Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2005, Blaðsíða 101

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2005, Blaðsíða 101
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. maí 2005 | 101 allt kom til alls ekki bara óvirk, segir hann; Brasilía var ekki bara viðfangsefni þekkingar. Eins og víðar í latnesku Ameríku, mátti rekja umtalsverðan skerf túlkunar nýlenduherranna á þessum „nýja heimi“ til þekkingar innfæddra. Hér var ekki um það að ræða að „vestræn löngun“ stikaði fram á „auða síðu“ þeirra sem síðar voru sigraðir eða brotnir undir nýlenduveldið: hér var frekar um að ræða stefnumót, sama á hversu ójöfnum forsendum til þess var stofnað. (Samkvæmt röksemdum þess- arar bókar, þá var hér um fleiri sögur en eina að ræða.) Rabasa heldur því ennfremur fram að það sé ekki einungis þegar að túlkun fortíðarinnar kemur að lestur samkvæmt slíkri tví- hyggju hefur áhrif. Á almennari nótum leiðir hann til niðurlags sem byggist á fullyrðingu, sannri hvað varðar formið en ekki efnið, og sneiðir hjá þeim möguleika að niðurlagið sé opið; hann felur í sér „vilja til að komast að niðurstöðu“ sem verður að víkka út með átaki, til þess einmitt að mögulegt sé að brjót- ast frá miðlægum hugmyndum Evrópubúa dagsins í dag. Nú, en það sem Rabasa gerir ekki (það var ekki ætlunarverk hans) er að draga fram það sem hér er að gerast í tengslum við tíma og rými. Í tilvitnuninni í de Certeau er einnig fólgin mót- sögn hvað það varðar (þó það verði að viðurkennast að mögu- leikans á því að rekja rými eftir „leiðum“ er einnig getið – að rýmið geti verið virkara, hreyfanlegra?). Samkvæmt þessari kenningu er sagan/tíminn virka hugtakið, er ferðast yfir óvirkt landsvæði/rými. Með þeim hætti virðast „hinir“ vera kyrr- stæðir, án sögu. Þannig gerist það að hægt er að líta á hina sem „auða síðu“. Sá frasi er þýðingarmikill: boðaður af Certeau og rannsakaður af Rabasa, en hann leiðir okkur aftur að öðrum þemum. Rök- semd Rabasa er sú að útlegging og túlkun þessarar virku/ óvirku orðræðu nýlenduhyggjunnar (og samkvæmt mínum málflutningi, þessarar orðræðu um tíma og rými) tengist sögu- legum áherslubreytingum í víðari skilningi. Þær eru í fyrsta lagi tengdar þeim greinarmun sem þekk- ingarsamfélagið gerir nú almennt á „viðfangsefni“ og „hlut“, (og að mati Rabasa, „eftir því sem vestræn huglægni hefur orðið algildari“) (bls. 47). Í öðru lagi eru þær tengdar hug- myndum sem komið hafa fram á sjónarsviðið um „skipulag skrifræðis endurreisnarinnar og skýran greinarmun á rituðu máli og munnlegri hefð, þar sem hið síðarnefnda hefur verið dæmt sem frumstæðara form: „Það er ekki fyrr en á end- urreisnartímanum að ritmál var skilgreint sem vinna; sem and- stæða við hina afurðarlausu munnlegu hefð. Þetta skipulega skrifræði gerði lítið úr amerískum indjánum sem menning- arsnauðum „skrælingjum“, og þar af leiðandi lærlingum vest- rænnar menningar“ (bls. 51–2). Munnleg hefð er hrakin yfir á rýmið; maður skrifar á það. (Rétt eins og maður, ferðast yfir rými, að því er talið er). Bæði kenningin um „skipulegt skrifræði endurreisnarinnar“ og tengingin sem Rabasa myndar á milli munnlegrar hefðar og rýmis eru fengnar frá de Certeau (de Certeau, 1984, kafli 10; og einnig 1988, kafli 5)2. De Certeau skrifar, „„munurinn“ sem gefinn er í skyn með munnlegri hefð … afmarkar svæði rýmis, rannsóknarsvið vísindanna. Til þess að vera töluð, bíður tunga, sem einungis er munnleg þess að rithefðin umriti hana og við- urkenni það sem hún tjáir“ (de Certeau, 1988, bls. 210; skáletr- ið tilheyrir upprunalega textanum). Tvenns konar notk- unarmöguleikar renna þarna saman: auða síðan, sem í þessu tilfelli verður að gjörvallri Ameríku „er vestrænn vilji verður