Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.07.1963, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 27.07.1963, Blaðsíða 1
Vett þá englnn, að eyjan hvita á sér enn vor, ef fólkið þorir guSi aS treysta, hlekld hrista, hlýða réttu, góðs að biða? Séð heini að Skállioltsstað á vígsludegi dómkirkjunnar. Maðkar í mysunni í Ytri-Njarðvík Fyrir skömmu var frá því greint um fyrirhugaðar framkvæmd- ir við Landshöfnina í Ytri-Njarðvík, að borizt hefðu tilboð um mannvirkjagerð þar, og vakti hinn gífurlegi verðmunur tilboðanna furðu manna. Tilboð bárust aðeins frá tveimur aðilum: Efrafalli, sameignarfélagi Almenna byggingarfélagsins og danskra aðila, og Verklegum framkvæmdum, sem eru í slagtogi við þýzka um þetta verk. Yfir 40 millj. króna munur á tilboðum. Vita- og hafnarmálastjórnin leitaði á sínum tima tilboða í lengingu hafnargarðanna þar syðra. Gert var ráð fyrir, að una Ríkisstjórnin útvegar fyrirtæki örfárra auðmanna tíu milljóna kr. lán en neitar SÍS um lántökuheimild Frjáls þjóð getur nú upplýst, að ríkisstjórnin hefur veitt einka- fyrirtæki tíu milljón króna lán af erlendu lánsfé á sama tíma og hún ncitar fyrirtækjum samvinnuhreyfingarinnar um heimild til að taka 20 milljón króna lán erlendis með mjög hagstaéðum kjörum. Fyrirtæki það, sem hér um ræðir er nýstofnað hlutafélag örfárra manna og eru auðkýf- ingarnir Sveinn Valfells og Völ- undarbræður aðaleigendur þess. Hefur fyrirtæki þetta þegar haf ið miklar byggingarframkvæmd- ir hér í bæjarlandinu. Lán það, sem ríkisstjórnin hefur veitt því, að upphæð 10 milljónir króna er af brezka láninu, sem ríkisstjórnin tók á síðasta vetri og neitaði Alþingi um rétt til að úthluta eins og venja hefur ver- ið um slík Ián. Aðeins einkafram- ' takið stutt Engum blandast hugur um, að fyrirtæki það, sem einhverjir mestu auðkýfingar landsins, þeir bræður í Völundi h.f. og Sveinn Valfells hafa stofnað hef ur það að höfuð markmiði að auka sem mest einkagróða og einkaauðmagn stofnendanna. f>a göfugu hugsjón styður nú- verandi ríkisstjórn með 10 milljón króna láni, sem fengið er erlendis. Þessu blaði er ókunnugt með öllu, ef það hefur einhvern tíma hent hérlendis, að einkaframtak ið beitti sér fyrir lausn þjóð- félagslegra vandamála, þar sem gróðasjónarmið kæmu hvergi nærri. Einmitt í því er fólginn I sjálfur eðlismunur einkarekstr- ar og samvinnurekstrar, að samvinnufyrirtæki fólksins sjálfs taka oft á tíðum að sér lausn þjóðfélagslegra vandamála án tillits til gróðamöguleika fyr irtækjanna sjálfra, en einka- reksturinn ekki. Kosti samvinnufvrir- tækja þröngvað Það hefur þá einnig verið eitt af höfuðeinkennum „viðreisnar- innar“, að á sama tíma pg rót- tækar aðgerðir hafa verið gerðar á kostnað almennings til að stúðla að velgengni og gróða Framh. á 6. síðu. Blaðamanna- verkfall? Staðið hefur í þófi að und- anförnu milli Blaðamannafélags íslands og eigenda dagblað- anna um launakjör blaðamanna. Þegar Frjáls þjóð fór í press- una, voru helzt taldar horfur á, að verkfall hæfist um mánaða- mótin. Við óskum blaðamönn- um sigurs í slagnum. annar garðurinn yrði lengdur um 120 m en hinn um 210 m. Fyrrnefndi aðilinn bauð 38 til 40 millj. króna í mismunandi gerðir mannvirkja, en hinn síð arnefndi 80 til 88 milljónir kr. Tekið var fram í tilkynningu um jietta mál, að ýmsir sérskil- málar væru teknir fram í báð- um tilboðum, þannig, að til- boðsupphæðir væru ekki fylli- lega sambærilegar. Þess var enn fremur