Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.12.1964, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 18.12.1964, Blaðsíða 5
Og Árni hann svarar og segir: „Síðan við lögðum á Dal hefur hann stokkið — hann tiögni, en hlaupa þó lengur hann skal. Kom þú með fötuna fulla, svo fái hann góðan drykk, því yfir um til Almannagjáar einum við höldum í rykk.“ Kerling frá kvíunum gengur, kemur hún aftur brátt. Með nýmjólk hún fötuna fyllir. og fákurinn gneggjar þá hátt. Og fötuna fákurinn tæmir, þá færir sig kerling nær, og smjörsköku talsverða tekur — úr trogi — og hestinum fær. Hestinum kerlingin klappar og klórar og mælir lágt: „Gott hef ég gefið þér áður og guggna nú ekki þú mátt. Margsinnis mjólk hjá mér drakkstu og mjölköku og smjörbita fékkst. Eg breiddi á þig brekán á vetrum, í búrinu mínu þú gekkst. Allt var það öðrum að kenna, að ungur þú barst frá mér, því skálkur um skuld mig krafði, og skuldin var borguð með þér. Berðu nú biskupssoninn á braut yfir holt og mel, og flyt þú hann heilan á húfi heim til sín. — Parðu nú vel.“ Gullpening gefur hann Árni gamalli rausnarfrú og hæverskur hattinum lyftir, svo heldur hann vestur frá Brú. VI. Og Árni hann ríður á öræfin beint, sem örskot hann ber yfir fold, og hamstola þeysir hinn þreklegi jór, en þyrlast upp sandur og mold. Og Ámi hann ríður um holt og um hraun, hann hamrana þræðir um skeið. Og aldrei fór nokkur á íslenzkum jó svo ógreiða og torsótta leið. Og Árni hann ríður um skriðjöklaskörð þars skúta fram þverhnípin há. Hann fer eftir börmum á gínandi gjám og gljúfrunum hörfar ei frá. Svo fer hann með köfium um eldhraunaurð, þars örðug finnst tófunni leið. Hann sundríður jökulsins volegu vötn, sem veltast fram straumhörð og breið. Hann áir hjá Brunnum um örskamma ctund, því uppsprettulind er þar tær, og grösugur bali við gráviðisrunn, sem grandað ei jökullinn fær. Og austan við Bláfell hann áir um. liríð, og eru þá full dægur prjú, síðan hann klárinn sinn keyrði á stökk frá kvíunum fremri á Brú. Hann stutt á að Skjaldbreið í dögun þess dags, sem dómþingið íslands skal sett. „Högni minn,“ segir hann, „hertu þig nú og hlauptu þann síðasta sprett. Þvi náirðu á Þingvöll um nónbil í dag, svo neyðar ég losist úr kví, þá skal ég ei bera þér bitil í munn, né beita þig sporum úr því.“ Á harðasta stökki nú hesturinrt fer um hraun og um mel cg um skörð, og leirugur allur og bólginn um brjóst hann blóðinu frýsar á jörð. En Árni hann klæðir sig kápunni úr, og krækir svo ístöðin frá og burtu þeim kastar — og brosir í kamp. „Það borga skal Herleifur Dá.“ vn- Á Þingvelli er fjölmennt — og fulltrúar köngs flytja þar erindi snjallt. Og sent hefur jöfur þá Jörgen og Priis að jafna þar ranglæti allt. Um dagmálaskeiðið er dóinþing sett, og dæmt skal þar ýmsum J hag. En biskup er hnípinn, því bagal og stól hann býst við að missa bann dag. Þaö er hann Herleifur niröstjóri Daa, hann hrekki sér temur og brögð og hyggur, að biskupi megi hann meir, er málin í dóm eru lögð. Hann veit það, að Oddi er örðugt um vörn, því Árni er nú þinginu fjær, en vanmáttugt klerka- og kórdjáknalið og kotung'alýðurinn ær. Það er hann Herleifur hirðstjóri Daa, háðyrðum beitir hann þrátt „Hvort gerist nú biskupmn bl.iúgur í lund? Svo bar hann ei höfuðið lágt ‘ Og fulltrúi konungsins kaliar og spyr, hvort kominn sé Árni á þing. En biskúpinn þegir og bleik et hans kinn og búð sína ráfar um kring. Það er hann Herleifur hiröstjóri Daa hrópar hann, „tyrrinn og grár“: „Þið munuð ei líta hann í iögréttu fyrr en liðinn er dagur og ár!“ Og aftur er kallað og aftur er spurt, hvort Árni þar nálægur sé. En enginn því svarar, svo alllanga stund mun enn verða á málunum hlé. En biskupinn gengur á hamarinn hátt. hrekkúr af augum hans tár. Þá sér hann í fjarska, nvar jóréykur rís, riður þar karlmaður hár. ■f'.i Og biskupinn horfir og ségir við r.vein, sem siðprúður með honum er- „Ríður sá mikinn á rauðlitum jó, svo rykið til skýjanna fer. Væri hann Árni á íslandi nú, þá ætla ég að tryði ég því seint, að ei væri hann þetta, þó undarlegt sé, að austan þar komi hann beint..