síðan ritaður á“, (1988, bls. xxv) og auða síðan sem „hinn eig- inlegi staður“ fyrir „ritun““ (Rabasa, 1993, bls. 42). Í huga de Certeau er „ritun áþreifanlegur verknaður sem felst í því að byggja upp, á sitt eigið auða rými (un espace propre) – blaðsíð- una – texta sem hefur vald yfir þeim ytri heimi sem hann hefur fyrst verið einangraður frá“ (de Certeau, 1984, bls. 134). Hug- myndin um auða síðu tengist bæði mótun hugtaksins „„hinir“ í þeim skilningi að það sem er innan þess skorti alveg menn- ingu“ (Rabasa, 1993, bls 42) – eða samkvæmt mínum skilgrein- ingum og einnig almennt séð sem fjarvera sögu/ferla – og sam- bandsins á milli ritunar-sem-framsetningar og rýmis. Og eins og kemur fram í kafla 3, „er hið „rétta“ sigur rýmis yfir tíma“ (1984), bls. xix) í augum Certeau. Ennfremur, eins og Rabasa leiðir rök að í samhengi við þróun prentverks sem andstæðu við „skrifara miðalda“, þá gerðu „bækur og landakort“ … upp- lýsingar ekki einungis aðgengilegri, heldur urðu einnig til þess að heiminum var raðað á yfirborð sem síðan beið þess tilbúið „að vera kannað““ (1993, bls. 52; skáletur mitt)3. Hér vinna tveir þættir saman, og þeir styrkja hvor annan af miklum krafti. Annars vegar er um að ræða framsetningu rýmis sem yfirborðs, og hinsvegar ímyndaða framsetningu (hér enn og aftur í formi ritaðs máls sérstaklega, sem hinnar vísindalegu framsetningar) hvað rýmiskennd varðar. Saman verða þeir til þess að stöðva aðra af, til þess að svipta þá sög- unni. Þetta er pólitísk heimsmynd sem gerir okkur fært í hug- anum að ræna aðra sögu sinni; við höldum þeim í kyrrstöðu til að þjóna eigin hagsmunum, en erum sjálf hreyfanleg. Lyk- ilatriði í þessari athöfn er að koma böndum á rýmið. Á þessum punkti er hægt að tengja þessa röksemdafærslu öðrum slíkum. Því við framkvæmum þvílík töfrabrögð með okk- ar venjulegu hugmyndum um rýmið. Það er ekki einungis að við ímyndum okkur það sem yfirborð, heldur sjáum við einnig oft á tíðum ferðir okkar „yfir“ það sem tímatengdar. Ekki þó á þann hátt sem ég vísa til, þar sem ferli okkar mætir annarra. Því hefur verið haldið fram að „vestrið“ hafi í könnunarleið- öngrum sínum og mannfræðiáhuga, og hugmyndum samtímans um landafræði alþjóðavæðingarinnar, oft séð sig fyrir sér úti í hinum stóra heimi við að uppgötva sögur fortíðar frekar en samtíðar. (Ímynda þeir sem ferðast til Kaliforníu sér sig á hraðferð í gegnum söguna?) Eða, eins og svo oft hefur verið bent á þegar þróun borga er rakin þá er henni einvörðungu stillt upp sem sögu umbreytinga frá Aþenu til Los Angeles. (Hvar í slíkri þróunarsögu myndum við staðsetja Samarkand eða Sao Paulo? Leiðir hún það af sér að Kalkútta verði ein- hverntíma eins og Los Angeles? Og hvað með Bangalore?) Rými sem yfirborð, gott og vel, en yfirborð sem hallast í tíma. Við erum öll sek um þetta í okkar daglega lífi. Flökkufólk ímyndar sér „heima“ sem þann stað sem hann var, eins og hann var. „Ungu reiðu“ mennirnir í Bretlandi á sjötta og sjö- unda áratugnum hafa orðið táknmynd þessa. Þeir komu suður í leit að frægð og frama, en gera bæði grín að þeim stöðum í norðrinu sem þeir komu frá, auk þess að lofa þá stundum, oft í líkingu „móðurinnar“. Það sem þeir reyndu líka svo oft var að varðveita þessa staði í hlaupi; þeir stöðvuðu sögur þessara staða á þeim tímapunkti sem flökkufólkið yfirgaf þá. Yfirborð rýmisins, frá Lundúnum og norður, hallaðist aftur í tíma. Sjálf er ég einnig að norðan en bý nú „fyrir sunnan“ og hef oft velt þessu fyrir mér í samhengi þess að „fara heim“. Þegar lestin fer framhjá Cloud-hæð, aðeins lengra en Congleton, er ég nærri komin. Ég legg frá mér bækurnar mína (ófrávíkj- anlegur siður), hæðirnar hækka, fólkið smækkar, og ég veit að þegar ég