getið, að áætlun vita- málastjórnar um verkefni þetta, sem hefði verið gerð á sl. vetri, hljóðaði upp á 35 til 40 millj. kr. miðað við hinar ýmsu gerðir mannvirkja. Öll kurl koma ekki til grafar. Af þessu má sjá, að öll kurl eru ekki komin til grafar. Verð- ur að gera þá kröfu til þeirra aðila, sem í ‘hlut eiga, að þeir gefi fullnægjandi skýringar á þvf undarlega fyrirbæri, sem hér er á ferðinni. Hvernig stendur t. d. á því, að verk, sem opinber aðili áætlar að kosti 35 til 40 millj. kr., getur kostað samkvæmt til- boði sérfróðra og ábyrgra aðila, um 80 milljónir króna? Og hvernig var með lægra tilboðið, náði það ekki til þess, sem gert Framh. á 6. siðu. Hver ber ábyrgðina? Sá mun vandfundinn, sem vildi vera i sporum þess starfs- manns ÍSAGA H.F ., sem var svo ólánssamur að vera ein- samall á vakt í gasstöðinni, þeg- ar eldsvoðinn mikli varð þar á dögunum. Blöðin hafa sagt okk ur frá því, hvernig heitur lykill í höndum þess, sem handla þarf hraðar en hugur manns, getur valdið milljónatjóni. Þannig get ur örlítið misstig, sem flesta gæti hent, valdið ómetan- legu tjóni. Má þó vissulega telja það mikið lán, að ekki fór enn verr. Óneitanlega eru ýmsar spurn ingar áleitnar, þegar um þessi mál er hugsað: Hvernig er fræðslu starfs- manna ÍSAGA háttað? Hefur þeim verið gert nægilega Ijóst, að járn þarf ekki að vera rauð- glóandi til þess að kveikja í gasi, ef gasstraumurinn er nógu hæg- ur? Er eftirlit með gas- og súrkút Framh. á 6. síðu. Morgunblaðið og þjóðerni dauðans Leiðari Morgunblaðsins spyr með rosta síðastliðinn miðvikudag: Hverjir mundu varpa á Island þeim sprengj um, sem „kommúnistar“ eru sífellt að hóta þjóðinni? Væru það Bandaríkjamenn eða Rússar, ha? Eg er einn þeirra manna, sem í þessu tilfelli er komm- únisti og það er ekki nema sjálfsagt ég svari spurning- unni að mínu leyti — ennþá> einu sinni. Svarið er á þessa léið: Hér á landi eru bandarísk- ar herstöðvar, sem Atlants- hafsbandalagið. hefur komið upp með atfylgi Morgun- blaðsins. í atómstríði vrði gerð sovézk árás á þessar her stöðvar, á sama hátt og Bandaríkjamenn mundu gera árás á Prag eða Búkarest og nálægar herstöðvar. Mikil- vægar herstöðvar slyppu ekki við árás í atómstríði; Sovét- menn mundu leitast við að eyða herstöðvum á yfirráða- svæði andstæðingsins, og Bandaríkjamenn gerðu ná- kvæmlega slíkt hið sama. Það getur aðeins eitt ráð til að afstýra árás á land: að þar sé ekki her eða vopnabúnað- ur á vegum stríðsaðila. Hinu geta fábjánar einir búizt við: að vopnað land í bandalagi við styrjaldaraðila komist hjá hernaðaraðgerðum andstæð- ingsins. Morgunblaðið skal bera ábyrgð á gerðum sínum. Það er gott dæmi um sið- ferðisstig blaðsins, að það skuli aldrei spyrja.. hvernig friður verði tryggður. Það hefur aðeins áhuga á einu: af hvaða þjóðerni dauðinn sé. t atómstríði dyndi rússnesk- ur dauði yfir Bandaríkin og Vestur-Evrópu, en bandarísk ur dauði yfir gervalla Austur- Evrópu og Síberíu. Það svarið um þjóðerni dauðans. En þjóðerni dauðans skiptir ekki máli. Það er friðurinn, sem máli skiptir: að dauðinn Ieggist ekki yfir löndin, að lífið ríki. Stefna okkar hernámsand- stæðinga — sem Morgunblað ið kallar kommúnista á mið- vikudaginn var — er afnám herstöðva, bæði hér á landi og annars staðar. Við viljum hvorki rússneska helsprengju yfir Suðurnes né bandarískar eldflaugar yfir Búkarest. Lff- ið er af þjóðerni friðarins. BB.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.