Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga „MÉR létti mikið þegar hann gat greint bók- stafi með auganu sem fór verr. Bólgurnar eru óðum að hjaðna og ef til vill nær hann sér,“ segir Hannes Sigurgeirsson um augnslys sem 15 ára sonur hans lenti í daginn fyrir gaml- ársdag. Sonurinn, Sigurgeir, var ásamt félaga sínum að taka í sundur flugelda og endaði sú tilraunastarfsemi með því að púðrið sprakk framan í þá. Báðir voru án hlífðargleraugna og voru fluttir á slysadeild Landspítalans. Slas- aðist Sigurgeir nokkuð alvarlega en félagi hans slapp með minni háttar meiðsl. Þeir voru meðal þeirra átta drengja sem slösuðust á augum um áramótin. Augn- skaðarnir voru allt frá því að vera minni háttar upp í alvarlega, en auk Sigurgeirs liggur annar piltur alvarlega slasaður á báðum augum á Landspítalanum. „Maður reiknar aldrei með því að svona slys hendi manns nánustu. Fréttir um augnslys um hver áramót ná varla athygli manns nema maður kannist eitthvað við fórnarlömbin. Strákar taka sömuleiðis lítið eftir fyrirbyggj- and fréttum nema það séu skólafélagar eða vinir sem lenda í slysunum. Þá taka þeir mark á fréttunum.“ Það má segja að Sigurgeir hafi sloppið betur en á horfðist því vinstra augað leit mjög illa út eftir slysið. Hornhimnan skaddaðist talsvert og flísar stungust inn í hægra augað. Þurfti hann að vera í tveggja klukkustunda svæfingu að- faranótt gamlársdags á meðan gert var að sár- um hans. Og í fyrradag kom í ljós að hann gat greint bókstafi með vinstra auganu. „Það virðist hafa tekist frábærlega vel að hreinsa augun í aðgerðinni. Áverkunum fylgdu miklar bólgur en þær eru óðum að hjaðna. Það mun þó taka langan tíma fyrir augað að jafna sig,“ segir Hannes. „Þó er mannsaugað víst ótrúlega duglegt að endurnýja sig.“ Hannes vill koma á framfæri þökkum til hjúkrunarfólksins á Barnaspítala Hringsins fyrir góða umönnun. Það sem fór svo illa hjá strákunum var ógætileg meðferð flugelda þegar þeir söfnuðu púðri úr flugeldum í dall og kveiktu í. Héldu þeir að drepist hefði í kveikiþræðinum og fóru þá að blása í glæðurnar. Örstuttu seinna bloss- aði púðrið upp og brenndi þá í andliti og aug- um. Yngsta fórnarlamb augnslysa um þessi áramót er níu ára drengur en sá elsti átján ára. Slysin urðu ýmist þegar verið var að skjóta upp flugeldum eða þegar verið var að taka þá í sundur. Alvarlegustu slysin voru rak- in til þess síðarnefnda. Átta drengir slasaðir á augum vegna flugelda um þessi áramót „Reiknar aldrei með því að svona slys hendi manns nánustu“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinstra auga Sigurgeirs fór illa en bólgur eru að hjaðna og hann er farinn að geta greint bókstafi. „ÞAR sem menn vilja ekkert með þetta hafa, þá ætla ég ekki að troða þeim um tær lengur,“ sagði Kristján Runólfsson, safnari á Sauðárkróki, eftir að ljóst varð að samningur um samstarf hans og sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur einkaminja- safns hans rann út um áramótin. Frá árinu 1996 hefur Kristján haft að- stöðu fyrir safn sitt, sér að kostnaðar- lausu, innan veggja Byggðasafns Skagfirðinga, en forsvarsmenn sveit- arfélagsins telja, að ekki fari saman að halda uppi einkasafni við hliðina á byggðasafni sveitarfélagsins. Leituðu ýmissa leiða „Við erum búin að leita ýmissa leiða til að koma þessu heim og saman og ná samningi við Kristján, en í þeim þrönga fjárhagsstakki sem okkur er sniðinn gekk það ekki upp. Það mód- el, að hafa einkasafnara í opinberu húsnæði, á opinberu framfæri, við hliðina á opinberu safni, er ekki æski- legt og við teljum þetta fyrirkomulag ekki hafa skilað okkur fram á veginn í safnamálum,“ segir Áskell Heiðar Ás- geirsson, sviðsstjóri markaðs- og þró- unarsviðs Skagafjarðar. /43 Deilur um skagfirskar minjar TALSMAÐUR ítalska verktakafyr- irtækisins Impregilo hér á landi, Ómar R. Valdimarsson, segir það markleysu að fyrirtækið greiði starfsmönnum sínum ekki laun sam- kvæmt gildandi kjarasamningum. Það hafi margsinnis verið staðfest, m.a. af aðaltrúnaðarmanni Kára- hnjúkavirkjunar, að laun séu greidd samkvæmt virkjanasamningum. Ómar bendir á að Íslendingar hafi ekki sýnt störfunum við virkjunina áhuga og því hafi Impregilo leitað út fyrir landsteinana. Spurður af hverju þessi áhugi sé svona tak- markaður