattleik, eins og kunnugt er. Lið Fram hefur sýnt góða leiki í sumar, allt frá byrjun, enda hóf það snemma æfingar síðastliðinn vetur. Þjálfari þess er Guðmundur Jónsson. Geir markmaður hefur vakið mesta athygli af liðsmönnum Fram. Hann virðist oft kæru- laus og hefur stundum í frammi ýmsa skrýtna „takta“, en reyndin mun þó sú, að hann tekur íþrótt sína alvarlega, og (þegar honum tekst bezt upp, ver hann stórglæsilega. Hann var valinn í B-Iandsliðið gegn Færeyingum og hélt markinu hreinu. Einnig var hann vara- maður Helga Danielssonar í landsleikjunum við íra. Hvað starfa „heims- stjömurnar“? Finninn Nikula, heimsmet- hafi í stangarstökki, er íþrótta- kennari. Daninn Thyge Thögesen, einn bezti Maraþonhlaupari álfunnar, er póstmaður. Bretinn Brightwell. Evrópu- meistari í 400 m hlaupi, er kennari. Frakkinn Michel Jazy, heims- methafi í 2 km og 3 km hlaupi, er prentari. Á tiltölulega fáum árum hef- ur byggð vaxið svo ört í Kópa- vogi, að þar er nú einn fjöl- mennasti kaupstaður landsins. Saga byggðarlagsins síðan Þórð- ur, fyrrum lireppstjóri, nam land á Sæbóli fyrir rúmvm ald- arfjórðungi er víðkunn, enda mun hún ekki rakin hér. Þá vita og allir íslendingar nokkur deili á atburðum þeim, sem gerðust í Kópavogi sumarið 1662, er fyrirsvarsmenn þjóðar- innar undirrituðu erfðahyll- ingu og einvaldsskuldbindingu, ó í trausti þess, að konungur láti haldast „vor gömul venju- leg og vel fengin landslög", svo og þann rétt, sem „loflegir und- anfarnir Danmerkur- og Nor- egskonungar hafa oss náðugast gefið og veitt og vér og vorir forfeður undir svarizt." Að öðru leyti en nú hefur verið talið, mun almenningi hin eldri saga Kópavogs lítt kunn. Með hliðsjón af því, að í sumar voru rétt 400 ár liðin síðan Árni Oddsson, Brynjólf- ur Sveinsson og félagar þeirra sóru Kópavogseiða, verður hér á eftir greint frá nokkrum görnl- um atburðum, sem á einn eða annan hátt eru tengdir Kópa- vogi. Á Kópavogsþingi. Snemma mun Kópavogur hafa orðið einn af fjórum lög- ákveðnum þingstöðum í Gull- bringusýslu. Ekki hafa þó varð- veitzt dómar þaðan eldri en frá öndverðri 16. öld. Hinn 1. júní 1523 er kveðinn þar upp tylftar- dómur, útnefndur af Erlendi lögmanni Þorvarðssyni, um kærumál Hannesar hirðstjóra Eggertssonar á hendur Týla Péturssonar. Týli þessi Pétursson (Peter- sen) hafði verið hirðstjóri á Bessastöðum 1517—1520. Ber öllum lieimildum saman um, að hann hafi verið ofsafenginn í skapi og ofbeldisseggur hinn mesti. Samkvæmt óvéfengjan- legum vitnisburðum var hann valdur að róstum á alþingi þrjú sumur í röð. Fyrsta sumarið lét hann menn sína elta lögréttu- mann einn og skjóta. Er ekki vitað, að maðurinn hafi neitt til saka unnið. Svo mikið er víst, að hann var líflátinn án dóms og laga. Næsta sumar lét Týli grípa annan lögréttumann á sjálfu alþingi. Var hann mar- inn og settur í járn. Sá maður hafði einungis sagt upp dóm, sem hann og aðrir lögréttu- menn dæmdu, en hirðstjóra lík aði ekki dómurinn Árið 1510 lenti Týla heiftarlega saman við Ögmund Pálsson, er þá hafði verið kjörinn biskup í1 Skálholti. Gerðist hirðstjóri svo reiður, að hann bauð mönnUrn sínum að grípa til vopna og drepa biskup þar á þinginu. Skarst þá Vigfús lögmaður Er- lendsson í leikinn og fékk af- stýrt mannvígum. Þó var hirð- stjóri svo ákafur, að hann gerði sig líklegan til að leggja biskup í gegn með eigin hendi, og varð Vigfús lögmaður að þrífa til hans og halda honum. Árið 1520 fóru þeir allir utan á einu skipi, Týli hirðstjóri, Ögmundur biskup og Vigfús Er- lendsson. Vildi Týli þá fá end- urnýjaða hirðstjórn sína, en það tókst honum ekki, og varð Hannes Eggertsson hirðstjóri. Týli lagðist þá í