Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.05.1964, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 15.05.1964, Blaðsíða 6
AFVOPNUN OG Frh. af bls. 4. litlu en þéttbýlu lönd V-Evrópu, sem liggja í eins konar fram- varðarstöðu gagnvart Sovétríkj- unum, eru hættuleg öryggi Sov- étríkjanna, ef þau eiga sjálf yfir vetnisvopnum að ráða. Þau freista því hættunnar á að Sovét- ríkin hóti þeim gereyðingu í styrjöld, svo ótvíræða yfirburði sem Sovétríkin hafa á sviði vetn isvopna. Og þau væru þá í veikri aðstöðu til að standa gegn kröf- um Sovétríkjanna sem settar eru fram í krafti slíkra yfirburða. Hvaða ráðstafanir viljið þér sjá Bretland gera til þess að draga úr hættunni á að styrjöld brjótist út fyrir mistök? Munduð þér ganga svo langt, til dæmis, að gera aðild okkar að NATO háða því skilyrði, að bandalags- þjóðir okkar taki upp sveigjan- legri afstöðu til afvopnunar og samkomulagstilrauna? Ég tel, að það hefði líklega verið viturlegra, er til lengdar lætur, ef við hefðum aldrei gerzt aðilar að NATO. En þar sem við höfum verið með frá upphafi, getur skyndileg úrsögn okkar haft enn hættulegri afleiðingar í för með sér, heldur en ef við sitjum kyrrir og reynum að sníða af því verstu vankantana. Hætt- an er auðvitað sú, að úrsögn okk ar hefði í för með sér slíka upp- lausn í V-Evrópu og vantraust á NATO, að freistandi væri fyrir Rússa að hagnýta sér það. Má ég grípa hér fram í til að spyrja yður sérstakrar spurning- ar: Ef gagnkvæmir samningar tækjust um afvopnun og mynd- un hlutlausra belta, sem gerðu okkur kleyft að taka upp óhæð- isstefnu, án þess að valda ótta í V-Evrópu eða óþarfa bjartsýni Rússa, teljið þér, að þetta gæti orðið grundvöllur raunhæfrar lausnar á núverandi vandamál- um okkar? Já. Ég hef lengi verið hlynntur myndun hlutlausra belta og ó- hæðisafstöðu, sem viturlegri og framsýnni stefnu. Ég hef haldið fram svipuðum rökum í mörg ár. Ég lít á þetta sem raunhæfa leið til að draga úr spennu. Algengustu rökin gegn meiri háttar afvopnun eru að slíkt mundi losa um allar hömlur á undirróðursstarfsemi kommún- ista. Ennfremur er því haldið fram, að ef einstök ríki draga sig út úr hernaðarbandalögum muni myndast tómarúm (power vacuum), sem Sovétríkin eigi auðveldara með að fylla en Bandaríkin. Hvernig metið þér Svo nefnist bók, sem bókaút- gáfan Skuggsjá hefur nýlega gef ið út. Höfundurinn, Ingimar Ósk arsson, segir í formála, að bókin sé ætluð sem leiðarvísir fyrir ■y ' " alla þá, er eitthvað fást við ræktun stofublóma. Bókin er „að öllu leyti“ sniðin eftir danskri handbók um þetta efni. í Stofu- blómum eru litmyndir af 372 tegundum skrautblóma, sem sér þessar tvær hættur í samanburði við þá allsherjar hættu á vetnis- styrjöld, sem við blasir? Ég er ekki viss um, hvað við er átt með því að segja að Sovét- ríkin séu betur fær um að fylla hernaðarlegt tómarúm en Banda ríkin. Ég tel, að það mundi draga úr líkum á skyndiárás, ef árásarsveitir beggja aðila í framvarðastöðu yæru dregnar til baka. Sem stendur er ekkert auð veldara fyrir Rússa en að hremma lykilstöður með leiftur- árás, áður en nokkru viðnámi yrði við komið. Slíkt coup, þótt það geti verið blóðsúthellinga- lítið í fyrstu, getur hæglega haft í för með sér stórfelldar hernaðaraðgerðir og endanlega þróazt upp í algera styrjöld. Gagnkvæmur samdráttur her- afla beggja aðila í Austri og Vestri mundi gera þess háttar leifturárás miklum mun örðugri í framkvæmd og gera slíkar til- raunir ólíklegri. Svæðisbundin afvopnun mundi þá reynast raunverulegur hemill á tilraunir til leiftursóknar, á landi og í staklega eru ætluð til ræktunar innan húss. Meginhluti bókarinnar er þess ar litmyndir, með nöfnum blóm- ánna á latínu og ísíéVizkú.' Þar á eftir kemur greinin Hirðið vel um blóm, en það eru leiðbein- ingar um blómarækt í húsum inni. Síðan koma Tegundalýsing ar, langur myndskreyttur kafli, þar sem m. a. er lýst æskilegri meðhöndlun hvers einstaks blóins. Ætti þetta þannig að vera hin nytsamlegasta bók. Stofublóm í litum er 5. bókin í flokki Skuggsjár-rita, sem einu nafni heita Úr ríki náttúrunnar. Áður eru þessar 4 komnar út: Villiblóm í litum, Fiskar í litum — báðar eftir Ingimar Óskars- son; Garðblóm í litum, og Tré og runnar í litum — báðar eftir Ingólf Davíðsson. Sá sem þetta ritar hyggur ó- hætt að mæla sterklega með öll- um þessum bókum við þá, sem áhuga hafa á ríki náttúrunnar. lofti, á hættulegum augnablik- um. Ég fæ ekki séð, hvers vegna afvopnun ætti að ýta undir und- irróðursstarfsemi komúnista. Hún hefur verið rekin linnu- laust þrátt fyrir enga afvopnun. Njósnir og undirróðursstarfsemi nærist á ótta og er ætlað að lama óvininn; er því í beinum skilningi varnaðarráðstöfun. Af- vopnun, raunveruleg afvopnun dregur eðli sínu samkvæmt úr spennu og þar með úr hæítunni á fjandsamlegum undirróðri. Hvað lokaspurninguna snert- ir... tel ég, að sú hætta, sem afvopnun og myndun vetnis- vopnlausra svæða kann að hafa í för með sér, verða með engu móti lögð að jöfnu við yfirvof- andi hættu á vetnisstríði án á- setnings. Jón Baldvin Hannibalsson þýddi. RÆÐA BJARNA (Frh. af bls. I.) yrði að nýju greidd á kaup, án þess að kaup hækkaði nokkuð með þeim samningum. Yrði þá &ð reyna að búa svo um hnút- ana, að vísitalan hækkaði ekki og yrði í því sambandi að beita niðurgreiðslukerfinu. Sagði Bjarni í því sambandi, að það væri „algjört glapræði", að treysta ekki Einari Olgeirs- kýúi og Eðvarði Sigurðssyni í þessu efni, ef þeir vildu semja á þessum grundvelli. Skildist mönnum á Bjarna, að þeir vildu það. Verðbólgubraskarar Þá sagði Bjarni, að það yrði að taka í verðbólgubraskarana, sem hann nefndi svo, en það voru þeir, sem safnað hefðu tugmilljóna skuldum í öllum lánastofnunum hérlendis og er- lendis beinlínis í því skyni að láta verðbólguna eyða skuldun- um, svo að þeir stæðu uppi með eignirnar fyrirhfanarlaust. Tæpti hann á einhvers konar eignakönnun í því sambandi. Enginn tók til máls Svo óvenjulega brá við að loknutn þessum lestri Bjarna, að engínn maður kvaddi sét hljóðs og var fundi því sjálf- slitið. En hitt mátti heyra, ef eftii var hlustað, að margir kurruðu um það, að lítið væri nú orðið eftir af viðreisninni og barátt unni gegn kommum, ef nú ætt’ að taka upp gamla niður greiðslukerfið, sem viðreisnir hefði fordæmt, sem algjöra fjar- stæðu, og nú væri talið „algjör' glapræði" að vantreysta komm um, sem áður voru taldir a' Bjarna (ekki Ólafi) vargar i vé um. Sögðu sumir, að þetta hlyti a? vera undirbúningur að því, að taka Einar &Co í stjórnina Fóru margir verðbólgubraskar ar fúlir af fundi að sögn. Sumardvöl barna Sjómannadagsráð mun reka sumardvalarheimili fyrir börn i heimavistarskólanum að Laugalandi í Holtum á tímabilinu frá 16. júní til 25. ágúst. Aðeins verður tekið við börnum sem fædd eru á tímabilinu 1.1. ’57 til 1. 6. 1960. Þau sjómannsbörn munu njóta forgangsréttar, sem misst hafa föður eða móður, eða búa við sérstakar heimilisástæður. Gjald fyrir börnin verður það sama og hjá Rauða Krossi íslands, kr. 400,00 á viku. Skrif- legar umsqknir skulu berast skrifstofu Sjómannadags- ráðs að Hrafnistu fyrir 15. maí n. k. í umsóknunum skal taka fram nafn, heimili og fæðingardag barna, nöfn foreldra eða framfærandi, stöðu föður síma, fjölda barna í heimili og ef um sérstakar heimilisástæð- ur er að ræða, t. d. veikindi móður. Helmingur gjalds skal greiðast við brottför barna, en afgangur fyrir 15. júlí. Þær umsóknir, sem ekki verður svarað fyrir 25. maí, verða ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu Sjómannadags- ráðs að Hrafnistu, f. h. á miðvikudögum. Sími 38465. SJÓMANNADAGSRÁÐ Erindið, sem útvarpsráð þorði ekki að birta: íslenzk menningarhelgi erindi Þórhalls Vilmundarsonar, prófessors um sjón- varpsmálið, sem útvarpsráð vísaði frá á fundi 5. þessa mánaðar er komið út. HELGAFELL. Aðalfundur FLUGFÉLAGS ÍSLANDS H. F. verður haldinn miðvikudaginn 3. júní 1964 í Súlnasal Hótel Sögu- og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. • iS w Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir á aðal- skrifstofu félagsins í Bændahöllinni (4. hæð), 1., 2. og 3. júní. ¥ STJÓRNIN. STOFUBLÚM ILITUM 6 Frjáls þjóð — laugardaginn 15. maí 1964

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.