segir Ómar það einkum vera vegna framboðs á sambæri- legum störfum nær þéttbýlinu hér á landi og „þeirrar staðreyndar að aðr- ir verktakar, sem við eigum í sam- keppni við um starfsfólk, borga ein- faldlega betur en virkjanasamn- ingurinn kveður á um“. Hvort komi til álita að greiða laun til samræmis við aðra verktaka segir Ómar tilboð Impregilo binda hendur fyrirtækisins hvað það varðar. Sam- kvæmt útboðsgögnum hafi Im- pregilo borið að greiða laun sam- kvæmt virkjanasamningi en fyrirtækið ekki reiknað með að „yf- irborga fólk“ eins og tíðkist víða á innlendum vinnumarkaði. ASÍ hittir ráðherra í dag Forysta ASÍ mun eiga fund með Árna Magnússyni félagsmálaráð- herra og hans sérfræðingum í fé- lagsmálaráðuneytinu í dag. Fundar- efnið er ráðningar- og kjaramál erlendra starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun en ASÍ hefur gagn- rýnt harðlega þá málsmeðferð sem umsóknir Impregilo um atvinnuleyfi hafa fengið hjá Vinnumálastofnun. „Aðrir verktakar borga einfaldlega betur“  Karpað/8 BJARNVEIG Guðbjartsdóttir og Felix Har- aldsson ásamt þremur börnum, 4–13 ára, voru í hópi þeirra sem urðu að yfirgefa hús sitt á Patreksfirði upp úr miðnætti í fyrrinótt vegna snjóflóðahættu. Fjölskyldan býr að Hólum 17 en þar var bróðir Bjarnveigar einn- ig staddur. Að sögn Bjarnveigar hefur fjölskyldan nokkrum sinnum þurft að rýma húsið vegna snjóflóðahættu en þau hafa búið þar í tíu ár. Fjölskyldan býr nú á bænum Hólum, innan bæjarmarka Patreksfjarðar, en tilviljun réð því að frændfólk hennar flutti út úr húsinu daginn áður og það stóð því autt. „Við pökkuðum öllu því nauðsynlegasta, tókum sængur, náttföt og dýnur og það sem hendi var næst og drifum okkur,“ segir Bjarnveig. Hún og maður hennar voru á leið í háttinn og börnin komin upp í rúm þegar lög- reglan hringdi og lét vita að þau þyrftu að rýma húsið. „Þetta er auðvitað hundleiðinlegt en maður verður bara að gera það sem manni er sagt.“ Bjarnveig starfar í Patreksskóla en öll kennsla lá niðri í gær. Að sögn hennar var áformað að funda með íbúum klukkan sjö í morgun um hvenær óhætt væri að flytja aftur í hús á þeim svæðunum sem voru rýmd. Ljósmynd/Davíð Rúnar Fjölskyldan á Hólum. Felix og Bjarnveig ásamt börnunum Alexöndru, Guðbjarti og Melkorku. „Við pökkuðum öllu því nauð- synlegasta“ UM hundrað og sextíu manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á Vestfjörðum í gær og í fyrradag vegna snjóflóðahættu. Eftir norðaustan óveður datt allt í dúnalogn fyrir vestan í gærkvöld og óttaðist almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar að vindur myndi í kjölfarið snúast til suðvestlægrar áttar, með þeim afleiðingum að taka þyrfti ákvörðun um þá mestu rýmingu sem þekkst hefur vegna snjóflóða. Þar er átt við Holta- hverfi á Ísafirði þar sem búa nokk- ur hundruð manns. Beðið var átekta eftir sérveðurspá Veður- stofunnar og reyndist hún hag- stæð. Miðnæturfundur almanna- varnanefndar, þar sem endurmeta átti aðstæður, var því ekki hald- inn. Hús voru rýmd í Ísafjarðarbæ, í Bolungarvík og á Patreksfirði í fyrrakvöld og fóru flestir íbúanna til vina og vandamanna, að sögn lögreglunnar. Á Tálknafirði urðu 19 íbúar að yfirgefa heimili sín í gær og fóru allir til vina og vandamanna ann- ars staðar í bænum. Stórt snjóflóð féll við Karlsá á Skutulsfjarðarbraut síðdegis í gær. Snjóflóðið var talið vera 100– 150 metra breitt og allt að 3–4 metrar á þykkt. Hreif það með sér einn ljósastaur auk þess sem það lenti á snjóruðningstæki. Öku- mann þess sakaði ekki og engar skemmdir urðu á tækinu. Snjóflóð í Hnífsdal Lögreglan á Ísafirði fékk til- kynningu um snjóflóðið kl. 16:29 og um 20 mínútum síðar kom til- kynning um að lítið snjóflóð hefði fallið á veginn um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Fyrr í gær féllu tvö snjóflóð úr Búðargili og Traðargili í Hnífsdal. Annað þeirra náði að hesthúsum sem þar eru og hitt náði að fjár- húsum við Heimabæ. Öll umferð var bönnuð um Engidalsvog í Skutulsfirði, frá kirkjugarðinum og hringinn að Ísafjarðarflugvelli. Þar eru fjárhús, hesthús og sorp- brennslan Funi, en þar féll snjó- flóð á varnargarð fyrr í gær. Um 160 manns yfirgefa heim- ili sín vegna snjóflóðahættu  Allt að 150 metra/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.