“ Og það er hann Árni, sem kemur um kleif. Kveður hann föður sinn skjótt og mælir við sveinana: „Gerið ei glöp, en gefið þið hestinum fljótt.“ , Sveinarnir biskupsins fara með íák, og flestum ber saman um það, að há hafi betur ei borið neinn klár, né brunað eins vakurt í hlað. Er spurt er hið þriðja og síðasta sinn, hvort sé þar hann Árni tíl taks, gengur þá maður fram, mikill og hár, og mannfjöldinn kennir hann strax. Hann yrðir á Herleif — cg alvara ströng á enninu hvelfda er skráð: „Já, ég er hér víst fyrir alföður hjálp, en ei þína herlegu iáð! Þú hugðir það eitt sinn, Herleifur Daa, að hirðstjóratign þín og elægð mundi okkur feðgana rétti fá rænt, en — rýrð skal nú verða þín fcægð. Því svo er það ætíð — og svo verður nú, að sigri hið góða mun ná En rangindin lenda — þó brögðum sé beitt — á blindskerjum, Herleifur Dá.“ Og það er hann Herleifur hirðstjóri Daa, hefur hann guggnað við fátt. Á vörina bítur hann, þungbúinn, þétt, úr þrönginni víkur sér brátt. I málunum Árni fær sigur með sæmd, og sýnd honum virðing er há. En hirðstjóravaldið og metorðin með missir hann Herleifur Dá. (Smb. handr. höf. Lbs. 1485-b, 4to.) Sigurður Helgason bjó til prentunar. Helztu æviatriði skáldsins Margir kannast við kvæði það um Árna lögmann Odds- son, eftir vestur-íslenzka skáldið Jóhann Magrús Bjarnason, sem birt er hér að framan, hafa ef ttl vill heyrt eitthvað úr því eða um það talað, en fáir hafa neyrt það allt í heild, enda mun það ekki hafa verið prentað fyrr en nú. — Handrit það, sem hér er farið eftir Lbs. 1485-b, 4to„ er eíginhar.dar- rit höfundarins, skrifað 26. —30. nóvember 1905 (smb. bréf hans meðfylgj. kvæðinu) að beiðni íslendings vestra, sem Halldór hét Danielsson frá Langholti, og honum scnt. Barst það síðan Landsbóka- safninu að gjöf frá Halldóri (1909). Meðfylgjandi lcvæðishand- ritinu er bréf, sem Jóhann Magnús skrifaði Halldóri um leið og Magnús sendi honum það. Þar segir svo (orðrétt, en örfáum línum sleppt): „— — Eg sendi yður nú afskrift af kvæðinu, Árnl lög maður Oddsson. Eg varð að skrifa það allt eftir minni, þvi handrit mín og bækur eru norður í Nýja tslandi. Það getur því verið, að ég hafi gleymt einu eða tveimur erindum, en hað gerir þá lítið til. Eins og þér sjáið, eru ótal stór-gallar á kvæði þessu, því fyrst og fremst er það, að mér gengur aidrei vel að yrkja, — — og svo er hitt, að ég orti mest alit kvæðið á meðan ég var unglingur. En ég hefi alltaf hugsað mór að laga það. Eg hefi ekki nákvæmlega fylgt hinum algengu sögnum um ferð Árna að utan ti! Al- þingis.-----í tveimur hinum síðustu köflum kvæðislns hef * ég með vilja breytt nafninu Herluf í Herleif. Eg sé, að Grímur Thomsen hefur gert hið sama.---------“ } Jóhann Magnús Bjarnason (skrifaði sig oft J. Magnús) var fæddur 24. maí 18P6 í Meðalnesi í Fellum á Fljóts- dalshéraði. — Foreldrar: Bjarni Andrésson (f. 10. júlí 1832 í Hnefilsdal á Jökuidal) og kona hans. Kristbiörg Magnúsdóttir <f. 28 ágúst 1832 á Birnufeili < Fellum). Föðurforeldrar Magnúsar voru: Andrés Guðmúndsson (f. 1807 í Fljótsdai og Kona hans, Helga (f. um 1793 Þor leifsdóttir b. í Ekógargerði i Fellum, bjuggu lengi i Hnef- ilsdal — annars vegar. Móðurforeldrar Magnúsar voru: Magnús !f. um 1793) Bessason b. á Ormarsstöðum í Fellum — Árnasonar ríka lögréttum. og bónda á Arn- heiðarstöðum og fyrri kona Magnúsar. Guðný Sigurð'ar- dóttir (f. 1793, d. 1839) Magn ús og Guðný bjuggu á Birnu- felli í Fellum. Þegar Magnús fæddist, höfðu foreldrar nans búið í fjögur ár í Meðalnesi og hann var líka fjórða oarn þeirra, en systkini hans höfðu dáið öll þrjú sumarið áður. Þau fluttust þaðan, þegar liann var tveggja ára, og ^oru næstu þrjú ár í núsmennsku á þremur bæjurn, en fluttust þá að Fljótsbakka í Eiðaþing há og bjuggu þar annars veg ar þann tíma, sem þau áttu eftir að dveljast hér heima (1871—75); þaðan fluttust þau vestur um haf sumarið 1875 með börn sín, Magnús, 9 ára, og önnu Málfríði tveggja ára gamla. ásamt sambýlisfólki sinu, hjónum, sem líka voru úr Fellur.um, og ungum börnum þeirra. — Frásögnin í upphafi sögunn-< Frarnh. á 6. síðu. Frjáls Kjó« — JÓLABLAÐ I — 1964. 5 t

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.