víking, og hafði bækistöð sína í Svíþjóð. Árið 1523 kom hann til íslands og gerði aðför að Hannesi hirð- stjóra, eins og frá er greint í Kópavogsdómi. Þar segir, að Týli hafi „farið með flokk manna, bæði íslenzkra og út- lenzkra, heim á kóngsgarðinn Bessastaði og rænt þar og gripið bæði "kvlkút'n' ''péningúm og dauðuin innan kirkju og utan, brjótandi upjr kirkjúna og kist- urnar jiær sem jiar inni voru, rænandi þar vors náðugasta herra kóngsins góssi og svo jrví sem Hannes átti og aðrir menn fleiri og öllum reikningsskap þeim, sem honum heyrði til. Hér með klagaði fyrrskrifaður Hannes til Týls Péturssonar, að hann hefði gripið sig sem Jrjóf eður illræðismann, og haft sig nauðugan inn í Hólma.“ — Þar var hirðstjóri í haldi í hálfan mánuð, unz Týli fór með ráns- feng sinn úr landi. Tylftárdómurinn í Kópavogi dæmdi Týla „fullan ránsmann og óbótamann“, svo og allan Jrann flokk manna, íslenzkra og erlendra, sem veitt höfðu hon- um lið „og ónauðugir voru þar til.“ Ári síðar kom Týli skipi sínu í Hafnarfjörð, hélt að nýju með liðskost til Bessastaða, braut upp Bessastaðakirkju og rændi þar sköttum konungs og öðru fé. Þá safnaði Hannes hirðstjóri að sér íslendingum og þýzkum kaupmönnum, sem hér voru, lagði að skipi Týla, vann það og tók Týla höndum og lét síð an höggva hann. Ránsrncnn úr Viðeyjarför danndir. Næsti dómur, sem varðveittur er frá Kópavogsjringi, var felld- ur þar 6. september 1539. Sá dómur var einnig útnefndur af F.rlendi lögmanni Þorvarðssyni „kóngs umboðsmanni (sýslu- manni) í Kjalarnesþingi." Fjall- ar dómurinn um það, „hverra svara eður sekta jreir menn mundu skyldugir vera kóng- dómsins vegna, er í hel slógu þá fjóra menn, er í Viðey voru aflátnir og fylgt höfðu Didrik von Myndinz til jreirra aðtekta og vandræða, er hann frammi hafði Jrar og annarstaðar." Seg- ir í dóminum, að menn þeir, er drepnir voru, séu ákærðir fyrir að hafa „rænt og gripið með fyrrnefndum Didrik klausturs- ins góss og fé, hér með svívirt klaustursins Jrjónustufólk með fullréttisorðum og verkum, bar- ið á Jjeim og bundið.“ Er ábóti skyldaður til að „leiða hér til tvö lögleg vitni að Jressir fjórir ménn hefðu að slíkum verkum verið. .. . En að slíkum vitnum leiddum, dæmdum vér þessa oftnefnda menn fallið hafa á sínum eigin verkum fyrir Jiýfsku og ránskap með fullu dómsatkvæði og- ógilda kóngi og karli og fulla óbótamenn verið hafa . . ., en Jrá alla sak- lausa er þ>á aflétu.“ Vélráð brugguð i Kópavogi. Eftir dráp Diðriks van Mynd- ens fógeta, sem konungsmenn töldu Ögmund biskup Pálsson hafa átt hlut að, sendi konung- ur hingað með hirðstjóravaldi Kristófer Hvitfeldt. Kom hann hingað í fardögum 1541 og hafði með sér lið á tveim her- skipum. í lok maímánaðar um vorið rnæltu Jreir sér mót í Kópavogi Hvitfeldt og Gissur biskup Einarsson. Virðast j>eir hafa bruggað Jrar í laumi vél- ráðin um handtöku Ögmundar biskups, er Jrá var gamall og blindur hjá Ásdísi systur sinni á Hjalla í Ölfusi. — Um atburð þennan farast Jóni Gissurarsyni svo orð í siðaskiptasögu sinni: „Næsta sumar J>ar eftir (Jr. e. 1540) kom herra Gissur út með Jieim Hafnfirðingum, j>ví hann sigldi með jreim. Reið hann strax heim í Skálholt frá Görð- um við fjórð amann. Tók bisk- up Ögmundur honum vel, af- henti honum staðinn strax, en hafði sig burt. Framh. í næsta blaði. Athugasemd Vegna fréttar á forsíðu Frjálsrar Jjjóðar 29. sept. s. 1. hefur blaðið verið beðið að geta Jress, að Sigurður Ólafsson, starfsmaður mæðiveikivarna, hafi haft. fullt samþykki allra nðila til að sinna starfi sínu í Hraundalsrétt. Frjáls þjóð — laugardaginn 13. október 1962 5

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.