stíg út úr lestinni mætir mér aftur linnulaus, glaðleg kersknin sem einkennir suðurhluta Lancashire. Ég er komin „heim“ og það gleður mig, en hluti af því sem gleður mig er þéttriðnara tengslanet á staðnum, einskær kunnugleikinn. Og hvað er að því? Að þrá af þessu tagi, til að mynda þrá flökkufólks eftir því „heima“ sem það eitt sinn þekkti? Wendy Wheeler (1994) veltir þessu spursmáli fyrir sér í vel ígrunduðu verki um þann missi sem við höfum orðið fyrir og er fórn- arkostnaður þátttöku okkar í því verkefni sem nútíminn er (sjá einnig Wheeler 1999). Eins og margir aðrir, vísar hún til þess hversu áberandi tilfinningar tengdar fortíðarþrá eru innan póstmódernismans, þar með talin þrá eftir stöðum og heimilum (einn hlutinn heitir: „Heimþrá póstmódernismans“). Þótt hún sé því sammála að tilraunir til að ákveða sjálfsmynd staðar í eitt skipti fyrir öll snúist alltaf um vald og yfirráð frekar en raunverulegan og trúverðugan uppruna, og jafnframt að hún sé sammála því að „fortíðin sé ekkert stöðugri en samtíðin“ (þar vitnar hún í og bregst við; Massey, 1992, bls. 13), þá segir hún ennfremur; „samt sem áður er það tilfellið, eins og Ange- lika Bammer heldur fram (Bammer, 1992, bls. xi), að þessi for- tíðarhyggja póstmódernismans feli í sér „löngun til að end- urheimta nærandi tilfinningalegar þarfir“. Ein þeirra pólitísku spurninga sem póstmódernismi setur fram er í raun svörun við „tilfinningalegum þörfum“ (Wheeler, 1994, bls. 99). Hún leiðir rök að því að upplýstur samtíminn hafi verið fenginn með því að fórna á róttækan hátt öllu því sem gæti ógnað vitund skyn- semishyggjunnar. Hún segir ennfremur: Þessi róttæka útilokun á „öðru“ en Skynsemi, myndar grundvöll þeirrar aðgreiningar sem nútíminn er byggð- ur á (skynsemi/óskynsemi; þroski/barnaskapur; karl- mennska/kvenleiki; vísindi/listir; hámenning/dæg- urmenning; gagnrýni/geðhrif; pólitík/fagurfræði o.s.frv.) sem og sjálfrar hlutlægni nútímans. (bls.96) Þetta er mikilvæg röksemd, sem þar að auki tengist með margvíslegum hætti kenningum þessarar bókar4. Samkvæmt þeim er hægt að skýra fortíðarþrá póstmódernismans í það minnsta að hluta til sem einskonar endurkomu þeirra sem búa við þöggun í nútímanum. Ennfremur getur hún tekið á sig ýmsar myndir, og eitt hugsanlegt verkefni á sviði stjórnmála er einmitt koma þeim í orð með framsæknum hætti. Titillinn á grein Wendy Wheeler er „Fortíðarþrá er ekki slæm“. Nú, eðli sínu samkvæmt leikur fortíðarþrá með hugmyndir um rými og tíma. Og ég myndi vilja halda því fram, að ég held í samræmi við kenningu Wheelers í meginatriðum, að þegar for- tíðarþráin setur rými og tíma þannig fram að aðrir eru rændir sagnfræðilegu umhverfi sínu (sögum sínum), þá verðum við vissulega að endurskilgreina fortíðarþrána. Í þeim tilfellum er hún ef til vill einmitt „slæm“. Það sem ég á við er að þegar við ímyndum okkur að við för- um heim (og ég er hreint ekki viss um að það sé einungis póst- módernískt fyrirbæri, eins og Wheeler gefur í skyn), þá felur það svo oft í sér ferð „til baka“ bæði í rými og tíma. Til baka að kunnuglegum hlutum, því hvernig hlutirnir voru einu sinni. (Það er nú einu sinni svo að þegar ég lít út um gluggann þegar ég er komin framhjá Congleton, þá eru það svo oft hlutirnir sem ég man eftir frá fyrri tíð sem vekja athygli mína. Um- merki sem eru einkennandi fyrir Manchester, sem svo oft eru einnig flækt saman við (vegna þess hversu tilhneigingar nú- tímans og póstmódernismans eru líkar) ummerki fortíðarinnar – maður hugsar í kaldhæðni til Borgesar (1970) „Argentínski rithöfundurinn og hefðin“). Eitt augnablik ásækir mig í þessu tilliti. Systir mín og ég höfðum farið „heim“ og sátum ásamt foreldrum okkar við te- drykkju í stofunni. Góðgjörðirnar við svona tilefni voru súkku- laðikaka. Hún var einstök: þung og með einhverskonar fyllingu úr smjöri, sírópi og kakói í miðjunni. Uppskrift frá stríðs- árunum, held ég, knúin fram af nauðsyn – og stórsigur sem slík. Mér fannst hún frábær. Í þetta sinn fór móðir mín þó inn í eld- hús og kom til baka með allt öðruvísi súkkulaðiköku í hönd- unum. Létta og mjúka, í mun ljósari brúnum lit. Ekki með gömlu, góðu, þungu sykursæluna sem var uppáhaldið okkar. Sjálf var hún svo ánægð, hafði fundið nýja uppskrift. En systir mín og ég lukum upp einum rómi í mótmælaskyni – en mamma … okkur finnst gamla súkkulaðikakan svo góð.“ Við höfum oft rifjað þetta upp og séð eftir þessu augnabliki, þó ég sé viss um að hún skildi okkur. Þótt ég hafi ekki verið að velta þeim for- sendum fyrir mér þá, er það svo hvað mig varðar að hluti til- gangsins í því að snúa heim var að hafa hlutina eins og þeir höfðu alltaf verið gerðir. Heimferð samkvæmt þeim væntingum sem ég bar í brjósti þá, snerist ekki um að laga mig að þeim lífs- háttum sem voru í gangi í Manchester á þeim tíma. Vissulega var þetta ferðalag bæði í tíma og rými, en ég upplifði augnablik- ið sem ferðalag inn í fortíðina. En staðir breytast; þeir halda áfram án manns. Mamma finnur nýja uppskrift. Fortíðarþrá sem afneitar því, þarf vissulega að hugsa upp á nýtt. Sannleikurinn er auðvitað sá að það er aldrei hægt að snúa bara „til baka“, heim eða eitthvert annað. Þegar maður kemur „þangað“, hefur staðurinn þróast áfram rétt eins og maður hef- ur sjálfur breyst. Og þar liggur hundurinn auðvitað grafinn. Það að opna „rými“ fyrir ímyndunarafli af þessari tegund felur í sér þá hugsun að tími og rými skarist og jafnframt að hvort tveggja sé afurð gagnkvæmra tengsla. Það er ekki hægt að hverfa aftur í rýmis-tíma. Afleiðingin af því að ímynda sér að það sé hægt er sú að aðrir eru rændir sínum eigin sjálfstæðu sögum. Það gildir einu hvort maður „hverfur aftur heim“, eða ímyndar sér að lönd eða landsvæði séu vanþróuð og þurfi að vinna upp forskot, eða hvort maður fer bara í frí á einhverjum „ósnortnum, tímalausum“ stað. Niðurstaðan er alltaf sú saman. Það er ekki hægt að snúa til baka. (Ferli de Certeau er í raun ekki hægt að snúa til baka. Þótt maður geti snúið við á blað- síðu/landakorti þýðir það ekki að maður geti það í rýmis-tíma. Innfæddir Mexíkanar gætu rakið fótspor sín til baka, en sá staður sem þeir rekja uppruna sinn til verður ekki lengur eins og hann var.) Það er ekki hægt að halda stöðum kyrrum. En það er hægt að rekast á aðra, kynna sér hvert saga annarra hefur náð „nú“, en einungis þar sem þetta „nú“ (strangt til tek- ið, „hér og nú“, þetta hic et nunc) er sjálft samansett úr engu öðru en – nákvæmlega – því að hittast (aftur). Varðandi rýmis-tíma þessarar ferðar, sjá ennfremur hugleiðingar Massey; 2000c. Eins og Rabasa bendir á (1993, bls. 44), er de Certeau meðvitaður um að nálgun hans á sér sérstaka sögu, og að hún hefur sín áhrif (de Certeau, 1988, bls. 211–12). Framhald tilvísunarinnar er: „Þessi hlutgerving auðveldaði yfirtöku landsvæð- anna“ (bls. 52). Hér skiljast leiðir okkar. Yfirtakan útheimti einnig fallbyssur og hross og annan stuðning af efnislegu tagi. Í greiningu sinni heldur Rabasa sig inn- an marka orðræðunnar (sjá; 1999, bls. 224–5, neðanmálsgrein 6). Þetta er einnig röksemd sem ögrar með uppbyggilegum hætti þeim grunnfærn- islegu kenningum er halda því fram að tilhneigingar nútímans til að hverfa aftur til baka til staða, og leiða til varnarstöðu varðandi hið staðbundna, séu einungis viðbrögð við ágengu og ruglandi ferli alþjóðavæðingarinnar. © Doreen Massey, 2005, www.sagepub.co.uk 1 2 3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.